Tíminn - 21.02.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.02.1963, Blaðsíða 14
ÞRIDJA RIKID WILLIAM L. SHIRER halda ekki aðeins öllum hinum rótgrónu prússnesku venjum hers- ins, heldur tókst þeim einnig að gera hann að valdamiðstöð stjórn- málanna í hinu nýja Þýzkalandi. Það var heldur ekki fyrr en á síðustu lífdögum lýðveldisins, sem herinn tók að styðja eina ákveðna stjórnmálahreyfingu eða stjórn- málaflokk. En undir stjórn Hans von Seeckt, hins bráðsnjalla manns, sem skapaði 100.000 manna Reichswehr, varð herinn, fámennur eins og hann nú var, ríki í ríkinu, og hafði stöðugt meiri og meiri áhrif á stefnu þjóð ■rinnar j innan- og utanríkismál- um, þar til sú stund rann upp, að áframhaldandi tilvera lýðveldisin.s byggðist á vilja liðsforingjanna einum saman. Sem ríki í ríkinu hélt herinn sjálfstæði sínu, og var óháður stjórn landsins. Samkvæmt Weim- ar-stjórnarskránni hefði verið hægt að láta herinn lúta vilja stjórnar og þings, eins og tíðkað- »st um herafla í öðrum vestrænum Iýðræðisríkjum, en þannig var það ekki í Þýzkalandi. Ekki var húgur liðsforingjanna heldur hreinsaður af einræðis- og and- Iýðræðislegum skoðunum. Nokkr- ir Sósíalistaforingjar eins og þeir Scheidemann og Grzesinski hvöttu til þess, að herinn yrðj gerður „lýð ræðislegar sinnaður“. Þeir gerðu sér ijósa grein fyrir þeirri hættu, scm var því samfara að við her- stjórninni tækju að nýju, þessir gömlu liðsforingjar, sem gegnsýrð ir voru af gömlum siðum og venj um einræðistímans. Það voru þó ekki aðeins liðsforingjarnir, held- ur einnig þeirra eigin sósíalistísku samstarfsmenn, sem settu sig upp á mófi tillögum þeirra, undir for- ystu varnarmálaráðherrans Noske. Þessi öreiga-ráðherra lýðveldisins hrósaði sér af því á opinberum vettvangi, að hann vildi endur- vekja „hinar stoltu minningar hermannanna úr heimsstyrjöld- inni“. Þau mistök stjórnarinnar, að byggja ekki upp nýjan' her, sem yrði tryggur lýðræðislegri stefnu hennar og lyti stjórninni og þinginu, áttu eftir að reynast lýðveldinu örlagarík eins og síðar kom í ljós. Önnur mistök voru að hreinsa ekki til í dómarastéttinni. Þeir, sem framfylgja áttu lögunum, áttu eftir að verða miðpunkturinn í andbyltingars'efnunni, og notfæra sér réttarfarið til þess að hrinda í framkvæmd afturhaldssömum áætlunum sínum. „Það er ómögu- legt annað en viðurkenna'1, sagði Franz L. Neumann sagnfræðingur, „að stjórnmálalega réttarfarið sé dekksti bletturinn í sögu þýzka lýðveldisins". Eftir Kapp-samsær- ið árið 1920, ákærði stjórn 705 menn fyrir landráð. Aðeins einn maður, lögregluforingi Berlínar, hlaut dóm — fimm ára „heiðurs- varðhald". Þegar prússneska ríkið hætti að greiða eftirlaun hans, skipaði hæstiréttur, að þvf skyldi haldið áfram. Þýzkur dómstóll heiðraði von Lúttwitz hershöfð- ingja, foringja Kapp-samsærisins, með því í desember árið 1926 að kveða svo á um, að honum skyldu greidd eftirlaun aftur í tímann, fyrir þann tíma, sem hann hafði •starfað sem uppreisnarmaður gegn stjórninni, og einnig átti að greiða honum laun fyrir þann tíma, sem hann hafði dvalizt í Ungverjalandi til þess að sleppa við hegningu. En þrátt fyrir þetta voru hundr- uð þýzkra manna, sem aðhylltust frjálslynda stefnu, dæmdir til langrar fangelsisvistar fyrir land- ráð, végna þess að þeir lýstu því yfir í ræðu og riti, að herinn bryti stöðugt Versalasamninginn. Lög- unum um landráð var fylgt vægð arlaust, þegar um var að ræða menn, sem studdu lýðveldið. Þeir, sem