Tíminn - 17.01.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.01.1963, Blaðsíða 6
TÓMAS KARLSSON RITAR ÞINGMALAGLEFSUR Afurdalan landbún- aðaríns í Seðla- bankanum 1. nóvcmber síðastl. bar Ás- geir Bjarnason fram fyrirspurn til landbúnaðarráðherra um af urðalán út á birgðir landbún- aðarafm'ð'a. Lýsti Ingólfur Jóns son því þá yfir, ag ákveðið væri, að afurðalán Seðlabank ans nú myndu nema 55% og enn fremur myndi ríkisstjórn- in ætla að sjá svo um að land- búnaðurinn fengi sambærileg viðbótarlán I viðskiptabönkum og sjávarútvegurinn fær, þ.e. 15%, — eða samtals 70% af heildsöluver®i birgðanna. Síð- an 1959 höícYi heildarútlán Seðlabankans út á landbúnað arafurðir staðið í stað a® krónu tölu, þrátt fyrir miklar verð- hækkanir og framleiðsluaukn- ingu. Bændur hafa gert marg ar áskoranir um að fá aukin afurðalán og hefur landbúnað arráðherra marg oft lofað öllu fögru um það. Á árunum 1956 til 1959 lán- aði Seðlabankinn 67% af veríf mæt; landbúnaðarafurða en í tíð núverandi ríkisstjórnár hefur prósentan hrapað veru- lega vegna reglunnar um að' heildarkrónutalan eigi að standa í stað. Nú mun siávarút vegurinn fá 55% lán út á afurð ir sánar í Seðlabankanum en að auki fá fyrirtæki sjávariit- vegsins 15% viðbótarlán í við- skiptabönkunum og er þa® al- gild regla, þannig að sjávarút- vegurinn fær í öllum tilfellum 70% lán út á sínar afurðir. Gód orö Er Ingólfur Jónsson lýsti því yfir í haust/ að afurðalán Seðla bankans myndu nema 55%, var ekki hægt að skilja það öðru vísi en svo, en ríkisstjórnin hefði nú ákveðið að hverfa frá hinni fráleitu reglu sinni um að heildarfjárhæð afurðalána Seðlabankans til landbúnaðar ins megi ekki vera hærri en hún var 1959. Jafnframt lýsti þá ráðherrann yfir, að hann hefði rætt við bankastjóra við skiptabankanna og kvaðst ætla að landbúnaðurinn myndi verða látinn sitja við sama borð og sjávarútvegurinn, hvað snertir viðhótarlán. í orði en ekki á borði Raunin er hins vegar sú, að ekki hefur enn verlð' horfið frá krónutölureglunni og heild arútlán Seðlabankans til land búnaðarins eru enn ekki hærri en þau voru 1959. Enn fremur hafa enn ekki verið lánuð full 55% út á allar afurðategund- ir landbúnaðárins. Engin skipu leg og örugg viðbótarlán hafa heldur enn ekki verið tekin upp. Má því segja, að málið sé enn í svipuðum ólestri og áð- ur, þrátt fyrir góð orð land- búnaðarráðherra í nóvember- byrjun. Erfiðleikar fyrirtækja landbúnaðarins Fyrirtæki landbúnaðarins eiga í miklum erfiðleikum af þessum sökum. Bændur standa höllum fæti og mega ekki við neinum drætti á útborgunum og fyrirtæki landbúnaðarins hafa því reynt eftir fremsta megni að láta útborganlr tii bænda vera jafn háar og áður og reynt að láta þær ekki drag ast á langinn. Til þess að standa í skilum með útborgan- ir til bændanna hafa landbún- aðarfyrirtæki því neyðzt til að taka fjármagn frá öðrum rekstri sínum. Vegna þessa hafa mörg fyrirtæki lent I hin- um mestu erfiðleikum og þetta ástand stendur þeim orðið fyr ir þrifum og tefur eðlilega uppbyggingu. — Á þessu verð- ur því að ráð’a bót hið fyrsta. Hlý orð landbúnaðarráðherra á Alþingi duga ekki ein til að ráða bót á þessu, ef eftir þeim fylgja ekki raunhæfar aðgerð- ir ríkisstjómarinnar til að láta landbúnaðinn njóta jafn- réttis við sjávarútveginn í þessum efnum. FramkvæmdalániS f sambandi við frumvarpið um töku 240 milljón króna fjár festingarlánsins í Bretlandi urðu allmiklar