Tíminn - 21.02.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.02.1963, Blaðsíða 8
fVlagnús Óskarsson, Hvanneyri: annsóknastofnun landbúna aríns í verksmiðjuhverfl Rvík Tvær stefnur Nýlega kom fram á Alþingi frum varp um rannsóknir í þágu atvinnu veganna. Frumvarpið gerir ráð fyr ir að stofnaðar verði fimm sjálf- stœðar rannsóknarstofnanir, undir yfirstjórn 17 manna nefndar, sem nefnist Ranrisóknaráð ríkisins. Ein þessara stofnanna er Rannsókna- stofnun landbúnaðarins. Þetta á að vera stór og voldug stofnun, sem sljórna á öllum búnaðarrannsókn um í landinu. Landbúnaður er samskipti bónda og náttúru, og því ekki hægt að reka hann eins og iðnað, sem bygg ist á samskiptum manna og véla. Sama máli gegnir um skipulag rannsóknamála landbúnaðarins, þar hentar ekki sama kerfi og við skipulagningu iðnaðarrannsókna. í þessu frumvarpi hefir það hent, að rannsóknarstarfsemi landbún- aðarins er steypt í sama mót og ramnsóknastarf.iemi annarra at> vmnuvega. Því er lítið tekið tillit ril, að náttúran er breytileg frá síað til staðar og allir bændur lands ins verð'a að eiga kost leiðbein- inga frá rannsóknarstarfseminni. Þegar rætt er um skipulag ákveð- inna þátta þjóðlífsins, er löngum deilt um hvort sé betra að hafa sterka miðstjórn eða að dreifa vald inu. í frumvarpinu er gert ráð fyr- ir þriggja manna stjórn Rannsókna siofnunar landbúnaðarins, hún á að ráða hvaða rannsóknir eru gerð- ar og hvar þær eru gerðar. Þetta er stefna sterkrar miðstjórnar. Núverandi skipan þessara mála er þannig, að nokkrar rannsókna- stofnanir stjórna starfseminni. Hún er aðallega í höndum Búnaðar deildar Atvinnudeildar Háskólans, Tiiraunaráðs búfjárræktar og Verk færanefndar ríkisins, en öll þessi starfsemi fellur undir Landbúnað- f rráðuneytið. Telja verður að þeir, sem að' þessum málum vinna, hafi ti'iuvert frelsi til að velja sér verkefni. En flestir munu telja að lannsóknastörf verði árangursrík- ari, ef starfsmenn búa við nokk- urt frelsi. Mest af fjármagni rann sóknastarfseminnar kémur úr rík- issjóði, eftir ákvörðun Alþingis. Þetta er því stefna hins dreifða valds i rannsóknamálum. Það má aö sjálfsögðu færa sitthvað til bctri vegar í skipan rannsókna- málanna, en ríkjandi skipulag hef- ir svo marga kosti, að rétt virðist dö halda einkennum þess. Það er einkum tvennt, sem há- ir landbúnaðarrannsóknum. Annað er fjárskortur. Ef t. d. hægt væri að ráða 1—2 búfróða menn að til- raunastöðvunum í jarðrækt auk tilraunastjóra, þá kæmist starf- semi þeirra á annað stig og kæmi bændum í nálægum héruðum að miklu betri notum en nú er. Hitt atriðið er, að stærsta rannsóknar- stofnun landbúnaðarins, Búnaðar- deild Atvinnudeildar Háskólans, er ekki staðsett í neinu hinna stærri landnúnaðarhéraða lands- ins, þar sem hún gæti stutt bú- skap héraðsmanna, heldur í Reykja vík. Þessi tvþ atriði hefði þurft að iagfæra í nýrri löggjöfr En ég er þeirrar skoðunar, að rétt sé að fylgja áfram stefnu hins dreifða valds í rannsóknamálum landbún- aðarins. Mun ég reyna að færa rök íyrir þessum skoðunum mínum. Staðsetning Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins í 36. gr. frumvarpsins um rann- sóknir í þágu atvinnuveganna stendur: „Miðstöð rannsókna og tilraunastarfsemi Rannsóknarstofn unar landbúnaðarins skal vera í Reykjavík eða nágrenni, enda skal stofnu'nin fá þar hentugt jarðnæði fyrir þær tannsóknir, sem þar er nauðsynlegt að framkvæma.