Tíminn - 21.02.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.02.1963, Blaðsíða 6
ÞINGFRÉTTIR Þörf meiri takmörkunar á rétt- indum útlendinga hér á landi Á ÞINGPALLI ★★ Fundur var í SameinuWu þingi í gær og voru mörg mál tekin til meðferðar. Hér á eftir verður þeirra helztu getið stuttlega: Halldór E. Sigurðsson mælti fyrir þlngsálykt- unartillögu, er hann flytur ásamt Gunnari Gíslasynl um endurskoðun girð'ingarlaga frá 1952. Tillagan var flutt á þingunum 1956— 1957; 1957—1958 og aftur á síðasta þingi, en án árangurs. Margt hefur breytzt frá setningu laganna, m.a. er tímabært orðið að telja vél- grafna skurðl, sem hluta af glrðingu, Þá þarf að endurskoða skyldur vegagerðar gagnvart landeiganda, þegar vegur er lagður gegnum afgirt lönd. Nú fer frnm endurskoðun vegalaga og er því nauð- synlegt að endurskc »» rðingarlaga farl jafnframt fram. ★★ Jón Skaftason mælti fyrir tillögu sinni um ákvörðun á vegar- stæð'i og lagningu Vesturlandsvegar. Kveður tillagan á um, að vegarstæði Vesturlandsvegar frá Elliðaám og inn fyrir Kollafjörð verði þegar ákveðið og hafin verðl vinna við þau undirbúníngs- störf, sem nauðsynleg eru til þess að lagning vegarins getl hafizt á sumri komanda. Jón Skaftason sagði, að þessi vegur værl annar af fjölförnustu þjóðvegum landsi’ns og fara um hann miklir þungaflntlningar og hefur vegurinn gefið sig undan þessu mikla álagi. Á því svæði, sem vegurinn lilggur um er byggð ört vaxandi og er allt skijnilag í lausu loftið af skiljanlegum ástæðum, þar til stæði Vegarihs hefur end anlega verið ákveðið. Má þyí ekki, 'h%'ng\ir Árágasí ,úr höijjlu^ ákveða vegarstæðið. ★★ Helgi Bergs mælti i gær fyrir þingsályktunartillögu þeirrl, er Ágúst Þorvaldsson flytur, ásamt Karli Guðjónssyni, um leit að heitu vatni á Selfossi og að Laugardælum, en Helgi á sæti á Alþingi í f jarveru Ágústs. Helgi minnti á, að hltaveita hefur um alllangt skei® verið á Selfossi, en það var Kaupfélag Árnes- inga, sem lét byggja hana, Vatnið kemur frá Þorleifskoti í Laugardælalandi, rétt austan við kauptúnið. Hefur Selfossbyggð austan Ölfusár notið þessarar hitaveitu. Nú er vatns- magnið hins vegar orðið ónógt og hefur m.a. orðið að loka Sundhöilinni á Selfossi um skeið vegna vatns- skortsins. Sérfræðingar telja fullvíst að fá megl meira vatns- magn frá Laugardælum með frekari borunum. Byggð hefur aukizt mjög vestan árinnar á undanfömum árum ng fram hafa komið ítrekað’ar óskir frá ibúum þar um hitaveitu. Á s.l. hausti var borað vestan árinnar en velttar höfðu verið 200 þúsund kr. til verksins. Borholan var ekki nema 96 metra djúp, er frá var horfið. Hiti mældist í botni hennar allt að 92 gráðum, en ekkl var enn komið niður á vatn. Er því nauðsynlegt að halda borunum þar áfram, jafnframt því, sem undinn verðl bráður bugur að því að auka vatnsmagnið frá Laugardælum. ★★ Ingólfur Jónsson, landbúnað’arráðherra sagð’i tillögu þessa óþarfa, þar sem þegar væri búið að ákveða, að iarðhitasjóður veitti 500 þúsund krónur til borana vestan Ölfusár á þessu ári. Tillagan væri þó góðra gjalda verð og rétt að taka henni vel, þar sem hún ættl rétt á sér sem slík. Þakkaði Helgi Bergs ráðheíranum góðar undirtektir og taldi það rétt athugað hjá honum, að þessi tillaga hefði átt fullan rétt á sér. ★★ Ásgeir Bjarnason mælti fyrir þingsályktunartillögu þeirri, er Valtýr Kristiánsson flutti, er hann átti sæti á Alþingi sem varaþlngmaður, um rannsókn á kali i túnum. Ásgeir Bjarnason, Halldór Ásgrímsson og Ágúst Þorvaldsson voru meðflutningsmenn Valtýs að þessari tillögu. Ásgei.r Bjarnason minnti á, að kalskemmdir i túnum hefðu orðið með mesta móti víða :m iand á s.l. sumri — og veldur kalið miklu um það, að heyfengur er nú ekki meiri en raun er á. Kal í túnum er þó engin nýlunda í íslenzkum