Tíminn - 04.01.1963, Qupperneq 16
Föstudagur 4. janúar 1963
2. tbl. 47. árg.
Yfir 10 þús. lend-
Ópelbflarnir í Happdrætti
Framsóknarflokksins komu
á þessi númer: Nr 36563
Hvítur með bláum toppi.
Nr. 37642 Blár með hvítum
toppi. í stað hvors bílsins
sem er getur vinningshafi
fengið FARMAL-dráttarvél
með sláttuvél, ámoksturs-
tækjum og öðrum tækjum
eftir vali fyrir samtals 180.
000.90 krónur. Skrifstofan
er í Tjarnargötu 26, sími
12942.
KB-Reykjavík, 3. janúar.
ÁRIÐ 1962 lentu samtals 10.452
flugvélar á Reykjavíkurflugvelli. Af
þessum lendingum urSu 9.102 vegna
innanlandsflugs, en 1350 í millilanda
flugi. Samsvara þessar tölur því, að
lent hafi að meðaltali nálægt 28,6
vélar á flugvelllnum dag hvern á
árinu. Er hér miðaö við magn flug-
véla, þ. e. lokalendingu hverrar vél-
ar, en tölurnar yrðu tll muna hærri,
ef millilendingar væru taldar með.
Þessar lendingar skiptast á flug-
vélagerðir sem hér segir: farþega-
vélar í innanlandsflugi lentu 4248
sinnum og einka- og kennsluvélar
4621 sinni. Hervélar í innanlands-
flugi gerðu 133 lendingar. í milli-
landaflugi lentu 1337 almennar vél
ar og 13 hervélar.
í skýrslum flugumferðarstjórnar
innar, þar sem þessar tölur koma
fram, er einnig getið um, hversu
flugtök og lendingar á Reykjavík-
urflugveili skiptast niður á sólar-
hringinn. Er umferðin mest um
miðjan daginn og nær hámarki
(Framhald á 15. síðu).
NONNI MARGVÍSI
É HAFNARFIRÐI
1
RÓ—Reykjavík, 3. jan.
Hvaða hundur er það, sem þess
nr fríðleikskonur láta svo vel að,
l spurðuni við ljósmyndara okkar,
í þegar liann kom með þessa mynd,
j sem hann kvaf'st hafa tekið í fé-
, iagsheimili skáta í Hafnarfirði.
Ljósmyndarinn sagði, að þctta
væri sporhundurinn Nonni og þef-
vís með afbrigðum.
Nonnj er i umsjá hjálparsveit-j
ar skáta í Hafnifirði Hann kom j
með Loftleiöavél frá New York á |
1 gamlársdag og var skýrður við
komuna til minningar og heið'urs
Jóni heitnum Guðjónssyni, skáta-
foringja í Ilafnarfirði, sem gætti
cg menntaði sporhund flugbjörg-
unarsveitarinnar í Reykjavík og
vann að því, að þessi hundur yiði
keyptur í stað hins. Nonni er blóð-
hundur, æít.aður úr Washington-
fylki. Reykjavíkurborg lagði 16
þúsund til kaupa hans og fleiri
aðilar lögðu fram fé, en Nonni er
af góðum ættum og var ekki falur
fyrir lítið, slíkur kjörgiipur sem
hann er. Gottfred Bernhöft í Rvík
hafði milligöngu um kaupin á
Nonna, sem er þriggja ára gamall
og uppalinn í þekktri stofnun.
Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði
mun sjá um framfærslu Nonna, en
Loftur Bjarnason forstjóri hefur
heilið öllu því kjöti, sem hann vill
eta. Páll A. Pálsson, yfirdýralækn-
ir. mun líta eftir heilsu hans og
aðbúnaði. Nonni verður svo reiðu
búinn til þjónustu þegar með þarf,
og skulu hlutaðeigandi snúa sér
til Lögregtunnar í Hafnarfirði,
Eeykjavík, Slysavarnafclags ís-
lands eða Flugbjörgunarsveitar-
innar. — (Ljósm.: Tíminn-RE)
AÐSKOTAHLUTiR SKEMMA VÉLAR OG TEFJA VINNSLU
J_■ t_i___:_________;_J_:_;_k._!_
KÚBEIN, lestarborð og
SKÓFLUR í MJÖLVINNSLU
KB-Reykjavík, 3. jan.
Þa3 er fleira en síld og
aðrar sjávarskepnur, sem
síldar- og fiskimjölsverk-
smiðjum landsins berst til
vinnslu. Með fylgja ósjald-
an ýmiss konar munir og
varningur, sem greinilega
eiga uppi’una sinn á þurru
landi.
Meðal slíkra aðskotadýra má
nefna kúbein, útsláttarjárn,
lykkjur, lása, lestarborð, jafn-
vel skjólborð af vörubílum,
stingi og skóflur svo að eitt-
hvað sé nefnt. Þegar togarar
leggja upp, má eiga von á flestu
úrgangsdrasli frá þeim í þeim
afla, sem fer í bræðslu, t. d.
vírsplæsingum, rifrildi úr vörp
unni og öðru, sem til fellur.
Segja forráðamenn fiskimjöls
verksmiðja, að stundum sé
engu líkara en að bræðsluafl-
inn sé notaður sem öskuhaug-
ur fyrir flest, sem fleygja skal.
Veldur þetta flestum, ef ekki
öllum verksmiðjum meira og
minna óhagræði og tjóni, eink
um þeir hlutir, sem minna fer
fyrir og komast iðulega inn í
vélakerfið og valda á því
skemmdum og stundum tíðum
og langvinnum vinnslustöðvun
um.
Blaðinu barst í dag bréf frá
Árna Gíslasyni, verkstjóra í
Lýsi og Mjöl í Hafnarfirði. Get
ur hann þess þar, að þá þrjá
sólarhringa, sem unnið var í
verksmiðjunni milli jóla og
nýjárs, hafi aðskotamunir ým-
iss konar valdið alls þrettán
klukkutíma algerri vinnslu-
stöðvun í verksmiðjunni, en
auk þess tekur alltaf nokkurn
tíma að koma vélakerfinu aftur
í gang og samstilla það, svo
að töfin er alls talsvert meiri
en þessar þrettán stundir. Þeg
ar eins stendur á og víða nú,
að afli er svo mikill, að tregða
er á löndun, geta slíkar óþarf-
ar stöðvanir úrvinnslutækjanna
haft í för með sér enn lengri
löndunarbiðir og aflamissi af
þeim sökum og er þá orðinn
vafasamur hagnaður bátunum
að gæta þess ekki betur, að það
hráefni, sem fer til bræðslu,
sé bræðsluhæf vara.
Framhald á 15. síðu.
| MYNDIN SÝNIR þá íwuni, sem fylgt hafa með hráefni til verksmiðjunnar Lýsi og Mjöl í Hafnarfirði og hafa valdiS þar stórtöfum.
jflHM———BBBBMmmMiiaNiWíiKSBgaHBCi^—t
(Ljósm.: Ami Gíslason).
iMmmmammm