Tíminn - 18.12.1962, Síða 3

Tíminn - 18.12.1962, Síða 3
UiM KLUKKAN 17,30 í gær varð harður árekstoir á Reykja- nesbraut, móts við kapelluna í Fossvogi. Tveir sendiferðabíl- ar á leið til og frá Reykjavík skullu saman og snerust út og inn á veginum. Síðarnefndi bill- rann krapa sner- ist í veg fyrir hinn. Bæði hægri framhorn bílanna snertust í sama vetfangi, en ökumaáurin'n á leið frá Reykjavík kastaðist út í sveiflunni og fannst liggj- andi fyrir aftan hinn bílinn. Hann var meðvitundarlaus og var fluttur á slysavarðstofuna og þaðan á Landakotsspítalann. Nafn hans var ekki gefið upp, en maðurinn var talinn í lífs- hættu. Hinn ökumaðurinn skall aði framrúðuna úr bílnum og slapp með bólgið höfuð. Báðir bílamir stórskemmdust. Mynd- in er tekin á slysstaðnum. Samvinnan öllum mesta gleðiefni NTB-París, 17. des. | Ekki hefur verið skýrt frá sam- Utanríkisrúðherrar Frakka komulagi þeirra Schröders og de og Vestur-Þjóðverja, þeir j Couve de Murville og Gerhard Schröder, komust að sam- J komulagi í dag um aðferðir I þær, sem beita skal til þess að koma á nánari samvinnu í stjórnmálum, hermálum og efnahagsmálum milli land- anna. Ákveðið hefur verið, að utan- ríkisráðherrarnir hittist í framtíð- inni með þriggja mánaða millibili og forsætisráðherrarnir hittist tvisvar sinnum á ári. Þá eiga fjármálaráðherrar Frakk lands og Vestur-Þýzkalands einn- ig að koma saman annað slagið til viðræðna, og munu þeir þá að öllum líkindum gera tilraun til þess að koma á sameiginlegri stefnu í verzlunarmálum landanna tveggja vig kommúnistalöndin. ! Murville í smáatriðum, en samn- ingurinn verður undirritaður af Adenauer forsætisráðherra og de Gaulle forseta, er þeir hittast í París í janúarmánuði. Formælandi vestur-þýzka utan- ríkisráðuneytisins skýrði frá því í Bonn, að hinum löndunum fjórum sem aðild eiga að EBE, verði skýrt frá öllu því, sem fram kann að koma í viðræðum Frakka og Þjóð verja. Sagði hann þá vera full- vissa um að hin fyrirhugaða sam- vinna landanna myndi verða gleði efni Efnahagsbandalaginu og öðr um vestrænum ríkjum. Forsetinn og ráðherr- ann berjast um völdin NTB—París og Dakar, 17. des. Stjórnarkreppa er í Afríku- ríkinu Senegal, og hefur þar verið samþykkt vantrauststil- laga á stjórn landsins, og í NEHRU SKÝRT FRÁ TILLÖGUM NTB—Nýja Dehlí, 17. des. Nehru forsætisi’áðherra Ind- iands hefur svarað bréfi Ho Chi- Minh forseta Norður Vietnams, og segir Nehru Indverja vera fúsa ti! þess að hefja samningaviðræð- ur við kínversku stjórnina svo fljótt sem Kínverjar hafa horfið aftur til þeirra stöðva, er þeir höfðu á sínu valdi 8. september s.l. Ho' Chi-Minh sendi Nehru bréf fyrir nokkru, þar sem hann kvað sáttatilboð Kínverja vera sann- gjöm og góðan grundvöll að frið- samlegri lausn deilunnar. Nehru var í dag skýrt frá þeim tillögum, sem fram komu á fundi hinna sex hlutlausu ríkja, sem komu saman í Colombo á Ceylon í síðustu viku. Ambassador Burma á Ceylon, G. S. Pieres, er kom- inn til Nýju Dehlí, og átti hann stuttan fund með Nehru, þar sem liann sagði honum frá því helzta, sem fram kom á ráðstefnu ríkj- anna sex/ Háskólaf yrirlestu r Prófessor Boldizár við Tækni- liáskólann í Miskolec í Ungverja- landi