Tíminn - 19.01.1963, Qupperneq 13
m
BiNGÓ
BINGÓ BINGÓ
í Glaumbæ sunnudagskvöld 20. janúar kl. 8,30. — Aðgöngumiðar seldir í Tjarnargötu 26. Sími 12942 — 15564.
Spilaðar 12 umferðir
Margir stórglæsilegir vinningar. Þar á meðal 10 þús. kr. vinningur í Húsgögnum eftir eigin vali.
DANSAÐ TIL KL. 1
FULLTRÚARÁÐ FRAMSÓKNARFÉLAGANNA í REYKJAVÍK.
2. síðan
svörnustu fjandmenn hans þorðu
ekki að halda fram, að væru
ástasambönd að einhverju leyti. |
Var einmanaleiki Freuds hon-[
um sjálfum að kenna í bók'
Mombergs, sem bæði fjallar um
vini Freuds og óvini, er gefið í
s'kyn að ástæðuna hafi verið að
finna hjá Freud sjálfum. En
margt annað getur auðvitað
komið til greina. Það má ekki
gleyma því, hve mikla ást hann
hafði á sannleikanum. Það kom
illa við marga, að lesa niðurstöð-
urnar af rannsóknum hans, en
þær eru skrifaðar án tillits til les
andans, án tillits til siðferðis-
legra hleypidóma. Hann var mik-
ill stílisti og setur kenningar
sínar mjö-g skilmerkilega fram.
Fyrst þegar samstarfsmenn hans
settu.út á verk hans frá siðferð-
islggjj sjónarmiði, varð Freud
undrandi. í næsta skipti vissi
hann við hverju mátti búast, en
hann breytti skoðunum sínum í
engu fyrir það.
Síðustu æviár Freuds voru
stöðugur bardagi við veikindi.
Hann fékk krabba í munnvikið,
og var skorinn upp hvað eftir
annað. Þar ofan á bættist, að
hann vildi ekki gera sér ljóst, að
Austurríki mundi verða hertekið
af nazistum, og var þar kyrr,
þangað til of seint var að fara úr
landi. Það var Maríu Bonaparti
að þakka og peningum hennar,
að hann komst til Englands, en
það varð ekki fyrr en Anna dótt-
ir hans hafði verið handtekin og
yfirheyrð af nazistum. í Eng-
landi var tekið á móti honum
sem miklum manni, og honum'
var komið vel fyrir. Honum var
úlvegaður einkalæknir, og hann
lofaði að hjálpa Freud, ef þján-
ingarnar væru óumberanlegar.
Og við það stóð hann. Þann 21.
desember árið 1939 minnti
Freud lækninn á þetta loforð, og
næsta dag fékk hann morfíns-
sprautu og vaknaði ekki til lífs-
ins framar.
Ævisaga Freuds er ævisaga
einmana manns, sem fyrst varð
frægur, þegar hann var orðinn
fárveikur og hafði orðið fyrir of
miklum vonbrigðum til að geta
notið þess. Hann bar þjáningar
sínar með stakri ró, vildi ekki
heyra minnzt á meðaumkvun og
kvarlaði aldrei. Einhvern tíma
sagði hann, að þar sem hann
tryði á engan guð, væri enginn.
sem hann gæti ásakað. Var hann
taugaveiklaður? Já, það má
reikna með því, en svarið við
þeirri spurningu hefur ekki svo
mikið að segja. Það er mikil-
vægara að líta á það, að þetta
var maður, sem ekki einungis
hafði ómetanlega mikið að segja
fyrir alla fræðina, heldur hefur
■BMHBl
/
hann einnig stuðlað að því, að
nú á dögum lalar fólk um hluti,
sem áður var ekki sæmandi að
hugsa um. Maðurinn, sem kom
þessu til leiðar var enginn venju-
legur maður. Hæfileikann til að
losa sig við hleypidóma samtíð-
arinnar og hið mikla hugmynda-
flug, sem liggur á bak við kenn-
ingar hans er alveg einstætt.
Sumar af kenningum hans geta
verið draumórakenndar, en við
getum venjulega ekki gengið
fram hjá kjarnanum.
Íþróttir
sambandi. — Væri þaið í
hæsta máta spaugilegt, ef
frekari deilur stæöu um þetta
mál — 'Valbjörn keppir ekki
fyrir ÍR á næstunni og lítill
hagur væri það fyrir ÍR, að
vilja meina honum að keppa
með öðru félagi. — Og höf-
um við það m.a. eftir áreiðan
legum heimildum, að ÍR hygg
ist efna til kveðjusamsætis
fyrir Valbjörn — þannig að
ekki verður séð, að ÍR-ingar
beri neinn sérstakan óvildar-
hug til Valbjarnar.
—alf.
Víðivangur
sögulog staðreyiid, að bara
einu sinni í sögu Sjálfstæðis-
fiokksiiiis hefur það skeð, a'ð
foringjar hans hafa talið haig
atvinnuveganna svo blómleg-
an, að hækka mætti almennt
kaupgjald, og þetta sögulega
undur. skeði í stjórniartíð Her-
manns Jónassonar 1958.
