Tíminn - 17.01.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.01.1963, Blaðsíða 3
Ekkert nýtt í Berlínar-málinu í ræðu Krustjoffs Geta ei notað stærstu sprengju sína í Evrópu NTB-Berlín, 16, janúar. í ræðu, sem Krustjoff for- sætisráðherra hélt á flokks- þingi austur-þýzka kommún- istaflokksins í Berlín í dag, sagði hann, að stærsta kjarn- orkusprengja Sovétríkjanna væri of stór til þess að henni yrði beitt í Vestur-Evrópu, myndi það hafa alvarlegar af- leiðingar bæði fyrir lönd Aust- ur-Evrópu og einnig fyrir Sovétríkin sjálf. Hafa áhuga á Narvíkur-höfn NTB-Stokkhólmi, 16. jan. Stór iðnaðarfyrirtæki, bæði í Norður-Svíþjóð og Norður-Finnlandi, hafa lát- ið f ljós áhuga á að nota höfnina í Narvík sem út- flutningshöfn. Narvíkur- nefndin, sem umsjón hefur með höfninni þar, telur hana vel til þess fallna að taka á móti slíkri starfsemi. Lufthansa flýgur til Noregs Þýzka flugfélagið Luft- hansa’ muri að öllum likind- um hefja áætlunarflug til Óslóar vorið 1964. Fyrr get- ur ekki orðið af þessu áætl- unarflugi ve'gna skorts á flugvélum, en félagið hefur pantað 12 vélar af gerðinni Boeing 707. Nilsson heimsækir Lange NTB-Osló, 16. jan. Torstein Nilsson utanrík- isráðherra Svíþjóðar er væntanlegur í opinbera heimsókn til Halvards Lange utanríkisráðherra Noregs, dagana 31. janúar og 1. febrúar n.k. Fyrsti negrinn í Clemson-bún- adarháskólann NTB-Alexandria, Virginiu, 16. jan. Sambandsdómstóllinn í A1 exandríu í Virginíu-ríki, hefur ákveðið að svertingja stúdentinn Harvey B. Gannt skuli fá inngöngu í landbún aðarháskólann í Clemson í Suður-Carolínu. Fram til þessa hefur engum negra- stúdent verið veitt inn- ganga í skóla þennan. Ræða Kasmír- deiluna NTB-Nýju Dehlí, 16. jan. Viðræður hófust í dag milli fulltrúa Indverja og Pakistana vegna deilunnar um Kasmír. Eftir fund samninganefndanna rædd ust formenn nefndanna, Singh frá Indlandi og Bhutlo frá Pakistan óform- lega við í nokkra stund Krústjoff hélt tveggja og hálfs tímá langa ræðu, og sagði hann m. a., að sovézkir vísindamenn hefðu framleitt kjarnorkusprengju sem væri 100 megalestir, en hern- aðarsérfræðingar hefðu komizt að þeirri niðurstöðu, að alls ekki væri hægt að nota þessa sprengju í Evrópu. Væri sprengja af þessari Þyrla sækir sjúkan mann til Arnar- fjarðar TK—Reykjavík, 16. jan. Ákveðið var í kvöld, að þyrla frá varnarliðinu færi vestur í Arn- arfjörð í fyrramálið til að sækja Ragnar Guðmundsson, bónda á Hrafnabjörgum. Er hann mikið sjúkur og þarf að komast í sjúkra- hús hér syðra sem fyrst. Enginn sjúkraflugvöllur er í námunda við Hrafnabjörg og getur Björn Páls- son því ekki tekið að sér þennan sjúkraflutning. Talið er að veður verði að vera gott til þess að þyrl- an geti lent vestra. stærð sprengd í Vestur-Evrópu myndi það hafa alvarlegar afleið- ingar í för með sér fyrir önnur lönd í Austur-Evrópu. Forsætisráðherrann kallaði þá menn Stalínista, sem héldu því fram, að kommúnisminn gæti því aðeins sigrað heiminn, að styrjald ir yrðu háðar. Hann kvað ýmsa hafa stungið upp á því, að viðræð- ur yrðu teknar upp milli foringja kommúnista um allan heim, til þess að draga úr misklíð