Tíminn - 23.01.1963, Qupperneq 14

Tíminn - 23.01.1963, Qupperneq 14
ÞRIÐJA RÍKIÐ WILLIAM L. SHIRER I. Upphaf Þriðja rikisins í þann mund, er Þriðja ríkið var að rísa, greip hitasóttarspenna um sig í Berlín. Flestir gerðu sér grein fyrir því, að Weimar-lýð- veldið var í þann veginii að líða undir lok, en í meira en ár hafði það smátt og smátt verið að hrynja saman. Kurt von Schleicher hers- höfðingja, eins og fyrirrennara hans, Franz von Papen, stóð á sama um lýðveldið, o.g enn minni áhuga hafði hann á lýðræði þess. Hann, eins og Papen, hafði tekið við kanslaraembættinu samkvæmt tilskipun forsetans án þess að hafa stuðning þingsins, og hafði nú runnið endasprettinn aðeins 57 dögum eftir að hann tók við emb- ættinu. Laugardaginn 28. janúar 1933 hafði honum skyndilega verið vik- ið úr embætti af hinum aldna for- seta lýðveldisins, von Hindenburg marskálki. Adolf Hitler, leiðtogi Nazistaflokksins, stærsta stjórn- málaflokks Þýzkalands, krafðist þess að fá sjálfur að gegna emb- ætti kanslarans í lýðveldinu, sem hann hafði heitið að léggja í rúst. Ótrúlegustu sögur um það, hvað átt gæti eftir að gerast, voru á sveimi í borginni þessa örlagaríku helgi, o-g þær ægileg- ustu þeirra voru reyndar á rök- um reistar, eins 'og síðar átti eft ir að koma í ljós. -Sagt var, að Schleicher, í samráði við Kurt von Hammerstein hershöfðingja og yfirmann hersins, væri að undirbúa samsæri með stuðningi Potsdamsetuliðsins, og ætlunin væri að taka forsetann höndum o.g koma á einræði hersins. Einnig var taiað um nazistasamsæri. Stormsveitirnar í Berlín með að- stoð fylgismanna nazista innan lög reglunnar áttu að ná á sitt vald Wilhelmstrasse, þar sem forseta- höllin stóð og til húsa voru allflest ráðuneytin. Þá var einnig talað um allsherjarverkfall. Sunnudaginn 29. janúar söfnuðust hundrað þúsund yerkamenn saman í Lust- garten í miðri Berlín til þess að mótmæla því, að Hitler yrði gerð- ur ag kanslara. Einn af foringjum verkamannanna reyndi að ná sam bandi við von Hammerstein hers- höfðingja til þess að bera fram uppástungu þess efnis, að'herinn og samtök verkamanna sameinuð- ust í mótaðgerðum, ef Hitler yrði gerður að kanslara í nýrri stjórn. Einu sinni áður hafði allsherjar- verkfall bjargað lýðveldinu, en það var í Kapp-samsærinu árið 1920, þegar stjórnin hafði flúið burt úr höfuðborginni. Aðfaranótt mánudagsins æddi Hitler fram og aftur um gólfið í herbergi sínu í Kaiserhofhótelinu við Reichskanzlerplatz rétt hjá kanslarahöllinni. Þrátt fyrir það hve æstur hann var, var hann þess fullviss, að stund hans væri runn- in upp. í nær mánuð hafði hann með leynd tekið þátt í samninga- umleitunum við Papen og aðra leiðtoga hinna íhaldssömu hægri- manna. Hann gat ekki komið á stjórn nazista einna, en hann gat orðið kanslari samsteypustjórnar, þar sem ráðherrarnir, átta af ellefu ekki nazistar, væru sam- mála honum um að afnema Weim- arstjórnina. Svo virtist nú, sem aðeins hinn fúllyndi forseti, sem tekinn var að eldast, stæði í vegi fyrir honum. Það var ekki lengra síðan en 26. janúar, tveimur dög- um fyrir þessa úrslitahelgi, að hinn grái og gamli marskálkur hafði skýrt von Hammerstein hers höfðingja frá því, að hann hefði „hvorki hugsað sér að gera þennan austurríska liðþjálfa að varnar- málaráðherra né kanslara ríkis- ins“. Smátt og smátt fór þó forsetinn að