Tíminn - 17.01.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.01.1963, Blaðsíða 7
Utgetdncli FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri Tómas Arnason Ritstjórar Þórarinn Þó.rarinsson iábi. Andrés Kristjánsson. lón Helgason og Lndriði G Þorstemsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- mgastjón Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur t Eddu- húsinu Afgreiðsla uuglýsingar og aðrai sjtrifstofur | Banka stræti 7 Símar 18300—18305 - Auglýsingasfmi: 19523 Af. greiðslusimi 12323 - Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan- lands ! lausasölu kr 4 00 eint - Prentsmiðjan Edda h.f. — Ruglið í Eyjólfi Eyjólfur Konráð Jónsson, stjórnmálaritstjóri Morgunblaðsins, hefur fengið harða ofanígjöf hjá Bjarna Benediktssyni og Olafi Thors, fyrir að ljóstra því upp, ao Bretar vilji ákafir fá ísland inn í Efnahagsbandalagið. Bjarni og Ólafur telja réttilega, að þessar upplýsingar Eyjólfs séu ekki þægilegar fyrir þá, m. a. vegna fram- komu þeirra í landhelgismálinu áður fvrr. í framhaldi af þessu, hefur Eyjólfur fengið fyrirmæli um að minnast ekki á þessar uppljóstrun sína meira en reyna í staðinn að þyrla upp einhverju moldviðri til þess að láta hana fyrnást og gleymast. 'Þetta hefur Eyjólfur líka reynt dyggilega. Dag eftir dag hefur hann birt rugl um það í Mbl. að undanförnu, að vinstri stjórnin hafi staðið í samningum um það að gera ísland að aðila fríverzlunarbandalags, 'sem stofn- að yrði í Evrópu. Af því hljóti að leiða að eðlilegt sé að gera nú fríverzlunarbandalag við EBE á aukaaðildar- grundvelli. Óþárft er að fara mörgum orðum um þetta rugl Eyjólfs. Vinstri stjórnin tók ekki þátt í neinum samningum um að ísland yrði aðili að fríverzlunarbandalagi, en hins vegar iél hún fylgjast með umræðum, sem urðu um þetta mál innan Efnahagssamvinnustofnunar Evrópu á árunum 1956—’58. Umræður þessar snerust um möguleika á þvi að .stofna fríverzlunarbandalag þeirra Evrópuríkja, er stæðu utan Efnahagsbandalags Evrópu, en hefði vissa samvinnu við það. Það var eðlilegt, að ísland sem aðili að Efnahagssamvinnustofnuninm. fylgdist með þessum umræðum og gerði þar grein fyrir sérstöðu íslands enda fylgdi þessum umræðum ekki minnsta skuldbinding um þátttöku í hugsanlegu fríverzlunarbandalagi. Niðurstaða þessara umræðna varð sú, að sjö ríki tóku sig út úr og stofnuðu Fríverzlunarbandalag Evrópu (EFTA). Ekki aðeins þeir flokkar, sem stóðu að vinstri srjórninni, heldur einnig Sjálfstæðisflokkurinn voru sam- mála um, að ekki kæmi til mála fyrir ísland að eiga þátt j stofnun þess bandalags, heldur bæri íslandi að standa utan við. ÞaS verða bví ekki sýtt rök til þessara viðræðna fyrir því, að ísland eigi nú að gera fríverzlunarsamn- ing við EBE, heldur einmitt hið gagnstæða. Þessar við- ræður leiddu það einmitt í Ijós, að allir flokkarnir á íslandi, þar á meðal Sjálfstæðisflokkurinn, töldu að- ild íslands að fríverzlunarbandalagi óheppilega. Eyjólfur hefur því ekki annað upp úr þessu rugli sínu en að upplýsa það, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur áður talið aðild að fríverzlunarbandalagi óheppilega, þótt nú virðist foringjum hans hafa snúizt hugur, ef marka má 'skrif Eyjólfs. Bjarni og Ólafur verða honum því senni- lega ekkert þakklátari fyrir þessa uppljóstrun en þá, að Bretar vilji ákafir fá ísland í EBE. Samkvæmt upplýsingum Gylfá Þ Gíslasonar, myndi fríverzlunarsamningur við EBE stofna í fyllstu hættu reykvískum iðpfyrirtækjum. sem veita nú 5000 manns at- vinnu, vegna þess, að iðnaðarvörur yrðu þá fluttar hingað hömlulaust