“ í greinargerð stendur að Rannsókna stofnunin verði að fá minnst 150 hr-ktara lands til tilrauna. Senni- lega er þarna haft í huga túnið á Korpúlfsstöðum, en það er 150 hektarar. Ekki eru nein ákvæði um hvað gera skuli ef þetta lágmarks iandsvæði fæst ekki í nágrenni Reykjavíkur. Flestar bufræðilegar tilraunanið j urstöður eru mjög staðbundnar. I Niðurstöðurnar hafa því meira giidi fyrir bændur, því líkari sem búskaparskiiyrði hjá þeim eru að- i stæðunum sem tilraunirnar voru gerðar við. Staðsetning slíkrar sfoínunar, sem Rannsóknastofnun iardbúnaðaiins viiðist eiga að vera ei sennilego áhrifamesti þátturinn í því hvaða gagn verður að starf- seminni, næst á eftir því hvernig menn ráðasi að stofnuninni. I 35. gr frumvarpsins eru talin upp þau verkefni, sem ætlunin er að Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins hafi með höndum. Eitt þessara, verkefna er sehnilega betur komið í Reykjavík eh annars staðar. það er rannsóknir á framleiðsluvörum ’. mdbúnaðarins. í greinargerðinni I stendur að þetta verkefni sé ná- tengt verkefnum Rannsóknarstofn unar iðnaðarins. Sennilega má að ósckju færa verkefnið þangað. Það kann að vera, að annað verkefni, sem talað er um í frumvarpinu, sé eins vel sett í Reykjavík og annars staðar, en það eru rannsóknir á sjúkdómum og meindýrum jurta- gróðrar og varnir gegn þeim. Nú skal reynt að færa rök fyrir því að önnur verkefni, sem talað er um í frumvarpinu, séu betur kom- in annars staðar en í Reykjavík eða næsta nágrenni. Verkefnin eru tal •n upp í sömu röð og í fnimvarp IIIU. 1. Jarðvegsrannsóknir, áburðar- og jarðræktartilraunir þurfa mik- ið land. Sem dæmi má nefna, að 1—3 menn ’nafa starfað að slíkum tiiraunum a Hvanneyri síðastlið- in 7 ár og þar hafa verið notaðir yfir 20 hektarar fyrir tilraunirnar, og á hverju ári er bætt við til- raunalandið I—2 hekturum. í nánd við stofnunma þyrfti helzt að vera hægt að gera tilraunir á öllum þremur aðaljarðvegstegundum landsins, sandjarðvegi. mýrarjarð- vegi og móajörð, því að bændur þurfa að fa vitneskju um tilhög- uri ræktunai á þeim öllum. Fram- i-æslutilraunii eru mjög landfrek- ar en þær mundu sennilega falla undir þennan flokk. z,. Jurtakynbætur, gróður og fræ- rannsóknir burfa að hafa yfir tölu- verðu landi að ráða af öllum að- aljarðvegstegundunum Tilggngur- inn með iurtakýnhótum er sa að fá fratn áfbngði af jurtum, sem nxfa ákveð.nm notkun, jarðvegi jg veðurfari. Brezkur jarðræktar- maður orðaði þetta einhvern veg- nr, þannig, að helzt þyrfti hver HEIMILISKVOLDVAKAN EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum áður, hefur Æsku lýðsráð Reykjavíkur ákveðið að gangast fyrir og hvetja fólk til að halda kvöldvökur á heimil um sínum einu sinni í viku, þar sem allt heimilisfólkið, börn og fullorðmr, gæti unað saman og þyrfti ekki út fyrir húsið að leita til skemmtunar. Stendur núna yfir fyrsta vika þessarar tilraunar, en til er ætlazt, að þetta verði reynt nú um fjögurra vikna skeið. Kvöldvökuhald á sér mikla hefð í íslenzku þjóðlífi Öldum saman voru haldnar kvöldvök- ur í baðstofum gömlu sveita- bæjanna, þar sem sagðar voru sögur og kveðnar rímur og fólki skemmt með öðrum tízku- fyrirbrigðum þess tíma. Kvöld- vökur í sömu mynd og þá, er auðvitað ekki hægt að taka ó- breyttar upp. Til þess hafa allt of miklar breytingar orðið á atvinnulífi þjóðarinnar og þjóð- lífi öllu. En margt í sambandi við gömlu kvöldvökurnar má hafa til hliðsjónar, þegar ráð- izt er