Tíminn - 26.01.1963, Side 15
AlþýSuflokkurínn víkur
sér undun ábyrgð ■ vill
kosningur / HufnurfirSi
Þau tíðindi liafa igerzt, að Al-
þýðiíflokkurrnn í Hafniarfiríf
hefur krafizt kosnin»a, þar sem
samstarf Framsóknarflokksins
og SjálfStæíiisflokksins hefur
rofnað, eins og kunnugt er.
Út af þessu átti Tíminn við-
tal við Gu'ðmund Þortáksson,
formann fulltrúaráðs Fram-
sóknarfélaganna í Hafnarfirði
og spurði hvað hann vildi segja
um þetta mál. Guðmundur
saigði:
„Ég áiít þessa kröfu furðu-
lega og ábyngðarlausa cig ekki
til annars en að reynia að skapa
glundroða og öngþveiti í bæj-
armálunum. Að sjálfsögðu ber
bæjarfulltrúum að þrautreyna
allar leiðlir um samstarf. Þeir
eru kjörnir til að stjóraa mál-
efnum bæjarins og þeim ber
siðferðileg skylda til að kanna
alilar leiiðir. Takist ekki að ná
endum saman, þá má segja að
krafan um kosnjngar eiigi fyrst
rétt á sér, en fyrr ekki.“
Hver er ástæðan fyrir þess-
ari afstöðu Alþýðuflokksins?
„Það sem ég hygg, að liggi
á bak við þessar kröfur, er m.
a. þetta: í fyrsta lagi: reyna að
skapa sem mestan glundroða,
og láta líta svo út, að ekki sé
hægt að stjórna bænum án Al-
þýðuílokksins. t öðru lagi álít
ég, að þetta sé málamiðlun milli
þeirra afla innan Alþýðuflokks
ins, sem vilja samstarf við
Sjálfstæðisflokkinn, og hinna
sem vilja vinstra samstarf. Og
þá kannski sérstaklega til að
friða eða sefja þau öfl, sem
vilja vinstra samstarf, því
hægri mennirnir telja rétt að
bíða fram yfir þingkosningar
meg aðgerðir. Og í þriðja lagi
vill Alþýðuflokkurinn láta í
það skína, að hann standi vel
í kosningum“.
Hefur eitthvað verið talað um
samstarf vinstri flokkanna
þriggja?
„Það hefur náttúrlega verið
talag um ýmislegt í bænum að
undanförnu, og ýmsir menn,
engu síður Alþýðuflokksmenn
en aðrir, og sumir framarlega
í hans röðum, hafa óspart látið
í Ijós vilja sinn um samstarf
vinstri flokkanna, og talið sig
hafa öll ráð flokksins i Hafn-
arfirði í sínum höndum, livað
þetta snertir. En formlega hefur
ekkert verið urn vinstra sam-
starf talað, og ég sé ekki ann-
að, en þessi afstaða Alþýðu-
flokksins torveldi mjög, og
raunar útiloki þann mögu-
leika.“
Heldurðu ag Alþýðuflokkur-
inn muni græða á kosningum?
„Um það er náttúrlega ekk-
ert hægt að segja. Þeir töpuðu
verulega í bæjarstjórnarkosn-
ingunum, 02 reikna sjálfsagt
með að þeir fari ekkj öllu neð-1
ar. Þeir vildu kenna því uni
ófarir sínar, að uppstillingin á
listanum hefðj ekki verið góð,
en ég hef ekki trú á því, þó að
þeir skipti eitthvað um menn,
að það muni bæta neitt úr fyr-
■■i.i ....... w—W
ir þeim. Þeir hafa nú misst að-
stöðuna hjá bænum, og tæp-
Iega er ástæða til að ætla, að
það verði til þess að efla þá. Og
ýmislegt fleira mætti tfna til,
sem gerir aðstöðu þeirra vafa-
saman í nýjum kosningum“.
Hvað þarf Alþýðuflokkurinn
að fá mikið til að fá meiri
hluta?
„Nú, um það þarf náttúrlega
ekki að tala, það er svo fjar-
stæðukennt, að hann nái meiri
hlutaj Hann hefur núna þrjá
bæjarfulltrúa af níu, og þarf
því að bæta við sig tveimur
mönnum. Atkvæðalega þarf
hann að auka fylgið um ca. 600
—700 atkvæði, eða 50—60%“.
Hver heldurðu að verði fram
vinda þessara mála í Hafnar-
firði?