hægrisinnaðir vora og reyndu að steypa því af stóli, sluppu venjulega alveg, eða með vægan dóm, eins og Adolf Hi'ler átti eftir að komast að raun um mjög fljótlega Jafnvel morðingjar, væru þeir hægri menn, og fórn- arlömbin lýðræðissinnar, fengu væga meðferð hjá dómstólunum, eða þeim var, eins og oft vildi verða, hjálpað af liðsforingjum og öfgamönnum til hægri til þess að sleppa úr gæzlu dómstólsins. Þannig var hinum mildu Sósíal- istum, með aðstoð lýðræðissinna og kaþólsku miðflokkanna, látið eftir lýðveldið, sem riðaði reynd- ar til falls allt frá fyrsta degi. Þeir urðu að þola hatur, fyrirlitn- ingu og stundum byssukúlur and- stæðinga sinna, sem stöðugt fór fjölgandi og sem stöðugt urðu ákveðnari. „Weimar-stjórnarskrá- in hefur þegar hlotið sinn dauða- dóm, í hjörtum fólksins", hrópaði Oswald Spengler, sem hafði orð- ið geysilega frægur fyrir bók sína „Fall vestursins". í Bayern hafði hinn ungi 'baráttumaður Adolf Hitler gert sér grein fyrir styrk hinna nýju þjóðernissinna, and- lýðveldissinna og and-lýðræðis- sinna, og hann byrjaði að færa sér þetta í nyt. Atburðir næstu mánaða áftu mikið eftir að hjálpa honum, sér- staklega tveir: fall marksins og það, að Frakkar skyldu hernema Ruhr. Markið hafði byrjað að falla 1921 eins og áður hefur verið minnzt á, þegar 75 mörk jafngiltu einum dollar. Næsta ár þurfti 400 mörk fyrir dollar og í byrjun árs 1923 7.000. Þegar haustið 1922 hafði þýzka stjórnin farið þess á leit við Bandamenn, að þeir leyfðu að frestað yrði um sinn greiðslu á stríðsskaðabótunum. Þessu neit aði franska Poincaréjstjórnin hreinlega. Þegar Þjóðverjar svik- ust um að afhenda timbur, eins og samið hafði verið um, skipaði hinn harði franski forsætisráð- herra, sem verið 'nafði forseti Frakklands á stríðsárunum, franska hernum að hertaka Ruhr. Ruhr, sem var iðnaðarmiðstöð Þýzkalands, eftir að Efri-Sclesia hafði verið afhent Póllandi, og sá ríkinu fyrir fjórum fimmtu hlut- um allrar kola- og stálframleiðsl- unnar, var nú skilið frá hinum hluta landsins. Eitt augnablik sameinaði þetta 26 högg, sem hafði svo' lamandi áhrif á efnahag landsins, þjóðina undir eitt merki, sameinaði hana á þann hátt, sem hún hafði ekki þekkt síðan árið 1914. yerkamennirnir í Ruhr gerðu allsherjarverkfall, og þeim var veitt fjárhagsaðstoð frá stjórninni í Berlín, sem hvatti til þess að veitt yrði þegjandi við- nám. Skemmdarverk og skærur voru skipulagðar með aðstoð hers- ins. Frakkar svöruðu með hand- tökum, brottflutningi og jafnvel dauðadómum, en ekki snerist eitt einasta hjól í Ruhr. Þetta kverkatak um efnahag Þýzkalands flýtti fyrir lokahruni marksins. Þegar Ruhr var hernum ið í janúar 1923, féll það enn, svo að nú jafngiltu 18.000 mörk einum dollar. í júlí voru þau orð in 160.000, í ágúst ein milljón. f nóvember, þegar Hitler hélt, að sín stund hefði runnið upp, þurfti fjórar billjónir marka fyrir ei«« dollar, og eftir það urðu tölurnar trilljónir. Þýzki gjaldmiðillinn var orðinn algerlega verðlaus og kaupmáttur launa kominn niður í ekki neitt. Sparifé, sem millistétt irnar og verkalýðurinn hafði ver- ið alla ævina að safna, var orðið að engu. En það var annað og meira, sem eyðilagt hafði verið, trú þýzku þjóðarinnar á efnahags skipulagi Þýzkalands. Hvers virði var þjóðfélag, sem hvatti eindreg ið til sparnaðar og fjárfestingar, og lofaði afdráttarlaust öruggum endurgreiðslum, en sveiks't svo um að endurgreiða? Voru þetta ekki svik við