Tíminn - 09.12.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.12.1962, Blaðsíða 9
SPÆNSK LJODAGERD Á 20. ÓLDINNI J José Antonío Fernandez Romero er ungur menntamaður spænskur, sem dvalizt hefur við Háskóia Islands hin \ síðari ár, talar og ritar íslenzku á- gæta vel. - Hann hefur ritað fyrir Tímann ýtarlega grein um spánska ljóðagerð á síðustu áratugum. og síðar kvæntist hann í E1 Salva- dor. Árið 1892 fór hann til Spán- ar sem fulltrúi Nicaragua við fjögurra alda minningarhátíð Iíolumbusar; fór síðan til Parísar, þar sem hann hitti, meðal annarra, Verlaine, það'an til New York og ag lokum til Buenos Aires sem sðalræðismaður Colombíu. Hann gaf út tvær r.ýjar ljóðabækur árið 1896: „Los Raros“ (Hinir skrýtnu) og „Prosas Profanas“ (Leikmanns- bankar), sú siðarnefnda varð hom steinn modernismans. Hann gaf sig áfenginu á vald, stofnaði tíma ritið „Revista de América", gerð ist dulspekingur, fór aftur til Spán- ar árið 1898 sem fréttaritari og hitti í gamla landinu eftirlætis- rithöfunda sína. En nú voru aðr- ir tímar, nú áttu aðrar raddir en fyrr mestan hljómgrunn f sál hans: . . . „Shakespeare, Dante, Hugo, og fyrst og fremst Verlaine". Árið 1901 er hann aftur í París, drekkur sleitulaust, er ávallt á ferð: Ítalía, Austurríki, Belgía, Þýzkaland, England . . . 1905 kem- ur út í Madrid „Cantos de Vida y Esperanza“ (Söngur um líf og von), þar sem hann lýsir stefnu sinni meg þessum orðum: „ . . . Y muy siglo dieciocho y muy antiguo y muy moderno, audaz, cosmopolita, con Hugo fuerte y con Verlaine ambiguo, y una sed de ilusiones infinitas . . . “ (Eg er mikill átjándu aldar mað- ur og forn í skapi, og nútímamaður mikill, djarfur, heimsborgari, sterkur eins og Hugo og tvíbent- ur eins og Verlaine, og haldinn óseðjandi þorsta f draumsins tál . . . ). Og enn er hann á ferð: Río de Janeiro, Honduras, og svo aftur Spánn og Frakkland, og enn til Mexíkó. Hann lifði í eilífu svalli, r.eytti eiturlyfja og áfengis, bjó ávallt í París öðru hvoru. Svo fékk hann slag, varð hræddur vig dauð- ann, hvíldi sig í Mallorca. náði sér, skrifaðj stutta sjálfsævisögu („El oro de Mallorca", Gullið frá Mallorca) og hvarf svo aftur út f ..stóra lffið“: Barcelona, New York. Hér veiktist nann aftur, árið 1915, fór síðan til Guatemala, og ag lok- um til Nicaragua til að deyja 1916. „Azul“, „Prosas Profanas" og „Cantos de Vida y Esperanza“ eru beztu bækurnar hans þar verður þroskaferill hans rakinn — æska, manndómur, fullþroski. Slíkur var faðir modernismans, maðurinn, sem gat gert spánskt allt það bezta, sem hann fann í er- lendum bókmenntum með sinni einstæðu túlkun. Margir voru þeir sem fetuðu í fótspor meistarans, en hér verða aðeins nefndir hinir allra helztu þeirra: Valle-Inclán, Villaespesa, Manuel Machado, Eduardo Mar- quina og Péres de Ayala. Miguel de Unamuno (1864— 1936) fæddist í Bilbao, var prófess ir f grísku og rektor við háskól- ann í Salamanca, blaðamaður, ræðusnillingur, útlagi oftar en einu sinni vegna pólitískra skoð- ar,a sinna. fJnamuno er áreiðan- lega mesti hugsuður Spánverja á vorum dögum. Bækur hans „E1 Rubén Dario sentimiento trágico de la vida“ (Harmkennd lífsins), „Vida de Don Quijite y Sancho“ (Líf D. Q. og S.) og „Ensayos" hafa allir Spánverjar iesið, sem hafa fylgzt með