Tíminn - 20.12.1962, Síða 9
Sigríður og Birgir Thorlacius:
Fcrðabók.
Bókaútgáfan Edda, Akureyri.
Lesendur Tímans vita vel, að frú
Sigríður Thorlacius, sem að stað-
aldri hefur ritað i Tímann um ým
is e fni síðustu árin, kann vel að
segja ferðasögu og miðla fróðleik
frá ferðum sínum. Hafa ferða-
greinar hennar notið mikilla vin
sælda hér í blaðinu eins og ann-
að, sem hún hefur ritað. Eftir
Birgi Thorlacius ráðuneytisstjóra,
mann hennar hafa einnig birzt
r.okkrar ágætar ferðafrásagnir hér
í blaðinu.
Þessi hjón hafa gert allvíðreist
síðustu árin og haldið bæði aust-
ur, vestur og suður um höf. Og
nú er út komin myndarleg fei'ða-
bók eftir þau í sameiningu. Efni
hennar er þó ekki nema að nokkru
leyti ferðaþættir, sem áður hafa
birzt, heldur sagt frá nýjum hlut-
um.
Þættirnir i bókinni eru merktir
höfundarstöium annars hvors
Sigríður Thorlacius
bjónanna, en í formálsorðum seg-
ir, að þótt svo sé gert, séu þeir
f (estir unnir sameiginlega að meira
eða minna íeyti, enda hafa hjón-
in verið saman í flestum þeim
ferðum, sem frá er greint.
Nær 40 myndir eru í bókinni,
vel valdar og vel prentaðar, og
fylgir skýr myndaskrá. Fyrsti þátt
urinn er frá Spáni — fjör'leg og
skemmtileg iýsing frá Madrid og
ofið í hana ýmsum fróðleik um
borgina, landið og þjóðina. í
næstu grein er lýst nautaati, og
heitir sá þáttur Dans við dauðann,
þar sem grimmustu þátttakendurn
ir eru áhorfendurnir. Næst koma
svipmyndir úr Indlandsför, og er
það jöfnum höndum ferðasaga og
fróðleikur um Indland og þjóðmál
þar. í þætnnum Gönguför um
Delhi er hinni fornu og framandi
borg lýst frá sjónarmið'i gestsins
og sagt frá því, sem fyrir augu
hans ber. Þá er einnig rætt um
k.lör indverskra kvenna og fágaða
gestrisni Indverja.
Eftir það víkur förinni og sög-
unni til Feneyja og brugðið upp
glöggri skyndimynd af staðnum
cg lífinu þar, litið inn í nokkrar
hallir og kirkjur.
Vordagar og vorhugur í Uzbeki-
stan heitir næsti þáttur, og þó
að nafnið sé framandi verður okk-
ur ljóst, að við erum allt í einu
komin austur í miðja Asíu í fylgd
með sovét-Ieiðsögumönnum. Ber
þar margt fyrir augu. Svo er þátt-
ur um Samarkand, fæðingarborg
Alexanders mikla.
Úr sovét-Asíu er lesandanum
allt í einu varpað vestur yfir Atl-
antshaf, yfir þvera Ameríku og út
í mitt Kyirahaf, — þar sem hann
lendir á Hawai. Þar er sagt all-
ýtarlega frá þessum merkilegu eyj-
um, sem nú eru orðnar fylki í
Bandaríkjunum, og í senn raktir
þættir úr gamalli og nýrri sögu
þeirra. Þetta er bæði fróðlegur og
skemmtilegur þáttur. Svo er hald-
ið aftur til meginlandsins og litið
inn hjá Incíánum í Ríó Grande,
heimsóttir fjallabúar í Kentucky,
gengið um götur höfuðborgar
Mormóna, farið út í undralönd
cyðimarkanna, dvalizt á búgarði í
Kaliforníu og skroppið á humar-
veiðar í Maine.
