Tíminn - 17.01.1963, Qupperneq 2

Tíminn - 17.01.1963, Qupperneq 2
HAFA LISTHÆFILEIKA? Sjimpasninn Congo í dýra- garðinum í London hefur líklega verið umdeildasta persónan í listaheiminum ár- ið 1962. Mikið var um hann rætt og ritað, en ekki var verið að níða Congo sjálfan, heldur voru listaverk hans Það eiu ekki allar manneskj- ur jafngáfaðar, og heldur ekki allir sjimpasnar, en Congo i’eynd ist vera svo félagslyndur í sam- vinnu sinni, og jákvæður og vak- andi, meðan á upptöku stóð, að Morris fékk löngun til að gera á honum nokkrar tilraunir, sem ekki stæðu í sambandi við' sjón- varpið. Ein spurning vakti aðal- Congo teiknaði því aldrei, þeg- ar hann ekki langaði til þess, en sökkti sér djúpt niður í það, þegar sá gállinn var á honum. Hann varð' ævareiður, ef pappír- inn eða blýánturinn var tekinn af honum, áður en hann var bú- inn eða or'ðinn þreyttur. Hann lét ekki einu sinni trufla sig frá teikningunni af uppáhaldsrétt- „Symmetri" Congo hafði greinilega til- hneigingu til að fylla pappírs- blaðið út með blýantinum eða penslunum. En mjög athyglisvert er, að setti Morris blett á papp- írsblaðið, reyndi Congo að teikna þannig, að samræmi væri í mynd inni. Væri bletturinn á miðri myndinni, reyndi Congo að teikna ofan á hann, og væri blett urinn til hliðar, reyndi Congo að teikna á hina hliðina. Ef Morr is teiknaði þrihyrning, fyllti Congo hann út. Ef ekkert var á blaðinu, sem hann fékk, teiknaði hann gjarnan mynztur, sem breiddi sig til allra hliða. Congo fylgdist alltaf nákvæmlega með augunum með' því, sem hann var að teikna. í fyrstu byrjaði hann að teikna út við jaðar blaðsins og færði sig svo inn eftir, en síðar sneii hann því við. Einnig sýndi hann mikin takt við teikunina. Tæki Morris blaðið af honum, áður en hann var orðinn þreyttur, hélt apinn áfram að hreyfa handlegg- ina á sama hátt og hann gerði, I I 1 notuð til sönnunar staðhæf- ingum um fáránleika abstraktlistar. Congo átti 25 myndir á list- sýningu í Institute of Contem- porary Art í London og sýning- ar gestir keyptu þær allar. Deilt er um, hvort gestirnir hafi vit- að um það fyrir fram, að þær voru gerðar af apa, eða hvort þeir hafi verið gabbaðir. Annars virtist þeim öllum, að myndir Oongo líktust öðrum myndum á sýningunni eftir nútímalista- menn, og voru þar m. a. málverk eftir Paul. Klee. Einnig hefur verið gefin út bók með eftirprentunum af úr- vali af listaverkum Congos, sem í allt eru 400 myndir í litum á- samt mörgum teikningum. Hver er meiningin? Hver var eiginlega meiningin með jþessu öllu saman? Hún fórst eiginlega fyrir í öllu umstanginu út af þessu, en nú er bókin fyr- ir hendi og ástæða til að réttlæta gerðir Congos. Saga þessi er forvitnilegri en nokkurn grun- ar. Það hefur aldrei verið ætl- unin að hafa fólk að ginningar- fíflum, eða að gera árás á ab- straktlistamenn. Ástæðan fyrir þessu öllu saman var þaulhugs- uð tilraun, og niðurstaða þessar- ar tilraunar leiðir til þeirrar spurningar, hvort dýr hafi fagur fræðilegar tilfinningar. Dýraíálfræðingar gera ekki, eins og margir munu halda, sál- greiningar í dýraríkinu, heldur rannsaka þeir eingöngu, hvernig dýrin haga sér. Desmond Morris, er dýrasálfræðingur, sem starfar í dýragarðinum í London, og var hann beðinn um að koma viku- lega fram í sjónvarpi ásamt Congo. 