til kvöldvaknaeflingar á heimilum á því herrans ári 1963, og einhverjum kann að minnsta kosti að þykja fróð- leiksauki að heyra eitthvað um framkvæmd heimilisvakna for- feðra okkar fyrir meira en \ hundrað árum. Jónas Jónasson frá Hrafna- gili segir svo m. a. um skemmt anir á heimilum í riti sínu um íslenzka þjóðhætti: „Lítið var um skemmtanir á daginn: þá voru karlmenn við útiverk og gegningar, konur við frammiverk, og vinnukonur sátu við tóvinnu sina. En þegar rökkva tók, komu piltarnir inn frá útiverkunum, fóru úr snjó plöggunum og settu upp kvöld- skóna sína og fóru að prjóna Kvenfólkið prjónaði þá líka, svo að ekki var skvaldur eða skarkali í baðstofunni. Þar sem það var siður að sofa í rökkr- inu, var lítið um líf og fjör. eins og geta má nærri, en þar sem það var ekki gert, var reynt að gera svo gott úr rökkr inu, sem hægt var. Aðalskemmt unin var nú sú, að spjalla sam- an, segja sögur, kveða vísur og rímur og skanderast Það var alveg óskiljanlegt, hvað fólkið kunni af sögum, einkum útilegumannasögum og ævintýr um um kóng og drottningu í ríki sínu og karl og kerlingu í koti; svo flutu og drauga- og huldufólkssögur með, en af hin um var til svo óbotnandi sæg- ur, að það tæmdist aldrei. Einn karl hefi ég þekkt, sem entist til að segja þrjár sögur á kvöldi alla vetrarvertíðina, frá því 2 febrúar til 12. maí, og var þó ekki þurrausinn — (Hann- es Hannesson, auknefndur roð- auga, var um sjötugt 1885). — Sumir kunnu heilar rímur spjaldanna á milli og auk þess sand af kvæðum, t. d Vina- spegil, Tólfsonakvæði, Veró- niíkukvæði, Ekkjukvæði, Bar- barossakvæði, Kötludraum o. s. frv., auk alls þess óbotnandi fjölda af andlegum kvæðum og ljóðum, sem þá lifðu á vörum manna. Þeir, sem mikið kunnu af slíku, áttu ekki óhægt með að skanderast, þ. e. kveðast á þannig, að einhver byrjaði á vísu og kvað hana til enda, en annar tók við og kvað aðra. sem átti að byrja á sama staf, sem hin fyrri vísan endaði á. Skanderingar þessar gátu geng ið mörg kvöld hvert eftir ann- að, þangað til loksins annar- hvor þeirra, sem áttust við, var kveðinn í kútinn eða með öðr- um orðum var þrotinn og varð að gefast upp. Verstar þóttu þær vísur viðfangs. er enduðu á x, enda var ortur heill bálk- ur af þeim, bæði til þess að reyna þolrifin í þeim, sem við var átt, og svo til að losast. Ekki mátti nota aðrar vísur til skanderinga en með rímna- Iagi . . . Þegar búið var að kveikja og t'ólkið var setzt við vinnu sína var algerigt að lesa sögur eða kveða rímur a kvöldin, að minnsta kosti á fleiri bæjum. I Að vísu var á fyrri öldum. 17 og 18. öld, allmikili misbrestur á því að fólk væri læst. en víð- ast hvar mun þó hafa verið ein hver læs á hverjum bæ, til þess að húslestrum gæti orðið hald ið uppi. En fyrstu öldina eftir siðaskiptin var það ekki í góðu lagi. Mest voru lesnar fornsög- urnar, bæði Íslendíngasögur og Noregskonungasögur, Fornald- arsögur Norðurlanda og svo riddarasögurnar, sem þessi feikna sægur var til af. Svo voru kveðnar rímur á milli . Við sögulesturínn og einkum rímnakveðskapinn styttist tím inn, vinnan gekk liðugra úr hendi, og menn fræddust, var því mikið fyrlr þetta gefandi Eftir að biblían fór að verða fáanleg, bæði Wavsenhúsbiblí- an, eftir að hún breiddist út til kirknanna fyrir gjafmildi Stie- strups, og einkum eftir að enska biblíufélagið gaf út biblí- una 1813 (grútarbiblíuna) og breiddi hana hér út bæði gef- ins og við litlu verði, var