„Ýmisleg vandamál eru fram-
undan, sem leysa þarf hið
fyrsta. Fjárhagsáætlun er óaf-
greidd, fjárhagserfiðleikar
bæjarútgerðarinnar miklir, og
slíkt og hið sama má segja um
rafveituna. Að afgrejðsla þess
ara mála þolir bið fram yfir
kosningar, ef til þeirra kæmi,
tel ég vafasamt, og ekki fæ ég
séð, að kosningar mundu nokk
uð leysa úr þeim vanda. Vel
jmí ysra,t,^ð,,þessi óábyrga af-
staða Alþýðuflokksins leiði til
kosninga, en ég verð að segja
það, að ég bjóst við meiri á-
byrgðartilfinningu hjá þessum
flokk, lildur en komið liefur á
daginn“.
Leitin
Framhaid af 16. síðu
inn. Var þá ekki um annað að
ræða fyrir hann en að freista
þess að ná landi í Viðey. Vél-
in sveik ekki þennan spöl og
tókst lendingin framar öllum
vonum, en ekk; mátti miklu
muna, því hefði munað fjórum
metrum eru litlar líkur á því
ag Valberg hefði komizt lífs af,
því hann lenti í smávík, með
hamra á báðar hendur. Slysa-
varnafélagsmenn tjáðu blaðinu,
að sker það, er Úf; rakst á,
værj á sömu slóðum og kútter
Ingvar fórst á upp úr aldamót-
unum, svo sem frægt er.
— Ég hraktist nokkuð í land
tökunni, sagði Valberg. Ég varg
holdvotur og eldspýtur mínar
blotnuðu. svo og vasaljós er ég
hafði með mér. Hafði ég því
hvorki aðstöðu til að kveikja
bál né gera vart við mig með
ljósi, er ég sá til leitarbátsins.
Ég bjóst við að vistin yrði
mér köld í eyjunni, þar eð ég
var eins og fyrr segir holdvot-
ur og gat efcki kveikt bál. Tók
ég því það til ráðs að smala
kindum, er voru í eyjunni, inn
í besthús, sem er við ibúðarhús-
in, til þess að hafa hlýjuna af
þeim um nóttina. Ekki varð
mér svefnsamt um nótfina.
Er björgunarmenn komu með
Vaiberg til lands fékk hann
þurr föt og síðan settist hann
að heitu kaffi með slysavarna
félagsmönnum.
Bátur Vaibergs mun nokkuð
brotinn en þó taldj hann, að
ef báturinn ekki brotnaði
meira, myndi unnt að gera við
hann.
Iran
Framhald af 3. síðu.
bænda, sem aðeins eiga smáland-
skika. Þá vill keisarinn einnig láta
fara fram breytingar á efnaihags-
kerfi landsins, og bæta úr ýmsu
á sviði menntamála.
ICeisarinn hefur mætt mikilli
andstöðu meðal stúdenta og stór-
landeigenda, sem efcki vilja láta
skipta jörðum sínum á milli smá
bændanna.
ASild Breta
,Framhalri al 3 síðu)
eigi að halda áfram viðræðunum
um aðild Breta að EBE, með það
fyrir augum að ná jákvæðum ár-
angri. Vestur-þýzka stjórnin standi
í stöðugu sambandi við- frönsku
stjórnina og stjómir hinna EBE-
iandanna varðandi þetta mál.
Þýzk sendinefnd heldur til Bruss
el á máudag undir forystu próf-
essors Ludwig Erhard, efnahags-
málaráðherra, og mun hún þar
leggja fram tillögur, sem eiga að
koma í veg fyrir að samningavið-
ræðurnar við Breta fari út um
þúfur.
Sagt er í Bonn, að Þjóðverjam-
ir muni stinga upp á því, að Hall-
stein-nefndin muni gera yfirlit yf-
ir það, sem komið hefur fram í vig
ræðunum fram til þessa dags, en
um leið mun stjórnin láta fulltrúa
sína leggja fram ákveðnar tillög-
ar til úrbóta, en ekki hefnr frétzt,
hverjar þær tillögur verða.
Ijjróttir
En þrátt fyrir þennan fjölda,
sem æfir og leggur stund á íþrótt-
ir í tómstundum sínum, er það
staðreynd, að sérstaka áherzlu þarf
að leggja á það, að ná til enn
flelri á aldrinum 12—15 ára og
gera þá að virkum félögum. Til
þess að það sé hægt, verður að
auka verulega alla útbreiðslustarf-
semi ÍSf. Þá þarf að fá fleiri
iþróttakennara til starfa, svo og
auka allt starf iþróttasambandsins
svo það verði þess umkomið, að
valda því þýðingarmikla hlutverki,
er það hefur að gegna í þjóðfélag-
inu fyrir allan æskulýð landsins.
