Tíminn - 09.12.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.12.1962, Blaðsíða 1
•, \ »••<,*, u't '» * •.’V.\ \ \**'**» • <*■ wumfíti sunnudagur 9. desember 1962 II Klukkan cr íarin að halla í tíu. Heim að Nesi í Aðaldal rennur Opel-bifreið árgerð ’55. Þegar heim undir er komið, stíga komumenn út og gangá til bæjar, Karl al- þingismaður Kristjánsson í farar- broddi, en á eftir þeir Áskell bæj- arstjóri á Húsavík og sá er þetta ritar. Sá er tilgangurinn að hitta Steingrím skáldbónda Baldvins- son, dvelja með honum eina kvöld stund, ferðast í fylgd hans um ljóðalendur Þingeyinga, og ef til vill næla í nokkrar ferhendur, sem fýsilegt væri að birta lesend- um Tímans. En Steingrínuir er ekki heima. Það eru mikil vonbrigði. Hann er að veiðum niðri við Laxá. Við stöldrum við nokkra stund á bæj- arhellunni, komumenn, og hugleið um hvort við eigum að snúa við, við svo búið, ellegar bíða Stein- gríms bónda. Á endanum verður það að ráði, að við ökum niður með Laxá og freistum þess að hafa upp á hon- um og heilla hann heim með okk- ur. Pétur sonur Steingríms slæst í förina með okkur, sem leiðsögu- maður og við ökum áf.am troðn- ingaveginn meðfram Laxá. . . . Lengi vel finnst enginn Steingrímur, — en loks hillir und- ir menn og stengur. Og þarna er hann einmitt og ekki- tóm-hentur, því 20 punda lax er afrakstur veið anna í þetta skiptið. Steingrimur tekur komumönn- um hið bezta, kveður veiðifélaga sinn Svan frá Halldórsstöðum, og ekur með okkur heim til bæjar. Og innan stundar erum við setztir umhverfis stofuborðið í Nesi. FerskeyHan lifir. — Ég var staddur hjá Baldri á Ófeigsstöðum í gærkvöldi. Stein- grímur og við vorum meðal ann- ars að ræða um framtíð ferskeytl- unnar. Baldur var nokkuð uggandi um framtíðardaga hennar. Hvað heldur þú um þá? — Ferskeytlan? Hún er ódauð- leg, — það er að segja, að þetta form kveðskapar hverfur ekki með an íslenzk tunga er töluð. Maður tekur við af mannj og ferhend- urnar lifa. — Að vísu má segja, að dægurlagatextarnir sæki fast á þessa stundina, og unga fólkið er hrifið af þeim. Það kann að vera Vinir sann- leikans Oft er tapið leið að sigri sönnum. Sannleikurinn yfir veglaus klungur borinn er af minnihluta- mönnum meðan hann er vinafár og ungur Ef sannleikanum hleður valdið vígi og viðurkenning meirihlut- ans fær hann, taka hann í fang sitt fals og lygi og faðma hann, svo and- anum varla nær hann Stemgrímur Baldvinsson. L að gengi ferskeytlunnar falli eitt- hvað á timabili, en hún lifir með- an íslendingar eru til og tala ís- lenzka tungu. — Eigum við nú ekki að leyfa okkur að vona, að sú verði fram- tíðin? — Það bólar nú á hugmyndum um þáð, að þag sé ekkert annað en sérvizka að vera að halda í þjóðernið og iafnvel málið. En ég vona nú, að það verði alltaf til nógu margir „sérvitrir“. Ljóð, og ekki Ijóð. Nú er það að Steingrímur geng- ur að skáp nokkrum og tekur það- an fram bók eina, brúna. Hefur bók sú auðsjáanlega yrkingar að geyma. — Þetta kvæði hef ég lengi ætl- að að leyfa Karli Kristjánssyni að heyra, segir Steingrímur, það er um haust: Hlíðin er rauð og brún sem lifrað blóð, bleikur mór og grund, dagarnir fölir, kvöldin kvíðahljóð, sem kveðjustund. Því eru dægrin dauf og niðurlút, döpur grund og hlíð, að sumri þeirra er að blæða út og æskutíð. Dimmrauðum harmi litað er mitt ljóð, lokið er skeiði hinna björtu daga. Þjóðbanki fölvans frystir litasjóð, felhella klakans byrgir lífsins glóð; þó komi vor — og kveði nýjan óð kraftaskáld lífsins — það er önnur saga. — Ég er nú orðinn gamall eins og þið sjáið, og farið að hausta hjá mér. — Já, en það skáld, sem getur lifað haust í skáldskap sinum, get- ur líka lifað vor, svarar Kari. — Ja, tilfinningalífið er vitan- lega ölduhreyfing, og maður er vissulega ekki alltaf jafndjúpt niðri í öldudalnum, heldur lyftir aldan manni líka upp á öldufald- inn, verður Steingrími aftur að orði. — Og það er haldið áfram að ræða um ljóð og ljóðagerð ,og Steingrímur er maður hispurslaus í skoðunum: Ég tel að móðurmál- inu sé misþyrmt með því að kalla Ijóð, það sem ekki er bundið mál. Það er þó alltjent skilgreining á ljóði, að það sé háttbundið. Ekki kannski endilega rímað, en bund- ið. — — Það þarf að finna heiti yfir þessi verk. Skáldskapur geta þau verið, þá bæði góður og lélegur skáldskapur. Eigum við ekki að reyna að finna heiti yfir þetta? — Þörf værj á því, svarar Karl. — Ef ekki væri í málinu til orðið ljóðmæli, segir Steingrímur, þá mætti kalla þetta ljóðmál. Nú, einhver stakk upp á því að kalla þetta ákvæði