linast vegna áhrifa sonar síns, Oskars von Hindenburg majors og Ottos von Meissner, ráðherra, Pap ens og annarra meðlima ráðgjafa- nefndar forsetahallarinnar. Hann var 86 ára gamall og var að verða elliglöpunum að bráð. Sunnudags- eftirmiðdag 29. janúar, á meðan Hitler var að drekka kaffi og borða kökur með Göbbels og öðr- um aðstoðarmönnum sínum, kom Hermann Göring, forseti Ríkis- dagsins og sá, sem gekk næstur Hitler að völdum í Nazistaflokkn- um og tilkynnti, að Hitler yrði að líkindum gerður að kanslara næsta morgun, Stuttu fyrir hádegi á mánudag 30. janúar 1933 ók Hitler til kansl arahallarinnar til þess að ræða við Hindenburg, og þetta viðtal átti eftir að verða örlagaríkt fyrir hann sjálfan, Þýzkaland og fyrir allan heiminn. Göbbels, Röhm og aðrir nazistaforingjar höfðu auga með dyrum kanslarahalliarinnar frá glugga í Kaiserhof, en foringj- ans var von innan stundar. „Við ættum að geta séð á andliti hans, hvort honum hefur heppnazt það, sem hann ætlaði sór, eða ekki“, sagði Göbbels, því að jafnvel þá voru þeir ekki fullkomlega örugg- ir. „í hjörtum okkar berjast efi, von, gleði og kjarkleysi um völd- in“, skrifaði Göbbels í dagbók sína. „Við höfum of oft orðið fyrir vonbrigðum til þess að geta af öllu hjarta trúað á kraftaverkið“. Örfáum augnablikum síðar urðu þeir vitni að kraftaverkinu. Maður- inn með Charlie Chaplin yfirskegg ið, sem hafði ekki verið annað en flækingur á æskuárum sínum í Vín, óþekktur hermaður í fyrri heimsstyrjöldinni, einskisverður ein'stæðingur fyrstu árin eftir stríð ið í Munchen, hinn hálfskringilegi foringi Bjórkjallara'siamsærisins, þessi töframaður, sem var ekki einu sinni Þjóðverji, heldur Aust- urríkismaður, og var aðeins 43 ára, hafði verið að enda við að sverja eiðinn sem kanslari þýzka ríkisins Hann ók hundrað metra leið að Kaiserhofhótelinu, og um leið var hann kominn í hóp sinna gömlu félaga, Göbbels, Görings, Röhm og annarra, sem höfðu hjálpað honum eftir hinni grýttu og ógreið færu braut til valda. „Hann segir ekki neitt, og enginn segir neitt“, ............—■— f 1 ■skrifar GÖbbels, „en augu. hans eru fftll af tárum“. Þetta kvöld, frá ljósaskiptum og allt fram yfir miðnætti, gengu stormsveitir nazista í þéttum fylkingum um göturnar í bjarma frá blysum og fögnuðu sigri. Tug- ir þúsunda þeirra komu í skipu- legum röðum frá Tiergarten, gengu undir sigurboga í Branden- borgarhliðsins og niður eftir Wil- helmstrasse, lúðrasveitir léku gömul hergöngulög við undirleik trumbu'slaganna, og mennimir kyrjuðu hinn nýja Horst Wessel- söng, og aðra söngva, sem voru jafngamlir Þýzkalandi, stígvél þeirra slógu taktinn á steinlögðum götunum, þeir báru blysin hátt, og þau mynduðu logandi borða, sem lýsti upp nóttina og tendraði fagnaðaróp áhorfendanina, sem stóðu í þéttum röðum á gang- stéttunum. Hindenburg fylgdist með fylkingunum úr einum hall arglugganum, þar sem þær gengu fram hjá, og sló takt her- göngulaganna með stafnum sín- um greinilega ánægður yfir því, að honum hafði að lokum tekizt að velja kanslara, sem gat snort ið fólkið á hinn aldagamla og hefð bundna þýzka hátt. Óvíst er, hvort þessi gamli maður í elliórum sin- um hafi haft nokkra hugmynd um, hvað það var, sem hann hafði leyst úr læðingi þennan dag. Brátt barst sú saga út um Berlín, þó ef- laust ekki sönn, að þegar gan-gan stóð sem hæst, hafi