Tíminn - 20.12.1962, Síða 16
Fimmtudagur 20. desember 1962
237. tbl.
46. árg
Framsóknarfélögln I
Reykjavik halda sinn
árlega jólatrésfagnað í
Klúbbnum við Lækjar.
teig þriðja í jólum, 27.
des. kl. 3 síðd. Gengið
verður í kringum jóla-
tré, tveir jólasveinar
koma í heimsókn, þá
verður gamanþáttur,
happdrætti og ýmislegt
fleira. Aðgöngumlðar
verða seldir í Tjarnar-
götu 26 á venjulegum
skrifstofutíma og elnn
ig er hægt að panta þá
í síma 15564 f fyrra
urðu margir frá að
hverfa og er því mönn-
um ráðlagt að tryggja
sér miða í tíma
HETJUTENÓR!
GB-Reykjavík, 19. des.
Ungur íslenzkur tenór-
söngvari, Gestur GuS-
mundsson, kom til lands-
ins á dögunum í jólaleyfi
frá Þýzkalandi, þar sem
hann hefur verið við óperu
söngnám s.l. þrjú ár, og
ætlar að halda tónleika hér
um áramótin, sína fyrstu
hér á landi.
Fréttamaður Tímans hitti
Gest að máli í gær stutta stund
og spurði hann frétta af dvöl
hans ytra.
— Hvenær byrjaðir þú að
læra söng?
— Ég var á Akureyri, hafði
lokið rafvirkjanámi og var með
limur í Karlakór Akureyrar.
Fyrstu tilsögn í söng fékk ég
hjá Ingibjörgu Stemgrímsdótt-
úr, söngkonu. Þegar ég kom
hingað til Reykjavíkur var ég
einn vetur í tímum hjá Guð-
mundi Jónssyni í söng. Þá sett
ist ég í Tónlistarskólann og var
Þorsteinn Hannesson kennari
minn einn vetur. Samtímis var
ég í Vélskólanum og lauk þar
námi. Fór síðan til V-Þýzka-
lands og byrjaði á iðnfræðinámi
í Bingen. En innan tíðar var
ég aftur kominn með sönginn
á heilann, hætti við iðnfræðina
og hélt til Mainz þar sem ég fór
að taka einkatíma hjá Hoss
kammersöngvara, sem kunnur
er víða um álfuna.
— Og hefurðu verið að læra
hjá honum síðan?
— Veturinn eftir var Hoss
kennari við Peter-Cornelius-tón-
listarskólann í Mainz, og þá
settist ég í óperudeildina, en
skólastjóri var hinn kunni
hljómsveitarstjóri Heinz Bert-
hold, sem Victor Urbancic
lærði hljómsveitarstjórn hjá á
sínum tíma. Hjá Berthold tók
ég einkatíma í ljóða- og óperu-
söng. í þessum skóla hef ég ver
ið í þrjú ár og á eftir eitt miss
eri til að útskrifast.
— Er þetta ekki dýrt nám
Þýzkalandi?
— Bæði þar og annars stað-
Framliald á 15. síðu.
VEtTINGAHIlSIN OPIN 2.1JOLUM
RE-Reykjavík, 19. desember.
í fyrrakvöld var haldinn
sáttafundur í deilu veitinga-
Munið að gera skil fyrir heimscnda
miða. Skrifstofan er í Tjamar-
götu 26. Hún verður opin til kl.
10 í kvöld. Dregið á sunnudag.
MARGIR KAUPA
TRÉ MEÐ HNAUS
BÓ-Reykjavík, 19. des.
Eftirspurn og framleiðsla
jólatrjáa með hnaus fer nú
mjög vaxandi, en þannig tré
eru nú til sölu víða í Reykja-
vík.
Þorgrímur Einarsson í Garðs-
hoxní hefur selt tré með hnaus
fyíír undanfarin jól. Blaðið talaði
við Þorgrím í dag, og kvað hann
þetta vel gefast, ef menn gættu
þess að hafa trén ekki lengi í
stofuhitanum og geyma þau á köld
um stað fram á vor, en til þess
er leikurinn gerður að planta
trjánum í garða og taka þau upp
aftur fyrir mæstu jól, ef eigendur
! kæra sig um. Sagðist Þorgrímui
vita um mann, sem hefði notað
sama tréð um þrjú jól, en margir
fengju sér ný tré og bættu þeim
í garðinn. Þorgrímur sagði, að
trén mættu helzt ekki bruma inni
um jólin, en þá yrði að geyma
þau á hlýjum stað fram að gróð-
ursetningu. Tré Þorgrfms eru
70—100 cm á hæð, broddgreni og
blágreni. Broddgrenið kostar 100
kr. en blágrenið 250—300 kr. stk.
