Tíminn - 21.02.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.02.1963, Blaðsíða 3
Þingi EFTA er nýlokið í Geneve. Hér sjást nokkr ir ráWherranna, sem sátu þann fund, talið frá vinstri: Gunnar Lange, viðskiptamálaráðh. Svíþjóðar; Veli Merikoski, utanríkisráðherra Finnlands og Per Hækkerup, utanríkisráðherra Danmerkur. (Ljósm.: UPI). Hiti í vökum ES—Egilsstöðum, 20. febr. Eins og áSur hefur veriS sagt frá, hefur iarShiti fundizt í UrriSa vatni hér á HéraSi. í frostunum í vetur hafa haldizt þar auðar vakir og hefur mælzt í þeim talsverSur hiti. í dag var enn farið að þessum vökum og mældist þar þá 57 stiga inti í einni vökinni og 46 stig í annarri. Þá hafa menn einnig und anfarið farið að veita athygli svo- kölluðum Þrælavökum, sem eru undan bænum Hreiðarsstöðum. Þar eru nú þrjái vakir í ísnum, hver um sig um einn metri [ þvermál qg milli þeirra er um einn metri. ísinn í kringum þær er 30—40 sentimetrar á þykkt. Fyrir fáum dögum veittu menn því athygli, að' gas streymdi þarna upp um vatnið og hafði skænt lítils háttar yfir vak irnar. Er gat var stungið á ísinn og loft, sem safnazt hafði saman undir skæninu, streymdi upp, var að því borinn eldur. Gaus þá upp Griðabandalag og eftir- Eif rætt í Geneve NTB-Geneve, 20. febrúar. Sovétríkin lögðu fram í dag tillögu um að Varsjárbanda- lagið og Atlantshafsbandalag- ið gerðu með sér samning um að ráðast ekki hvort á annað, beita ekki hótunum eða valdi á þann hátt sem stríði gegn markmiði og grundvallarregl- um sáttmála hinna sameinuðu þjóða. Þetta er önnur tillagan sem Sovétríkin ieggja fram á ráðstefn- unni, síðan fundir hófust að nýju 12. febrúar. Fyrri tillagan var á þá leið, að stórveldin drægju til baka öll kjarnorkuvopn og tæki til flutnings þeirra frá erlendum lierstöðvum. Vesturveldin lýstu sig mótfallin þeirri tillögu, þar eð hún hefði raskað valdahlutföll unum Rússum í hag. Haft er eitir málsvörum Atlants- bandalagsins í París í dag, að hin :iýja tillaga Rússa sé einungis á- róðursbragð og komi ekkert nýtt fram í henni. Rússar hafa upp á siðkastið flutt margar svipaðar til- lögur. Þá var það einnig tekið fram, að aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins hefðu ævinlega skoð- að sig bundin af ákvæðum SÞ að forðast valdbeitingu. Meðal þeirra sem töluðu á ráð- stefnunni í dag var sænski fuíl- trúinn, frú Alva Myrdal. Hún vildi að reynt yrði að leysa sjálfheld- una, sem komið væri í, vegna ágr'einingsins um fjölda eftirlits- ferða með málamiðlun. Hún lagði til að byrjað yrði með fleiri ferð- um, en þeim smám saman fækkað eidur um metershátt í loft upp. í dag fóru nokkrir menn að vök unum. Endurtók þá sama sagan sig, að þegar gat var stungið á ísinn og eldur borinn að uppstreym mu, kom um metershár eldur. Þarna var um 18 metra dýpi og var botnhitinn mældur, en reynd- isí aðeins vera tvær gráður. í tilefni þessarar fréttar sneri blaðið sér til Guðmundar Sigvalda sonar, jarðfræðings, og spurði hann, hvaða skýringu menn teldu hklegasta. Guðmundur varðist allra frétta um vakirnar á Lagar- fljóti. Hann kvað ekki útilokað, að þar væri um einhvern jarðhita að ræða, en um slíkt væri ekkert liægt að segja, fyrr en rannsókn hefði farið fram. Myndi vísinda- maður fara austur upp úr helg- inni til rannsókna og safna gas- sýnishornum. Guðmundur kvað ekki útilokað, að vakirnar hefðu haldizt vegna hreyfingar á vatn- inu vegna gasuppstreymisins. Sennilegast væri, að þarna væri annaðhvort um methan eða vetni að ræða, en fullyrðingar um það biðu síns tíma. Þess má geta, að þar sem methan streymir úr jörðu, er yfirleitt um emhverja rotnun að ræða, til dæm is er það algengt á olíusvæðum og þar sums staðar, eins og í Ung- verjalandi, notað til upphitunar. Sumir gárungar vilja koma með þá skýringu, að þetta sé bara Lag- arfljótsormurinn, sem nú hafi sungið sitt siðasta og sé að rotna á botninum, en búast má við að vísindamennirnir verði tregir til að fallast á þá skýringu. FRÉTTIR í FÁUM ORÐUM Reykjavík, 20. febr. — í siðustu viku fóru nokkrir unglingspiltar um borS í línuvelðarann Vísund, sem liggur í Elliðaárvogi. Tóku þeir traustataki ýmsa hluti úr góSmálmi í vélarrúmi skipsins, höfðu á brott með sér og seldu. Munu þeir hafa haft samtals hátt á annað þúsund krónur upp úr krafsinu. Eigendurn Ir urðu