Tíminn - 17.01.1963, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.01.1963, Blaðsíða 16
I 13. tbl. Fimmtudagur 17. janúar 1963 A7 Rætt við norskan síldarskipstjóra á íslandsmiðum Reyna við vetrar síld hér við land Sleginn í rot og rændur í miðbænum BÓ—Reykjavík, 16. jan. Um klukkan 10,30 í gær- kvöldi var sextugur maSur rot aSur með flösku að því er virð ist, og rændur f jármunum sín- í Fjörðinn en ekki ti! New York um að líkindum í miðju Aðal- stræti. Maðurinn á heima utan Reykja- víkur. Sjáifur kveðst hann hafa verið staddur í miðbænum um þetta leyti og nokkuð við skál. Þar hitti maðurinn pilt, sem bað hann um áfengi. Pilturinn fékk snafs- inn, sem hann bað um, og bað því næst gamla manninn að láta sig hafa peninga. Það vildi gamli maðurinn ekki, en í sömu svifum kveðst hann hafa verið sleginn. Maðurinn xaknaði úr rotinu á siysavarðstofunni og fann þá, að hann hafði verið rændur veski (Framhald á 4. síðu) JK-Reykjavík, 16. janúar. — Dettifoss lagði 11. þessa mánaðar af stað frá írlandi með fryst kjöt álciðis til New York. Eftir dags sigl- ingu var skyndilega snúið til norðurs og haldíð til Hafnarfjarðar. — Þetta var gert til þess að forða sem flestum skipum Eimskipa- féiagsins frá verkfallinu í New York. í Hafnarfirði tók Dettifoss í dag tvær lestir fullar af síldartunn- um úr Lagarfossi, sem var nýkominn utan af lands- byggiðinni. Sfldin átti 'að fara til New York, og slepp ur nú LagarfoSs við að losa þar, en fer í þess stað til Gloucester rétt norðar, þar sem ekkert verkfall er. — Dettifoss fer á morgun til New York með 2500 tunnur af síld til viðbótar farmi sínum. í New York er nú að eins Seifoss, og ættu ekki fleiri skip félagsins að stöðv ast þar, nema verkfallið, endist von úr viti. Keflavík Fulltrúaráð Framsóknarfélag- anna í Keflavík heldur fund í Tjarnarlundi föstudaginn 18. jan- úar kl. 8:30 c.h. Áríðandi mál á dagskrá. — Stjórnin. MB Vestmannaeyjum, 15. jan. Á þri'ðjudaiginn lá norskur fiskibátur, Endre Dyrþy frá Bergen, við bryggju í Vest- mannaeyjum. Þetta er fallegt stálskip, 166 tonn að stærð. Það vakti athygli fréttamanns Tímans, sem þar.na var stadd- ur, að skipið var útbúið með kraftblökk og síldamót, og þar sem hann minntist þess að Norilmenn hafa hug á að reyna vetrarsildveiiðar vi® ísland, gekk ha,nn um borð og spurði eftir sfeipstjóranum. Hann reyndist vera ungur og snagg- aralegur maður og kvaðst heita Alf Algeruy. — Já, við ætlum að gera til- raunir með vetrarsfldveiðar við fsland, sagði hann. Þetta er 166 tonna sfeip og við erum hér á vegum nor'ska ríkisins, cig eigum að stundia ti'Irauna- veiðar út febrúarmánuð, ef unnt reynist. Við ísum síldina I kassa og ef vel veiðist sigl- um við með aflann, annað- hvort til Færcyja eða Noregs. Við reiknum með að geta geymt aflan.n í fimmtán daga um borð. Við erum ekki með kælirúm í Iestinni; teljum að þess muni vart þurfia yfir vet- urinn. — Hafið þið stundað véiðar með kraftblökk áður? — Aðeins f tilraunaskyni. Við höfum ekki stundað veiðar með henni. Blökkln, sem við erum með er alveg ný. Okkar síldveiðar fara yfirleitt fram með gamla laginu. Þó voru þrír bátar hér við land á sumar- síldveiðunum s.l. ár, sem voru útbúnir með kraftblökk, og þeim gekk ágætlega. — Hve maiigir eru á? — Við erum tíu. — Hvernig er nótin? — Hún er 215 faðmar á bramhald á 15. síðu. ALF ALGERUY } — í glugga Endre Dyröy 7600 T0NN A LANDI KEFLAVÍK Á 2 VIKUM KJ-Keflavík, 16. ianúar. MIKILL afll hefur borizt hér á land, þaS sem af er hinu nýbyrjaSa ári, enda veSurbltSa slík, aS menn muna ekki annaS eins á þessum árs tíma. Aflinn, sem hér hefur borizt á land á þessu tímabili, er margfald ur á viS þaS, sem barst á land á sama tíma í fyrra. Héðan eru 24 bátar byrjaðir róðra með íhandfæri og hafa þeir samtals farig 218 róðra og lagt upp 1300 lestir af fiski á tímabil- inu frá 1.—15. janúar. Á sama tíma í fyrra voru famir 56 róðrar og aflinn var aðeins 330 lestir. A síldveiðunum eru héðan 18 bátar. Hafa þeir lagt afla sinn upp víðar en hér, en hér hafa þeir lagt upp 63.100 tunnur síldar. Á sama tíma í fyrra var síldarmagnið að- eins 16.170 tunnur. Sé aflinn um- reiknaður í tonn, hafa borizt hing ag á þessum hálfa mánuði hvorki meira né minna en 7610 tonn af fiski samanlagt. Sumir bátanna, sem verið hafa á síldveiðum, eru nú að hætta þeim veiðum og fara yfir á línu, en margir munu halda síldveiðun- um áfram enn um sinn. KOBBI STRÍDDI BREZKUM í ÍSAFJARÐARHÖFN 0VÆNTUR gestur skaut upp kollinum á ísafjarðarpolli á þriðjudagsmorgun og lagðist upp á þurrt til að' sóla sig og skoða veröldina ofan sjávar- máls, en þeir, sem feynni hafa haft af seluni, munu vita, að þeir eru yfirleitt fróðleiksfúsar skepnur. Ekki átti kobbi þó varanlegt friðland uppi á þurru, því að skipsnienn á brezka togaranum, sein kom til ísafjarðar daginn áður með gat á síðunnj eftir árekstur við ísjaka, veittu honum athygli og fóru að reyna hæfni slína í grjótkasti og höfðu selinn seni skotmark. Ekki tókst þeim þó að vinna kobba neitt mein, en hann fór við þetta á stjá um höfnina og stríddi Bretum um nokkurt skeið, en hvarf síðan á braut. Myndina tók ÍJ fyrir TÍMANN. Hætti að loga eftir 32 tíma JK-Reykjavík, 16. janúar. ÞAÐ var hælt að loga í heyinu við hlöðuna á bænum Vestra-Garðs. auka fyrir tveimur klukkustundum, þegar blaðið hafði tal af Þorláki Sig- urjónssyni, slökkviliðsstjóra á Hvols- velli, um hálf átta leytið í kvöld. Allan daginn blossaði eldur við og við upp úr heyinu, sem hafði verið rótað út úr hlöðunni. Hins vegar hafði tekizt að komast fyrir eldinn inni í hlöðunni sjálfri, o.g er hún ekki mikið skemmd Hey bóndans var óvátryggt, og hefúr hann því orðið fyrir miklu tjóni. Þorlákur kvað slökkviliðsstörfin hafa gengið vel, en þau stóou yfir : 32 stundir, áður en eldurinn var slökktur. Vakt verður höfð við heyig í nótt og næstu nætur til frekari varúðar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.