Tíminn - 04.01.1963, Side 7

Tíminn - 04.01.1963, Side 7
— CMbnt — Uígefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og indriði G Þorsteinsson F'ulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur 1 Eddu- húsinu Afgreiðsia. auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka- stræti 7 Símar: 18300—18305 - Auglýsingasími: 19523 Af- greiðslusimi 12323, — Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan- lands t lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Viðreisnarkrónan í herbúðum ríkisstiórnarinnar er nú reynt að gera sér mikinn mat úr því. að sparifjárinneign í bönkunum og sparisjóðum hafi aukizt mjög síðan „viðreisnin“ kom til sögunnar í febrúar 1960. Inneignin hafi allt að þvi tvöfaldazt í krónutölu. Þetta sýni vissulega glæsilegan árangur. En einu er jafnan gleymt, þegar stjórnarsinnar eru að guma af sparifjárinneigninni. íslenzka krónan í janú- ar 1963 er ekki hin sama og íslenzka krónan var í febrúar 1960. Hún er nú næstum helmingi minni að verðgildi. Þegar þetta er tekið með í reikninginn, verður minna úr sparifjáraukningunni síðan í febrúsr 1960 en stjórnar- blöðin vilja yera láta. Ef miðað er við raunverulegt verð- gildi eða notagildi, hefur sparifjárinneignin raunveru- lega staðið í stað á þessum tíma, þótt hún hafi tvöfaldazt í krónutölu. Þetta sést vel á eftirfarandi: Samkvæmt greinargerS þeirri, sem ríkisstjórnin lét fylgja „viðreisninni", var gengi Sandaríkjadollarans í febrúar 1960, að viðbættum yfirfærslugjöldum, kr. 21,22 eða 25,30 eftir því við hvort yfirfærslugjaldið var miðað. Nú er dollarinn skráður á 43.06. Hann hefur því næstum tvöfaldazt í verði. Sama gildir um allan annan erlendan gjaldeyri. Ef sparifjárinneignin er miðuð við erlendan gjald- eyri, hefur hún því ekki aukizt neitt að verðmæti eða notagildi síðan í febrúar 1960, þótt krónutalan hafi nær tvofáldazt. Sama gildir ef breyta á henni í framleiðslu- tækij eins og t. d. skip, landbúnaðarvélar, iðnaðarvélar. byggingarefni o. s. frv. Viðreisnarkrónan er nefnilega h. u. b. helmingi verð- rninni en krónan var áður. Óhætt má segja, að viðreisnarkrónan sé táknræn um höfuðafglöp núverandi ríkisstjórnar Til hinnar miklu < erðfellingar á krónunni rná fyrst og fremst rekja hina óviðráðanlegu dýrtíð, óðaverðbólgn og efnahagslega glundroða og ójafnvægi, sem er nú meiri hér en nokkru sinni fyrr. Það var ekki aðeins, að gengisfelliugin 1960 væri langl úi hófi, heldur bætti ríkisstjórmr. við gengisfellingunni 1961, án nokkurs réttlætanlegs tilefnis Þetta hefur skap- að dýrtíðina, óðaverðbólguna, glundroðann og upplausn- ina Þetta hefur valdið því, að tvö seinustu árin. 1961 og j962. hefur ísiand átt Evrópumetið i aukinni dýrtíð' í öllum löndum í kringum okkui, hefur það verið og er höfuðmarkmið valdhafanna að forðast gengisfell- ingu þótt kaup hafi hækkað bar meira en hér. Þetta hefur verið meginatriðið í efnahagsstefnu Vestur Þjóðveria, Norðurlandaþjóðanna, Breta og Banda- ríkjamanna. Valdhöfum þeirra hefur verið Ijóst, a? lækkuðu þeir gengið settu þeir skriðu af stað, sem óvíst væri að hægt væri að ráða við. Hér hefur það hins vegar verið höfuðstefna ríkis- stjórnarinnar og hagfræðinga hennar að það væri allra meina bót að fella gengið og það sem mest. Þeir hefðu vissulega fellt það í þriðja hinn a síðastliðnu ári, ef kosn- ingasigur Framsóknarflokksins hefð-; ekki skotið þeim skeik i bringu Það er ekki að efa hvað þeir munu gera et'tir næstu kosningar ef þeir halda meirihlutanum. En þótt. núverandi valdhafar nafi ekki lært neitt, ætti þjóðin að hafa lært Hún ætti að !