Tíminn - 26.01.1963, Síða 6

Tíminn - 26.01.1963, Síða 6
Eiga 13 ára börn og yngri að fara í gagnfræðaskóiana? Börn eru msjafnlega þroskuð, þegar þau flytjast úr barnaskóla í gagnfræðaskóla, og er því ólík- legt, að hið sama henti öllum, en ég álít, að þau befðu langflest betra af því að vera árinu lengur í barnaskóla. Þar hafa þau oftast örugga fótfestu bæði í námi og félagslífi, og tengslin við skóla- systkinin og kennarann geta verið þeim mikilvæg á þessum við- kvæmu umskiptamisserum. En bamakennarinn hefur oft vegna langra kynna betri tök á þeim og meiri áhrif á þau en aðrir kennarar síðar. Hitt er miklu vafasamara, að þrettán ára börn eigi félagslega samleið með eldri nemendum gagnfræðaskóLanna og hafi gott af að taka þá um of til íyrirmyndar. GUNNAR GUÐMUNDSSON Æskan er bráðlát, það er henn- ar eðli, og verður það því hlut- skipti foreldra og annarra forráða manna að leitast við að hafa á henni skynsamlegan hemil. Tel ég, að það yrði mörgum auðveld- ara, ef börnin væru sjö ár í barna skóla, svo sem áður var, en gagn fræðaskólinn þeim mun skemmri. Að því er náminu viðkemur, ætti þetta að koma í sama stað niður og væri þó eflaust öllu hentara þeim, sem seinþroska eru. Þá má minna á, að flest böm fermast að loknu sjöunda skóla- ári, og markast þar því nokkur skil milli bernsku og unglingsára. Gunnar Guðmundsson. Já, mér fannst það frá fyrstu tíð óráðlegt að flytja elzta árgang barnaskólanna inn í gagnfræða- skólana. Þessi háttur að hafa börn- in í gagnfræðaskóla, hefur nú ver- ið reyndur langt á annan áratug, og svo bregður við, að áður töldu flestir kennarar að breyting þessi værj til bóta, en nú munu flest- allir kennarar álíta, að flutningur þessi hafi verið slæmt víxlspor. Sumir telja að þetta megi laga með því að starfrækja 1. og 2. bekk gagnfræðaskólans í barna- skólunum, en svo er ekki, því gagn fræðaskóli verður gagnfræðaskóli hvort sem hann er rekinn í húsa- kynnmn barnaskóla eða í öðru hús næði. , Til að auðvelda að átta sig á hvort heppilegra er að hafa börn- in í barnaskóla eða gagnfræða- dróia, skulum við raða málsatrið- ’jm upp í tvo meginþætti, annars vögar þau rök, er mæla með því að A MÁLÞINGI TÍMANS í sambandi við atriði í mið- vikudagsgrein Tímans í s.l. viku, eftir Eirík Sigurðeson skólastjóra á Akureyri, sem vak ið hefur athygli, hefur Tíminn lagt eftiriarandi spurningu fyr- ir nokkra skólamenn í Reykja- vík: Teljið þér óráðlegt að láta börn 13 ára og yngri fara í gagnfræðaskóla? Þeir, sem svöruðu spurning- unni, eru Gunnar Guðmunds- son yfirkennari Lauganesskóla, Magnús Jónsson skólastjóri Gagnfræðaskóla verknáms og Ólafur Gunnarsson sálfræðing- ur. Fara svör þeirra hér á eftir. börnin séu flutt í gagnfræðaskóla, cg hins vegar þau er mæla á móti. Atriði, sem mæla með flutningi barnanna Eg mihnist ekki að hafa heyrt •borin fram nema ein rök þessu rnáli til stuðnings, og þau eru: Ag í bamaskóla er sú venja, að nver kennari hefur sinn bekk til kennslu og umsjár- frá byrjun og til skólaloka, það sé því heppilegra þegar börnin séu komin á þennan aldur að skipta um kennara og fjölga þeim. Má vera að rétt sé á þessum tíma að fjölga eitthvað kennur- um hjá sumum nemendahópum, en ekki öllum. Það er líka rétt, að ef barn hefur verig óheppið með kennara og sérstaklega ef það er i ósátt við hann, að þá er þörf að skipta um. En sem betur fer er þetta sjaldgæft, hitt er oftar að gagnkvæm vinátta