fólkið? Bar ekki lýðveldið ábyrgðina á öllu þessu, lýðveldið, sem gefizt hafði upp fyrir óvinunum og tek- ið á sínar herðar byrðar stríðs- skaðabótanna? Því miður, fyrir áframhaldandi tilveru Llðveldis- ins, var það ábyrgt. Það hefði ver ið hægt að stöðva verðbólguna 37 — Guy er elskhugi þinn, — Þú varst aldrei nein eiginkona fyrir Sylvester. Þú kramdir hjarta hans. Og þér var nákvæmlega sama. Orðin fuku út úr henni, full af viðbjóðslegri illmennsku. — Og hann er ekki kólnaður í gröf sinni þegar þú ferð að eltast við annan karlmann. Þú kallar Frances vin- konu þína og svo . . . Það var miklu meira. Alltof voðalegt til að endurtaka það. Ég stóð þarna skjálfandi á beinunum. Ég var veik af skömm og örvingl- an og velti fyrir mér, hvernig ég gæti þaggað niður í henni. Hún öskraði tryllingslega, kreppti hnefana móti mér og notaði verstu orð, sem hugsazt getur. Sum skildi ég ekki, hafði aldrei heyrt þau, en ég fann, að þau voru . . . við- bjóðsleg. Og jafn skyndilega og hún hafði byrjað þagnaði hún. Hún starði! andartak á mig opnum munni,; svo féll hún meðvitundarlaus nið-1 ur. Þegar ég kraup á kné við hlið hennar, sá ég að það var froða í munnvikum hennar. Miriam kom hlaupandi. Við bár- um Gertrude í rúmið. Svo flýtti ég mér í símann. Dr. Keet lofaði að koma samstundis. — Reyndu að vera róleg, telpa mín, sagði hann, er ég hafði tjáð honum, hvað gerzt hafði. — Drekktu te- bolla og blandaðu vel með koníaki. Ég gerði eins og hann bauð og leið þegar betur. Svo gekk ég aft- ur út til Gertrude Hún var enn meðvitundarlaus. Miriam hjálp- aði mér að ná af henni kjólnum og lífstykkinu. Líkami hennar slappaðist og varð feitur og form- laus. Hún var enn meðvitundarlaus, j þegar dr. Keet kom. Hann hafði j tekið Monicu með sér. Hún var döpur og mæðuleg og það var ekki fyrr en dr. Keet var farinn og hafði gefið skipanir um meðul og gefið Gertrude sprautu, að hún sagði mér ástæðuna. — Þetta er allt mér að kenna, sagði hún hnuggin. — Ég hitti hana í borginni og við drukkum saman kaffi. Hún var í svo góðu skapi, þvj að hún hafði hitt Nic- holas og hann hefur svo góð áhrif á hana. Þess vegna dirfðist ég að segja, að þú þyrftir að komast í annað umhverfi — fara burtu frá Swazilandi og byrja nýtt líf ann- ars staðar. — Ó, Monica, byrjaði ég, en þagnaði, þegar ég sá, hversu ör- væntingarfull hún var. — Hún tók því vel. Sagðist vera mér sammála. Spurði hvort þú hefðir talað um það við mig. Ég sagðist halda, að þú vildir fara strax og þú gætir hennar vegna. — Hún varð auðvitað að fá að vita það fyrr eða síðar, sagði ég og reyndi að hughreysta Monicu. — Talaði hún um það við þig, þegar hún kom heim? Var það þess vegna, sem hún fékk kas'ið? — Það hefur kannski verið ástæðan, en rifrildið var það var raunaf ekkert rifrildi Hún bara öskraði, og gargaði og ásakaði mig um allt mögulegt — með Guy. Ó, Monica, voðalegur dagur hefur þetta verið! Og án þess að ég vissi af fór ég að gráta. Monica tók utan um mig. — Segðu mér aiit af létta, Liz. Og ég gerði það Ég byrjaði með veika kálfinum. Guy og óvæntri komu hans. framkomu hans . . viðbrögð hans, þegar ég bað hann að bölva ekki svona . . . i og svo reiði Gertrudes . . . — Veslings Liz, sagði Monica blíðlega, — og veslings Guy. Ég snýtti mér. — Mér finnst að þú ættir heldur að segja vesl- ings Frances. Hvað má hún ekki halda um mig? Monica, það getur j ekki verið, að hún haldi að ég ' hafi . . að ég hafi getað . . . að | Guy og ég . . . Orðin