1 i i i Þetta er bezta mynd Congos. — Þessi hringur, sem hann hefur útfyllt, er það sama og þriggja ára barn getur gert, rétt áður cn það lærir að teikna andlit. lega fyrir honum og hún var sú, hvort mögulegt væri, að komast fyrir löngun mannanna til að skapa list. Elztu listaverk, sem þekkjast og gerð eru af manneskjum, hafa fundizt i ísaldarhellum. Þessi listaverk eru það góð, að þau geta varla verið frumskrefið í listaþróun mannsins. Þess vegna spurði Morris sjálfan sig: Getur frujnstigið verið að finna hjá því dýri, sem stendur mannver- unni næst? Tveggja ára tilraunir Samvinna milli þeirra Morris og Congo stóð í tvö ár, og á því tímabili kenndi Morris Congo ekkert annað en að halda á blý- anti. Hann lukti hönd apans um blýantinn, og apinn byrjaði að teikna af sjálfum sér. Morris sá Congo fyrir blýöntum og pappir og seinna meir fyrir penslum og litum. Enn fremur ýtti hann und- ir Congo að teikna, þegar hann var vel upplagður, en lét hann í friði þegar hann vildi snúa sér að einhverju öðru. Sagt hefur verið, að Morris hafi athugað að fjarlægja papp- írinn frá Congo á því stigi, sem strikin mynduðu mynd, en það er ekki rétt. Það var aldrei neitt tekið frá apanum svo lengi sem hann óskaði að halda áfram sjálf- ur. Stundum teiknaði^ hann í hálf- tíma samfleytt og stundum í klukkutíma. Það var sjaldan meira en klukkutími, og það kom fyrir, að hann gafst upp eftir nokkrar minútur. Svo byrjaði hann kannski aftur eft- ir eins dags hlé eða eftir eina viku. unum sínum. Af því leiðir, að Morris gat heldur ekki lokkað hann til að teikna með því að egna hann með mat. Hann teikn aði aðeins, þegar hann sjálfur vildi, og hætti er honum sýndist. Ef Morris lét hann hafa teikn- ingu, sem hann hafði gert dag- inn áður, varð hann vondur. Hann vildi aldrei sjá það aftur, sem hann var búinn með. Hann byrjaði eins og áður er nefnt, að teikna með blýanti, og fyrst krassaði hann að'eins meðan hann var að ná valdi á blýantinum, en svo fór hann að geta teiknað hring og fyllt hann út. Það er það sama og þriggja ára barn getur gert. í tilraunaskyni lét Morris hann svo hafa pensla og olíuliti. Og það fyrsta sem Congó gerði var var að drekka litina og bita í sundur penslana. En hann var samt ekki lengi að uppgötva, til hvers hægt væri að nota þessi áhöld. Morris hafðj samt þann sið á, að rétta honum penslana m?ð litunum á, til að hann freistaðist ekki til að drekka lit- inn. Litaval Congos var þannig ekki alveg frjálst, en hann bætti fljótlega úr því me'ð því að rétta út röndina eftir nýjum pensli, ef liturinn hæfði honum ekki. Stundum málaði hann þangað til allur litur var úr penslinum, en oft var mjög fljótlega beðið um nýjan pensil. Einn hlut varð Morris að forð- ast, og það var að láta hann hafa pensla msð mörgum litum í einu, Ef hann gerði það,, blandaði Congo þeim óhjákvæmilega sam- an, þannig að úr varð grásvart- ur litur. þegar hann teiknaði. Morris komst að þeirri niður- stöðu, að Congo teiknaði ekki aðeins þegar vel lá á honum, held ur einnig vegna ánægjunnar, sem hann hafði af því. Það lá enginn annar tilgangur að baki gerðum apans. Hann gerði allt eftir viss- um takti, setti strik á vissa staði Fyrsta teikning Congos. Línurn- ar oru .ekki tilviljunarkenndar, heldur niiðast þær allar við dcp- il, scm var fyrir á blaðinu. og myndaði ákveðið mynztur,, sem síðan breyttist í meðferð. Hægt væri að líkja þessu við „tema með