skapast milli kennara og barnanna. Börnin líta á kennarann sem leiðtoga sinn, sem þau virða, eiga og vilja hafa. Það getur því verið slæmt fyrir börn- ín að missa Ieiðtoga sinn á þess- um viðkvæma aldri. En þær breyt- ingar, sem í þessu efni væru æski- legar á þessu aldursskeiði, er auð- velt að gera í barnaskólanum. Atriði, sem mæla á móti flntningi barnanna 1. Bömin eiga að fá að vera böm meðan þau eru börn. Nú ljúka þau barnaprófi 12—13 ára og líta því ekki lengur á sig sem börn. — 13—14 ára eru þau fermd, það er önnur undirstrikun á því hve þau eru orðin fullorðin. — 14—15 ára ljúka þau unglingaprófi, þá fá þau vottorð um að hafa lokið unglinga stiginu og samkvæmt því eru þau ekki unglingar lengur. Þessi þriggja þrepa stigi, sem við keyr- um allt æskufólk í gegnum ein- mitt á þeim árum, sem mest þörfin er að halda því á jafnsléttu, hef- ur eflaust skaðað margan. Mér kemur þó ekki til hugar að þetta valdi öllu því róti, sem kvartað er um hjá unglingunum, til þess liggja margar ástæður, en þetta er ein þeirra. 2. 13 ára aldurinn er mjög við- kvæmur á margan hátt, og ég er sarinfærður um að fyrir andlega liðán bamanna er betra fyrir þau að vera efsti bekkur í barnaskóla en lægsti bekkur í gagnfræðaskóla. 3. Skólum ber að sinna félags- og skemmtanaþörf nemenda. Ungl- ingar þurfa að hafa félagslíf fyrir sitt þroskastig og börn þurfa dægrastyttingu .við*-.&itt Jiæfi.-En það er ekki heþpilegt að teygja þau of snemma inn á skemmtana- svið unglinganna, með því emm við að gera þau fulloi'ðin fyrir tímann. 4. Menntun barnakennára er ekki sú sama og fyrir gagnfræða- skólakennara. Barnakennarar fá sinn undirbúning í Kennaraskóla íslands. Ásamt því sem þeir eru undirbúnir að veita fræðslu í mörg um námsgreinum, þá eru þeir um leið undirbúnir til að vera upp- alendur og leiðendur. Gagnfræðaskólakennarar fá sinn undirbúning f háskóla. Þó þeir i læri uppeldisfræði, þá er þeirra ! nám fyrst og fremst miðað við að gera þá vel að sér, og færa til að kenna 1—3 námsgreinar. Barna kennari á því að kunna betur að fara meg börn heldur en gagn- fræðaskólakennari, sem ekki hef- ur búið sig undir barnafræðslu eða bamaumsjón. Þaff er því flest, sem bendir til, aff 12—13 ára börn séu betur kom- in í barnaskólanum. Magnús Jónsson. í sjálfu sér skiptir ekki neinu meginmáli hvaða nöfn skólum eru gefin. Hitt er aðalatriði að skólar, sem kostaðir eru af rfki og bæjar- félögum, þ. e. a. s. almenningi, séu sem fullkomnastar uppeldis- og fræðslustofnanir. Eins og nú standa sakir skortir mikið á að íslenzkir skyldunámsskólar geti gegnt þvf hlutverki, sem þjóðin þarfnast. Hef ég bent á nokkrar orsakir til þess hversu illa fræðslumál hér á landi eru á vegi stödd, f grein, sem birtist í dag- blaðinu Vísi þann 1. nóvember, og leyfi mér að benda þeim, sem áhuga hafa á umbótum í fræðslu- málum, á hana. Augljóst er, að ef barna- og unglingaskóli er ekki undir sama þaki, stjórnað af sama skólastjóra, þannig að börn og unglingar hljóti að miklu leyti kennslu sömu kennara, er mjög óheppilegt að velja hið viðkvæma gelgjuskeiðs tímabil til þess að svipta börnin því öryggi, sem felst t því að dvelja í skóla, sem þeim er vel kunnugur, undir handleiðslu kenn ara, sem þau treysta. Slíkt gerir enginn nema af óvitaskap eða vís- vitandi löngun til að grafa undan jákvæðu gildi skólans, en það mun enginn skólamaður gera vís vitandi. Eitt aðalmeinið í íslenzkum