Þetta yfirlit gefur nokkra hug-
rnynd um Cjölbreytileik og svið
þess efnis, sem í bókinni er, en
segir annars litlg sögu um hana
sjálfa. Eg fæ ekki betur séð en
hér sé um alveg einstaklega góða
ferðabók að ræða. Kostir hennar
eru margir. Hún er vel rituð í hæfi
lega léttum stíl. Til hennar er dreg
ið efni af alúð, gaumgæfilegri eft-
irtekt og samvizkusemi. Saman er
ofið eigin skynmyndum ferðalangs
ins og fróðlcik, sem hann aflar sér
af kynnum við heimamenn og eft-
irgrennslan með öðrum hætti. Les
andinn fær að fylgjast með í ferð-
iunj og njóta þess, sem í henni
gerist, en því er ekki heldur
gleymt. að kynna honum sviðið
með almennum fróðleik og bæta
honum það þar upp, að hann gat
ekki verið viðstaddur í eigin per-
sónu. Það er þetta tvennt, sem er
nauðsynlegt í ferðasögu. Þetta
verður ag vefa saman af listfengi,
ef vel á að takast. Það er ekki
nóg að bregða upp skynmyndum
höfundar einum, því að það nægir
ekki lesandanum. Þetta má held-
ur ekki vera mestmegnis þyrrkings
leg fræðsla um staði í heiminum,
án þess að lesandinn viti teljandi
af nærveru höfundarins sjálfs þar.
Ferðabókahöfundar sökkva ærið
oft ýmist í ökla eða eyra í þessum
eínum.
f Ferðabók Thorlaciusar-hjón-
anna ratast meðalhófið vel. Þess
vegna fullnægir frásögnin lesand-
anum oftast, og hann hefur það á
meðvitundinni, ag hann hafj feng
ið rétta og sanna mynd og trúverð'-
uga sögu. Þetta er vönduð bók og
traust, án þess að afneitað sé góðri
gamansemi og persónulegum og
sjálfstæðum athugunum höfunda.
Þetta er fróðlegur skemmtilestur,
sem enginn er svikinn á. Útgáfan
er vönduð, búningurinn notalega
látlaus og skrumlaus. Þessi bók
seiðir og laðar en æpir ekki.
— AK
Ondvegissaga
eftir Hamsun
Birgir Thorlacius
Skáldsagan BENONÍ, eftir Knut
Hamsun, er komin út í íslenzkri
þýðingu á vegum HeLgafe'lls. Þýð-
inguna gerði Jón Sigurðsson frá
Kaldaðarnesi að inestu og hafði
j nær lokið henni, er hann lézt, en
Andrés Bjönsson mun hafa lokið
við hana.
Skáldsagan Benoní er í tölu
hinna merkustu verka Hamsuns og
hið ágætasta verk. Hefur haiia illi
| lega vantað í þær Hamsun-þýðing
I ar, sem hér hafa komið út, en nú
er úr því bætt. Jón Sigurðsson fi
Kaldaðarnesi var kjörinn Hamsu
þýðandi og skilaði mörgum ver
um Hamsuns með snilli á ísl. m;
Hann var persónulega kunnur Ha
sun, hafði lesið hann vel og len;
og þekkti mntak verka hans beti
en aðrir íslendingar. Fyrst J<
var svo langt kominn með þýðin,
una á Benoní var sjálfgefið að lái
hana sjá dagsins ljós, og fáum v:
betur trúandi til þess að ljúl
verkinu en Andrési Björnssyni.
T í M I N N, finimtudagurinn 20. des. 1962.
Mannlífið a Breioa-
fjaröareyjum
iprcfcvpimi SlriiTncnn* "" JÁ
BREIÐFIRZKAR SAGNIR II.
Fróð’i gaf út.
Bergsveinn Skúlason er iðinn
við samtíning sinn og mjög nýt-
inn, svo að honum verður allvel
fengsamt. Hann gaf út breiðfirzk
ar sagnir í bókarformi fyrir einu
eða tveimur árum, og ýmsir héldu
að þar væri öll hans ull í poka,
en nú er komið á daginn, að hann
átti ögn í öðrum poka og gæti
verið að hann ætti líka fáein hár
í litlum belg. Hann nefnir þetta
síðara bindi, sem nú er út komið
samtíning. Hæfir það, því að sinn
lagðurinn er af hverju tagi. Þarna
eru minningar hans sjálfs og skráð
ar eftir öðrum, kviðlingar og sveit
arrímur, þjóðlífs- og þjóðháttalýs
ingar teknar eftir gömlum handrit
um o.fl.