umræður í báð- um deildum um fjárfestingar málin almennt og lögðu Fram- sóknarmenn til að þessu fram kvæmdafé yrði skipt með sér- stökum lögum frá Alþingi, en ríkisstjómin hefði ekki alræðis vald um skiptingu þess. Reynd ar má telia það biræfna ó- svífni af ríkisstjóminni svo mikið sem fara fram á að fá ein að höndla með allt þetta fé, því að það er ein undirstöðu regla þingræðisins, að Alþingi ákvarði fjárframlög til fram- kvæmda og ætti í því sambandi ekkj að skipta máli hvort um lánsfé er að ræða eða um bein framlög af tekjum ríkissjóðs. Ekki vildi stjórnarliðið þó gera sér ýkja hátt undir þing- höfðinu og beygði sig fyrir ein ræðistilhneigingum ráðherr- anna. Ma þingræðið teljast i nokkurri hættu þegar þing- menn sofa svo fast á verðin um um virðingu Alþingis. — Eftir nokkurt þóf féllst þó rík isstjórnin á að hafa „samráð vi® fjárveitinganefnd Alþingis“ um skiptingu fjárins. Dró það aðeins úr sársaukanum og kann að hafa friðað samvizku ein- hverra þingmanna stjórnar- flokkanna. Tylliástæðan fyrir kjaraskerðingunni Þegar rætt er um lántöku sem þessa verður ekki komizt hjá að geta yfirlýsinga núver- andj stjómarflokka, er þeir vom að Iögfesta liina svo- nefndu „viðreisn“. Þá var gerl ákaflega mikið úr greiðsluhali anum við útlönd. Töldu þeir viðreisnarmenn hann geigvæn lega mikinn, og nefndu háar tölur. Sögðu þeir að þensi greiðsluhalli við útlönd hefði verið jafnaður með erlendum lántökum og væri það vottur þess að þióðin hefði lifað um efni fram, eins og kallað var. Nú ætti að hætta því og þess vegna yrði þjóðin að herða mjög að sér og því væri kjara skerðíngin ekki umflúin. Stórvirkín Umræddur greiðsluhalli við útlönd stafaði þó fyrst og fremst af því að tekin höfðu verið erlend lán til ýmissa stórvirkja, stórkostlegra fram kvæmda, sem þjóðin hafðí ráð izt í, og má þar nefna t.d. virkj anirnar við Sogið, Áburðar- verksmiðjuna, Semcntsverk- smiðjuna, skipakaup og fl. — Hér var síður en svo um lán- tökur að ræða, sem gerðu þjóð inni erfiðara fyrir og átti eng- in kjaraskerðing að geta stafað af þessum lántökum, þvi að þjóðin stóð miklu betur að vípi eftir þessar framkvæmd- M' en fyrir. Fékk ekki staðizt Þjóð eins og íslendingar, sem þarf að byggja upp talsvert hratt og notfæra sér mikla ó- notaða möguleika, en býr við fjármagnsskort, verður og á að taka erlend lán til að koma nauðsynjaverkum í fram- kvæmd, því annars stöðVast framleiðsluaukningin og upp- bygging í mörgum greinum og atvinnuvegir staðna. Reynslan hefur og sýnt, að stefna sú, sem rikisstjórnin kvaðst myndi fylgia varðandi lántökur erl^nd is, fékk ekki með nokkru móti staðizt. Skuldirnar við útlönd hafa ekki lækkað. Margar lán- tökur hafa átt sér stað í stjórn artíð núverandi ríkisstjórnar, þótt hin síðasta sé þeina stærst. Að hætta að taka er- lend lán samtímis því að' fram kvæmdakostnaður í öllum greinum og þar með lánsfjár- þörf er tvöfölduð er vitanlega stefna, sem hlýtur að leiða til stöðvunar, ef framkvæmd væri — og væri ríkisstjórninni óvirð ing ger með því að halda því fram, að henni hafi nokkru sinni svo mikið sem komið það til hugar að fylgja fram þess- ari stefnu — jafnvel ekki Gylfa Þ. Gíslasyni. í sambandi við erlendar lán- tökur er rétt að minna á, að enn heldur ríkisstjórnin fast við það að loka inni í frysti- húsi Seðlabankans hluta af sparif járaukningunni í land- inú. Þrýstingurinn af hinum óguriega stofnkostnaði, sem orðinn er vegna