þeirri, sem komið hefur upp, en viðræð- ur sem þessar sagði hann yrðu til þess eins að auka á missættið, yrðu þær látnar fara fram nm Um Berlínar-málið og Þýzka- lands-málin í heild sagði Krústj- off, að þau væru alþjóðamál, en friðarsamningurinn við Austur- Þýzkaiand væri ekki eins knýj- andi nú og hann hefðj verið áður en múrinn hefði verið reistur í Berlín. Þó væri dráttur á undir- ritun samningsins til þess eins að draga á langinn úrlausn annarra mikilvægra heimsmála, og ekki yrði hægt að binda endi á vopna- vígbúnað í heiminum fyrr en samn ingurinn hefði verið undirritaður. Krústjoff minntist á Kúbu-deil- una, og sagði, að hún hefði verið mikill sigur Sovétríkjanna, og ó- sigur fyrir Bandarlkin. Hann sagði þó, að Sovét-stjórnin hefði SNYR ADENAU- ER OE GAULLE? NTB-Bonn, 16. jan. Aðeins fáir dagar eru þar fil Adenauer kanzlari heldur til Parísar til þess að ræða þar við de Gaulle Frakklandsfor- 16 mm filmuleiga K\-ikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar Flestar gerðir sýningarlampa Odýr sýningartjöld Filmulím og fl. Ljósmyndavörur Filmur Framköllun og' kópering Ferðatæki (Transistor) FILMUR OG VÉLAR Freyjugötu 15 Sími 20235 seta, en ekkert bendir til þess, að hann hafi í hyggju að beita áhrifum Vestur-Þýzkalands f þá átt, að Frakkar styðji aðild Breta að Efnahagsbandalag- inu. Karl Giinther von líase blaða- fulltrúi vestur-þýzku stjórnarinn- ar sagði í Bonn f dag, að aðal- málið, sem rætt yrði af þeim Ad- enauer og de Gaulle, væri nánari samvinna Frakklands og Þýzka- lands, en aðild Breta að EBE yrði því aðeins rædd, að Frakklands- forseti óski þess. Adenauer verð- ur í París 21. og 22. janúar. Formaður Sósíal-demókrata- flokksins í Vestur-Þýzkalandi, Erich Ollenhauer, hefur í bréfi tii kanzlarans beðið hann um að beita áhrifum sínum til þess að fá de Gaulle til að vinna að frek- ari einingu Evrópu. Frönsk- þýzk vinátta, sem styddi ekki að einingu Evrópu, væri ekki tímun- um samkvæm. Samningaviðræðurnar héldu á- fram í Briissel í dag, og báðir að- ilar sýndu nokkra undanlátssemi, enda þótt greinilegt væri, að það uæri ósk Frakka, að viðræðurn- ar færu út um þúfur hið bráð- asta. Allar sendinefndirnar, að undantekinnj þeirri frönsku, virð- ast ætla að láta yfirlýsingu de Gaulles sig engu skipta, og halda áfram viðræðum, þar til málin hafa skýrzt meira. aldrei hugsað sér að leggja út í kjarnorkustríð við Bandaríkin. — Við óskuðum þess að koma í veg fyrir aðra innrás á Kúbu. Stjórnmálamenn í Berlín segja að ræða Krústjoffs hafi einkennzt af gætni og mildi. Enda þótt hann hefði sagzt standa fast við allar fyrri uppástungur sínar og tillög- ur, þá væri greinilegt, að hann hefði ekkf í hyggju, að koma með nýjar tillögur, sem kynnu að verða til þess að breikka bilið milli Austurs og Vesturs. Á jeppa Framtalsfrestur FramhaJd aí bls 1. 