Tíminn - 30.01.1963, Side 8
INGIBJÖRG ÞORGEIRSDÓTTIR f
„Trúðu á tvennt
í heimi...:“
Nýlega var ég að blaða í göml-
um blöðum — jólablöðunum —
og rakst bá á í Vísi frá 24. des. s.l.
viðtal við' hr. Sigurbjörn Einarsson
biskup. Nú er það gjarnan vani
minn að líta vfir blaðaviðtöl, þótt
oft sé ekki mikið á þeim að græða,
geta þau stundum verið' forvitni-
leg. Og þarna var nú sjálfur bisk-
upinn á ferðinni og sjálfsagt að
láta slíkt ekki fram hjá sér fara.
í upphafi samtalsins víkur bisk-
up,að blessuðum jólunum, þeirri
yndislegu hátíð ljóss og friðar,
helgi og hvíldar, sem hún er —
eða ætti að vera okkur öllum. En
mun það tkki rétt, sem biskup
bendir á, að stritið fyrir jólin og
hinn langi og íburðarmikli jóla-
undirbúningur gangi fullnærri
mörgum til þess að þeir fái, sem
skyldi notið hinnar ljúfu hvildar,
þegar sjálf jólin koma með nótt-
ina helgu, sem er öllum nóttum
ólík, eins og biskup orðar það.
Að loknu spjallinu um jólin
berst talið að kirkjurækni og fram
tíðarhorfum kirkjunnar. Virðist
mér þá kenna takmarkaðrar bjart-
sýni hjá biskupnum. Kirkjurækni
fer stöðugt minnkandi og kennir
hann meðal annars um kirkjuleysi
í sjálfri Reykjavík. En fl,eira virð-
ist mér hann ætla að geti komið
til og þá einkum, að mér skilst —
áhrif og áróður frá öðrum andleg-
um stefnum og framandi trúm, er
dragi menn frá kirkju og kristni-
dómi. Meðal annars kvaðst hann
líta svo, að hér á landi sé uppi
höfð, öflug tilraun til hjndúisks
trúboðs, og nefndi þar til guðspek-
ina. Enda þótt ætla megi að bisk-
up sé vel kunnugur öllum andleg-
rm málum í sínu biskupsdæmi,
tel ég að þarna gæti nokkurs mis-
skilnings. Af þeirri kynningu, sem
ég hefi haft af guðspekinni og
Guðspekifélaginu, virðist mér þar
fyrst og fremst vera á ferðinni and
leg fræðslustefna.
En einmitt vegna þess hefir
nokkuð verið gert að því, bæði í
timariti félagsins og á fundum
þess, að kynna ýmsar helztu and-
legar hreyfingar og stefnur, sem
uppi hafa verið og eru í heimin-
um og aðalhöfunda þeirra. Auð-
vitað, meðal þeirra ekki svo fáa
ur hinum stóra austræna heimi,
því að þar mun hin andlega auð-
legð og fjölbreytn; ekki hvað
minnst. En trúarhöfundur eins og
Múhameð og vestrænn spekingur
ems og Pyþagoras hefur heldur
ekki gleymzt. Og af okkar sam-
tíðamönnum sem kynntir hafa ver-
ir innan Guðspekifélagsins, má
nefna sem dæmi indverska skáldið
Tagore, brezka rithöfundinn Paul
Brunton og Martinus hinn danska
Jífsspeking.
Það skal íúslega viðurkennt, að
þegar um framandi trúdóma er
að ræða þá leggur guðspekin meiri
áherzlu á að draga fram aðal kjarn
ann — hið bezta — en sýna rang-
hverfuna eins og hún kemur gjarn
an fram hjá ófullkomnustu ját-
endunum, enda hætt við að þá
yrði útkoman næsta „ill súpa“,
jafnvel kristindómurinn myndi
tæplega sýnast lystileg, andleg
/æða við slíka meðhöndlan.
Á stefnuskrá Guðspekifélagsins
er efling bræðralagshugsjónarinn-
ar án tillits til kynstofna og trú-
• arskoðana efst á blaði og í öðru
lagi eru menn hvattir til að leggja
stund á samanburð trúarbragða.
