Tíminn - 09.12.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.12.1962, Blaðsíða 2
GREIÐSLUSLOPPAR ® NÁTTKJÓLAR UNDIRKJÓLAR # NYLONSOKKAR NYTSAMAR JÓLAGJAFIR ÚTBOÐ Óskað er eftir tilboðum í að byggja leikvallaskýli. Útboðsgögn eru afhent í skrifsfofu vorri, Tjarnar- götu 12, III. hæð gegn 1.000, — króna skilatrygg- ingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar * Friðrik Olafsson skrifar um t NDATARSSNIL UNGURINN ÞEIR, sem lásu síðasta skák- þátt, mmnast þess eflaust enn, hvernig Botvinnik tókst með klók- indum og óumdeilanlegri snilli að bjarga sér frá tapi í skák sinni við Fischer á Olympíuskákmótinu í Varna. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Botvinnik leikur þennan leik og er mér í því sambandi einkum minnisstæð skák, sem hann tefldi við þýzka stórmeistarann Unzicker á Olympíumótinu í Amsterdam 1954. Unzicker hafði hvítt og náði bráðlega frumkvæðinu. Er skákin fór í bið höfðu stöðuyfirburðir hvíts aukizt mjög og þeir voru víst fáir, sem töldu, að Botvinnik tæk- ist að hanga á jafntefli. En undrin skeðu. í framhaldinu lagði Bot- vinnik meistaralega gildru fyrir andstæðing sinn og Unzicker gein við agninu. Upp kom staða, þar sem Unzicker hafði tvö peð yfir í hróksendatafli, en staðan var þess eðlis, að enginn vegur var fyrir Unzicker að knýja fram vinn ing. Ég mundi vel eftir þessari skák, þegar þeir Botvinnik og Fis cher tóku til 'við biðskák sína í Varna og þess vegna kom mér ekkert á óvart, þó að Fischer tæk- ist ekki að nýta yfirburði sína. — Sennilega mun enginn skákmeist- ari í heiminum í dag standa Bot- vinnik á sporði, hvað endatöfl snertir, og enginn vafi leikur á því, að Botvinnik á það mikið endataflssnilli sinni að þakka, — hversu lengi honum hefur tekizt að halda heimsmeistaratitli sínum. Ég ætla nú til gamans að birta hér skákina frá Amsterdam, þar sem Unzicker á vinning, en finn- ur hann ekki. Síðan birtist skák þessara sömu aðila frá Olympíu- mótinu í Varna, þar sem Unzicker hefði átt að ná jafntefli, en tókst það ekki! Hvítt: Unziscker. Svart: Botvinnik. FRÖNSK VÖRN. 1. e4, c6. 2. d4, d5. 3. Rc3, Bb4. 4. e5, c5. 5. a3, Ba5. 6. b4, cxd4. (Eftir 6. — cxb4. 7. Rb5, bxa3f 8. c3 fengi hvítur góð sóknarfæri). 7. Dg4, Kf8. 8. bxa5, dxc3. 9. Rf3, Re7. 10. Bd3, Rd7. (Botvinnik tel- ur þennan leik lélegan og mælir í staðinn með 10.—Rbc6). 11. Db4 Dc7. 12. o-o, Rc5. 13. Dxc3, Bd7. 14. a4, Hc8. 15. Ba3, Rxd3. 16. Dxc7, Hxc7. 17. cxd3, f6. 18. Hfcl, Hxclf. 19. HxH, Kf7. 20. Hc7, Ild8. 21. Bxe7, Kxe7. 22. Hxb7, Hc8. 23. Kfl. (Fljótlegri leið til vinn- ings taldi Botvinnik vera 23. g4, Hc3. 24. exf6f gxf6. 25. Kg2, Hxd3. 26. g5). 23. — a6. 24. Ha7, Hc2. 25. Hxa6, Ha2. 26. Ha7, Hxa4. 27. Ke2, d4. 28. Rd2, Ila2. 29. Kdl, Kd8. 30. exf6, gxf6. 31. Re4, Bc6. 32. Rc5, Bd5 (?). (Sennilega hefði 32. — Hxf2 veitt meira viðnám). 33. a6, Ilalf. 34. Kc2, Ha3.35. Kb2, Ha2f 36. Kbl, Ha5. 37. Rb7f Bxb7. 38.*axb7, Hb5f 39. Kc2, Kc7. 40. b8=Df, Kxb8. 41. Hxh7, Kc8. 42. He7 (?). (Eftir 42. g4 fylgt eftir af 43. h4, hefði svartur vart átt viðreisnar von). 42. — Ile5. 43. Kd2, Kd8. 44. Hf7, Hf5. 45. Ke2, Ke8. 46. Ha7, He5f 47. Kfl, Hb5. 