Tíminn - 30.01.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.01.1963, Blaðsíða 9
SÓLMYRKVI í KÍNA í dælustöðvnnum eru gamlir nienn, sem dæla fersku drykkjarvatnl í skálár barnánna. unni. Þetta er daginn fyrir kin verska gamlárskvöldið, klukk- an er sex og átveizlur vorhátíð arinnar eru hafnar. Brúnar kök ur eru skreyttar rjóma, meðan fólk bíður. Mjölbollur synda i súpulegi og pönnukökur krauma í djúpum steikarpönn- um. Þarna eru ókjör af nýju grænmeti, heil fjöll af rótum og angan af lauk og káli. Alls staðar er sett upp hátíða- skraut og rauð ljósker, alls staðar heyrist í bjöllum og köll smákaupmannanna. Einn gerir við penna, annar vasaljós og enn einn lagar sígarettukveikj ara. í gluggum vöruhúsanna eru brúður, járnbrautarlestir, bílar og flugvélar. í öffrum glugga eru hljóðfæri, blek og gaddaskór. Þar eru vörur, sem ekki hafa sézt lengi í Peking: málmskeiðar, hliðartöskur, prjónar. Einkaverzlunin blómstrar á götunum, og utan vig kvikmyndahúsin á sér stað endursala á miðum, svo að minnir á uppboð. Maíhlýindi, maíloft. Líf og hreyfing, sem minnir aftur á það, að Peking er líflaus borg og opinber stirfni hennar ekki dæmigerð fyrir Kína. Alltaf mynd af Mao Götusalar fara fram hjá með úrkeðjur úr kopar hangand; á teini eða safn af ausum. Þeir selja örlitla olíulampa og mönn um eru gerð tilboð um að fá að stíga á vog eða reyna vöðva styrk sinn. Þeir safnast saman á götuhornunum. Hinum megin við járnbraut ina eru fátækrahverfi. Húsin standa á undirstöðum úr tré eða sólþurrkuðum leir, vegg- irnir eru fléttaðar strámottur Húsin eru samanfaliin og sett bótum. Mold er í gólfi. Nauð- synleg húsgögn eru iðulega úr bambusvið, einstöku sinnum erfðir dýrgripir úr göfugri við artegundum. En alltaf er uppi mynd af Mao. Þessir kofar eru í kílómetra löngum röðum beggja vegna við breitt stræti. Röðin er að- eins rofin með verkstæðasvæð- um, umluktum múrvggjum, stórum drullupollum, og litlum urtagörðum, sem eru girtir segl garnsspottum, smásteinum og ryðguðu járnarusli. Fólk kem- ur frá korngeymslunni og ber hvíta sekki. Með vissu millibili sést dælustöð, sem í eru gaml- ir menn og dæla fersku drykkj arvatni í tréskálar barnanna. Reynitrén eru skreytt og búin til fagnaðarins. Þegar dyrnar opnast, kemur hamingjan í húsiS Síðdegis á gamlársdag í bóndabýli. Gólf og veggir húss ins eru gerðir úr þeirrj sömu mold og bóndinn erjar. Komið er inn um dyrnar inn í miðher bergið, til vinstri handar er svefnskálinn með net umhverf is rekkjurnar, til hægri er eld hús og búr. Borð og bekkir gljá, hér er allt hreint. Ættar bækúrnar liggja á hillu for- feðranna milli tveggja rauðra nýársljósa. í loftinu hanga tvær horaðar hænur. Meðfram dyrunum eru hengdir borðar með rauðprentuðum áletrun- um. Á þeim, sem snúa út á hlaðið, segir eitthvað um fram leiðsluaukningu Þeir, sem snúa inn segja. eins og siðvenj an býður, að „ekki skuli mark taka á hjali barna og kvenna“ Þetta er til að koma í veg fyrir óheillaorð á nýársnótt. Bóndi er lítill snarlegur mað ur með beinaberar hendur. Ég spyr hann, hvernig hann hygg ist verja kvöldinu. — Fara í nýársbaðið og snæða hátíðamat. Hann bendir á hænurnar í loftinu. — Límirðu hurðina aftur? — Já, vegna hins forn- kveðna, að „þegar dyrnar opn- ast, kemur hamingjan í húsið“ „Og hvenær opnar þú dyrn- ar?“ „Klubkan fjögur í fyrramál- ið“. „Hvað gerir þú svo?