fæðingarhríðum hins nýja Spánar, og margar bækur mætti skrifa um þennan Kirgegaard Spánverja, þennan Don Quijote frá Salamanca sem lærði dönsku á gamalsaldri til að skrifa beztu bók sína, en hér verður hans getið aðeins sem Ijóðskálds, því að ljóð- skáld varg hann einnig „af guðs- náð, eins og Lorca og Hernández". Ljóðabækur hans eru „Teresa“ (1924), „De Fuerteventura a Par- ís“ (Frá F. til P.) (1925), „Rom- ancero del destierro“ (Útlagaljóð iBuenos Aires, 1937), auk sonetos lítncos“ (Sonnettukver) (1911) og „E1 Crlsto de Veláz- quez“ (Kristmynd V.). Tilfinningaólga, kraftur, undir- vitundin, en ekki formið,.eru sterk ustu hliðar hans, og hann skilar ótrúlega mögnuðum skáldskap þeg pi þess er gætt hve lítið vald á íorminu honum var gefið. Hrein- skilni hans er sterkari en list hans, áhuginn ríkari en verkið sjálft, skáldskapurinn er fyrir hann far- vegur, frekar en mark í sjálfum sér, aðalgalli hans er hve skeikull hann er í formi, það liggur við að hann fyrirlíti það, og hann er spekingur „einnar hugsunar í einu“ svo að honum er lítið um tilbreytingu. Hann valdi sér einn- ig „blank verse“ fyrir kvæði sín, en slíkur bragarháttur fer sízt vel skáldum sem ekki eru form- víst; hæst nær hann í sonnettum sínum, því að þar kemur hin fast- roótaða skipun línanna honum til hjálpar. Hann sagðj sjálfur ein- hvers staðar að skáldskapur væri „ . . . andstæða mælskulistarinnar“ Mælskulistin er til að glæða, og jafnvel dulbúa hugsunina og til- tinninguna, en skáldskapurinn er til þess að færa þær úr fötum. Skáld er sá sem afklæðir sál sína, með hjálp hrvnjandinnar, og hrynj andin sá þreskivöllur sem aðskil- ur korn og strá undir berum himni“. Og með þessum orðum iýsir hann sjálfur ljóðum sínum manna bezt. Romero Hann var sérstæður í öllu sem hann skrifaði, óháður, hann líkt- ist engum öðrum. Og þó að per- sónuleiki Unamuno komi alls stað- ar skýrt í ljós í verkum hans, kem ur hann þó sterkast fram í ljóðum hans. Antonio Machado (1875—1939) losnaði einnig frá áhrifum Rubens Darío. Hann fæddist í Sevilla, var doktor í heimspeki, frönskukenn- ari við ýmsa menntaskóla frá 1907 úl 1936, meðlimur spönsku aka- demíunnar. í ljóðum hans mætast Andalúsía (þar sem hann fædd- ist) og Kastilja (þar sém hann bjó mestan hluta ævi sinnar), en spönsk menning hefur einmitt blómgazt bezt þar sem þessir lands hlutar mætast (Kastilja: hinir fág uðu vitsmunir, Andal.úsía: hinn skapandi kraftur). Honum voru óskapfelldar öfg- ;rnar modernismans, dýrkun lits, hljóms og kennda hjá modemist- unum, hann sagði sig úr lögum við þá og gerðist frumkvöðull „hins hreina skáldskapar" (poesía pura). Hann er að vissu leyti rómantískur, en hann kann til- finningum sínum hóf; bölsýnn, „bjartur og djúpur" eins og Rubén sjálfur kallaði hann. Hann hefur lýst manna bezt hinu áhrifamikla landslagi kastílsku hásléttunnar. Sennilega hefur ekkert skáld meiri áhrif á Spáni f dag. Innhverfur, skapmikill, aðdáandi „hinnar hljómríku einveru” (soledad son- ora), andalúsíismi hans og róman- tík temprast við dvöl hans í Kast- ilju. Ljóð hans eru einföld, tær, stflhrein, og hann hneigðist að frumspeki (metaffsica) á síðari árum (sbr. sonnetta „A1 Gran Cero": Núllið Mikla). Fáum árum eftir dauðann var Machado orð- inn klassískur, skáld „hins