Því að guðspekin álítur, að það sé
1 ekki einungis satt og rétt, sem
segir í inngangsorðum í bókinni
„Helztu trúarbrögð ^heims": Þau
eru öll þess verð, að vér reynum
að kynnast þeim, virða þau og
skilja“, heldur einnig að það sé
hljómandi málmur og hvellandi
bjalla að hjala um bræðralag og
frið, ef kynning, skilningur og virð
ing fyrir trú og siðum og lifsvið-
horfum annarra fylgir því ekki
eftir. Fátt veldur meiri ótta og
böli í heiminum í dag en óvildin
milli andstæðra skoðana og sú
árátta að ætla ávallt sína eigin
stefnu í öllu fremsta og sjálfkjörna
til að ráða og drottna, þurfum við
ekki annað dæmi en „kalda stríð-
ið“ f okkar vestræna heimi. Á okk-
aj’ tímum eru það öðrum fremur
hinar póUtísku stefnur, sem
standa að hinum heitu og köldu
stríðum, þar sem trúarofstækið
áður fyrr magnaði seiðinn og ætti
fram bryndrekum hleypidómanna
í blindum einstefnuakstri. En svo
sem menn nú vita, að helzta bjarg
ráð heimsins frá tortímingu er, að
járntjöld og múrar milli austurs
cg vesturs verði af frjálsum vilja
niður rifin, svo mun og bróður-
hugur og fordómalaus kynning
milli austrænna og vestrænna trú-
ar — og lífsskoðana vænlegii til
friðar og blessunar fyrir heiminn
en einangrunarmúrar og sjálfum
glöð hugmynd um einkarétt sinn
á sannleikanum og sáluhjálpinni.
Þess vegna telur guðspekin, að
bræðralagshugsjónin og kynning
og skilningur á trú og lífsviðhorf-
um annarra þjóða sé svo nátengt
hvað öðru að tæplega verði að-
skilið.
En auk þessa, sem nefna mætti
almenna fræðslu, hefur guðspek-
in að bjóða sérstaka hughyggju,
sem er hvort tveggja mannræktar
stefna og heimspekileg fræði,
hvar einnig ber hátt spumingarn-
ar: „hvert sé eðli tilverunnar. Hver
sé æðsta köllun mannsins".
Guðspekin telur sjálfstamningu
og hugrækt mikils virði, og halda
því guðspekifélög víða uppi
fræðslu og leiðbeiningum á þvi
sviði meðal vestrænna þjóða. Lítil
bók, sem nefnist á íslenzku Skap-
gerðarlist eftir enska rithöfund-
ir.n Ernest Wood, en þýdd af sr.
Jakobi Kristinssyni, kom út fyrir
tæpum 40 árum og er gott sýnis-
horn fyrir þá, sem kynnast vilja
stefnu guðspekinga í þessum mál-
um/ÍTel ég hana með fegurstu og
beztu bókum, sem ég hefj lesið og
væri margt óþarfara gert en að
endurprenta hana, þvi að hún mun
r.ú löngu uppseld og ófáanleg.
Að verulegu leyti munu hin guð-
spekilegu fræði og hugræktar-
stefna upprunnin úr suður og aust-
urvegi, en þó mjög mótuð af vest-
rænum hugsuðum og dulsinnum.
Á fundum Guðspekifélagsins og
í ritum þess er félagsmeðlimum gef
inn kostur á að kynnast þessum
efnum og tileinka sér það af þeim,
sem hver hefur áhuga fyrir og
þroska til en hafna hinu. Hins
vegar hefi ég aldrei orðið vör við
að þess sé krafizt að neinu leyti,
að félagsmenn játist kenningum
guðspekinnar eða trúi þeim. En
fyrir mér hefur farið sem fleirum,
að við kynningu mína af guðspek-
inni og ýmissi fræðslu á vegum
hennar, hefur skilningur minn á
trúarlegum og andlegum verðmæt-
um dýpkað, en hleypidómum
iækkað, og það ekkj aðeins gagn
vart framandi trúarbrögðum, held-
ur einnig engu síður hvað viðkem-
ur kristindóminum.
Já, svo er það nú spiritisminn.
Framhald á 13. síðu.
JARNBRAUTUM
5. grein SVEN LUNDQVIST
Kæru ferðafélagar okkar.
Þegar við förum að heiman
og leggjum af stað í ferðalag,
biður leiðtoginn Mao oklrur að
minnast fáeinna atriða . . .