Fyrir þann tíma og eftir hef-
ur þetta ekki verið hægt að
þeirra dómi. Kauphækkanir
hafa verið knúðar fram af sam-
tökum launafólks í andstöðu
við blöð og foringja Sjálfstæð-
isflokksins. Allra sízt má
hækka kaupið nú að dómi „við-
reisnarforimgjanna.“
Með þessu hafa forkólfar
flokksins í verki slegið því
föstu, að aldrei hafi betur ver-
ið stjórnað en í tíð vinstri-
stjóruarinnar.
(Þjóðólfur).
Þingmálaglefsur
Framhald af 6. síðu.
um frá 1960 — en þetta gjald
lagði viðreisnarstjórnin á þær
vörur, sem líta mátti á scm
svokallaðar lúxusvörur — eða
þær vörur, sem taldar cru
minna nauðsynlegar en þær
sem undanþegnar eru gjaldinu.
Hugtak eins og lúxusvörur lilýt
ur hins vegar ætíð að vera
laust í reipunum og tekur sí-
felldum breytingum með þróun
og framvindu. — f frumvarpi
þeirra Þórarins og Halldórs er
ekki gengið lengra en að leggia
til að innflutningsgjaldið frá
1960 verði niðurfellt. Ef frum-
varpið' nær fram að ganga á
þinginu myndi það hafa í för
með sér, að þvottavél, sem nú
kostar kr. 19.200 myndi kosta
14.200, og kæliskápur, sem nú
kostar 18.200 myndi kosta
13.500. Þrátt fyrir þessa verð-
lækkun myndi samt verð þess
ara véla verða talsvert hærra
en það var 1958, en þvottavél,
sem nú kostar kr. 19.200 kost
aði þá 13.100 og kæliskápur,
sem kostar nú ki\ 18.200, kost
að'i þá kr. 12.000.
Reynir nú á, hvort stjórnar
liðið vill halda áfram „viðreisn
argjaldinu" á þessimi nauðsyn
legu tækjum heimilanna í
landinu.
Kjarnorkuvopn
Framhald af 7. síðu.
ríku, en ekki að ýta kjarnorku-
vopnum inn á svæði, þar sem
mikil spenna ríkir.
Ég vil benda Macmillan á
að takmarka umræðurnar um
inngöngu í Efnahagsbandalag-
ið við efnahagsleg atriði, sem
því er ætlað að fjalla um. Láta
svo brezku þjóðina dæma, þeg-
ar umræðurnar eru um garð
gengnar og skilyrðin kunn.
Fjárhættuspil með efpahags-
legt öryggi landsins og Sam-
veldisins hlýtur að' hefna sín
við kjörborðið. fhaldsstjórnin
ætti ekki að bæta gráu ofan á
svart í spilamennskunni með
því að leggja heimsfriðinn í
borð^ í viðbót.
Framseljum aldrei —
(Framhald aí 9. síðu.)
sjálfstæði þjóðarinnar er ein-
mitt sú orkulind, sem hún hef-
ur sótt í þrótt og stórhug til
þeirra afreka, sem þegar hafa
verði unnin í áppbyggingu
þessa lands. Framsóknarflokk-
urinn á rætur sínar í þeim fé-
lagsmálahreyfingum, sem í
upphafi þessarar aldar blésu
þjóðinni í brjóst trú á land
sitt og á sjálfa sig og gáfu
henni sjálfstraust til þeirrar
sóknar sem síðar hefur orðið i
atvinnumálum og sem Fram-
sóknarflokkurinn hefur átt
drýgstan þátt í að móta.
Hann einn hefur aldrei hvik-
að í trúnni á möguleika lands
“g þjóðar, á möguleika okkar
fslendinga til að lifa farsælu
1 ífi í eigin landi, efnalega og
mdlega sjálfstæð þjóð. Einn ís-
lenzkra stjórnmálaflokka geym
ir hann þá þjóðlegu arfleifð,
sem íslendingum er nauðsynleg
kjölfesta í ólgusjó alþjóðamála.
Aðeins sigur hans í Alþingis-
kosningunum á komandi sumri
getur tryggt það, að snúið verði
inn á þjóðlegar brautir í at-
vinnumálum okkar og samskipt
um okkar við aðrar þjóðir. Að
næsta kjörtímabili liðnu kann
þag að vera of seint.
Helgi Bergs.
16 mm filmuleiga
Kvikmyndavélaviðgerðir
Skuggamyndavélar
.Flestar gerðir sýningarlalnpa
Ódýr sýningartjöld
Filmulím og fl.
Ljósmyndavörur
Filmur
Framköllun og kópering
Ferðatæki (Transistor)
FILMUR OG VÉLAR
Freyjugötu I'
Sími 20235
Innréttingar
Smíðum eldhúss- og svefn-
herbergisinnréttingar
Sími 10256.
Hlutavelta
í Listamannaskáianum
í dag kl. 2 er hlutavelta í Listamannaskálanum.
Engirrn núll — Ekkert happdrætti —
Enginn aðgangseyrir.
Knattspyrnufélagið FRAM.
Selfoss og nágrenni
„Ekki barátta við
blóð og hold"
nefnist erindi, sem Svein B.
Johansen flytur í Iðnaðar-
mannahúsinu, súnnudaginn
20. janúar kl. 20,30.
Garðar Kortes og Birgir Guð-
steinsson syngja einsöng og
tvísöng.
Allir velkomnir.
I N N, laugartíagur 19. janúar 1963.