Tíminn - 17.01.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.01.1963, Blaðsíða 9
 an Pétursey. Skipinu var snú- ið og haldið aftur vestur á bóg- inn. Eftir drjúgt stím komum við á þær slóðir. Lélegar lóðn- ingar komu í ljós og svo heyrð ist um árangurinn í talstöð- inni: Þetta var smásíldar- skratti, rusl, sem enginn vildi líta við. Og það stóðst nokkum veginn á endum, að þegar við vorum komnir á miðin, héldu hinir brott og við snerum enn við. Nok'krir dýrmætir kiufcku tímar höfðu farið til einskis; fyrirbæri, sem allir síldarsjó- menn, líka þeir á Víði II, kann ast mæta vel við. Og nú var enn haldið austur. Ekki var samt hljóðið neitt betra í þeim þar. Síldin þar stóð enn djúpt og það litla, sem veiddist var enn smáít. Guðmundur Péturs var kom- inn austur fyrir veiðisvæðið og kvaðst ætla austur í Skaftár- djúp. Orðin hjá körlunum í lal stöðinni urðu ekkert fallegri, þeir bölvuðu jafnvel fjörðum og vitum, ef þeir þurftu að nefna þá. Og svo kom „reiðar- slagið“. Fanney var komin á miðin í Jökuldjúpinu og til- kynntj um síld. Þar gat hún loksins komið upp Jhelivítið á ’enni“, þegar mestallur flot- inn var nærri sólanhringsstím í burtu. Sumir höfðu við orð að fara fljót'lega af stað og freista gæfunnar fyrir vestan, en kváðust þó æbla að bíða til morguns og sjá tO hvort hún kæmi þá ekki upp. Við sigldum í austur. Háset arnir skiptust á um stýrisvakt ir, þess á milli lögðu þeir sig, . . . og rennur niður í lestar sklpslns. eða þá að þeir sátu niðri í mat sal og spiluðu bridge og gæddu sér á því sem Ingólfur Eyjólfs son matsveinn bar á borðið. Það var komið miðnætti, þeg- ar við vorum loks komnir aust- ur á móts við Alviðruhamra. Þar lá fflotinn að mestu að- gerðarlaus. Talstöðvarnar voru óvenju þögu'lar, menn biðu morgunsins, — biðu þess, að hinum duttlungafulla fiski þóknaðist að synda nokkrum föðmum ofar i sjónum, svo að hægt væri að fanga hann. Við héldum austur fyrir flotann. Það kvað ekki vera neitt nýtt, þótt þetta sfcip bregði sér ör- lítið út úr hópnum og komist þar í moksíld. Ef til vill væri það sama að gerast hérna, hugs aði ég með mér. En ekkert slíkt gerðist, hennar hátign þóknaðist ekki einu sinni að synda nógu ofarilega fyrir Víði II. Svo var sveigt aftur vestur á bóginn og siglt f átt til ljósa borgarinnar. Víðir skipstjóri hafði lagt sig. Stýrimaðurinn _ var í brúnni. Hann heitir Árni Gísla son og er bróðir Eggerts skip- stjóra. Hann verður stýrimað- ur á Víði II, þegar Eggert fær nýja sfcipið. Það lóðaði öðru hverju á síld, en hún stóð djúpt, á um það bil 40 föðm- um. En svo fór hún allt í einu að hækka sig. Við eltum tcrf- una og nú sáum við að þir voru að gera sig klára á sfcipi sem var rétt hjá okkur. Árni beið ekfci boðanna, heldur hljóp inn til Víðis og vakti hann. Hann var kominn fram í brú, áður en hann var al- mennilega búinn að opna aug- un. Hann tók við stýrinu og fylgdi toppnum á torfunni. Hún hækfcaði sig enn. Hún var komin upn í 36 faðma. Þá kvik uðu kastljósin á næsta skipi og nú var ekki beðið lengur. KLÁRIR dundi við um allt skipið. Á sama augnabliki voru allir komnir út, sjóstakkar voru rifnir fram, og á ótrú- lega skömmum tíma var hver meðlimur þessarar þraubþjálf uðu skipshafnar koiminn á sinn stað. Og svo gall við sfcipunin, nótin hvarf í djúpið og kast- Ijós Víðis II voru kveikt. Það tófc ekki langan tíma að kasta og von bráðar var aftur tekið til við