Röddin í hátalaranum upp-
hefur sína kurteislegu ferða-
ráðleggingar, þegar lestin fer
frá Peking og veltur áfram út
á sléttuna, sem er hulin í gull-
inni, sólbjartri morgunþoku.
Kveðjulagið er nýtt. Sumir
slagaranna frá dögum Stéra
stöfcksins hafa greinilega verið
afskrifaðir. Og röddin, sem fer
fram á, að við óhreinkum ekki
út og stöndum ekki og höngum
ekki í dyrunum, er ekki hin
hvassa skipunarrödd síðustu
ára, heldur manneskjulegur
rómur, sem talar kurteislega
til farþeganna, án þess þó að
gera ráð fyrir, að þeir hafi
minnstu hugmynd fyrir um list
ina að ferðast:
„Bráðum verður komið með
mat, óg svo kemur eitthvað að
drekika . . . . En drekkið ekki
of mikið, því þá veikist þig . .
Farið sparlega með teið, við
erum margir, farþegarnir, og
kannskj nægja ekki teblöðin
og vatnið. Hellið ekkj vatni á
gólfið, þegar þið hafið drukk
ið . . . Það á heldur ekki a?
þvo sér upp úr'Vatninu. Sýnið
þolinmæði, ef vatnið er ekki
komið strax. Það stafar af því
að við erum svo margir ferða
mennirnir. Látið ekki litlu vin-
ina okkar gera neitt á gólfið,
notð salernin. Þegar þið kom-
ið inn á salernið eigið þið að
fara svona að . . . Þessar ráð-
leggingar eru gefnar með til-
liti til þæginda allra farþeg-
anna og til þess að við getum
varðveitt líkamlega heilsu okk-
ar.“
Hátalarauppeldi
Járnbrautarferð í Kína er
ævinlega námsferð. Farþegum
er raðað upp á brautarpallin-
um í litla hópa eins og skóla-
börnum, og starfsmaður fylgir
hverjum hóp fyrir sig til á-
kveðinna vagndyra. Brottför
frá hverri stöð er með hátíða-
blæ og fer fram við hljóma
sigurtóna. Manni finnst næst-
um eins og maður færi með
lest í fyrsta skipti. Síðan hefst
hátalarauppeldið aftur til
verndar og uppfræðslu. Það er
talað í nafni Maos; þetta er ein
af röddum Flokksins.. Þetta er
yfirvaldsrödd. sem ætlast full-
komlega til þess, að sér sé
hlýtt. Röddin lítur á fólk eins
og börn og þreytist ekki á að
síendurtaka einföldustu atriði
Það er ekkj hægt að skrúfa
fyrir hana. En röddin er kurt-
eis og skynsamleg. Hún vill öll
um vel. og sá. sem hlýðnast
henni, á ekkert á hættu. Þann
ig verður járnbrautarferðin,
sem áreiðanlega er mikill at-
burður fyrir marga farþega,
enn ein lexía um umhyggju
Flokfcsins.
Morgunsólin afhjúp'ar hægt
hina leyndardómsfullu sléttu.
Við sjáum mold. Hún er þakin
hér og þar. Stöku menn eru
á ferð eftir akurvegunum. í
fjarska eru þorp sléttunnar
eins og grafin niður i jörðina.
Stöku tré standa eins og dufl-
stangir upp úr moldarhafinu.
Það er vorhátíð, nýár tungls
ársins, hátíð, sem er álíka þýð-
ingarmifcil og jólin hjá okkur.
í fáeina daga er öllum vara-
kröftum beitt til þess að gera
lífið eins gott og gleðilegt og
hægt er. í fáeina daga eru allir
á ferð og flugi með rauða nýárs
pakka undir handleggnum og
rúmfötin á bakinu til að heim-
sækja kunningjana. En þeir
hverfa í þessari óendanlegu
mold. Klukkutímum saman
sést ekkert nema mold.
VorhátíSin í Wuhan
Wuhan í gulleitri morgun-
þoku. Ys og þys í mjólkur-
kenndu árloftinu. Þefjan frá
hundruðum lítilla matsölustaða
á götuhornunum blandast þok
T f M I N N, fimmtudagur 31. janúar 1963.
sb I
8