ærs það af viðreisnar- ki’ónunni, sem hún hefur milli handa og er helminp verðminni en krónan var fyrir bremur árum Og hvaða lækningu hefur það fært? Óviðraðanlega dýrtíð og óðr verðbólgu, gert þá ríku ríkari ug fálæku fátækari, op skapað meira upplausnarástand i efnahagsmálum on hé hefur nokkru sinni verið. | Viidi Játvarður semja við Hitler? Birting gamalla leyniskjala vekur umtal í Bretlandi. RÉTT fyrir áramótin sein- ustu, voru gefin út skjöl í Bretlandi, er við fljóta athug- un gátu gefiS í skyn, að Ját- varður VIII, er var konungur aðeins skamma hríð og nú ber nafniö hertoginn af Windsor, hafi í valdatíð sinni haft mik- inn áhuga fyrir því að vingast við Hitler. Jafnframt hafi hann ætlað sér stærra og meira hlutverk en þjóðhöfðingja Bret lands sé nú ætlað að hafa. Birting þessara skjaia hefur að vonum vakið mikla athygli á Bretlandi, því að hertoginn af Windsor er þar enn umdeild persóna, þótt meira en aldar fjórðungur sé nú síðan ríkis stjórnin neyddi hann til að af- sala sér völdum vegna þess, að hann var ófáanlegur til að hætta við að kvænast fráskil- inni konu af borgaralegum ættum. Hertoginn af Windsor. sem þá hét Játvarður VIII. var þá mjög vinsæll, einkum þó meðal alþýðu manna, en hann hafði sýnt, að hann lét sig hag hinna bágstöddu miklu varða. Af þeim ástæðum hafði yfirstéttin mjög horn í siðu hans og óttaðist. að hann kynni að verða of afskiptasamur sem kóngur. Hún andaði því áreið anlega léttara, þegar hann fór frá völdum. Af þekktum st.iórn málamönnum voru það aðai- lega tveir. sem þá stóðu með honum gegnum þvkkt oe þunnt. eða þeir Winston Chur chi]]; og Beaverb’-ook lávárðm- SKJÖL þau. sem nú haH verið birt og áður er vikið að hafa meðal annars að geyma leynibréf sem hert.oginn af Coburg. sern nú er látinn. sendi Hitler í marz 1936. en þá var Játvarður vm nýlega kominn til valda (hann var kóngur frá 20. jan.—11 des- 1936). Hertoginn af Coburg var bvzkur. en í ætt við Ját varð Hann var oldheitur fvls ismaður Hítlers og mun hafa verið sendur af Hitler til af grennslast eftir skoðunum Ját varðar konungs. en konungur vissi hins vegar ekki neitt um það, er þejr töluðu saman. op ræddi því við hann eins og frænda og kunningja. að því er hann segir nú. í leyniskýrslum sínum til Hitlers, segist hertoganum al Coburg svo frá, að Játvarður konungur hafi látið j ljós, að hann hefði mikið álit á Hitlei og vildi koma á bættri sambúð milli Bretlands og Þýzkalands Þá hafi konungur sagt, að hann vildi sjálfur fara og ræða per sónulega við Hitler enda vseri hann konungur Bretlands en ekki Baldwin forsætisráðherra Hertoginn af Windsor Þa-ð eru ekki sizt þessi um mæli. er þykja hneykslunar verð. Þá hefur hertogin'n af Co burg ýmis ummæli eftir Ját- varði konungi um þálifandi stjórnmálamenn, er hljóma ekki vel nú. Meðai annars a konungur að hafa hrósað La val, en