að draga nótina inn. Kraftblökkin, þetta mikla þarfa þing nútíma síldveiða, tók að mala, og hægt og sígandi hrúg aðist nótin aftur upp á sínum stað. Það tók að lifna yfir næstu skipum. Þau sigldu rétt hjá okkur og beindu Ijósfcöst- urum sínum óspart að okkur. Það fór efcfci fram hjá þeim, að Víðir II var búinn að kasta við nefið á þeim, og hvað var þá sennilegra en að veiði væri von? Hringurinn þrengdist. Það byrjaðj að glitta á eitthvað niðri í sjónum í skini ljóskast arans. Það var auðséð. að þótt kastað hefði verið á meðan síld in enn stóð svona djúpt, var samt talsvert í nótinni. Svo birtist iðandi, silfurgljáandi kös á yfirborðinu og von bráð ar var byrjað að háfa Síldin rann niður í lestar skipsins jafnt og þétt og eftir skamma stund var ekkert eftir í nót- innj og frá henni var gengið undir næsta kast. — Þetta voru um 500 tunnur, sagði Víð- ir, og bætti svo við brosandi: — Það er betra illt að gera en ekkert. Nú höfðu menn andvara á sér. Þeir höfðu það á tilfinn- ingunni, að ekfci myndi iangt þar til kallið glymdi aftur. Það Framhald á 15 siðu SKIPSTJÓRINN UM RÁÐAMENN ÞEIR VIRDAST ALVEGHISSA! Við Víðir settumst niður og tókum tal saman í næði. — Hvernig getur þú skýrt það, hversu sérstafclega vel gengur að fiska á þessu skipi? — Það er nú erfitt að skýra það. Skýringarnar eru vafa- laust margar. Eggert er alveg sérstafcur maður, það er aðal- skýringin. — Ekki var hann með núna, og samt fylltum við skipið, meðan fæstir fengu síldr — Já, það er að vísu rétt, það var nú bara tilviljun. — Þú segir það. Var það nú ekki lífca það, að þið unntuð ykkur engrar hvíldar á meðan sumir aðrir iétu reka? ( — Jú, það má vera. Það kem ur yfirleitt ekki fyrir að Egg- ert láti refca. Hann er alltaf að leita. Hann ' er geysilegur hugmaður og hættir ekki fyrr en hann finnur fisk, sé hann á annað borð nobfcurs staðar að hafa. Svo kemur fleira til. Við erum að mestu leyti alltaf með sömu áhöfnina. Þetta eru allt vaskleika menn, sem kunna til sinnar vinnu út I yztu æsar. Auk þess kunna þeir allir orðið vel á asdic tækin og geta stýrt eftir þeim, ef torfa sést á þeim og kunna mjög vel til verkajá því sviði, sem öðrum. Þetta hefur geysilega mifcið að segja, og á örugglega sinn þátt í því, hversu vel okfcur gengur. — Er báturinn nokkuð lipr- ari en önnur skip? — Hann er lipur, en ekkert svo sérstak'lega, að það geri gæfumuninn og hann er ekki sérlega gangmifciH. Þar að auki höfum við ekki verið með stærstu gerð af nót. þeir hafa margir verið með stærri nætur en við. — Þú tekur senn við þessum bát. — Já, það er ætlunin. Egg- ert á að fá nýja skinið, sem er um 200 tonn í lok febrúar og þá tek ég við þessum. Áhöfnin fer með honum, nema Árni. bróðir hans. hann verður stýri- maður hjá mér og svo Jón. sem er háseti hjá ofckur núna, hann verður með áfram. — Það er mikið rætt núna um öryggismál sjómanna. — Hvað viltu segja um þau, til dæmis dekfchleðsluna? — Það er erfitt mál við að eiga. Ég held líka. að þegar skipunum hefur hlekfczt á und- anfarið. hafi yfirleitt ekkj ver- ið um ofhleðslu að ræða heldur vanhleðslu. Svo er þetta með dekfchleðsluna. Sumir bátar eru þannig, að séu þeir með lestarnar troðfullar en enga dekkbleðslu- þá leggjast þeir svo fram. að það er beinlínis hættulegt Það verður hver skipstjóri að þekkja sitt skip og haga hleðslu eftir því. — Hvað um stöðugleikaút- reifcninga? — Það er nú það sem ailir