og tollalaust frá löndum EBE. Landbúnaður- ínn myndi einnig fá erfiða samkeppm á vissum sviðum Síðast, en ekki sizt, er svo mikil hætta á því. að við- skiptin við jafnkeypislöndin. sem kaupa nú 20—30% ai útflutningsvörum okkar féllu að rnestu eða öllu niður. án þess að nokkur trygging væri Evrir þvi, að þessar vörur yrðu seldar annars staðar Viðskiptin við Banda- ríkin gætu einnig 'ærið í h'ættu. Er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn fylgjandi fríverzlunar- bandalagi. þrátt fyrir þetta? Er ákafi Bretans svona áhrifamikill? Það væri gott að fá skýr svör Eyjolfs við þessu! T í M I N N, fimmlutlagur 17. jan. 1963. — Forustugrein úr „The Guardian“, Manchester: ~'r'~ 1 Bandaríkin ein geta verið forusturíki vestrænna þjóða Evrópsk andúð á forustu Bandaríkjanna byggð á óraunsæi. ENGINN DREGUR það í efa í alvöru, að Bandaríkin séu á vissan hátt „leiðtoginn" í vest- rænni samvinnu. En um það, hvernig eigi að beita forustu Bandaríkjanna i framkvæmd, og hitt, að hve miklu leyti stefna Bandaríkjanna eigi að taka tillit til viðkvæmni banda- manna sinna, hljóta að vera skiptar skoðanir. Orðrómur um, að Kennedy fofseti hafi, í fríi sínu á Palm Beach, verið að hugleiða hvassari afstöðu gegn bandamönnum sínum, gef ur til kynna að þessi atriði kunni að koma til aukinna álita á árinu 1963. Reynslan af beinum sam- skiptum við Krustjoff í sam- bandi við Kúbu-deiluna hefur sýnilega haft töluverð sálræn áhrif á stjórn Kennedys. Hún virtist sýna, að þegar til ai- varlegra úrslita dregur; verða Bandaríkin að taka af skarið fyrir allan hin vestræna heim, og það án samráðs ef nauðsyn krefur. Og sá góði árangur, sem stefna Kennedys sýndi vikuna, sem úrslit Kúbumáls- ins voru ráðin, hefur gert hann enn sjálföruggari en hann áð- ur var. \ Á HINN bóginn er ekki nein rénun á hægfara aukn- ingú sjálfsöryggis Evrópu, sem fylgt hefur í kjölfar framvindu myndunar Evrópubandalagsins og heppnuðum skilnaði Frakk lands og Alsírs. Það virðast þvi miklir möguleikar á árekstrum milli Bandaríkjanna og forustu þjóðanna meðal bandaþjóða þeirra. Hver á framkoma Breta að vera, þegar svona er í pottinn búið? Meðal vissra afla í íhalds- flokknum virðist gæta nokkurr ar andúðar og gremju í garð Bandaríkjanna, sem hófst í sumum tilfellum áður en Bandaríkjamenn hurfu frá framleiðslu Skyboltflaugana. en hefur magnazt við það. Af- staða stjórnarinnar sjálfrar liggur ekki eins Ijóst fyrir, en þó er ekkert launungarmál, að stefnu hennar gagnvart Congo og Sameinuðu þjóðunum til dæmis greinir mjög á við stefnu Kennedys forseta. ÍHALDSSTJÓRNIN brezka hefur veitt Bandaríkjunum lít- inn stuðning í ákvörðununum um heildarmynd hernaðarlegs KENNEDY hindnuiarmáttar vesturveld- anna og eflingu Atlantshafs- bandalagsins almennt. Stjórnin hefur gert Kennedy forseta erfiðara fyrir við stöðvun á út- breiðslu kjarnorkuvopna inn an samtakanna og takmörkun umráða kjarnorkuvopna vjð svo fáar hendur sem framasi er unnt, með því að halda fast við eigin kjarnorkuvíg- búnað, sem sífellt verður goð- sagnakenndari. Stjórnin hefur hindrað tilraunir Bandaríkj anna til eflingar almenns styrks NATO og hæfni með því að bregðast við að gera Rínar-herinn minna háðan kjarnorkuvopnum, og einnig hjálpað til þess að hindra framgang framkvæmanlegrar takmörkunar herbúnaðar í Mið Evrópu. KENNEDY forseti hefur rétt fyrir sér í flestum þeim efn um, sem hann og evrópska bandamenn hans greinir á um, en þeir rangt. Það væri rétt stefna Breta að styðja hann. Það er efalaust möguleiki á því, að einhver forseti í fram tíðinni kunni að vilja leiða