Kauphækkun
Framhaid af 1. síðu.
verði gerg og löndunarskilyrði öll
stórbætt, stórar vörugeymslu-
skemmur verði byggðar við höfn-
ina og vélbátaflotinn aukinn. Þá
telur fundurinn að hráefni sjávar-
útvegsins þurfi að gernýta, skipu-
lag á vinnu í fiystihúsum að'batna
og verksmiðjukostur bæjarins .að
aukast. Að endingu var lagt til að
gatnagerð verði stóraukin, og að
kannaðir verði allir möguleikar á
iagningu hitaveitu til Hafnarfjarð-
ar frá Krísuvík og hafizt handa um
að nýta gufuorku þá, sem Hafnar-
fjarðarbær á í Krísuvík til fram-
leiðslu rafmagns og iðnaðar ails
lconar. í fundarlok var svo sam-
þykkt tillaga um að athuga mögu-
leika á sameiningu verkalýðsfé-
laganna í Hafnarfirði.
REYKJANES-
KJÖRDÆMI
Fundur verður haldinn í stjórn
kjördæmissambands Framsóknar-
manna í Reykjaneskjördæmi
þriðjudaginn 29. janúar n. k. kl.
20,30 í Tjarnargötu 26, Reykjavík.
Framsóknarmenn
Aðalfundur Framsóknarfélags
Mýrarsýslu verður haldinn í Borg-
arnesi sunnudaginn 27. janúar n.k.
og hefst hann kl. 3 e.h. Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2.
Kosning fulltrúa á flokksþing. 3.
Önnur mál.
Félagsmálaskólinn
Fyrsti fundur Félagsmálaskóla
Framsóknarflokksins á þessu ári
verður í fclagsheimilinu Tjarnar-
götu 26. n.k. mánudagskvöld og
hefst kl. 8,30. — Einar Ágústsson
bankastjóri hefur framsögu og
svarar fyrirspurnum.
Útgerðarmenn
Framhald af 1. síðu.
ingnum ekki sagt löglega upp í
Sandgerði, eins og fyrr segir. f
haust lét Guðmundur svo munstra
á sín skip í Garðinum.
Guðmundur telur, að þar sem
hans skip séu skráð í Garði og
samningum hafi þar verið sagt
upp, sé hann bundinn ákvæðum
gerðardómsins, en Sandgerðis-
menn eru þessu ekki samþykkir
og vilja að meðlimum verkalýðs-
félagsins þar, er voru á bátum
Guðmundar og munstraðir í Sand
gerði sé greitt samkvæmt gömlu '
samningunum. Stendur þar hníf-
urinn [ kúnni. Formaður verka-
lýðsfélagsins sagði í viðtali við
blaðið, að þegar hann hefði feng-
ið afrit af dómi Félagsdóms,
myndu þeir félagar halda til Guð-
mundar og fá hjá honum ákveðin
svör um afstöðu hans, en síðan
leita úrskurðar dómstóla, ef hann
neitaði. Eftir svörum Guðmundar
að dæma, er blaðið átti tal við
hann, er ekki ólíklegt, að til nýs
málavafsturs kunni að koma.
-IITSALA-
Hefst á mánudag. Herraföt, drengja-
föt, frakkar, stakar buxur.
Mikill afsláttur.
Hltima
T-" k-
JijGiga/tði
ÞAKKARÁVÖRP
Innilega þakka ég öllum vinum og vandamönnum,
nær og fjær, sem Theiðruðu mig á sextugsafmæli mínu
15. janúar s.l., með heimsóknum, gjöfum, ljóðum, söng
og heillaskeytum.
Guðsblessun fylgi ykkur öllum.
Eðvald Halldórsson
Stöpum.
Innilegar þakkir sendi ég öllum, sem heiðruðu mig
með heimsóknum, skeytum og gjöfum á sjötugs afmæli
mínu.
Ólafur Björnsson,
Núpsdalstungu
«8fl
Dóttir okkar,
HILDUR
lézt af slysförum 24. þ. m.
Margrét Ólafsdóttir
Ólafur Jensson
Sonur okkar,
MAGNÚS EINARSSON,
búnaðarkandldat,
lézt af slysförum fimmtudaginn 24. þ. m.
Jakobína Þórðardóttir
Einar Ásmundsson
Þökkum af alhug öilum þeim, er au'ðsýndu samúð og vlrðingu,
mtnnlngu
EGGERTS STEFÁNSSONAR,
söngvara.
Selma Kaldalóns
Jón Gunnlaugsson
TÍMINN, laugardaginn 26. janúar 1963
15