Þorbjörn er nú með rúmlega hálf-
án hektara undir trjám, sem verða
seld þannig. Gengið er frá rótun-
um með plastumbúðum.
Alaska hefur nú mikið af slík-
um trjám á boðstólum og virðist
mikil eftirspurn eftir þeim. Trén
hjá Alaska eru 85—110 cm á hæð
og kosta 200 kr. stk. Tré með
hnaus voru líka til sölu hjá Alaska
í fyrra. Sigurbjörn Björnsson skóg
ræktarmaður við Bústaðaveg hef-
ur nú sitkagreni og rauðgreni með
hnaus og Agnar Gunnlaugsson sel
Framh. á 15. síðu
manna og starfsfólks veitinga
húsanna, og kl. 5 í nótt var
undirritaður samningur um
ný kjör. Kemur því ekki til
verkfallsins, sem var boðað á
veitingahúsum annan í jólum,
ef félagsfundir samþykkja
samkomulagið.
Kaup starfsstúlkna hækkar um
11%. Einnig var í fyrsta skipti
samið um kjör smurbrauðsstúlkna
og birgðavarða og fá þau sama
kaup og næturverðir gistihúsa.
Þau fá einnig 6% orlof á alla
aukavinnu, tvo frídaga til viðbót-
ar þeim, sem fyrir eru, og kaffi
og matartíma ákveðnai
Samningur þessi gildir frá 1.
desember til ársloka 1964, en kaup
gjaldsákvæðin eru uppsegjanleg
1. júní og 1. desember 1963 og 1.
júní 1964, ef visitala framfærslu
kostnaðar hækkar um tiltekinn
stigafjölda.
Félagsfundur í félagi starfs-
fólks veitingahúsa hélt fund í
kvöld, og var talið sennilegt, að
samkomulag þetta yrði samþykkt,
svo að veitingahúsin verða senni-
lega opin annan í jólum.
KAUPIÐ MIÐA
Stjórn Framsóknarfé'lags
Reykjavíkur hvetur eindreg-
ið félaga sínia til þess að
vinna ötullega að sölu happ
drættismiða flokks'ins og
gera skil sem fyrst. —
Stjómin.
Alþingi
frestað
TK-Reykjavík, 19. des.
Þri'ðju umræðu um fjárlagafrum
viarpið fyrir 1963 lauk á Aiþimgi
í kvö'id, en atkvæðagreiðslu var
frestað. Mun atkvæðagreiðsla hefj
ast kl. 2 á morgun og hafa fjárlög
fyrir árið 1963 þá verið afgre’dd
að henni lokinni. í dag samþykkti
þingið ályktun um frestun funda
Alþingis frá og með morgundegi
til 29. janúar 1963 og fer þing-
frestun fram að lokinnj fjárlaga-
afgreiðslunni.
FÆR HUSNÆÐI FYRIR JÓL
BÓ-Reykjavík, 19. des.
Blaðið talaði við Svein Ragnars
son, skrifstofustjóra í dag og
spurðist fyrir um húsnæðið, sem
Þorsteini Löve og fjölskyldu hans
var ætlað. Sveinn sagði, að fjöl-
skyldan mundi áreiðanlega kom-
ast þar inn fyrir jól, en flutning
urinn gat ekki farið fram í dag.
Væri þetta frekar lítil íbúð, og
mundi fjölskyldan verða þar með-
an ástæður breytast ekki til batn-
aðar. Blaðið hefur vitneskju um,
að þetta er tveggja herbergja íbúð
í Austurbænum.
Happdrættið með „stóru in er með og þeir hljóta vinn
vinningana o.g ódýru rniðana1' ing. Hver vill ekki Iáta 25 krónu
er sannkallað réttnefni á Happ seðil breytast i splunkunýjan
drætti Framsóknarflokksins. OPEL CARAVAN, sem nú )
Þeir, sem leggja 25 krónur und dag kostar a. m. k. 180.000,00
ir og kaupa miða, geta 7200 krónur. Það vilja áreiðanlega
faldað verðmæti hans ef heppn Framh á 15. síðu.