uppeldismálum um þessar mund ir er agaleysi barna og unglinga en því fylgir virðingárleysi fyrir öllu og öllum. Orsakir þessa eru m-argar og eiga ekki nema að litlu leyti rætur sinar að rekja til skólanna og þá frekar óbein- linis en beinlínis. Þjóðin sem heild hefur brugðizt uppeldis- skyldu sinni í annríki efnislegra framfara. Þeim foreldrum, sem enn vilja leggja nokkra rækt við uppeldi barna sinna er vitanlega gert erfitt fyrir að ástæðulausu með því að láta 13 ára börn fara í unglingaskóla og stuðla þannig að því að þeim finnist þau vera orð- in fullorðin áður en þau hafa and ÓLAFUR GUNNARSSON legan þroska til að standast allan þann glasaglaum, sem því fylgir aff vera unglingur árið 1963. Fermingaraldur barna er enn 14 ár,a aldur. Ég sé ekkert, sem mælir með því, að þau megi ekki halda áfram að vera börn, unz þeim aldri er náð, óáreitt af van- hugsaðri skólalöggjöf og tilviljun arkenndri framkvæmd hennar. Ólafur Gunnarsson. Söngskemmtun Zermena Heine-Wagner óperu- söngkona, og ein af aðalkröftum irá óperunni í Riga, söng á veg- um Tónlistarfélagsins I Austur bæjarbíói þ. 21. jan. s.l. Söngvar- ar hafa látið mikið til sín taka að undanförnu, og er þetta fjórffa söngskemmtunin hér i bæ í janú- armánuði. Söngkonan Zermena Heine- Wagner hefur geysilega yfirgrips- mikla rödd, og á efra raddsvið- inu svo kröftuga og þróttmikla, að óvenjulegt má telja en tónfeg- urð raddarinnar er aftur á móti misjöfn, er til dýpri tóna kemur. Óperusöngur er auðiheyrilega hin sterka hlið söngkonunnar og stendur hún þar vissulega föstum fótum bæði hvaff viðkemur radd- mígni, túlkun svo óg kunnáttu og géðrj skólun raddarinnar. Efnisskrain skiptist í tvennt, tyrri hlutinn aðallega ljóð, eftir þá Kalnin, Shaporin og Rach- maninov, sum þeirra falleg í sjálfu sér, en einhliða og of rómantísk. Mörgum þeirra gerði söngkonan allgóff skil, en Schumann varð heldur miskunnarlaus í túlkun hennar og gætti sums staðar hörku þegar mikiff lá við. Seinni hluti efnisskrárinnar var eingöngu óperuaríur og fór söngkonan glæsilega með margar þeirra, svo sem ariu úr Tannháuser eftir Wagner, var bæði reisn og veldi í þeim flutningi. Tvær aríur eftir Verdi túlkaði söngkonan einnig á aðsópsmikinn hátt. Sem aukalag söng hún aríu eftir Puzzini mjög íallega. Undirleikur Wilmu Zirule einkenndist af mýkt og hlédrægni cg fylgdi hún söngkonunni bæði vel og dyggilega. Unnur Arnórsdóttir. Fiskveiðasjóður á nú 327 millj. Starfsemi Fiskveiðasjóðs íslands hefur farið mjög vaxandi hin síð- ari ár. í árslok síðasta árs munu útlán hans 544 milljónum króna. Eigið fé sjóðsins er nú 327 milljón ir, þar af hefur ríkissjóður lagt íram tæp 12%, en af öðru leyti er höfuðstóll sjóðsins byggffur upp með hluta af útflutningsgjaldi af sjávarafurðum. Mikið vantar þó á, að Fiskveiðasjóður geti veitt bátaútveginum og öðirum þeim framkvæmdum, sem honum eru tengdar nægileg stofnlán. Verður sýnileg vöntun fjár til aukningar smíði stærri fiskiskipa innanlands, svo og til ýmiss konar vinnslu- stöðva fasteigna og fyrirtækja, sem aðkallandi er fyrir útveginn að komið verði upp. (Frá Útvegsbanka íslands) Kohler ræðir við Bresjnev NTB-Moskva, 24. jan. Foy C. Kohler ambassa- dor Bandaríkjanna í Moskvu, heimsótti Leonid Bresjnev forseta Sovétríkj- anna í dag, og ræddusí þeir við í eina klukkustund. 6 TÍMINN, laugardagiiui tt. tanún 1963

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.