Tíminn - 09.12.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.12.1962, Blaðsíða 15
Til þessa leiks er notaður mjög léttur og lítill knöttur. Síðan finn um við okkur gamlan pappakassa undan skóm og skerum hann sund ur í miðju. Þessa helminga notum Svo hefst leikurinn, og keppend- ur reyna að blása knettinum i mark andstæðingsins og verja marki með sama hætti eins og unnt er. Knattblástur við sem mörk. Svo fáum við okkur sogpípu eins og þær, sem notaðar eru til ag drekka úr gosdrykkja fiösku. Svo breiðum við þykkan og sléttan pappír á borðið og teikn um á hann hring í miðju. Þar er knötturinn staðsettur, þegar leik- urinn hefst. Veðhlaupaleikur Hér er leikur sem nokkur börn geta tekið þátt í. Hver keppandi fær einn hest, sem búinn er til úr einni stórri og einni lítilli kartöflu og undir hana settir eldspýtnafæt ur. Veðhlaupabrautin er allöng og nokkuð breið pappirsræma, sem skipt er í reiti eins og myndin sýn- ir. Einn reiturinn er litaður blár og hafður fyrir vatnsgryfju. Annar reitur er hindrun og litaðpr brúnn. Hver keppandi merkir hest sinn tölusettum miða, sem festur er með títuprjóni. Svo er teningum kastað í réttri röð. Fái maður t. d sex upp á tcningnum, flytur mað- ui sinn hest um sex reiti. Lendi hesturinn i vatnsgryfjunnj eða á lúndrun, verður hann að byrja við rásmarkið aftur. Lendi hesturinn á reit, sem þegar er setinn öðrum hesti, verður sá síðarkomni að láta sér nægja lausa reit á eftir. Þetta cru aðalreglurnar. En það er líka hægt að leika með tveim tening- um, hvítum og svörtum, og láta annan teninginn segja til um núrn- er þess hests, sem flytja skal fram en hinn teninginn segja til, hve * langt má flytja hann. Þá verða liestarnir líka að vera númeraðii I—6, og þá kastar sérstakur stjórn andi teningunum en tekur ekk- sjálfur þátt í leiknum. Sá, se; þann hest, sem fyrstur kemsi mark, fær verðlaun. Þetta er leikur, sem litlir iafnt sem stórir krakkar hafa yndi af. En hann þarf svolítinn undirbúning. Maður verður að hafa nokkur stór kramarhús úr pappír. Þau eru búin til úr hálf- tunglum, sem límd eru saman og klippt jöfn á röndum, svo að þau geti staðið stöðug á hvolfi á borðinu. Þar að auki er búinn til hringur úr pappa, svo stór, að hann geti smokkazt ofan á keilurnar. Við setjum þessar pappírskeilur á víð og dreif um borðið, og undir hverri eru verðlaun — súkku- laðimoli eða eitthvað þess háttar — eða þá ekker undir sumum. Gott er að hafa verðlaunin dálítið misjöfn, og þeir, sem þátt taka í leiknum, mega ekki sjá, þegar sett er undir kramarhúsin. Síðan taka þátttakendur að kasta hringnum í réttri röð, þeir velja sér keilu, og hitti hringurinn á hana og smokist ofan á hana, án þess að keian falli, fær sá vinn- inginn, sem undir er, annars ekkert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.