variationum." Eftir einhvern tíma fannst Congo greinilega, að myndin væri bú- in, og þá vildi hann ekki halda áfram. Morris vill halda þvi fram, að þetta sé einnig einkennandi fyrir manneskjur, en þetta er líka það eina, sem líkt er með teikningum Congos og myndum gerðum af manna höndum. Morr is byrjaði að vinna með Congo, þegar hann var eins og hálfs árs og hætti, þegar hann var þriggja og hálfs árs. Ástæðan var sú, að Congo hafði ekki iengur áhuga Framhald á 13. síðu. STÓRFELLDUR STUÐNINGUR VIÐ LANDBÚNAÐINN Þetta er fyrirsögn úr Mbl. og táknræn um málflutniing þess blaðs. Mbl. brigzlar Tímanum æði oft um fréttafalsanir, og að hann hagræði staðreyndum til a'ð villa uin fyrir fólki. Þeir, sem fylgjast með fréttum Tím- ans og skrifuin vi'ta gerla, hve hlægilegt þetta er, oig lesi þeir jafnframt Mbl. allnáið, vita þeir einnig, hvemig stendur á þessum skrifum Mbl. um frétta falsanir Tímans. Mbl. veit upp á sig stórfelldar sakir í þvj að búa til staðhæfulausar fréttir, snúa við staðreyndum í frétta- flutningi — eða stinga hreiu- lega undir stó>l fréttum, sem það telur óhagstæðar fyrir blaðið eða flokkinn. Það er í anda hinna nazístisku fræða, að brigzla andstæðingunuin sí og æ um þær ávirðingar og klæki, sem þeir sjálfir stunda sem mest. — í slíkum skrifum er auðvitað einkum treyst á það, að Iesendur Mbl. lesi ekki Tímiann — en Mbl. skyldi var- lega treysta því. Tímann lesa nú æ fleiri með hverjum degi sem Ifður oig einkum til að fá glöggar og áreiðanlegar fréttir. — Fyrirsögnin úr Mbl. er hins vegar táknrænt dæmi um þann málflutning, sem Mbl. telur sér sæma að viðhafa. Þeir, sem til mála þekkja viha gjörla, að landbúnaðurinn stendur mjög höllum fæti vegna aðgerða nú- verandi rík.isstjórnar í efna- hagsmálum. Því finnst Mbl. til valið að snúa staðreyndinni við. SI.ík skrif hljóta þó að vera sem hnefahögg í andlit bændia. Skattalagabreyt- ingarnar Annað dæmi um það, hvern- ig málflutningur Mbl; stangast algerlega á við staðreyndir og það, sem staðfest er í opinber- um skýrslum og gögnum, er þetta úr ritstjómangrein Mbl. í gær: „Þúsundir einstaklinga og fjöldi atvinnufyrirtækja um land allt hefur orðið var við hin jákvæðu og heillavænlegu áhrif skattalagabreytinga Við- reisnarstjórnarinnar, sem ekki hafa hvað sízt orðið láglauna- fólki til mikilla hagsbóta." Eins og kunnugt er, voru sloattstigar tekjuskatts lækkað- ir nokkuð og í staðinn teknir upp óbeinir skattar, söluskatt- ar. Jafnhliða var krónan gerð allt að því helmingi verðminni, þannig að menn þurfa nú hclm ingi fleiri krónur til að fram- fleyta sér, en skattstigar hins vegar stighækkandi og bundnir við krónutölu. Skv. hagtíðindum Hagstofu íslands hefur verðgildisrýmun krón- nnnar orðið meiri en nemur lækkun á skattstigum beinna skatta, þannig að beinir skattar af tekjum þeim, sem vísitölu- fjölskyldunni eru ætlaðar, hafa hækkað. Fjölskyldufaðir meðal fjölskyldunmar (4.2 menn), sem liefur þær tekjur, sem Hag stofan áætlar .naogar til að lifa mannsæmandi lífi, verður sem sagt nú að greiða stærri hluta af tekjum sínum í beina skatta, en hann þurft fyrir efnahags- aðigerðir og sfeattabreytingar ríkisstjórnarimnar. — Þar að auki hefur hann fengið yfir sig holskfeflu óbeinu skattanna, Framhald á 13. síðu. 2 T f M I N N, fimmtudagur 17. jan. 1963. —

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.