skjóft varir við stuldinn og FÆR REUMERT HEIDURS- BljSTAD niels bohrs? Aðils — Kaupm.h. 20. febr. Heiðursbústaður Carls- bergsverksmiðjanna, þar sem Niels heitinn Bohr pró- fessor bjó árum saman, verður nú laus innan tíðar, og blöðin eru farin að ræða, hver muni sóma sér þar bezt framvegis. í dag skrif- ar Frederik Nielsen prófess or grein í Aktuelt og segir þar meðal annars: — Nöfn eru nefnd og mörg eru stór á danskan mælikvarða, en fá eru það, sé miðað við álfuna alla. Ég hef ekki meiri rétt en aðrir Danir að leggja fram uppástungur. En ég voga mér að nefna þann mann, sem að mínu viti er sá eini sem hægt er að stinga upp á, og geri það vegna þeirra lærdóma sem ég hef haft af höfuðsnili- ingum danskrar Jeiklistar. — Núna búa vísindi og listir Dan merkur ekki yfir nema einum manni, sem myndi ekki vera heiðraður, heldur heiðra heið- ursbústaðinn með að flytjast þangað. Það er Poul Reumert. í lok greinar sinnar segir Nielsen prófessor: Enginn veit hvort Poul Reumert myndi sam þykkja þetta á efri árum sín- um. Enginn er svo djarfur að ætla, að Reumert þarfnist þess heiðurs, sem það er að búa í heiðursbústaðnum. En okkur leyfist að segja, að við höfum þörf á að hann geri þjóð sinni þann greiða að búa þar. Vegna þess hafa þessar línur verið rit aðar. Information skriíar hins veg- ar varðandi heiðursbústaðinn, að sumir hafi rætt þann mögu- leika, að fyrrverandi forsætis- ráðherra landsins, Viggo Kamp mann, flytti þangað, og yrði bú staðurinn þá um leið gerður að miðstöð fyrir starfsemi Dana til styrktar þróunarlöndunum. fundu hina horfnu muni hjá brota- járnskaupendum og þaðan voru sporin rakin tll drengjanna. Hafa þeir játað brot sitt. Reykjavík, 20. febr. — Á mánudags kvöldið voru tveir drengir, 9 og 12 ára, að leika sér með loftriffil, er eldri bróður annars þeirra átti. — Skutu þeir í mark í húsagarði ein- um í Hlíðunum. Er annar þeirra missti marksins, fór biýkúla riffils- ins yfir á næstu lóð og lenti þar í bakl lítillar telpu, er var að leik. Ekki mun s'túlkan hafa skaddivt verulega, en lögreglan fékk málið [ til meðferðar og tók riffilinn í sína ■ vörzlu. | Reykjavík, 20. febr. — Á samkomu Náttúrufræðifélagsins i I kennslu- stofu Háskólans mánudaginn 25. febr. kl. 20,30 mun Páll Bergþórs- son veðurfræ?iingur flytja erindi: Lofthiti á íslandi síðan um land- nám. — Þetta efnl hefur fyrlrlesar- : inn rannsakað eftir sögulegum heim j ildum og áætlar hann hitastigið á liðnum öldum eftir þeim á töluleg- an hátt (s'tatistfskt). Heimildirnar eru einkum um hafís við ísland, en t.d. mannfellir af hungri er einnig veigamikil vísbending um hltastlglð. Önnur atriði, srm fyrirlesarinn mun ræða og styðst vlð f ályktunum sín- um, eru t.d.: hitamælingar á Eng. landi frá 1681, athuganir próf. Jóns Steffensens á mannabeinum. korn- rækt á íslandi, breytingar jökla hér og erlendis. íslandslýsing Gfsla biskups Oddssonar og vitnisburður bókmennta um loftslagsbreytingu eftir 1600. BÓ-Reykjavík, 20. febr. — Nokkur ný inflúenzutilfelli komu upp í dag, en upplýsingar um fjölda þeirra eru ekki fyrlr hendi. Borgarlæknisem- bættið mun fylgjast með útbreiðslu veikinnar gegnum vaktþjónustuna. — Veikin hefur nú herjað á EIII- heimilinu og. Alþýðublaðinu, og kunnugt er að allt að fjórðungur starfsliðs Ofnasmiðjunnar lasnaðist f dag, og var flenzunni kennt um. Sprauf uðu skað- legum vökva í augu drengsins Poul Reumert Um hálftíuleytið á þriðjudags- kvöldið varð sá atburður. að 4 unglingspiltar, 16—20 ára, komu að 14 ára pilti, sem var að leik á Gnoðarvogi, og sprautuðu fram- an í hann vökva. Ekki er vitað hvers konar vökvi pað var, en drengurinn fékk hann i augun og skaddaðist annað auga drengsins allmjög, en ekki er enn vitað, hvort um varanlegar skemmdir a auganu er að ræða — Þjáist hann af sárum sviða í augum. Ekki hefur enn tckizt að hafa uppi á unglingspiltum þeim, sem stóðu að þessu ljóta verki. Þar sem drengurinn blindaðíst eftir að hann fékk vökvann i andlitlð, hef ur hann ekki getað gefið lýsingu a píltunum. Þeir, sem gætu gefið einhverjar upplýsingar, er að gagni mættu koma við að hafa uppi á pörupiltum þessum, eru beðnir að hafa samband við rann sóknarlögregluna í Reykíavík. TÍMINN, fimmtudaginn 21. febniar 1963 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.