1. júní og yrði reynt að framfylgja því ákvæði, en undanfarin ár hafa skattskrár víða verið til muna síð- búnari. Ríkisskattstjóri kvað sér vel ljóst, að mörgum væri illgert að skila framtölum á réttum tíma, en enn væri ekki vitað, hvort ann- ar frestur yrði veittur en sá, sem væri á valdi einstakra skattstjóra. Slíkt væri á valdi fjármálaráð- herra, og væri það mál í athugun. Kvaðst ríkisskattstjóri vonast til þess, að ákvörðun yrði tekin á morgun, fimmtudag. Bingó Fulltrúaráð framsóknarfélaig. anna í Reykjavík heldur bingó sunudaginn 20. janúar kl. 8:30 e.h. f Glaumbæ. Bimgóskemnitanir framsóknarfélaganna hafa verið mjög vinsælar og mikið sóttar. Nú eins og áður eru margir góðir vinninga rí bo'fti. Aðgöngumiðar verða seldir í Tjarnargötu 26, síma 1 55 64 og 1 29 42. Framhald aí 1. síðu. á og var færð góð. Komu þeir að ánni kl. 4 á sunnudag. Skeiðará var hins vegar ekki á haldi. Þar sem venjulega er yf- ir hana farið reyndist með öllu ófært. Leituðu þeir þá upp með ánni, en útlit fór þar versnandi Þá var haldið niður með ánni og fundu þeir loks stað, sem var all álitlegur, vatn frekar lítið og botn sléttur, en sá hængur samt á, að bakkar voru háir beggja vegna ár- innar. Áræddu þeir þó að steypa jeppanum fram af bakkanum og í ána og spiluðu bílinn svo upp á bakkann hinum megin. Til sama ráðs tóku þeir félagar við næstu kvísl. Var þá klukkan að verða 10 og komið svarta myrkur og þeir uppgefnir orðnir. Lögð'ust þeir þá til svefns í bílnum. Upp risu þeir í birtingu á mánu- dagsmorgun og kom þá í ljós, að þeir voru komnir yfir verstu tor- færurnar og voru komnir eftir tæp lega klukkustundar akstur niður að Svínafelli í Öræfum. Fengu þeir þar góðár viðtökur. Þaðan var haldið áfram austur að Fagur- hólsmýri. Þar var þeim ráðlagt að hafa samband við Kvískersbræð- ur. Sögðu þeir, að Hrútá myndi vera allvarasöm. Svo reyndist þó ekki. Hún var á ágætu haldi. Yfir Fjallsá var svo farið á brú og þá var eftir Jökulsá á Breiðamerkur- sandi og vonuðust þeir til að geta komizt yfir hana á ís. ís var hins vegar mjög ótryggur á ánni og ekki hættandi á að fara á bíl út á hann. Kvískersbræður átti hins vegar pramma við ána, sem not- aður hefur verið til að ferja bíla yfir — og vildi svo heppilega til, að hann var réttum megin árinn- ar. Férjuðu þeir jappann yfir á prammanum. Var þá greiðfært í Höfn í Hornarfirði og komið þang að á mánudagskvöld kl. 9,30. Þaðan var haldið áfram áleiðis til Egilsstaða. Skiptust þeir félag- ar á um að sofa og aka. Óku Jökul- dal og Möðrudalsöræfi og þræddu þar í slóðir bíla. Undir kvöld tók að skafa og skefld; í hjólförin. Til Möðrudals náðu þeir samt kl. 8 um kvöldið og fengu hlýjar við- tökur. Kl. 9 héldu þeir upp aftur niður að Mývatni og var blind skafrenningur alla leið. Úr því má segja, að ferðin hafi verið stórtíð indalaus og hingað til Reykjavík- ur komu þeir félagar svo kl. 6,40 eir.s og fyrr sagði — allþrekaðir og þreyttir eins og nærri má geta. Vicon áburðardreifarar Eins og að undanförnu munum við útvega hina landskunnu Vicon áburðardreifara fyrir tilbúinn áburð. Þessir kastdreifarar hlutu silfurverðlaun í Bretlandi fyrir skömmu. Dreifibreidd er upp i sex metra og áburðargeymirinn rúmar 300 kg. Fjöldi dreifara í notkun hér á landi og varahlutir ávallt fyrirliggjandi. Verð um kr. 7900.00. WiNI GESTSSON Vatnsstíg 3 — Sími 17930. T I M I N N, fimmtudagur 17. jan. 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.