48. h4. — (í þessari stöðu fór skákin í bið. Botvinnik taldi að sjálfsögðu stöðu sína tapaða). — 48. — f5. (Nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að hvítur geti stutt h- peð sitt með g-peðinu. Botvinnik segist hér hafa rannsakað stöðuna heila nótt, án þess að finna nokkra viðunandi vörn). 49. g3, Kf8. 50. Hd7, e5. 51. Kg2, Kg8. 52. h5, Ha5. 53. h6, Hb5. 54. Hg7f, Kg8. 55. He7, Ha5. 56. Kf3, Hd5. 57. g4, e4f 58. dxe4, fxg4f. 59. Ke2. (Ef 59. Kxg4 þá d3l). 59. — d3f 60. Kd2, Hd4! (Hér leggur Botvinn ik gildruna. Hvítur hefði nú getað unnið með því að leika 61. e5, Hf4. 62. Hg7, Hxf2f 63. Kxd3 og svart- ur getur ekki komið í veg fyrir, að e-peðið hvíta renni upp. Hvítur telur leið þá, er hann velur einfakl ari). 61. He8f?, Kh7. 62 He6. — (Hvítur telur andstæðing sinn nú vera leiklausan, en Botvinnik á snjallan leik í fórum sínum). 62. — Ha4! (Þessi leikur ber óneitan- lega vott um snilli meistarans). 63. Kxd3, Ha3f. 64. Ke2, Hf3. (Þessa stöðu getur hvítur ekki unnið, þótt ótrúlegt megi virðast). 65. e5, Hf5. 66. Kel, Hf4. 67. Hf6, He4f 68. Kfl, Ilxe5. 69. Kg2, Ha5. 70. Kg3, Hg5. 71. Kh4, Hg8. 72. Kh5, g3. — Hér sömdu keppendur um jafntefli. í seinni skákinni færir Botvinn- ik enn betur sönnur á endatafls- snilli sína. Hvítt: Unzicker. Svart: Botvinnik. PIRC-VÖRN. 1. e4, g6. 2. d4, Bg7. 3. Rf3, d6. 4. Rc3, Rf6. 5. Be2, o-o. 6. Bf4, Rc6. 7. d5, e5. 8. dxe5. frlil. Bxe6. (Bot- vinnik hefur þegar jafnað taflið og stendur jafnvel ívið betur). 9. t)-o He8. 10. Hel, h6. 11. h3, g5. 12. Be3, d5. 13. exd5, Rxd5. 14. Rxd5, Dxd5. 15. c3, DxD. 16. IlexD, Had8.17. Bb5, Bd5. 18. Rd4, Bxd4.19. Bxd4, a6. 20. Bxc6, Bxc6. (Margir mundu álíta þessa stöðu „dautt“ jafntefli, en Botvinnik hef ur fyrr þurft að glíma við jafntefl- islegar stöður og honum tekst að skapa sér ýmis færi með undra- verðri lagni). 21. Hel, f5. 22. f3, Bb5. 23. b4, b6. 24. Hxe8f, Hxe8. 25. a4, Bc4. 26. a5, He6. 27. axb6. (Það er dálítið varhugavert að gefa svarti þannig kost á að mynda sér frelsingja á a-línunni). Engu að síður ætti skákin að vera jafn- tefli). 27. — cxb6. 28. Kf2, Kf7. 29.. Hel, Hxel. 30. Kxel, a5. 31. bxa5 (?) (Hvers vegna ekki 31. Bxb6?). 31. — bxa5. 32. g3, a4. 33. Kd2, a3. 34. Kc2, h5. 35. h4, Í4. 36. Be5, Ke6. 37. Bc7, gxh4. 38. Bxf4, h3. 39. g4, h4. 40. Bh2, Be2. Ifvítur gafst upp. Svartu^ vinnur einfaldlega með því að færa kóng sinn til g2. TlMARITIÐ ÚRVAL Desemberhefti tímaritsins ÚRVAL er komið út, einkar fjölbreytt að efni. — Meðal greina má nefna: „Kjarnorka í þágu sakamálarannsókna" — „Ilraustustu hermenn heims“ — Könnun á heila lifandi manna“ — „Sannleikurinn um krabbamein og vindlinga" — „Morð ínnan fjölskyldunnar" — „Sannleikurinn um Moby Dick“ — „Hin dularfulla reiki- stjarna, Plútó“. Úrvalsbókin er „Læknir land nemanna" eftir Robert Tyre“ og einnig má nefna fasta þætti svo sem „Má ég kynna, svona er lífið og „Ógleymanlegur mað ur“, sem Helgi P. Briem am- bassador skrifar um Vilhjálm Stefánsson. Tímaritið er um 200 blaðsíð- ur í mjög vönduðum búningi og kostar kr. 25,— heftig og hefur verð þess haldizt óbreytt þótt önr.ur blög hafi nýlega hækkað. BYLTINGIN ÁK0BU Athygli alls heimsins beinist að Kúbu. Kynnizt því sem er að gerast þar í hinni skemmti- legu bók Magnúsar Kjartanssonar, en hann dvaldist á Kúbu í sumar. Verð í bandi kr. 220,— Óbundin kr. 180,— 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.