Tíminn - 20.12.1962, Qupperneq 15

Tíminn - 20.12.1962, Qupperneq 15
letjutenór Framhald af 16. síðu ar. Annars var cg svo heppinn að geta unnið mér framan af sem rafvirki og var þá sjálf- ráður, hvaða tíma ég tæki. En fyrir hálfu öðru ári gekk ég undir próf, sem var eins kon- ar happdrætti, þannig, að tveir efstu á prófinu áttu kost á að verða „Vollstudent“, sem kall- að er, gorast fullgildir nemend ur skólans og þá skyldaðir til að taka allar námsgreinar óperu skólans, ekki aðeins söng og tónfræði, heldur og söngstjórn og leiklist og fleira, og fá ríf- legan námsstyrk. Við vorum tvö, sem hlulum hnossið, þýzk stúlka og ég. — Hefurðu sungið á tón- leikum í Mainz? — Já, nokkrum sinnum á nemendatónleikum og einu sinni kom ég fram ásamt útlend um stúdentum skólans á af- mælishátíð borgarinnar í Kjör- furstahöllinni, þar sem mættir voru 1500 gestir. Þar söng ég bæbi íslenzk lög og óperuaríur. Sumir stúdentanna, t.d. þeir finnsku og norsku sýndu þjóð- dansa. Einu sinni söng ég í óper unni — fyrir tómum sal. — Og hvemig atvikaðist það? — Það var Berthold skóla- stjóri, sem hvatti mig til þess að fara í óperuna á fund hljóm- sveitarstjórans, og taka lagið fyrir hann. Ég fór og hitti karl, sem spurði mig hvað mér væri á höndum. Ég kvaðst vera kom inn til að syngja fyrir hann. Þá settist hann við píanóið og bað mig að taka aríu úr La Bohéme. Þegar því var lokið, spratt karlinn á fætur og sagðú „Bíðið þér augnablik!" Að vörmu spori kom hann með óperustjórann og bað mig að endurtaka lagið. Það gerðum við, og þá mælti sjeffinn; „Viljið þér taka að yður auka- hlutverk í nokkrum óperum hjá okkur í vetur?“ Þetta kom svo flatt upp á mig, að ég hafði ekki svar á reiðum höndum, hefði gjaman viljað taka boð- inu, en sagði svo, að þessu yrði skólastjóri minn að ráða. Og hans svar var svo það, að minn tími væri ekki kominn til að troða upp á óperusviðinu fyrr en ég væri búinn að ljúka leik- náminu í skólanum. Og lengra náði það ekki. — Hittirð'u einhverja þarna i Mainz, sem mundi eftir Pétri Jónssyni frá því að hann var og hét í óperuhúsum Þýzka- lands? — Nei, en margir spurðu mig um Jón Leifs, t.d. Berthold skólastjóri. Hann hafði sem hljómsveitarstjóri flutt nokkur hljómsveitarverk Jóns, kvaðst hafa haft talsverðan áhuga á þeim. Herra Leifs væri svo sér stætt tónskáld. — Hvaða íslendingar eru aðrir en þú, við nám í Mainz? — Einn er þar annar við söngnám, Sigurður Steindórs- son, Gunnar Jónsson við tann- lækninganám; Freysteinn Sig- urðsson í jarðeðlisfræði; Jens Pálsson býr sig undir doktors próf í mannfræði, og við eðlis fræðinám er Reynir Vilhjálms- son frá Narfeyri, sonur Vil- hjálms bónda, sem raunar er kunnari út fyrir landssteina sem stærðfræðingur. — En Reynir tekur ekki stærðfræði' sem sérnám? — Nei. En einu sinni hafði stærðfræðiprófessor í háskólan um, sem Reynir stundar nám í, lagt þunga þraut fyrir nem- endur sína, stærðfræðidæmi. Þeir brutu mikið heilann um þetta. Reynir komst á snoðir um þetta og tilkynnti þeim, að þetta dæmi hefði verið reikn- að áður. Nú, hver hefði gert það? Það gerði pabbi, sem er bóndi á íslandi. Þá duttu þeim allar dauðar lýs úr höfði. Allt gætu íslendingar! En dæmið hafði nefnilega verið gefið út fyrir mörgum árum í stær'ö- fræðitímariti. Og réttar lausnir sem bárust voru frá stærðíræð ingi í París og Vilhjálmi bónda á Narfeyri. En prófessorinn í Mainz hafði í sínum höndum dæmið með lausn fransmanns- ins. Og hún kom heim við þá lausn, sem Reynir sýndi þeim, að pabbi hans hefði gefið. — Hvenær ætlarðu að halda tónleikana? — Ég er að fara heim á morg un, norður í land, syng líklega á Akureyri milli jóla og nýárs, og ef ég hef kjark til, hér í Reykjavík eftir áramótin, kring um þrettándann eða svo. ÓDÝRAR