samtökin í ranga átt. Strang- rökfræðilega séð mætti halda því fram, að ákveðin forusta Kenendys forseta gæti skapa-ð óheppilegt fordæmi í framtíð- inni, og Eandaríkin ættu því ekki að öðlast of mikið vald innan samtaka vesturveldanna, ef til þess kæmi að það yrði síðar misnotað. Þegar til lengd- ar lætur sé áköf forusta Banda- ríkjanna ófullnægjandi stað- gengill fyrir einlægt Atlants- hafs-samfélag, þar sem evr- ópskar bandaþjóðir gætu haft meiri áhrif en þær nú hafa, og brezkir stjórnmálamenn ættu vissulega að hafa þetta f huga. EN í BRÁÐ ER erfitt að koma auga á, hvernig hægt er að mynda raunverulegt Atlants hafs-samfélag án ákveðinnar forustu Bandarikjanna. Evr- ópsk andúð á forustu Banda- ríkjanna er að nokkru leyti byggð á eins konar átthagaþrá og að nokkru á skammsýnum skilningi á þjóðarhagsmunum Evrópuþjóðanna. Hvorugt þetta treystir grunninn undir aukna samfylgni vesturveld- ana. Hvaðan á aðsópsmikil for- usta að koma, ef hún kemur ekki -frá Bandaríkjunum? Brezkir íhaldsmenn, sem gremst afstaða Bandarikjanna til Skybolt-flauganna, eru ekki líklegir til að finna aðgengi- legra forustumannsefni f de Ga-ulle eða Adenauer Vestur- Þjóðverjar tortryggja stefnu Kennedys gagnvart Berlín, en þeir tortryggja Macmillan enn meira. Og hve fegnir sem þeir kunna að vera þeim ósveigjan- leikja, sem fram kemur hjá de Gaulle, þá komast þeir ekki hjá að skilja, hvað Frakkland gerir sérstaklega lítið til þess að verja þá hernaðarlega. Hvað Frakkland snertir, hlýtur jafn- vel de Gaulle að vera það ljóst sjálfum, innst inni, að núver- andi aöstaða hans innan Evr- ópu hvílir miklu fremur á per sónu hans sjálfs en frönsku veldi. SANNLEIKURINN er sá, aö ef Bandaríkin hafa ekki for- ustu samtakanna með höndum getur það enginn annar Þeir. sem harma forustu Kennedys, ættu að hugleiða. að ónnur leið var reynd undir forustu Eisenhowers forseta, og árang urinn var síður en svo ánægju- legur. ar í Afríku búa 8 af hundraði alls mannkynsins, kringum 240 millj- ónir manna, en framleiðsla þessa fólks nemur aðeins um 2 af hundr- aði af heildarframleiðslu jarðar búa. Hún er aðeins um helming- ttr af framieiðslu Bretlands. Árs- tekjur á hvern íbúa Afríku eru 110 dollarar, þ.e.a.s, minni en einn tíundi hluti af árstekjunum í háþróu'ðum löndum. Þessar upplýsingar koma fram i 'nýrri skj’rslu Sameinuðu þjóð-í anna, en þar er þess iafnframi getið, að jafnvel ófullkomnustu rannsóknir á auðlindum Afrík.i bendi til gífurlegra möguleika Skýrslan ber heitið „Industnai Growth in Africa“ og er gefin útí af Efnahagsnefnd S.Þ. f-yrirl Miklir möguleikar Afríku Afríku. Skýrslan lýsir þeirn þró-| un, sem átt hefur sér stað í iðn- væðingu álfunnar, og leggur sér- ] staka áherzlu á hina geysimiklu | og augljósu möguleika til iðnþró ! una í Afríku næsta áratuginn. Afríka framleiðir þegar sjöunda hlutann af málmum heimsins, og orkulindir álfunnar — kol í suð- urhlutanum. vatnsafl í miðhlut- anum og olia og gas i norðurhlut- anum — eru mjög verulegar, segir i skýrslunni. Iðnaðarframleiðsla álfunnar (að Suður-Afríku undantekinni) var / helmingi mein ánð 1948 en árið 1938. Síðan 1948 hefur þróunin haldið áfram með svipuðum hraða. í samanburði við árin fyrir seinni heimsstyrjöld hefur námu- gröftur þrefaldazt og verksmiðju- framleiðsla næstum fimmfaldazt Á árunum 1951—1980 jókst orku- framleiðslan úr 31 milljón tonna upp í 63 milljónir tonna Talið er að heildarframleiðslan i iðnaðin- um sé nú fjórfalt meiri en árið 1938 Framtíðarþróunin í hverju ein- Framhald á 13. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.