hallmælt Herriot í TILEFNl af birtingu þess íra skýrslna. hefur hertoginn af Windsor snúið sér til hins gamla vinar síns. Beaverbrooks lávarðar. og átt viðta) við eitt af blöðum hans. Daily Express f viðtali þessu mór.mælir kon- ungur ýmsu því, er hertoginn af Coburg hefur eftir honum, en þó alveg sérstaklega því, að hann hafi talið rétt eða viðeigandi, að hann ræddi sjálfur persónulega við Hitler í stað Baldwins forsætisráð- herra eða einhvers annars fulltrúa ríkisstjórnarinnar. Hann segist vel hafa þekkt takmörk konungsvaldsins og hvað væri rétt og eðlilegt, að að konungur gerði, og hvað ekki. Ummæli hertogans af Cobur.g stöfuðu því af ein- hverjum misskilningi hvað þetta snerti. Hin-s vegar sagði hann, að konungsvaldið í Bretlandi veitti aðstöðu til vissra áhrifa, þar sem ráðherr- ar hefðu alltaf öðru hvoru við- ræður við þjóðhöfðingjana, og kæmust þá ekki hjá því að heyra skoðanir hans, og tækju að sjálfsögðu oft nokkurt til lit til þeirra, þótt þeir væru ekki neitt skuldbundnir til þess. Hertoginn sagði það hins vegar rétt, að hann hefði haft á þessum tíma vissan áhuga fyrir því, að reynt yrði að treysta sambúð Breta og Þjóð- verja, ef á þann hátt mætti vinna að þvi að koma í veg fyrir styrjöld, en stríðshætta hefði þá stöðugt farið vaxandi Honum hefði verið vel Ijóst, að hætta var á ferðum, og því hefði hann gjarnan viljað eiga sinn þátt í því að afstýra henni. Hins vegar hefði hann vel þekkt takmörk valds síns, og eins hefði hann ekki verið meðmæltur öðru en því, er hefði getað samrýmzt sæmd Bretlands. ÞESSAR skýringar hertog- ans, ásamt ýmsu öðru. sem komið hefur í dagsljósið í sam bandi við birtingu umræddra skjala. hafa orðið til þess að kveða niður þá gagnrýni, sem beindist gegn honúm fyrst cft ir að skjölin voru birt Það liefur m.a. komið i ljós. að konungur var áhugasamur um það, a-ð Bretar efldu varnir sínar jafnframt því, sem samn- ingaleiðinni við Hitler væri haldið opinni og hún könnuð með eðlilegum hætti. Flest i bendir til, að hann hefði aldr ei viljað ganga eins langt til i undanhalds við Hitler og | Chamberlain gerði síðar Annars hafa þessar umræð S ur varpað talsverðu Ijósi á það. 1 að það er hægt að vera hygg- i inn eftir á og að ekki er með i öllu rétt að kasta steinum á 1 þá, sem reyndu að varðveita p friðinn. þótt þeim hafi mis heppnazt. Þ.Þ, 4 Þrír rithöfundar fá viðurkenningu Þrír rithöfundar eða þeir Guð- mundur Daníelsson. Jón Óskar og Þorsteinn Jónsson fra Hamri, hlutu að þessu sinni viðurkenn ngu rithöfundasjóðs Ríkisútvarps ms. Úthlutað var úr sjóðnum að venju á gamlárskvöld, nú í sjö- unda skipti en sjóðurinn var stofnaður haustið 1956 og er hlut- verk hans að styrkja íslenzka rit- höfunda til starfa og þá einkum að gera þeim kleift að ferðast til útlanda Á þeim sex árum sem Rithöf- undasjóður ríkisútvarpsins hefur! starfað, hafa 10 rithöfundar hlot- ið úr honum styrki, einn eða tveir í senn Styrkupphæðin var að þessu sinni hærri er, nokkru sinni fyrr eða samtals 45 þús kr og samþykkti sjóðsstjórnin einróma að skipta þeirri fjárhæð jafnt á milli hinna fyrrnefndu rithöfunda þriggja. r í M I N N, föstudagur 4. janúar 1963. 7

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.