Ekki verður annað sagt en
nýtni Bergsveins sé í mesta lagi,
og vafasamt, hvort allt er tæti-
legt, sem hann tínir til. Hefði
mátt velja betur, en þá er líka
óvíst, hvort efni hefðu verið næg
í bók.
En hvaö um það. Þótt margt
hefði að skaðlausu mátt eftir
skilja, ekki sízt kveðskapinn, sem
satt að segja er varla til geymslu
fallinn, þá er þarna að finna ýmis
legt, sem fróðleikur er að. Nefna
má t.d. nokkrar sæmilegar drauga-
og fyrirburðasögur úr eyjunum,
kynlega kvisti, konur sem karla,
svaðilfarir á sjó, selveiði, slys-
farir og annað. Yfir þessum
Drengja- og unglingabækur
hafa margar komið út fyrir þessi
jól, og ein hin girnilegasta fyrir
stráka er bókin um Zorro, ame-
rísku frelsishetjuna, sem var af
spænskum ættum. Hann var í hópi
þeirra spænsku landnema, sem
settust að í Kaliforníu, en snerust
síðan gegn spænsku nýlendustjórn
Bergsvelnn Skúlason
frásögnum er blær eyjanna og á
því orðfæri, sem hæfði og heyrði
til lífinu þar meðan það var og
hét. Og Breiðafjarðareyjar hafa
verið merkilegt byggðarlag — ís-
lenzkur heimur út af fyrir sig, og
sú kemur vafalaust tíð, að menn
þakka fyrir allt, sem varðveitzt
hefur þaðan. Bergsveinn Skúla-
son hefur lagt drjúgan skerf til
þeirrar geymdar. — AK.
gimileg
drengi
inni og gerðu henni marga skrá-
veifu.
Fyrir nokkrum árum gerði hinn
kunni listamaður Walt Disney
sjónvarpsmynd um Zorro — og
gaf einnig út bók um hann. Þetta
er þýðing á þeirri bók og gefur
bókaútgáfan Vitar hana út. Sögu-
Framh. á 13 síðu
Tvær skáldsögur
frá ísafold
Síðustu dagana hafa tvær skáld-
sögur enn komið út á vegum fsa-
foldar. Þær eru bá*ar þýddar og
heita MÆRIN GENGUR Á VATN
INU, eftir flnnsku skáldkonuna
Eeva Joenpelto f þýðingu Njarðar
P. Njarðvík. Hin er HERRA-
GARÐSLÍF, eftir .norsku skáldkon
una Anitra, í þýðingu Stefáns Jóns
sonar, námsstjóra.
Skáldkonan Eeva Joenpelto er
aðeins fertug að aldri og hefur
ritað 9 eða 10 skáldsögur, sem vak
ið hafa mikla athygli og aflað
henni viðurkenningar meðal
Þær eru ekki margar þýddar
öndvegisskáldsögurnar, sem út
koma á þessu hausti, og því er
ástæða til að fagna vel þeim, sem
standa vel upp úr moðinu.
fremstu rithöfunda Finna. Hafa
bækur hennar verið þýddar á Norð
urlandamál. Sögur hennar fjalla
um finnskt alþýðufólk í sveitum
og iðnaðarbæjum. Bók sú, sem
hér birtist í íslenzkri þýðingu hef-
ur verið talin ein hin bezta frá
hennar hendi.
Skáldsagan HERRAGARÐSLÍF
fjallar um sömu persónur og Silki
slæðan, eftir sama höfund, en hún
kom út hjá ísafold í fyrra og hlaut
miklar vinsældir. Anitra, sem auð
vitað er skáldanafn, hefur stund
um verið kölluð Selma Noregs. —
Þessi saga gerist í norskum fjalla
dal, þar sem fólk býr enn á stóð-
um og fjölsetnum búgörðum, og
það er líf þessa fólks, ævintýri
þess, ástir og umstang, sem er
söguefni hennar.
9