efnahags- aðgerða ríkisstjórnarinnar, hlýtur að verða til þess að taka verður meira af erlendum lán- um til fjárfestingarinnar svo hún stöðvist ekki alveg í viss- um greinum, og þeim mun meira af erlendum lánum því lengur sem við er haldið hinni fráleitu sparifjárfrystingu. Qtti vi$ dém kfésenda Fjárfestingarmálin eru kom in í algera sjálfheldu og það veit ríkisstjórnin ekki síður en aðrir og því hefur hún ráð- izt í þessa Iántöku af ótta við dóm kjósenda um stiórnarstefn una, Nú á að reyna að sníða af verstu agnúana. Með þessu láni verður samt ekki komist fram úr vandanum. Það eitt dugir ekki til að mæta hinni ofsalegu dýrtíðarþenslu. sem orðin er í landinu og þeim hækkunum, sem óhjákvæmi lega hljóta að' vera framund- an. i’ákvæfta I@i9in f ræðu, sem Eysteinn Jóns son hélt við umræður um þessa lántöku, Iagði hann áherzlu á, að fara yrði jákvæðu leiðlni út úr vandanum, sem við væri að glíma. Með því að auka framleiðsluna og framleiðnina í landinu en til þess þarf meirn fjármagn til fjárfestingar en áður hefur verið fyrir hendi og það verðum við að fá með Framhald á 13 síðu Áthugasemd við trúmála greinar Hárbarðs og Halldórs Kristjánssonar Á undanföraum vikum hefir í blöðum talsvert verið rætt um trú- og kirkjumál, _og má segja, að það sé góðs viti. í skrifum þess- um gætir þo margra furðulegra grasa, þótt ekki verði hér rakið, en ég get ekki á mér setið að gera stutta athugasemd við skrif Tím- ans um þessi efni nú í vikunni, þar sem birtist í senn hrokakennt yfirlæti og takmarkalítil vanþekk- ing á eðli kristinnar trúar og kirkju. Það er að visu ekkert nýtt, að einn eða annar segi sem svo, að kirkjan eigi að gera þetta eða hitt á þennan hátt eða hinn sem tiltekinn er, í stað þess að vera stöðugt í sömu hjólförunum. Stund um er þetta af einlægum umbóta- hug gjört, en ósjaldan tala þeir hæst um slíkt, sem minnsta fyrstu handar þekkingu hafa á raunveru- legu starfi og boðskap kirkjunn- ar, og er svartletraður sunnudags- pistil Hárbarðs í Tímanum 6. jan. Ijóst dæmi um slíkan málflutn- ing. Hárbarður kvartar yfir því, að lítt hafi nýsköpunar gætt í jólaboð skap kirkjunnar á nýafstöðnum jólum og finnst það hinsegin, að prestarnir skuli endilega tala út frá Biblíunni, en ekki einhverju öðru, t. d. bókmenntum samtíð- arinnar. Nú hefi ég að vísu ekki lesið nema takmarkað af „jólabókun- um“ síðustu, — vafalaust má ýmis iegt af þeim læra, en af þeim kynn um, sem ég hefi af þeim haft, held ég þó að vafasamur ágóði váiri að þvi fyrir söfnuðina, að prestarnir sæktu sinn boðskap í þær í stað Biblíunnar, burtséð frá þeirri staðreynd, sem Hárbarð- ur virðist ekkert um vita, að prest- arnir eru ekki til þess kallaðir að boða þetta og hitt, sem menn kunna að telja sér henta, heldur þann boðskap, sem Biblían birtir, að í Betlehemsbarninu gengur Guð til móts við mennina með ein stæðum hætti og býður þeim hlut- deild í sínu lífi, — býð'ur sína hjálp til þess að þeir megi verða það sem þeim er ætlað. Þeir, sem eru svo miklir af sjálf um sér, að þeir telja sig ekki hafa þörf fyrir þennan boðskap og það sem i honum felst, hljóta auðvitað að verða fyrir vonbrigð- um i kirkjunni, en án þess að hætta að vera kirkja, getur hún ekki horfið frá þeim boðskap, sem hennj er trúað fyrir til þess að þjóna duttlungum manna, sem vilja, að hún tali i samræmi við þeirra heimatilbúnu hugmyndir. Þá talar Hárbarður um það, að prestarnir ættu að taka Krist sér