JÓLA- GJAFAVÖRUR Verzlunin Miklatorgi Lidman Frainhald af 8. síðu. hafi „rænt sál“ sonarins að sögu lokum. Þanrug er þetta verk und- arlega sundrað. Efnisþættir þessa falla sízt saman til einnar form- legrar heildar; sumir falla burt lítils megnugir og skjótt gleymdir, en eftir stendur annars vegar hin Liturlega sálkönnun úrhraksins, skjót skyndimynd Afríku hins vegar, og er kannski mest um hana vert. Sögumaðurinn er svo sjúk- lega fráhverfur að hann höfðar varla til neinna lesenda, og nei- kvæð' afstaða höfundarins til hans ílrekar einangrun hans. Á hinn bóginn eru í lýsingu hans vissir þættir sem kunna að hafa meiri þýðingu: það er smán hans eins og hún birtist berlegast í lýsingu breintarfanna og draumnum um snigilinn. Smán, blygðun, hatur: fyrir þetta þrennt stendur Svíinn í sögu Söru Lidmans; og þegar hann flýr Afriku, sem hann alltaf hefur óttazt, slyppur og snauð- ur, er „sál“ hans þar eftir. Kannski er það þessi tónn sögunnar sem þrátt' fyrir allt er manni minnis- stæðastur að lokum. Þótt Sonur minn og ég sé þann- ig ekkert heilsteypt listaverk, er vert að fagna útkomu þess á ís- lenzku. Það er ekki algengt að timabær erlendur skáldskapur ber ist svo fljótt hingað heim sem hér hefur orðið, og þótt segja megi að Sara Lidman umgangist hér skáld skaparform sitt af fullkomnu um- burðarleysi (að maður segi ekki fyrirlitningu á möguleikum þess) er verk hennar tímabær tilraun sem vert er að veita athygli og um leið ofuríítið sýnishorn af nú- gddandi skáldsagnalist með kær- um frændþjóðum okkar. — Þýð- jng Einars Braga Sigurðssonar hef ur snoturlegan heildarsvip, en er tæpast nógu fáguð, sums staðar bregður fyrír óþarfa hátíðleika og bókmálshnökrum. Bókaútgáfan Fróði, sem virðist vera í miklum uppgangi um þessar mundir, hef- v.r gert bókina vel úr garði. Próf- arkalestur er þó alltof slæmur þótt verri dæmi hafi sézt frá sama for- lagi. Aðstandendur Próða ættu ac gæta þess að láta ekki svo ó- sæmilegan sóðaskap spilla fyrir sér snotrum verkum. —- Ó.J. Afteins 25 krónur Framhald af 16. síðu allir. En til þess, að svo geti or'ðið, þarf að eiga miða í happ drætti Framsóknarflokksins, sími 12942. Skrifstofan í Tjarn argötu 26 er opin til kl. 10 á hverju kvöldi þangað til dregið verður. NÝiAR BÆ K U R TVÆR KVIÐUR FORNAR Völundarkviða og Atlakviða með inngangi og skýringum eftir Jón Helgason. Hin fornu snilld- arverk öðlast nýtt líf og verða auðskiljanleg hverju barni í þessari bók. — Verð ib. kr. 240,—. GRÍSKAR ÞJÓÐSÖGUR OG ÆVINTÝRI Friðrik Þórðarson þýddi úr grísku. Skemmtilegar og sérkenmlegar sögur, sem minna að sumu leyti á Þúsund og eina nótt, í frábærri íslenzkri þýðingu. — Verð ib. kr. 220,—. HEIMSKRINGLA SAS yffir Síberíu Framhald af 1. síðu. formlega að fá að fljúga yfir Síberíu. Viðræður hafa farið fram um leyfi til að fljúga þessa leið nú íyrir nokkru milli flugmálastjórna Norðurlanda og sovézkra yfirvalda, en síðan þeim lauk í febrúar síðastliðnum með sameiginlegri yfirlýsingu um, að frekari viðræðum væri frestað um óákveðinn tíma, hafa engar við- ræður átt sér stað, og ekkert verið um málið fjallað fyrr en nú að Loginov hershöfðingi neitar. Kaupa tré me® hnaus Framhald af 16 síðu ur trén í Bankastræti. Sigurður Guðmundsson, sem rekur sölu- skála á Birkimel, er einnig með hnaustré á boðstólum. Blaðinu er ekki kunnugt um fleiri aðila, sem selja jólatré með hnaus í ár. Stjórnin guggnaói Framhald af 1. síðu. hennar í málinu og taldi um furðu legan feluleik að ræða, þar sem ekki væri vitað um nokkra and- stöðu í þinginu gegn þessari vegar framkvæmd, en tvímælalaust væri skylt samkv. stjórnskipuninni að leita heimildar Alþingis fyrir lán- tökum sem þessum. Ekki væri einu sinni minnzt á lánið í ríkis- reikningi og ekki heldur á greiðsl- ur afborgana og vaxta af láninu í fjárlagafrumvarpinu fyrir 1963, sem ríkissjóður ætti þó afdráttar laust að inna af hendi. Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra svaraði þvf þá einu til, að um sjúklegan hugarburð væri ro ræða hjá Éysteini, að' heim- ild skorti fyrir láninu. Ingólfur Jónsson samgöngumála ráðherra kom svo með hinar stór- fengiegustu skýringar á blaði, sem hann hafði sótt út í bæ og kallaði „skýrslu". Var þar æði langt yfir markið skotið — en máli sínu lauk ráðherrann þó með því að ségja Eysteini Jónssyni, að hann ætti nú ekki að vera að þjarka um svona atriði, því að hann væri ólögfróður!! Eysteinn Jónsson hrakti gersam lega „skýrslu“ Ingólfs og gerði að hinu hlægilegasta plaggi. Skor aði hann síðan á fjármálaráðherra, að svara því afdráttarlaust, hvort hann hefði á málinu sömu skoð- anir og þær, sem samgöngumála- ráðherra hefði verið að túlka. Fjármálaráðherra varð ekki við þeirri áskorun, heldur sat sem fastast og þagði. Er fjárveitinganefnd hafði borið fram tillögu sína í kvöld að beiðni ríkisstjórnarinnar um heimild til töku 70 milljón króna láns í Kefla víkurveg, kvaddi Eysteinn Jóns- son sér hljóðs og lýsti ánægju sinni yfir að þessi tillaga væri fram komin. Með henni væri að fullu skorið úr deilunni og kvaðst Eysteinn vona, að hann þyrfti ekki aftur að standa í deilum út af hlið stæðum málum. 15 milljénir Framhald af 1. síðu. börnum valda oft hjá þeim börn um og unglingum, sem alast upp í braggahverfunum. Má vera, að hið síðar talda sé ekki léttara á metunum. En þótt oft hafi verið rætt um þörfina á þvf að útrýma bröggun- um hafa framkvæmdir dregizt, eins og fyrr segir. Nú hafa borgar fulltrúar Framsóknarflokksins lagt fram tillögu um það að tekið verði fimmtán milljón króna lán til þess að útrýma þeim. Það verð ur fróðlegt að sjá, hver viðbrögð borgarstjórnarmeirihluta íhalds- ins verða við þessari tillögu. Fimmtán milljónir króna eru að vísu talsverð upphæð, en hversu mikið skyldi það kosta borgina og þjóðfélagið allt, að útrýma ekki bröggunum bæði í bráð og lengd? Því verður vart að óreyndu trú- að, að íhaldið svæfi eða felli þessa tillögu. Geri það svo, verður tæp- lega hjá því komizt að ætla, að allt tal þess um nauðsynina á út- rýmingu braggahúsnæðisins sé einungis fagurgali, sem ekkert mark sé takandi á, og til þess eins ætlað að slá ryki í augu borgar- anna. ÞAKKARÁVÖRP Þakka öllum nær og fjær mér auðsýndan vinarhug á sjötugs aldursafmæli mínu 30. okt. sl. Með hugheilum óskum. Guðión Jónsson, frá Hermundarstöðum Hjartans þakklæti til allra nær 09 fjær fyrir auðsýnda samúS, vln- áttu og virSingu, við fráfali og jarSarför GUNNARS GUNNARSSONAR bónda, SySra-VallhoIti. Þá færum vlð læknum og öðru starfsfólkl Sjúkrahúss Sauðárkróks innilegar þakkir fyrir alla umönnun í sjúkrahúslegu hans. Ragnhildur Erlendsdóttir Gunnar Gunnarsson, Ásgeir Gunnarsson, Ástrfður H. Gunnarsd., Erla G. Gunnarsd., Sigurður H. Gunnarsson, Ingibjörg Gunnarsdóftir, Móses Aðalsteinsson, Ólöf J. Björnsdóttir, Magnús A. Magnússon. Við þökkum öllum þelm, sem sýndu okkur vinsemd og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa ÁRNA ÁRNASONAR, Hólavegi 12, Sauðárkróki Rannveig Rögnvaldsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn. Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vlð andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður JÓHÖNNU EGGERTSDÓTTUR BRIEM Eggert Einarsson, Magnea Jónsdóttir, Ingibjörg og Eyjólfur J, Eyfells, Svanbjörg Einarsdóttlr, Valgerður Einarsdóttlr, Stefía Ólafsson, Páll Elnarsson, Gyða Sigurða'/ííóttir, Vilhjálmur Einarsson, Jórunn Gvfimundsd. T í M I N N, fimmtudagurinn 20. des. 1962. 15

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.