Tíminn - 26.01.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.01.1963, Blaðsíða 5
RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON ÞJALFARAR A NÁMSKEID ÍSÍ Þau eru bæði mörg og stór verkefnin, sem framundan eru hja framkvæmdastjórn ÍSÍ, varðandi húsnæðismál, þjátfaramál og sérstakt íþrótfameH<i, sem sambandið gefur út og keppt verður um. — Frá þessu skýrði fram- kvæmdanefnd ÍSÍ á blaða- mannafundi, sem haldinn var í fyrradag og hafði Gísli Hall- dórsson, forseti ÍSÍ, orð fyr- ir nefndinni. Þau eru mörg fleiri málin, sem á dagskrá eru, og fara þau helztu hér á eftir. Iþróttasambandið flutt í ný húsakynni íþróttasamband íslands hefur nú nýlega flutt í ný húsakynni, sem þaS hefur tekið á leigu í Suður- landsbraut 4 (Hús H. Benedikts- son & Co.) era það þrjú herbergi á 2. hæð hin vistlegustu húsa- kynni. Ásamt ÍSÍ hafa þar bækistöð ^ína,,“' Frjalsíþróftasamband ís- lands, Skiðasamband íslands, Körfuknattleikssamband íslands, Æskulýðssamband fslands. Eign ÍSÍ á Grundarstíg 2 a. seld Húseign sína, 2. hæð í Grund- arstíg 2 a., hefur íþróttasamband íslands selt og verður andvirði sölunnar notað til greiðslu upp í kostnað við byggingu á nýju skrif- stofuhúsi ÍSÍ og ÍBR. Hið nýja skrifstofuhús íþrótta- . \ ' LEiKIR UM HELGINA ÍSLANDSMÓTIÐ í handknaH- leik heldur áfram um helgina og verður bæði leikið í kvöld og annað kvöld. — í kvöld fara fram fimm leikir, sem allir eru í yngri flokkunum, en á morgun leika í 1. deild karla Þróttur og Víkingur, fyrri leik, en síðan mætast Fram og KR. í kvöld fara þessir leikir fram: í 3. flokki karla, ÍBK- Haukar, í 2. flokki, ÍBK-Val- ur, Fram-Ármann, KR-Vík- ingur og í síðasta leik mæt. ast FH og Þróttur. Ekki er að efa, að leikirnir í kvöld geta orðið spennandi, en keppnin í 2 flokki er oft. ast geysihörð. Fyrstu leikir hefjast bæði kvöldin kl. 8,15, að Háloga- landi. Mörg verkefni eru framundan Hjá ÍSÍ. Samtökin hafa fflutt í ný húsakynni sambands íslands og íþróttabanda- lags Reykjavíkur. í byggingu er nýtt skrifstofu- hús inn í Laugardal við hliðina á hinni glæsilegu íþróttahöll sem þar er að rísa. Að byggingu þess- ari standa íþróttasamband íslands og íþróttabandalag Reykjavíkur, hús þetta er nú næstum orðið fok- helt, búið að steypa það upp og gler í glugga verður sett á næst- unni. Gert er ráð fyrir, að, halda áíram innan-húss smíði í sumar og Ijúka við bygginguna á miðju næsta sumri og taka þá í notkun. Grunnflötur byggingarinnar er 260 ferm. og er hún 3 hæðir og kjallari. Á fyrstu hæð' verður að- staða, til tómstundastarfs Qg gist- ingar fyrir íþróttamenn, sem koma til keppni i höfuðstaðnum. Á ann- arri og þriðju hæð verða skrifstof ur og fundaherbergi. Þegar byggingu húss þessa er lokið og íþróttahreyfingin hefur flutt starfsemi sína i það, stórt batnar öll aðstaða fyrir yfirstjórri íþróttasamtakanna, sem væntan- iega hefur öll aðsetur á þessum eina stað. Þá verður að veruleika hálfrar aldar draumur íþrótta- manna um að eignast íþróttamið- stöð. Sérstök nefnd annast allar fram kvæmdir við bygginguna. Hana skipa: Gísli Halldórsson, sem er formaður nefndarinnar, Sigurgeir Guðmannsson, gjaldkeri og ritari nefndarinnar, Axel Jónsson, Björgvin Schram og Andrés Berg- mann. íþróttablaðið Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur nú ákveðið, að hefja útgáfu íþrótta blaðsins að nýju samkvæmt heim- ild, samþykktri á fundi sambands ráðs ÍSÍ, 2. des. s.l. Ritnefnd hefur verið skipuð og eru í henni þessir menn: Þorsteinn Einarsson, íþróttafull- trúi, formaður, Benedikt Jakobs- son, íþróttakennari, Sigurgeir Guð mannsson, framkvæmdastjóri. Tveir kunnir íþróttafréttaritarar hafa verið ráðnir ritstjórar blaðs- ins. Þeir eru: Hallur Símonarson og Örn Eiðsson. Fyrirhugað er, að blaðið komi út 10 sinnum á ári, einu sinni í mánuði, nema í janúar og júlí, þá komi blaðið ekki út. Stærð blaðsins fyrst um sinn verður; forsíða, 14 lesmálssíður og 5 auglýsingasíður. Brot blaðsins verður hið sama og í gamla