búskap og hafa ntenn yfirleitt staðið uppi ráðlitlir gagnvart þessari plágu, enda vita menn enn ógerla af hverju hún stafar - eða hvaða ráð séu vænlegust til að hefta hana eða draga úr henni. Þess Ilermann Jón- asson hafði í gær framsögu fyrir tillögu Framsókn armanna um eignarétt og af- notarétt fasteigna og réttindi er- lendra manna til atvinnureksturs hér á landi. — Hermann sagði, að flestar eða all- ar þjóðir hefðu lög, sem ákveða hverjum lágmarksskilyrðum verði að fullnægja, til þess að einstak- lingar eða félög megi eignast fast- eignir, eða öðlast afnotarétt þeirra. Enn fremur ákvæði um það, hverj um skilyrðum þurfi að fullnægja til þess að geta stundað atvinnu- rekstur. Þau !ög, sem um þetta efni giida. eru mjög mismunandi með- al þjóðanna Hjá íslendingum eru lögin um eignarétt og afnotarétt fasteigna frá árinu 1919 aðalákvæðin um þetta efni í þeim lögum er lög- fcst sú meginregla, að þeir einir, sem eru heimilisfastir hér á landi hafi rétt til þess, án sérstaks leyf- is, að eignasi hér fasteign eða af- notarétt af henni — En Iögin setja ekki það skilyrði fyrir því að eignast hér fasteign eða afnota- rétt af henni, að einstaklingur- inn sé íslenzkur ríklisbargari og ha.fi haft búsetu hér á ^andifitj{j ;f,ékÍðíl#nkbií‘.an!jlJ-'1 I Það virðist því ekkert vera því til fyrirstöðu, að útlendingar, sem hcr eru heimilisfastir, öðlist um leið rétt, til að fá eignarétt og af- notarétt á ísienzkum fasteignum. Ef um félog er að ræða, þar sem fleiri menn eru í félagi og ber hver fulla ábyrgð á skuldum félagsins, þá skulu þair allir vera búsettir hér á landi. Sé hins vegar um fé- lag að ræða, þar sem sumir bera fulla, aðrir takmarkaða ábyrgð á j skuldum félagsins, skulu þeir sem íulla ábyrgð bera, vera hér heim- ilisfastir, félagið hafa hér heimili og vamarþmg og stjórnendur all- ir vera hér heimilisfastir. Ef um hlutafélag er að ræða eða stofnamr. er aðeins það skil- yrði sett, að stofnunin eða félagið \ cigi hér heimilisfang og varnar- þing og ag stjómendur séu hér heimilisfastir. Frekari skilyrði ! virðast ekki fyrir því sett að hluta félög og stofnanir geti eignazt fasteignir hér á landi, eða afnota- rétt þeirra. Svo virðist sem íslenzk löggjöf .geri engar sérstakar kröfur til hlutafjáreignar íslenzkra ríkisborg ara eða hér búsettra manna. — Samkvæmt ákvæðum laganna frá 1919, virðast því hlutafélög, þar sem mikill meiri hluti hlutafjár er í höndum útlendinga. geta hindrunarlaust og án þess að fá leyfi til þess, eignazt fasíeignir hér á landi, eða afnotarétt þeirra. Uppfylli útlendingar ekki þessi skilyrði getur ráðuneyti hlutað- eigandi ráðherra veitt honum leyfi til þess að kaupa fasteignir hér á iandi, ef ástæða þykir til. eins og það er orðað í lögunum frá 1919. Ekkert er tekið fram um það hverjar ástæður þurfi að vera fyrir Hendi. Ráðuneytinu er því •ajlt í sjálfsvald, sett um veitingu f^yfisjfl^fjor! &9 í : . Og það þarf ekkert leyfi ráð- herra, ef leigusamningur um fast eign er í þrjú ár eða skemur — eða ef leigusamningnum má segja upp með ársfyrirvara Það er næsta auðsætt af þess- um ákvæðum 1. gr. laganna frá 1919, sem ég hef nú rakið, að þau reisa ekki miklar skorður við því að eignaréttur eða afnotarétt- ur fasteigna hér á landi, færist í hendur erlendra ríkisborgara. Af þessu ætti að vera ljóst, að nauðsyn ber til að taka löggjöf- ina um þessi efni til rækilegrar endurskoðunar. — Það þarf að setja ný lög um þetta efni, sem geti reist rönd við því að erlendir ríkisborgarar geti keypt hér upp j fasteignir. Þetta gildir um ein- staklinga og félög. Sérstaklega eT ástæða til að setja greinilegri og afdráttarlausari ákvæði um hluSÉ félög. Má ekki minna vera, en að þau skilyrði séu sett, að íslenzkir ríkisborgarar eigi tiltekinn meiri- hluta