vita að þarf að gera. Þessir útreikningar myndu alla vega verða gagnlegir. Það þefcfcir enginn bátinn sinn of vel. En aðstæður breytast á ýmsan hátt og til þess verða allir skip- stjórar að tafca tillit. — í fyrra var allmifcið um VÍÐIR SVEINSSON, skipstjóri. það rætt, m. a. á alþingi, að koma á hlustverði fyrir fi§ki- skip, þannig að útilokað væri, að skip væru týnd lengi án þess að menn yrðu þess varir og gætu gert ráðstafanir. — Hann þarf alveg skilyrðis- laust að koma í einhvérri mynd og myndi mjög vel þeg- inn. bæði af sjómönnum og ekki síður aðstandendum þeirra í landi. Þetta gætl kom- ið á ýmsan hátt, annaðhvort með beinu sambandi við land, eða með kóda eins og togararn- ir nota. Það er alveg sjálfsagt að koma upp einhvers konar slíku eftirliti. — Hvað viltu svo segja um síldveiðarnar almennt? — Ja. hvað skal segja? Það er náttúrlega engin hæfa hvernig nýtingin er á síldinni og ringulreiðin í sambandi við löndun og losun. Það virðist orðið mega reikna nokkuð ör- ugglega með síldveiði hér yfir veturinn, en það er eins og þeir séu alltaf jafn óviðbúnir að tafca á móti henni og eigin- lega steinhissa á því, að hún skuli veiðást! Núna, þegar þetta er ef til vill að mestu búið, eru þeir að velta því fyr- ir sér, hvort eitthvað eigi að gera til þess að flotinn þurfi efcki að liggja tímunum saman í höfn í stað þess að moka síld inni upp úr sjónum, og bílast um það. hvort eigi að flytja síldina norður í bræðslu og hver eigi að gera það. Við sjó- mennirnir erum vægast sagt dálftið undrandi á þessu. V:ð erum ekkert hissa á því, þðtt við veiðum síld. Að maður svo ekki tali um það, að ekki sfculi vera gert meira til þess að framleiða matvöru úr síldinni, þegar markaðir eru nægir og nofcfcurn veginn virðist vera orðin árviss veiði með tilfcomu hinna nýju tækja. Það var ann að, þótt efcki væri lagt í mifcla fjárfestingu á bessu sviði, á meðan svo virðist, sem ekfci væri lengur hægt aS veiða sild við landið. — Hvað um kjaramálin’ — Menn mega efc'.ci einblína á það, þótt vel hafi fiskazt síð- ustu tvö árin og heldur ekki miða einvörðungu við beztu skipin. þegar rætt er um þau mál. Ég hef nú verið 15 ár á sfld og sumar eftir sumar hef- ur fjöldi manns ekkj fengið nema kaupt.rygginguna sína. og hana ekki alltaf háa Þeir menn, sem hafa stundað sild- veiðar í svo mörg ár, eru ekk- ert öfundsverðir, þótt þair hafi aflað sæmilega í tvö ár. Ég veit, að hin nýju tæki hafa kostað mikið, og það eru vissir byriunarörðugleifcar hjá útgerðinni, meðan verið er að greiða þau að fullu. En ég held að fremur hefði átt að hjálpa úgerðarmönnum á einhvern hátt til að eignast þau en með því að taka það af sj'ómönnun um. Og þótt þessi tæki hafi létt störfum af sjómönnum og hækkað hlut þeirra, þá þætti mér gaman að hitta þann ut- gerðarmann í dag, sem vildi skipta og taka upp gömiu að ferðina að nýju. Sjvo væri unnt að benda á fleira. Mér þykir gæta allmik- ils skipuiagsleysis hjá mörgum útgerðarmönnum í kaupum á þessum tæk.ium. Þeir hafa ekki alltaf gætt þar fyrirhyggju — Allt fram á síðastliðið ár var fjöldi báta að fá nætur. sem alls ekki hæfa nútímaveiðum. Þær geta alls ekki taiizt not- hæfar allt sumarið, hvað þá ú vetrarsíldveiðarr Möskvarnir voru allt of stórir. Þetta eru dýr axarsköft. en ég tel ástæðu Framh á 15 síðu T í M I N N, fimmtudagur 17. jan. 1963. lU«

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.