eða óljóð, en þá er það nú anzi mikið farið að nálgast óhljóð. — Ég heyri, að þér líkar ekki öldungis nútíma ljóðaformið, Stein grímur, verður mér að orði. — Líkar? Þar er flúið frá erfið- leikunum við að binda hugsanirnar í málsform, og svo er annað hitt, að það er engu líkara en að þag sé verið að tala upp úr svefninum í mörgum þessara verka. Þetta er samsvarandi málaralistinni, sem STEINGRIMUR BALDVINSSON sýnir ekkert, sem maður kannast við. Þetta er flótti frá lífinu, og er kannski ekkert óeðlilegt við þetta, þegar þess er gætt, að allt það gamla , — kristindómur, siðfræði og list — allt betta er orðið ruglað og einskis nýtt í augum tíðarand- ans. Það er hvort tvéggja bölsýni og stráksskapur sem birtist í þess- um listum. „Ég skrifa minnst af því, sem ég yrki.“ — Þú ættir að spyrja hann að því, segir Karl, hvernig á því standi, að hann skuli aldrej hafa gefið út bók. — Og Steingrímur er spurðurj að því hvernig á því standi, að( hann skuli aldrei hafa gefið út bók. | — Mér hefur oft verið boðið það, svarar Steingrímur, en mér finnst það hlægileg fjarstæða, að( gefa út rugl, sem maður setur sam- an og var aldrei ráð fyrir gert að hefði bókmenntalegt gildi. Ástæð- an til þess að ég fór að reyna að yrkja var sú, að ég hafði gaman af Ijóðum og lærði öll ljóð. Því fór ég að reyna að yrkja sjálfur en það var nú ekki burðugt í fyrstunni og hefur reyndar aldrei orðið. Ég skrifa minnst af því, sem ég yrki. Oftast verður mér þetta^ á, þegar ég er úti við störf, og ég er fljótur að gleyma því, sem ekki er ætlað að geymast. Svívirðingar í bróðerni. — Mér skilst, Steingrímur, að á milli ykkar nokkurra þessara þing- eysku hagyrðrnga sé eiginlega hálf- gert skáldabræðralag? — Já, það er þannig með þá Egil og Kai'l Sigtryggsson og eins eru alltaf svolítil tengsl milli okk- ar Egils og Baldurs. — En það er enginn metingur, skýtur Karl inn í. — Nei, segir Steingrímur. Við höfum allir ort nokkuð líðilegar, vísur hver til annars en það er allt í mesta bróðerni. — Hafig þið nokkuð hitzt í sum-j ar? — Varla er nú orð á því ger- andi. Að vísu var Egill hór í gær hjá mér. Við vorum við veiðiskap. — Baldur hefur ekki verið með í þessum leik, það var skaði. — Nei, hann var ekki meg í þetta skiptið. — Manstu ekki einhverjar vísur úr viðskiptum ykkar? —Þær kunna nú einhvers stað- ar að leynast, en annars er ég nú bara orðinn svo fjári gleyminn. En þó var það einhverju sinni ag ég var staddur á Ófeigsstöðum og kváðum við Baldur eitthvað hvor til annars Eg man ekkert af því, nema þessar tvær vísur. Fyrst þarf ég að taka það fram að kona Baldurs heitir Sigurbjörg, en mín Sigríður. Nú, jæja mín vísa varð svona: Baldur seint ég blessa mun byggist það á mörgu, einkum þó hans einokun á henni Sigurbjörgu. Baldur svarað'i um hæl: Svartan Steini svipinn bar, Sigríði vel ég kenni. En aldrei hef ég orðið var vig einokun á henni. Ég er að reyna að rifja upp vís- ur, sem okkur Agli fóru á milli. Það var einu sinni fyrir jól, að ég scndi Agli vini mínum hangikjöts- la ri og þessa vísu með: Eg lýsi yfir því og læt á blað, ag lærið er á réttum stað hjá þér vinur. úr því að ærin er hætt að nota það. Egill þakkaði fyrir sig með vísu. Til skýringar verð ég ag geta þess að kona Egils heitir Sigriður. Nú nú, en Egill svaraði: Nú kvíði ég ekki, þótt fari í fjúk fyrst að er hlaupig á snærið, af lyktinni einni er sálin sjúk og Sigríður klappar á lærið. Og við höldum áfram að ræða skáldskap, jg þar koma þeir hvor- ugur ag annars kofa tómum Stein- grímur eða Kari Kristjánsson. — Æ, það er ekki rétt að vera Sóttur heim Stein- grímur Baldvinsson Þá var það, að hann fékk ofurlitla silungsbröndu á öngulinn, og þá varð mér það á að láta hann hafa þessa vísu: Ef þú heldur þig við þitt, þér mun enginn skáka, alltaf getur treyst á titt tittaveiðikráka. Egill svaraði, en ekki strax. Litlu seinna fékk hann 15 punda lax. Þegar hann hafði innbyrt veið- ina, hafði hann yfir þessa til mín: Heldur betur heiður jók heimskra veiðistráka 15 punda tittinn tók tittaveiðikráka. að birta þessar vísur segir Stein- giímur. Það má segja um mínar ■-•ísur, það sem Brynjólfur Einars- son skipasmiður í Vestmannaeyj- um orti: „Um visurnar minar helzt er þetta að hafa í minni, þær áttu við á einum stað og einu sinni.“ Að vera skáld eða vera ekki skáld 1 — Þú veizt það eins vel og ég og eflaust oetur Steingrímur, að milli hagyrðings og skálds er tals verð vík Hins vegar segja mér fróðir menn að þú siglir ekki ó-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.