Tíminn - 21.02.1963, Blaðsíða 2
1
TVEIR KEPPA
UM HYLLI BB
TVEIR ungir menn keppa nú
um hylli Brigitte Bardot. Er
annar þeirra, kvikmyndalcikar-
inn Samy Frey, en hmn er ó-
þekktur gítarleikari, Olivier
Despax. Briigltte hefur tvisvar
verið gift og/cinu sinn trúlofuð.
Fyrsti maður hennar var kvik-
myndastjórinn Roger Vadim, en
það var hann, sem uppgötvaði
hana á ströndinni í St. Tropez,
þar sem hún gekk um í bikini-
baðfötum með sítt, ijóst hár, eins
og hundruð annarra stúlkna. En
hann fékk henni aðalhlutverk í
myndum sínum og gerði hana
samstundis fræga.
Seinna fóru þau svo aftur i
sumarfrí til St. Tropez, en þá
hitti hún gítarleikarann og söngv
arann Sascha Distel. „Hann er
dásamlegur! Hann er bezti mam-
bodansari í heimi og ég er mjög
hrifin af honurn", sagði Brigilté.
Stuttu síðar skildi hún við Rog-
er, en samband þeirra Sascha
stóð aðeins eitt sumar og þau
komust aldrel lengra en að trú-
lofast.
Þá hitti hún næstum óiþekktan,
ungan leikara, Jacques Oharrier.
„Hann er góður leikari og kyss-
ir yndislega" sagði hún og hætti
við Saseha. Hún giftist Jacques
og átti með honum son. Brigitte
var svo hamingjusöm í móður-
hlutverkinu, að hún sagðist aldr
ei ætla að leika í kvikmyndum
framar. En þau áttu í ýmsum
erfiðleikum, aðallega vegna af-
brýðisemi Jacques.
Samy Frey kynntist hún, þeg-
ar þau léku saman í kvikmynd.
Hann er tuttugu og sex ára gam-
all Gyðingur, fæddur í ísrael,
þekktur kvikmyndaleikari. Koss-
ar hans frammi fyrir kvikmynda
vélinni höfðu þau áhrif, að hún
skildi við Jacques Charrierogfór
með Samy í frí til St. Tropez. —
„Með honum er ég hamingju-
söm. Ég elska hann og ætla að
giftast honum“, sagði hún. Þegar
þau komu aftur til Parísar, var
samband þeirra jafn innUegt og
þannig hefur það verið í tvö ár.
Það var ekki fyrr en í sumar, að
Samy eignaðist keppinaut.
Hann heitir Olivier Despax og
Gítarleikarinn OLIVIER DESPAX,
nýjasti vinur BRIGITTE BARDOT.
'x ***>>>::*
K \> ..
Kvikmyndaleikarinn SAMY FREY,
eiginmannsefni.
er sonur riks iðjuhölds. Hann er
tuttugu og þriggja ára gamall og
hætti lögfræðinámi til að gerast
gítarleikari og slæpast um sem
playboy á baðströndum Cote d’
Azur. Hann er ekki ólíkur fyrri
mönnum Brigitte, með dökk
augu og svart hár, fölur í and-
liti. Hún hitti hann fyrst í St.
Tropez, en sá staður virðist vera
örlagastaður Brigitte. Gítarleik-
arar virðast líka eiga vinsældum
að fagna hjá henni, því að Olivi-
gamall vlnur BRIGITTE og líklegast
er spilaði á gítar á næturklúbb
í St. Tropez, þegar hún sá hann
fyrst. Hún varð mjög hrifin af
leik hans og réði hann samstund-
is til þess að kenna sér Madison,
en kennslan fór fram í húsi henn
ar „La Madrague". Síðan hafa
þau verið óaðskiljanleg. Samt
halda vinir Brigitte því fram,
að það verði Samy, sem verði
fyrir valinu sem eiginmaður, en
enginn veit það með vissu —
kannski allra sízt Brigitte sjálf.
Bjarndýrsdrauimir
BÆNÍ)UR í fjallaþorpi í suð-
urhluta Júgóslavíu, undruðust
mjög atferli bjarndýra þar um
slóðir. Það var ekki svo óalgengt
að sjá birni þar á íerli, en þeim
fannst hegðun þeirra við síma-
staurana forvitnileg. Þetta var
snemma vetrar, þegar fyrsti
snjórinn þakti jörðina, og á hverj
um morgni sáust spor bjarndýr-
anna á milli stauranna.
Þá varð bóndi einn af tilvilj-
un áhorfandi að því, að bjarn
dýr klifraði upp einn símastaur-
inn. Dýrig leitaði iengi að ein
hverju á milli víranna og einangr
unarfestinganna, en lét sig svo
renna niður aftur og labbaði von-
svikið að næsta staur. Aftur
klifraði það upp og leitaði eftir
að upp kom af miklum ákafa, en
ag þvi er virtist árangurslaust,
því að það kom fljótlega niður
aftur. Þá lagði það eyrað að
staurnum og hlustaði lengi,
horfði síðan undrandi upp eftir
honum, en gekk svo aftur inn í
skóginn. Bóndinn þóttist nú
skilja hvernig í öllu lægi, gekk
rjálfur að sámastaurnum og
lagði við hlustir. Sónninn og suð-
ið í staurunum hafði gefið bjarn-
dýrunum þá hugm.vnd, að uppi
væru býflugur og gnægg hun-
angs.