algilda og hins eilífa (poeta de los abso- luto y de lo eterno). Ljóðabækur: „Soledades“ 1903 (Einveruljóð); „Soledades, galer- ías y otros poemas" 1907 (Einveru- Ijóð, langir gangar og önnur Ijóð); „Campos de Castilla" 1912 (Víð- áttur Kastiliu); „Nuevas Cancio- nes“ 1925 (Nýir söngvar). „La guerra“ 1938 (Styrjöldin); auk ýmissa heildarútgáfna. Juan Ramón Jiménez (1881— 1957) er brúin sem hefst í modern- ismanum, nær yfir allar andstefnur hans (1920—1950) og skilar hrein lega að hinum bakkanum öllu því sem bjargandi var úr öllum hinum stefnunum. Hann er hafinn yfir allar hreyfingar, byltingar og and- byltingar og spennir það sem af er bessarar aldar um leið og hann tengir hana einnig við fortíðina, tekur vig af Rubén (á Spáni) og er hátindur nútímaljóðagerðar þar í landi. Hann fæddist í Moguer (Huelva, Andalucía); árið 1916 kvæntist hann Zenobia Camprbí, spánskri menntakonu uppalinni í Bandaríkj unum, sem þýddi Tagore á spönsku fyrst manna. Hann ferðaðist víða um Spán, Frakkland og Bandarík- in, stofnaði ýmis bókmenntatíma- rit. Verk hans bera keim af fæð- ingarhéraði hans. Hinum fjölmörgu ritum (yfir 40 verk) má skipta í tvö tímabil. Fyrra tímabilið nær yfir árin 1898 —1916, en á því skeiði lætur hinn andalúsíski heimsborgari (el anda- luz universal, eins og hann hefur verið kallaður) ekki hafgúusöng modernismans tæla sig, heldur leggur hann á einstigið, meðan fllur þorri skálda drakk í sig hljómmikla bragarhætti, skæra liti, djarfar líkingar. Hann var þá fyrsti „villutrúarmaður" modernismans, sá eini sem þorði að bjóða fram hugsun sína hreina og ómengaða, myndirnar eðlilegar, málið einfalt. Frá þessu tímabili eru m. a. ljóðabækumar „Rimas“ 1902 (Ljóðmæli); „Arias Tristes“ 1903 (Söngvar tregans), „Jardones leja- nos“ 1904 (Garðar í fjarska); „Elegías“ 1908—1909 (Harmljóð); „Olvidanzas" 1909 (Gleymsku- Ijóð); „Baladas de Primavera" 1910 (Vordansar). Með „Eternidades" (Eilífðar- Ijóð) og „Diario de un poeta rec- ién casado" (Dagbók hins ný- kvænta skálds), báðar frá 1916, hefst nýtt tímabil. Sjálfur lýsir hann stefnu sinni í „Diario . . .“ með þessi'.m orðum: „ . . . Ni más nuevo al ir, ni más lejos; más hondo: la depuración constante de lo mismo“. (Eg fer hvergi nýjar leiðir né lengra, heldur leita dýpra: linnulaus fágun hins sama). Og enn fremur segir hann að hann máli „las íslas del instante unas veces con color solo, otras solo con pensamiento, otras con luz sola“ ( . . . eyjar líðandi stundar stund- um aðeins með litum, stundum að- eins með hugsunum, aðrar með Ijósinu einu). Markmið hans er „nakinn skáld- -’kapurinn“ (poesía desnuda) og hann leitaðist við að gera ljóð sín einfaldari, kjarnmeiri, naktari undir hádegissói. Helztu bækur þessa tímabils eru: „Eternidades" 1916; „Piedra y Cielo" 1917 (Grjót og himinn); „Belleza" 1917 (Feg- urð); „Unidad" 1925 (Eining); „Sueesión" 1932 (Áframhald); „Canción" 1935 (Söngur); „Ani- mal de fondo“ 1949 (Dýr í djúp- inu). Með ljóðum sínum varð Juan Ramón Jiménez óumdeilanlegur meistari meistaranna. Það var ekki a færi nema stórskálda að nema af honum. Aðalheimild: Sáinz de Robles: Historia y Antología de la Poesía Fspanola. Aguilar. Madrid 1955. SPÆNSK LJÓÐAGERD Á 20. ÖLDINNI 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.