flytur fyrirlestur í boði verkfræðideildar þiiðjudaginn 18. des. kl. 5,30 í 1. kennslustofu Há- skólans. Fyrirlesturinn verður fluttur á Ensku, og fjallar um rannsóknir á nýtingu jarðhita í Ungverjalandi. (Frá Háskólanum). síöustu fréttum segir, að for- sætisráðherrann sé horfinn. Allt símasamband frá Senegal liefur verið rofið, og hafin rit skoðun á öllum fréttum. Upphaf málsins er það, að á íöstudaginn var borin fram í þing- inu í Senegal vantrauststillaga á stjórn Mamadou Dias forsætisráð- herra, en liún er sögð hafa svik- ið öll heit sín, og einnig hefur hún orðið fyrir hörðum ádeilum vegna þess, að ekki hefur verið aflétt neyðarástandi því, sem lýst var yfir, þegar Senegal og Mali slitu sambandi sínu fyrir tveimur árum. Þegar hefja átti umræður um vantrauststillöguna, kallaði Dia íorsætisráðherra út lögreglulið og hermenn og lét þá ganga inn í þingsalinn, og vildi með því ráða úrslitum atkvæðagreiðslunnar. Einnig hindruðu lögreglumennirn ir Lamine Guye þingforseta í því að taka sér sæti í forsetastólnum, er þingfundur átti að hefjast. Hvarf Guye þá þegar úr þingsaln um, og ók hann heim til forseta landsins, Leopolds Senghore, til þess að skýra honum frá því, sem fram fór í þinginu. Þegar Guye kom aftur til þinghússins var hon- um meinað að ganga inn en hann komst að lokum inn um bakdyr hússins. Um það bil 100 lögreglumenn höfðu safnazt saman við þinghús- ið, en síðar barst þeim liðsauki, og öllum götum, sem lágu að þing- húsinu var lokað. Leopold Senghore forseti lét þegar gefa fallhlífahermönnum skipun um að halda til Dakar, en þeir höfðu bækistöðvar í bænum Thies, noklcra kílómetra frá Dak- ar. Fallhlífahermennirnir áttu að reka lögregluna og hermenn Dia út úr þinginu, að því er scgir í fréttum frá París. Þar eð atkvæðagreiðsla um van- trauststillöguna gat ekki farið fram í þinginu leyfði forsetinn, að fundur yrði haldinn á heimili Guye þingforsetans, og þar fór atkvæðagreiðslan fram, og var til- lagan samþykkt með naumum meirihluta. Leopold Senghore forseti Sene- gal er mikill keppinautur Dia í stjórnmálum Senegal. OánægðirmeðSÞ NTB—Haag, 17. des. Fjögurra manna nefnd Papúana frá Vestur-Nýju Guíneu gekk í dag á fund Jan de Quay forsætisráðherra Hol- lands, og fór þess á leit við hann, að hann gerði það, sem í hans valdi stæði til þess að yfirráðin yfir Nýju Guíneu yrðu falin Indónesíu strax upp úr áramótunum. i gerður var á milli Hollands og ! Indónesíu iyrir milligöngu Sam- einuðu þjóðanna var ákveðið að Sameinuðu þjóðirnar færu með j stjórn eyjarinnar þar til 1. maí í i vor, þegar Indónesía tekur við stjórninni. Sendinefndin sagði hins vegar, ag efnahag landsins væri mjög farið að hraka undir stjórn SÞ. De Quay forsætisráðherra lýsti því yfir, að SÞ bæru nú alla ábyrgð á landinu og það eina, sem stjórn Hollands gæti gert, væri að standa Samkvæmt samningi þeim, sem við gerða samninga. Dæmdar hæstu miska- bætur Framhald af 1. síðu. lags íhaldsmanna og krata var að _ bæjarstjóranum, Daní- el Ágústínussyni, var fyrirvara laust sagt upp starfi. Var það gert 24. ágúst, 1960. Voru í uppsagnarbréfinu þungar sakir bomar á Daníel, sem átylla fyrir uppsögninni. Daníel neitaði qð víkja, en