Þ«ið er alltaf verið að kjósa fegurðardrottningar, og af ýmsu tilefni.
^ýlega var kjörin „Ungfrú S.Þ.", og þá er ekki að spyrja að því að
árlega verða tll ungfrúr Evrópur og ungfrú hin og þessi baðströnd —
’túlkan hér á myndinnl var nýlega kjörin „Ungfrú Cortina" Það gerðist
'itanlega i Cortlnu á Ítalíu. Stúlkan, sem fékk þessa nafnbót er nýfræg
þýzk fllmstjarna, Gerry Sommer. Hún virðist hin ánægðasta, þegar settur
hefur verið á hana borðinn nieð Cortina-nafninu. Á bak viö hana stend-
ur einn úr dómnefndinni.
Áskorunin
ÁskoriMi Morgunblaðsins til
þeirua, sem undanfarið liafa
kastað atkvæði sínu á Alþýðu-
bandalagið um að kjós-a nú
umfram allt kommúnista á-
fram, hefur að vonum vakið
miklia athygli. Verður því held-
ur ckki neitað, að hér kveður
við nýjan og nýstárlegian tón
í því blaði.
Þeir, sem þekkja til innviða
Sjálfstæðásfiokksins, viita þó
að þarna hefur hrokkið fram
úr penna ritstjóra Mbl. það,
sem leynt hefur átt að fara,
en verið hin raunverulcga
sko'ðun forystumanna Sjálf-
stæðisflokksins; en hún er í
stuttu máli þessi: Sterkur
kommúnistaflokkur sundrar
andstæðingum okkar og það
er fyrst og freinst sundrung
þeiirra, sem getur tryggt okkur
völdin, viildin skipta okkur
öllu máli og fyrir þau skal
fórna því, sem til þarf.
Leyniþræðirnir
Forystumen.n kommúnista
eiga því meira sameiginlegt
með forystumönnum Sjálf-
stæðisflokkins, en ýmsum gætii
virzt af þeim skrifum að dæma
sem yfirleitt birtast í flokks-
blöðum þessara manna. Þessá
áskorun til kjósenda Alþýðu-
bandalagsins, sem birtist í
Morgunblaðinu lýsir því sem
leiftur yfir þá leyniþræði, sem
milli þessara flokka hafa ætíð
vcrið. Forystumenn kommún-
ista vita, að kommúnistaflokk-
ur getur aðeins þrifizt þar,
sem þjóðféia "sranglæti er mik
áð — og þvi méira, sem það er,
því stærri verður kommúnista-
flokkurinn. Völd og álirif
frjálslyndra umbótaflokka er
því eitur í bcinum kommún-
ista. Stjórnir slíkra flokka
koma fram þjóðfélagsumbót-
um, skapa félagslegt réttlæti
og minnka áhrif auðkónga.
Reynslan sannar það og ótví-
rætt eins og t.d. á Norðurlönd-
um, að þar sem umbótaflokkiar
eru sterkiir oig eru við völd,
minnka kommúnistaflokkar
niður í ekki neitt. Forystu-
menn ísl. kommúnista gera sér
því fulla grein fyrir því, að
völd og áhrif íhaidsflokka og
auðkónga eru algert skilyrði
til þess að unnt verðá að Ivalda
lífi í Sósíaiistaflokknum á ís-
landi og það er fyrir því, sem
þeir berjast og engu öðru
f 'emur, Það var m.a. af þess-
um ástæðum, sem Einar 01-
geirsson otg félagar tóku hönd-
um saman við þá Bjarnia og
Ólaf um að sprengja vinstri
stjórnina. Sæti sú stjórn of
lemgi og kæmii fram þeim um-
bótum, sem hún hafði á stefnu
skrá sinni, minnkuðu vaxtar-
skilyrði kommúnistaflokksitns.
Það væri barnaskapur að
hialda, að foringjum íslenzkra
kommúnista þyki „viðreisnin“
eins leið og þeir vilja vera
láta. Það bcinlínis hlakkar' i
þeim við hverja þá árás, sem
gerð cr á lífskjör almennings
og réttindi, því að þeir vita,
að það er frjóvgandi áburður
á þeirra pólitíska akur.
Eínar fullvissar Bjarna
Þegiar þessar staðreyndir eru
hafðar i huga, ætti mönnum
að vera skiljanlegt, hvers
vegna Einar Olgeirsson kepp-
ist við að lýsa því yfir á Al-
þiiiigi, að Sósíalistaflokkurinn
sé fús í samstarf við Sjálf-
stæðisflokkinn. Það er af því
hann óttast fylgisaukningu
Framsóknarflokksins, að ekki
Framhald á 15. síðu.
TTMINN, fimmtudaginn 21. febrúar 1963