íþfótta blaðinu. Námskeið fyrir Ieiðbeinendur í íþróttum og íþróttaleiðtoga. Á sambandsráðsfundi ÍSÍ 2. des. s.i. var samþykkt, að halda nám- skeið fyrir íþróttaleiðtoga og leið- beinendur í íþróttum. Enn frem- ur var samþykkt á sama sambands ráðsfundi, að taka upp sérstaka fjárveitingu til styr'ktar þeirri starfsemi sérsambanda ÍSÍ, að lialda námskeið víðs vegar um land iö Síðan hefur verið unnið' að páli þessu og þá sérstaklega að öflun fjár, og er tryggt, að framkvæmd- ir verða. Fyrirhugaður er’ fundur með for ráðamönnum sérsambandanna, þar sem nánar verð'ur ákveðið um nám skeiðin. Verður héraðssamböndum ÍSÍ skýrt frá áætlunum, þegar þær em tilbúnar. Þá mun fram- kvæmdastjórn ÍSÍ beita sér fyrir námskeiðum í þeim íþróttagrein- um, sem ÍSÍ er sérsamband í, auk þess námskeiðum fyrir heildina, þar sem lögð verður áherzla á kennslu í hinu félagslega starfi. Fundur formanna héraðssamband- anna Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur á- kveð'ið, að boða til fundar með for mönnum héraðssambandanna á komandi vori, á góðum stað aust- an fjalls. Mun sá fundur standa í tvo daga og verður fjallað þar um helztu mál íþróttahreyfingarinnar. Fræðsluerindi um ýmis félagsleg jgtriði fara einnig fram á þessum |undi. íþróttamerki ÍSÍ í langan tíma hefur staðið til, að koma á keppni um íþrótta- rnerki ÍSÍ, en nú hefur verið á- kveðið að slík keppni hefjist í febrúar n.k. Tilgahgurinn með slíkri keppni er, að íþróttixnar nái til sem flestra, og árangur sem ná þarf, til þess að vinna íþróttamerkið, er miðaður við' það. Slíkar keppnir hafa farið fram á Norðurlöndum um langan tíma, og borið mikinn og góðan árangur. Þess er að vænta, að svo verð'i einnig hér á landi. Sérstök nefnd sér um framkvæmd þessa máls. L'nglingaráð ÍSÍ Lögð mun í framtíðinni, sérstök HVAÐ er eðlilegra en nýtrú- lofaður maður, eins og KON- STANTIN, krónprins Grikkja, sé í sjöunda himni, eða að minnsta kosti á leiðinni þangað upp. — Þessi mynd var tekln af krón- prinsinum nýlega, þegar hann vann keppni í skóla sínum um það, hver væri fljótastur að klifra upp í ákveðið tré á skóla- lóðinni. Konstantin er góður íþróttamaður og hann vann í þessari keppni. (Ljósm.: POLFOTO). áherzla á æskulýðsstarfið innan íþróttahreyfingarinnar, og kemur það verkefni einkum í hlut sér- staks ráðs innan ÍSÍ, sem er ráð- gefandi aðili um allt það er lýtur íð æskulýðsstarfi, og hefur fram- kvæmdir á hendi í þeim málum, sem framkvæmdastjórn felur því. Þetta þýðingarmikla ráð íþrótta- hreyfingarinnar er unglingaráð ÍSf. Lokaorð Þau atriði, sem hér hafa verið íalin á undan leggur framkvæmda stjórn ÍSÍ megináheizlu á. íþrótta sambandið er nú fjölmennasta æskulýðshreyfing landsins. í sam- bandinu eru 230 félög, 27. héraðs- sambönd, 7 sérsambönd rneð sam- tals um 25.000 meðlimum. Þar af eru 15.000 virkir félagar. (Framhaid á 15 síðu) . URSLIT I FIRMA- KEPPNITBRÍDAG Úrslit í firmakeppni Tennis- og badmintonfélagsins fara fram í íþróttahúsi Vals í dag, laugardag, og hefst keppnin kl. 2,30. Þá keppa til úrslita þau 16 fyrirtæki, sem enn hafa ekki tapað leik í keppn- inni, en þau eru: Efnaverksmiðjan Sjöfn, Samlag skreiðarframleiðenda, Kristján Siggeirsson h.f., Heildverzlun Bjarna Þ. Hall- dórssonar, Verzlanatryggingar h.f., Sindri h.f., Skógerðin h.f., Herradeild P.Ó., Hansa h.f., Skóverzlun Péturs Andrésson- ar, Föt h.f., i sigurður Stefánsson, endur- skoðunarskrifstofa, Snyrtivörur h.f., Kjötborg h.f., Modelmagasin, Ræsir h.f. Keppt verður eingöngu í tví- liðaleik karla og eru flestir kepp- endanna úr meistaraflokki TBR, en fáeinir úr 1. flokki. Verður á- ætlaður styrkleikamunur kepp- enda jafnaður með forgjöf og má þvi búast við mjög jöfnum leikj- uir og tvísýnum úrslitum. Á skemmtifundi félagsins, að kvöldi sama dags, fer síðan fram afhending verðlauna. Þau fyrir- tæki, sem verða í 1. og II. sæti, hljóta silfurbikara. TÍMINN. laucardaaimi 2fi. ianúar 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.