hlulafjár í þeim félögum, sem öðlast rétt til að eignast fast- eignir hér á landi. Svo bent sé á eitt atriði af mörgum fleiri, sem taka þarf til athugunar. Ef beiting undanþága er lögð í hendur ráðherra, virðist tvímæla- laust að binda þær undanþágur ákveðnum skilyrðum. Annað efni tilLögunnar snertir endurskoðun á lagaákvæðum um atvinnurekstrarréttindi hér á landi. Um leið og lögin um eigna- rétt og afnotarétt fasteigna er tekinn til endurskoðunar, þykir einnig rétt og nauðsynlegt að end- urskoða löggjöf um þetta efni. Einkum virðist nauðsyn að end- urskoða aðstöðu hlutafélaga og annarra félaga með takmarkaða ábyrgð. — íslenzk !ög binda að vísu at- vinnurekstrarréttjndj útlendinga ýmsum skilýrðum. En vafasamt verður að telja að hér sé nægi- lega vel um hnútana búið. Einkum á þetta við um hlutafélög, sem út lendingar kunna að eiga mikið i, eða eru útlendingum skuldskyld — og raunverulega rekin af þeim. Um allt þetta þarf að setja skýra löggjöf, þar sem ákveðin stefna er mörkuð og fyrir því séð með ströngum ákvæðum að þeirri meginsteínu sé fylgt. — Framhald á 15. síðu. Bygging Lag- arfljótsbrúar Jónas Pétursson hafði í gær framsögu fyrir tillögu sinni um að gerð verði fullnaðarkostnaðar- áætlun um brúargerð yfir Lagar- fl.iót við Lagarfoss og þeirri áætl un verði lokið á næsta hausti HaJldór Áfigrímsson sagði und ! arlegt, að Jónas skyldi aðeins nefna annað brúarstæði af tveim- ur við Lagarfljót. Hitt brúarstæð- ið væri við svonefndan Steinboga í námunda Hóls í Hjaltastaða- þinghá. Hefðu komið fram óskir um það, hvað eftir annað úr byggðarlaginu, að fyrst yrði byggð brú á Lagarfljót á Steinboga, þótt Lagarfossbrú sé einnig mjög mik- ilvæg. Mikið vantar á. að vegir séu tilbúmr að Lagarfossi og mjög kostnaðarsöm vegargerð þangað — einkum að austanverðu, en : vegarmál hins vegar í betra horfi, hvað snertir brú við Steinboga. Brú á Steinboga mundi tryggja mjög mikilvægt hringvegasam- band um mið- og út-Fljótsdals- hérað. því að með brú á Steinboga er tengt saman það vegarkerfi, sem byggt hefur verið upp síð- u?tu áratugi á út-Héraði. — Ef þessi tillaga verður sam- þykkt óbreytt, mætti álíta, að Alþingi hefði þar með skorið úr um, að brú yfir Lagarfljót við Lagarfoss skuli byggð á undan brú á Steinboga. Þess vegna kvaðst Halldór myndu leggja fram breytingatillögu þess efnis, að fullnaðaráætlun verði gerð um brýr á báðum brúarstæðunum. þannig að tillagan yrði hlutlaus gagnvart þeim óskum, sem fram hafa komið. Þessi þingsályktunar tillaga er hins vegar fremur þýð- vegna er þessi þingsálykiunartillaga flutt, en hún kveður á um a® rannsókn fari fram á því, hvaða orsakir geti verið fyrir því, að kal myndast og verði sú rannsókn sem gerst og fullkomn- ust bannig að allir þeir þættir, sem þarna geti komið til greina séu vendilega athugaðir. ingarlítil. Undirstöðurannsóknir hafa farið fram og ekki ástæða til að ætla, að á áætlunum muni standa, þegar ráðizt verður í þær stórframkvæmdir, sem þessar brýr eru. 1958 ákvað þáverandi samgöngumálaráðherra, að veitt skyldi fé úr brúarsjóði til brúar- gerðar á Hofsá í Vopnafirði. Að- eins 3 brýr voru þá á undan í fram kvæmdaáætlun brúarsjóðs og skv þeirri áætlun ætti nú að vera búið að byggja þá brú, en hún er ókomin enn. Skv. eðli málsins á sú brú að koma á undan brú á Lagarfljót, og meira áríðandi að knýja fram þá framkvæmd en bera fram vafasamar tillögur um Lag arfljótsbrú. Jónas Pétursson kvaðst miða tillögu sína eingöngu við sam þykkt á almennum fundi j Fljóts- dalshéraði um þessi brúarmál, en þar hefði eingöngu verið minnzt á Lagaríossbrú. Sjálfsagt væri að brú á Hofsá kæmi á undan Lagar fijótsbrú, eins og áætlað hefði verið. T f M I N N , fimmtudaginn 21. febrúar 1963 J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.