til fyrirmyndar og tala um at- vik liðandj stundar í stað þess að sækja texta sína i fornar skræður. rins og hann kemst að orði. Þar til er þvi að svara, að augljóst er af Nýja testament- inu, að á helgum dögum sótti Kristur reglulega guðsþjónustur samtíðar sinnar, þar sem uppistað an var einmitt hin fomhelgu rit þióðarinnar, og sjálfur sótti hann sér texta þangað, ekki aðeins að ræðum, er hann hélt við form- legar guðsþjónustur. — heldur eru og sumar dæmisögur hans sagð- zr með biblíulegan texta að for- sendu og sums staðar beint út frá þeim gengið. sbr. t d. söguna um Miskunnsama Samverjann, er gerð er að umtalsefni í annarri grein Tímans um trúmái nú í vik- unni. Vissulega á boðskapur kirkjunn r að vera raunhæfur og fluttur á þann veg að verða megi að liði í vandamálum samtíðarinnar, og vafalaust tekst okkur prestunum það misjafrilega, en víst er, að textaraðir kirkjuársins búa yfir slíkri fjölbreytni og auði, að út frá þeim gefast ærin tækifæri til þess að ræða hvers konar vandamál mannlegs lífs, jafnt ein staklings sem heildar, en auðvitað getur verið mjög undir hælinn lagt um eftirtekjuna af kirkju- göngunni, sé þangað aðeins kom- ið einu sinni eða tvisvar á ári. Ég vil ekki eyða rúmi blaðsins í að ræð'a þessa grein Hábarðs frekar, en mér fannst þar svo mikið af yfirborðslegum sleggju- dómum, að ekki væri unnt að láta hana fram hjá mér fara athuga- semdarlaust. Hér að framan var aðeins vikið að grein Halldórs Kristjánssonar í miðvikudagsblaðinu, 9. jan. og væri freistandi að ræða hana nokk uð, en þar sem ég geri ráð fyrir, að henni verði svarað af öðrum, skal ég hér aðeins víkja mjög stuttlega að því, sem mér virðist meginatriði í því sambandi. Á grein Halldórs er nokkuð ann ar blær en ritsmíð Hárbarðs, en einnig hjá honum virðist mér byggt á næsta takmörkuðum skiln ingi á eðli kristindóms og kirkju og birtist þetta strax í fyrirsögn greinarinnar, er þannig hljóðar: Geta spíritistar verið kristnir? Sannleikurinn er nefnilega sá, og það ætti áð vera alveg augljóst, að kristinn máður hefur ekkert til spíritismans að sækja, hvað sem eðli hans að öðru leyti líður. Spíritisminn gengur út á það fyrst og fremst að sanna það með ýmsum tilfæringum, að til sé líf eftir dauðann, en hvernig í ósköp unum er hægt að tala um það, að maður eigi kristna trú, án þess að ganga út frá því? Að vera kristinn maður er sam- kvæmt Nýja testamentinu ekki í því einu fólgið að aðhyllast í ein hverjum mæli siðaboðskap Jesú Krists, þar í felst og hitt að á hann sé trúað og móti honum tek ið sem Frelsara, er sé eini vegur- inn til lífsins, — þess lífs sem Guð vill gefa öllum mönnum hlutdeild í. bæði þessa heims og annars. Halldór vill rök og víst' eru rök ræður góðar svo langt sem þær ná, en öruggt er að þær duga engum til þess að eignast þessa trú, — til þess verður að rækja samfélagið við Jesúm Krist, eins og hann líka sjálfur bendir á, — og það er hlutverk kirkjunnar aö gera mönnum þetta fært, hún er líkami hans á jörð. í spíritismanum er lögð megin- áherzla á samband við framliðna menn, — að boðskap Nýja testa- mentisins er Jesús Kristur hins vegar hyrningarsteinnn trúarinn ar, viðmiðun og markmið. Bolungarvík, 10. jan. 1963. Þorbergur Kristjánsson. ^ - Útsala - Útsala á ullargarni og fleiri i vörum hefst í dag. Verzlunin Spegillinn Laugavegi 48. 6 T f M I N N, fímmtudagur 17. jan. 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.