hún sums staðar lesin eins og sög- ur á kvöldin, einkum sögubæk- urnar í henni en sumum þótti hún nú bragðdaufari en sögurn ar, enda mun það hafa verið frá þeim tímum, sem haft er eftir kerlingarsauðnum: „Ekki er gaman að guðspjöllunum enginn er í þeim bardaginn” sem síðan er orðið að orðtaki um lands allt. bóndi að fa sitt eigið afbrigði, vegna þess hvað aðstæður bænda væru breytilegar. Að sjálfsögðu er þetta óframkvæmanlegt. En þeg- ar þessi mái eru komin í gott horf, verð'um við að hafa jurtakynbæt- ui á fleirum en einum stað. Þess ber að geta að jurtakynbótamenn okkar vinna einmitt samkvæmt þessum kenningum, t. d. hefir dr. Björn Sigurbjörnsson umfangs- miklar kornræktartilraunir og korn kynbætur á mesta kornræktar- svæði landsrns, Rangárvöllum. — Eðlilegt virðist að rannsóknir á lífeðlisfræði jurta verði á sama stað og jurtakynbæturnar. En það verkefni, sem brýnast er á þessu sviði, er rannsókn á kali túna. Hugsanlegt er að gera einhverjar rannsóknir á kali í kæliskáp í Reykjavík, en það yrði aðeins enn ein af mörgum slíkum rannsókn- um, sem búrð er að gera víða um heim og hægt er að lesa um í hundruðum vísindaritgerða. Bezt er að rannsaka kal, þar sem kal er Því væri æskilegt að ráða mann að Tilraunastöðinni á Akureyri, !il að vinnr. að þessu verkefni. Mér er ekki Ijóst hvað átt er við, þar sem talað er um frærannsókn- ir í frumvarpinu. Ef átt er við fræeftirlit á sölufræi, þá er það stnnilega bezt komið í Reykjavík. Ef hins vegar er átt við tilraunir með fræræKt, þá er nauðsynlegt að hafa nóg land og sennilega fyrst og fremst sandjarðveg. 3. Rannsóknir á beitilöndum. — Liklega er att við allar beitarrann- sóknir á ræktuðu og óræktuðu landi. Stofnunin þarf því að hafa aðgang að afréttarlandi, óræktuðu beitilandi í oyggð og síðast en ekki sízt nóg af landi, af öllum aðaljarð- vegstegundunum, sem hægt er að rækta upp sem beitiland. Það er nauðsynlegc að hafa þessa aðstöðu tii að geta onnsakað samverkanir jarðvegs, gróðrar og gripa. Þetta •<i efst lands i byggð svo nemur tugum eða fiundruðum hektara. 4 Hægt er að hafa ylræktarrann sóknir alls staðar. þar sem nægur iarðhiti er Líklega er æskilegt að ráða yfir öllum aðaljarðvegs tegundunum til að gera aðrar garð yrkjutilraunir í frumvarpinu er heimild til að hafa garðyrkjutil- raunir við Garðyrkjuskólann í Hveragerði, eí stjórn Rannsókna- stcfnunar laudbúnaðarins þóknast í núverandi tilraunalöggjöf er gert ráð fyrir þvi að skólinn hafi þetta verkefni Hugmyndin er sú að nota starfsKrafta skólans við til- raunirnar Qg kynna bær nemend- um skólans Þessi rök eru enn í fullu gildi og ástæðulaust að breyta þeim lögum en meira fjár er sjálfsagt pörf til starfseminnar 5. Vinnu og verktæknirannsókn- ir eiga, samkvæmt frumvarpinu. að vera við Rannsóknarstofnun U.ndbúnaðarins í Reykjavík. Þó er stjórn stofnunarinnar heimilt að liafa einhvería s'.íka starfsemi við oændaskólana Til að geta fram kvæmt verkfæratilraunir er nauð- synlegt að riala aðstöðu til að vinna með vélunun: á slóru búi. Vélarn ar eru ekki fullreyndar nema að unnið hafi verið með þeim i nokk urn tíma við venjulegar búskap- araðstæður Slík aðstaða yrði auð- vilað ekki « 150 hekturum Rann sóbnastofnunar landbúnaðarins, sem fljótlega yrðu fullnýttir til annarrar tilraunastarfsemi. En ^jaldnast er hægt að vinna á til- Framhald á 13. siðu 8 TÍMINN, fimmtudaginn 21. febrúar 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.