hann snúið 'Sér að gömlum hershöfðingja og sagt: „Ég vissi ekki, að við hefð- um tekið svo marga rússneska fanga“. Aðeins steinsnar neðar við Wil- helmstrasse stóð Adolf Hitler við opinn glugga kanslarahallarinnar, utan við sig af fögnuði og ákafa, dansandi fram og aftur, um leið og hann heilsaði hvað eftir annað 12 Blátt áfram, hreinskilin, sterk, ákveðif.i, stjórnsöm, vingjarnleg kannski, en áreiðanlega ekki mild. Klukkan var nærri /eitt, þegar ég var tilbúin. Við snæddum há- degisverð á veröndinni og horfð- um á skýin hrannast upp á hjmn inum. — Ég vona, að ekki fari <. rigna fyrr en þau koma heim. í- vester þykir slæmt að aka á þess- um vegum í rigningu. Dagurinn leið fljótt, meðan við töluðum saman. Ég tók eftir því, að Elisabeth talaði lítið um heim- ili sitt og afa sinn. Maður hefði þó ætiað að hún hefði komizt yfir sorgina við dauða afa síns nú svo löngu síðar. Himinninn var orðinn dökkur og ógnandi, þegar bíllinn kom aft- ur. Við gengum niður til þeirra að heilsa. Það voru rauðir flekkir í vöngum Gertrude, og hún virt- ist ekki í sem beztu skapi. — Við verðum bókstaflega að fá nýja hjólbarða. Það sprakk tvisvar á heimleiðinni, þess vegna komum við svona seint. Flýttu þér að setja bílinn inn, Sylvester. Er allt í lagi hér, Elisabeth? — Að sjálfsögðu, sagði Elisa- beth og brosti við henni. .— Þú hlýtur að vera þreytt. — Já, ég er orðin þreytt. Ég yrði fegin að fá tesopa, svaraði Gertrude. Við settumst í dagstofuna og himinninn varð sífellt þyngri og voðalegri. Elisabeth bað þjónustu- stúlkuna að koma með lampa og reis úr sæti til að draga glugga- tjöldin fyrir. — Hvers vegna gerirðu þetta? spurði Gertrude hvassri röddu. Elisabeth sneri sér að henni. — Hefarðu gleymt, hvað ég er hrædd við óveður? Þú skalt ekki verða hissa, þótt ég slcríði. undir sófann, þegar það skellur á, Frances. Og í sömu andrá heyrðust fyrstu þrumumar í fjarska. — Það virðist ætla að verða mikið óveður, við skulum’' bara vona, að eldingunum slái ekki niður í grennd, þegar allt er svona þurrt og skrælnað, sagði Gertrude. Sylvester kom inn og settist hjá Elisabethu. — Þetta verða ekki miklar þrumur, þegar stprmurinn er svona mikill, sagði hann glaðlega. Þá fyrst tók ég eftir stormin- um, sem ýlfraði og hamaðist. — Glugginn í kofanum mínum er opinn, Elisabeth. Skrepptu út og lokaðu honum, sagði Gertrude. Sylvester reis þegar úr sæti og fór út. Um það bil sem hann kom aftur, skall óveðrið á fyrir al- vöru. Við sáum glampana af eld- ingunum, þótt tjöldin væru dreg- in fyrir. Sylvester settist aftur hjá Elisa- bethu. — Glugginn var lokaður, mamma. Gertrude starði á hann. — Jæja. Þá hlýtur einhver að hafa lokað honum. Hún reis á fætur og gekk að glugganum. Svo reif hún glugga- tjöldin 1 il hliðar með rykk. Hún stóð við gluggann með uppréttar hendur og kastaði höfðinu aftur: — Ó, hvílíkt dýrðaróveður . . . Síðustu orð hennar heyrðust ekki fyrir hávaðanum í þrumun- um. Ég heyrði hálfkæft óp, og þeg ar ég leit við, sá ég, að Elisabeth faldi andlit sitt við öxl Sylvesters. Ég sá einnig svipinn á andliti hans, þegar hann horfði á móður sína . . . Andartaki síðar hafði Gertrude dregið gluggatjöldin fyrir aftur og sneri sér að okkur. — Vina mín, hrópaði hún afsak andi upp yfir sig. — Ég elska þrumuveður og gleymdi alveg, hvað þú verður hrædd, sagði hún við Elisabethu. Elisabeth .sat föl og titrandi í stólnum. — Það er ég, sem ætti að biðjast afsökunar á að vera slíkur heigull. En ég get ekki að því gert, að ég verð svo hrædd Andlit Sylvesters var svipbrigða laust. — yið erum öll hrædd við eitthvað. Ég er óskaplega hrædd- ur við . . . — Ó, elskan mín . . . tautaði Elisabeth og gat ekki varizt brosi. — Og ég er . . . skaut ég inn í. Var það ímyndun mín, eða var andrúm'Sloftið í herberginu þrung ið einhvers konar spennu? Eða gat ég ekki gleymt svipnum á and iiti Sylvesters rétt áðan? Óveðrinu slotaði jafnskyndilega og það hafði byrjað. En það var einhver uppgerðarkæti yfir okkur, þegar við settumst við kvöidverð- arborðið Elisabeth hafði sagt mér, að Gertrude hefði ofnæmi fyrir hundum. Ég vonaði, að hún gleymdi Rudi sem ég var með í kjöltunni. Þegar við gengum aftur inn í dagstofuna til að drekka kaffi, heyrði ég, að þrumurnar komu aft ur nær. Elisabeth reyndi að stilla sig um að horfa út að glugganum og hlusta eftir skruggunum. — Ætlarðu að halda veizlu á afmælisdaginn þinn, Elisabeth? flýtti^ég mér að segja. Gertrude leit hissa á mig. — Frances, veiztu, ég hafði alveg gleymt afmælisdegi Elisabethar. Hvernig vissir þú um hann? — Ungfrú Abby sagði mér það. — Ungfrú Abby? sagði hún með undarlegum hreim. — Og það minnir mig á nokkuð, skaut Elisabeth fljótmælt inn í. — Mundirðu eftir að senda bréfið mitt? — Auðvitað gerði ég það, svar- aði Gertrude kuldalega. — Ég er ekki gleymin að eðlisfari. Elisabeth hló. — Nei, ég hefði ekki þurft að spyrja. — Og hvenær er afmælið þitt, Elisabeth? Hún sagði, að það væri í lok nóvember. Óveðrið kom nær aft- W, því fór ég að segja frá því, hvað við hefðum skemmt okkur vel á afmæli mínu, þegar ég var tuttugu og eins árs. Elisabeth hló svo hjartanlega að ýktum lýsing- um mínum, að ég hélt, að hún hefði gleymt öllum ótta, unz ég sá að hún kreppti hnefana, svo að hnúarnir hvítnuðu. Þá skildi ég fyrst., hversu ofsalega hrædd hún var. 7. KAFLl. Um morguninn var allt hulið hvítri, þéttri þoku. Þegar ég gekk frá kofanum að húsinu, fann ég örfína rigningu. Eftir morgunverðinn sátum við Elisabeth framan við skíðlogandi arininn. Hún prjónaði, og ég tal- aði. Eftir hádegisverðinn kom Gertrude til okkar með saumadót. Gértrude sagði okkur frá hin- um innfæddu. Um höfðingjana, sem reyndu að kenna hinum lægra settu að rækta jörðina, og það var ekki alltaf létt verk. Hún sagði okkur líka frá hinni ár- legu Incwala, þar sem stríðs- menn drepa uxa með höndunum einum og halda síðan veizlu. Hýn sagði okkur frá hinum ýmsu myndum hjátrúar og hversu mikið karlmaður yrði að borga fyrir konu sína og um þá siðvenju, að brúður varð að hafa sannað, að hún gæti alið barn, áður en karlmaðurinn gengur að eiga hana. — Sú venja er nú að hverfa, sagði Gertrude og bro'Sti til okkar. — En { rauninni er ekki hægt að ásaka hina innfæddu fyrir að vilja halda þessum sið. Maður þarfnast sona, sem geta orðið góðir stríðsmenn og borið nafn hans áfram — og stúlkna til að rækta jörðina og útvega honum kýr, þegar þær gifta sig. Þess vegna myndi swazi- lenzkur maður aldrei kvænast, ef hann efaðist um, að hans til- vonandi kona gæti ekki alið hon- um barn. Ég hálfdottaði, meðan ég hlust aði á rödd Gertrudes og notalegt TÍMINN, miðvikudaginn 23. janúar 19G3 / 14

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.