dóu á vörum ! mér. I — Ég vissi, að Guy var ástfang | inn af þér. Ég hélt, að þú hef ðir skilið það og myndir kæfa það í j fæðingu. — Kannski hefði ég getað það, sagði ég óhamingjusöm — En mér datt ekkert slíkt 1 hug. 7. KAFLI. j Gertrude vaknaði næsta morg- ! un og var eins og ekkert hefði gerzt. Hún varð hissa, þegar henni var sagt, að það hefði liðið yfir hana. Hún varð öskureið, þegar dr. Keet fyrirskipaði, að hún yrði ! að vera í rúminu nokkra daga og Monica myndi verða á búgarðin- um. — Það er ekki nokkur skapað- ur hlutur að mér, andmælti hún — Aðeins það, að röddin yðar hækkar taugaveiklunariega. sann ar að svo er, sagði dr. Keet rólega. — Annaðhvort gerið þér eins og ég skipa, eða ég ek yður beint á sjúkrahúsið Þau horfðusi i augu stundar- korn Dr Keet 'ann einvígið Ég hafði nóg að gera, að sjá um að allt gengi sinn vanagang. | á búgarðinum og þegar ég kom 1 aftur inn, sagði Monica mér glað; lega, að Gertrude væri í góðu ’ skapi. j — Og veiztu hvað, Liz, sagði hún og ljómaði. — Gertrude tal- aði um að ráða bústjóra og heim- íækja systur sína í Rhodesíu. j Nokkrum dögum seinna kom j dr. Keet aftur. Eftir að hann hafði jverið inni hjá Gertrude kom hann , til mín. Hann virtist hinn ánægð-1 j asti. ! — Ég er feginn að heyra um ráðagerðir tengdamóður þinnar Þið hafið báðar gott af því að kom- ast burtu hvor frá annarri And- rúmsloftið er ekki bætandi fyrir ykkur. Mér hefur aldrei líkað fossaniður! —- Ég elska hann, sagði ég og fylgdi honúm út í bílinn. Um eftirmiðdaginn drakk ég kaffi inni hjá Gertrude Þá bað hún mig að panta samtal við j númer eitt í Esther, Surrey, Eng- J landi og einkasamtal við ein- hverja frú Oatcliffe. Hún átti að fá samtalið klukkan tólf daginn eftir og hún sagðist sjálf mundu koma fram úr og svara. Morguninn eftir var ég önnum kafin úti við og var alveg búin að gleyma símanum Gertrude var enn á fótum, þegar ég kom inn til hádegisverðar. og það lá mjög ve' á henni Það var ekki fyrr en um kvöidið að Mop.ica gat talað við mig undir fjögur augu. Þá var hún í miklu uppnámi. — Þetta símtal var viðvíkjandi þér, Liz, sagði hún. — Gertrude spurði þessa frú Oatcliffe, hvort hún gæti leyft þér að búa hjá henni nokkra mánuði. — En ég vil ekki fara til Eng- lands, sagði ég gremjulega og mis líkaði, að alltaf var einhver, sem vildi ráðskast með mig. — Þú getur farið til Ameríku þaðan, sagði Monica. — Hugsaðu þér lætin, sem Ger trude myndi gera, ef þú segðist vilja fara til New York. En viltu ekki heyra, hvað hún sagði fleira. Monica dró enga dul á, að hún hafði af forvitni legið á hleri fyr ir utan gluggann. — í fyrstu töl- uðu þær um allt annað. Ég heyrði ekki nema sumt af því Gertrude spurði si svona: — „Er það ekki nafnið á manninum, sem hafði málið. Ilann, sem fékk ungu stúlk una sýknaða af morði?“ Ég veit auðvitað ekki hverju var svarað, en Gertrude sagði: „Já, það er þá eins og ég bjóst við“. Finnst þér það ekki dularfullt, Liz? — Jú, samsinnti ég, en hafði ekki áhuga á málinu. Mér gekk illa að sofna um nótt- ina. Gat það verið satt, að ég fengi að fara héðan? Það var farið að fara í taugarnar á mér, hvernig Gertrude fylgdi mér með augun- um hvert sem ég fór. Eilífar spurn ingar hennar, sem voru eins og bein yfirheyrsla. „Hvers vegna gerðirðu það?“ „Hvað gerðirðu þá?“ „Hvenær sagði hann það“. Ég hafði ónotalega á tilfinning- T í M I N N fimmtudaginn 21. febrúar 19G3 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.