brottvikning hans var staðfest með fógetaúrskurði, sem gekk 31. sama mánaðar í gildi. En í þessum sama fógetaúrskurði voru sakargiftir þær, sem born ar voru á Daníel, dæmdar dauð- ar og ómerkar. Svo harkalegar voru aðgerðir íhaldsmanna og krata á Akra- nesi, að þeir neituðu að borga Daníel nokkurt kaup frá upp- sögninni. Þessu vildi Daníel ekki una, og 13. marz 1961 stefndi hann bæjarsjóði og krafðist launa og miskabóta. — Dómur gekk í undirrétti hinn 31. ágúst og var hann á þá leið, að bæjarsjóður skyldi greiða Daníel 120 þúsund krónur í laun og 12 þúsund krónur í málskostnað. Kröfu hans um miskabætur var hins vegar hafn að á þeim forsendum, að hér væri um pólitískar aðgerðir að ræða. Venjulegur áfrýjunarfrestur er 3 mánuðir, en með leyfi ráð- herra er hægt að fá þann frest lengdan upp í 9 mánuði. Bæjar sjóður Akraness fékk frestinn lengdan og það var ekki fyrr en sjö mánuðir voru liðnir frá dómi undirréttar, að áfrýjun var send Hæstarétti. Gagná- frýjaði Daníel þá. Eins og fyrr segir, gekk dóm ur í Hæstarétti í dag. Niður- stöður hans eru í stórum drátt- um þær, að Daníel voru dæmd- ar 114 þúsund krónur í laun, Gáfu Laos 10 flugvélar NTB-Vientiane, 17. des. Sovétríkin afhentu í dag sa.msteypustjórninni í Laos að gjöf eina þyrlu og 9 minni flugvélar. Við afhend ingu vélanna sagði sendi- herra Sovétríkjanna, að stjórn hans dáðist að tilraun um Laosstjórnarinnar til að fylgja hlutleysisstefnu og vinna að friðsamlegri sam- búð og vináttu við alla. Háseta saknað BÓ—Reykjavík, 17. nóv. í morgim leitaði rannsóknar- lögreglan að háseta af m.s. Seley, en hans er saknað frá því á sunnu dagsnótt. Vitað er, að maðurinn fór um borð í mótorbátinn Guð- rúnu Þorkelsdóttur, sem lá við Ægisgarð og fór þaðan einn síns liðs kl. 3—4 um nóttina. Síðar veittu menn því athygli, að stigi, sem var reistur í Guðrúnu upp á biyggjuna, hafði fallið niður í bát inn. Reynt var að slæða hjá Guð- rúnu í morgun, en það var ill- mögulegt vegna veðurofsa. Háset- inn af Seley er úr Borgarfirði eystra, rúmlega hálffertugur. Hann heitir Björn Þórarinsson. 25 þúsund krónur í málikostn- að og 35 þúsund krónur í miska bætur, en það munu vera hæstu miskabætur, sem Hæstiréttur hefur dæmt. Auk þess voru Daníel svo dæmdir 8% vextir frá stefnudegi. Eru málaferli þessi því orðin Bæjarsjóði Akra ness harla dýr, því enn er ótal- inn ýmis kostnaður, s. s. laun lögfræðinga, endurskoðunar- kostnaður og fleira. Hinar háu miskabætur sýna, svo ekki verður um villzt. hversu gersamlega tilefnislaus brottvikningin var og að hún var einungis af pólitískum toga spunnin. Blaðið átti í kvöld tal við Daníel. Hann sagði: Ég vil lýsa ánægju minni yfir því, ag end- anleg niðurstaða skuli fengin í þessu máli, eftir meira en tveggja ára málaferli, og vænti þess að þau vinnubrögð, sem hér voru dæmd, geti orðið öðr um sveitarstjórnum til viðvörun ar. Lögfræðingur Daníels, bæði fyrir undirrétti og Hæstarétti. var Sveinbjörn Jónsson, hrl., en fyrir bæjarsjóð Akraness flutti Áki Jakobsson hrl. málið fyrir undirrétti. en Páll S. Pálsson hrl., fyrir Hæstarétti. T f MIN N , þriðjudaginn 18. desember 1962 3

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.