“ Það hefur safnazt að dálítill hópur af fólki. Byltingarmaður einn blandaði sér í samtalið. „Hér í kommúnunni er ekk- ert eftir af þeirrj gömlu hjá- trú að hneigja sig fyrir himni og jörð. Það er aðeins siður, venjan tóm. En við hneigjum okkur í fullri alvöru fyrir á- unum og öldungum". Þetta gamlárskvöld taka börnin við stjórn á götunum í Wuhan. Flugeldar og kínverjar glymja í eyrunum. Hópar öskr and; og syngjandi barna fara fram hjá. Klukkan er tíu að kvöldi, en stríðsóp barnanna bergmála um dimmar göturn- ar, sem annars eru auðar eftir klubkan átta. Þetta heldur áfram alla nótt- ina. Börnin safnast undir götu- Ijósunum í fimmtíu til hundrað og fimmtiu manna flokka, þau hertaka umferðarskýli lögregl unnar og reyna með sprenging- um og ópum að stöðva þær fáu hifreiðir, sem sniglast áfram i gegnum fjöldann. Á gangstétt- unum er straumur unglinga á leiðmni í leibhús. á leiðinni til skóladansleikja eða bara á leiðinni. í nafnlausu myrkrinu kem ég mér í slagtog við nokkra unga verkamenn. Jafnvel i Kína eru vandamál vegna skemmtanasjúkra, tildur- gjarnra unglinga. Þeir eru of ungir til að muna, hvernig að- stæðurnar voru fyrir 1949, en þeir hafa ekki gleymt, að lífið fyrir fimm árum var allt annað en núna. Þessa a-fei er hægt að hitta í vissum kaffihúsum i stórborgunum, þar sem þeir sitja og hlusta á slitnar, ame- rískar jazzplötur. Þetta eru oft börn háttsettra foringja, þau hafa peninga til að kasta í kringum sig, og stunda svarta- markaðsbrask við Kínverja er- lendis. En þessir ungu menn í Wuhan voru ekki gjörspilltir. Þeir töluðu aðeins hógværlega og dálítið dapurlega um það, hve útilokað væri að ná í á- fengi, um skömmtunina og það. að þeir hefðu engan stað til að vera á. Þunglyndi þeirra var algjör andstæða við gleði- óp barnanna úti á götunni. Stuttu fyrir dögun er slökkvi liðið kallað út og er elt af há- værum hópj kátra barna. Rak- arinn er enn að búa síðustu viðskiptavinina undir vinafagn- að morgundagsins. Annars er allt lokað og dimmt. Kyrrð nýársdagsins leggst yf ir þreytt, þæg börn og mann- hafið. sem liðast hljóðlega á- fram Ef til vill var þetta búið einum seint í gærkvöldi. Á öll- um meiri háttar gatnamótum standa hermenn úr öðrum landshluta, tveir og tveir sam- an með vélbyssur 02 riffla með stingjum. Ég ýti mér gegnum þröngina til stöðvarinnar og er senn setztur upp í lestina og leiðbeiningar hátalarans um- lykja mig. Þegar við komum til Peking klubkan fimm morgun- inn eftir, heldur röddin stutta lofræðu um höfuðstaðinn. En það vekur undarlegar tilfinn- ingar að hafa verið þar í nokkra daga, sem börnin ríkja eina nótt ársins. Peking er óraunveruleg borg, tómur sýn- ingargluggi landsins gagnvart umheiminum. Um allt Kfna lif- ir gamla Kína enn þá, einkum á vorhátíðinni. Og einmitt á vorhátíðinni láta smáverzlun og einsta-klingsframtak sérstak- lega mikið að sér kveða. En hvorki hið gamla né hið nýja má.sjást í Peking, borginni, sem á að vera tákn eilífra kennisetninga og fela þess vegna líf sitt. Hátalararöddin veittj okkur í ferðalok þá hug- hreystingu, sem vig þörfnuð- umst og kvaddi: „Kæru ferðafélagar. Við höf um lengi ferðazt saman og núna erum við komnir á leið- arenda Kveðjustundin er runn in upp. Munið ætíð, hvað leið- toginn Mao segir . . Að lokum óska ég ykkur öllum gæfu og gengis. Verið þið sæl. Verið Mð sæl“. KTB T í M I N N, fimmtudagur 31. janúar 1963. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.