Tíminn - 28.02.1963, Side 9
reynt að þræða mig eftir jað-
arsvæðum vitundarinnar, farið
í öll hulstur, en alltaf komið
tómhentur úr þeirri leit, mér
hefur bókstaflega verið fyrir-
munað að endurheimta lífs-
hnoss mitt úr Helgakveri. —
Hvernig heldurðu svo að lán-
ist að setja stefnuna út í kort-
inu, þegar allt er fyrir bí, sem
máður á að stýra eftir?
Nú ertu kannski til með að
segja: „Ég hélt þú hefðir ekki
verið minnissljór“. — Það er
alveg rétt ályktað hjá þér, ég
hef ekkert lakara minni en
gengur og gerist. Og ég get
fært að því allsæmileg rök.
Sama vorið, sem ég fermdist
og las Helgakver sem ákafast,
leit ég stundum í markaskrá.
Ég man enn þá, að Lárus
Knudsen hafði: Sneitt framan
hægra og gat og gat vinstra,
eða gatagat eins og við kölluð-
um það. Og markið hans Guð-
mundar læknis var: Tvírifað í
stúf og biti framan hægra og
tvírifað í stúf vinstra. Ég efa,
að ég hafi nokkurn tíma síðar
litið í þessa skrá.
Þú mátt ekki skilja þessa
játningu mína eða réttara sagt
þetta óhapp mitt svo, að í því
felist svo mikið sem ásökunar-
vottur í garð bónda þíns, því
að hann gekk vel og trúlega
frá minni staðfestingu. Ég
vona bara, að ég sé sá eini af
öllum hans konfirmeruðu, sem
hef gloprað niður lífsmottóinu
úr Helgakveri, er mér að sjálf-
sögðu bar að varðveita ævina
alla, hvernig sem kuggurinn
veltist. '
Vinur þinn og
Scotland Yard.
Nú hefurðu senn verið 42
ár í prestsmaddömudyngju
Helgafellsbrauðs. Það hefur
engin leikið á undan þér. Áð-
ur hafði Þuríður Kúld setið
þar lengst, en þó nær 10 árum
skemur en þú. Þuríður var
barnabam Benedikts assesors
Gröndals, dóttir Sveinbjarnar
Egilssonar rektors og tengda-
dóttir Ólafs prófasts Sivert-
sens._ Þú ert barnabarn Þórar-
ins Ámasonar jarðyrkjumanns
í Götu, dóttir Ágústs Þórarins-
sonar verzlunarstjóra og
tengdadóttir Lárusar Pálsson-
ar hómopata. — Það er nú líka
allnokkuð.
Margt hefur sópazt Durt fyr-
ir hrísvendi nýrra hátta og
siða, síðan þú giftist. Með þér
fara gamlar tratitionir, sem
átt hafa ítök í öllum prests-
maddömum í Þórsnesi. Nú er
ekki lengur neitt í almanak-
inu þínu, sem tengir starf þitt
eða forsjá við eggtíð eða kofna-
tekjutíma. Og nú hleypur eng-
inn lengur niður í vör og kast-
ar poka út í bát prestsins og
segir í ofboðinu: — „Prest í
pokann kálið mitt“, en ætlaði
að hafa mælt: „Kál í pokann.
prestur minn“. Skarfakálið er
ekki lengur sú heilsubótar
fæða, sem áður var, vitamínin
koma úr allt öðrum áttum
Kýr í fjósi, hestar á stalli, eld-
rauðar kartöfluhlussur upp úr
garði, dúnhreinsun og fugla-
reyting, allt var þetta innan
ummáls þíns verkahrings eða í
tengslum við hann. Sú tíð er
gengin og á vafalaust ekki aft-
urkvæmt. Kannske lumarðu
enn þá á garðinum?
Mig minnir til þess, að þú
varst stundum töluvert á
sprangi út um bæ, komst oft
í sömu húsin. Ég tyllti mér þá
í rannsóknarsessinn, mig lang
aði til að vita, hvað þessar
spásséringar þínar og heim-
sóknir áttu að fyrirstilla. Þetta
var he lmikið abhugunarefni.
Ég fór ekki beinlínis í njósnar-
ferðir og því síður, að ég
reyndi að leggja snörur fyrir
þig, en eigi að síður báru þessi
umsvif mín keim af leynilög-
reglustnrfsemi. Smám saman
fór eitt og annað að skýrast,
möskvarnir urðu þéttriðnari,
það fór að bóla á eðli stað-
reyndanna að þessu athæfi
þínu, og þá fór ég að leggja
saman tvo og tvo. — Það kom
sem sé upp úr kafinu, að hér
og þar í þorpinu voru gamlar
konur, sem áttu ekki alltaf
ýkjamarga að. Þá var eitt og
annað af skornum skammti, t.
d. mjólk, en þú orðin búkona,
áttir ítak í eyjagagni, stóran
kálgarð, fjós og dropsamar
kýr. — Ég held, að i þessum
rannsóknarskýrslum mínum
hafi vottað fyrir því, að hún
móðir þín hafi verið allhand-
gengin sumum þessara öldruðu
einstæðingskvenna og ekki lát-
ið þær afskiptalausar.
Svona geta nú vinirnir stund
um reynzt, brugðið sér í leyni-
lögreglugervi — bókstaflega
sett á fót Scotland Yard.
Vefrarbrautin —
Lokkur ingibjargar
Mikið fjaðrafok hefur verið
hér syðra í vetur í sambandi
við skilaboð að handan og yfir-
náttúrlegar lækningar. Hver
vísdómsmaðurinn á fætur öðr-
um hefur reigt sig og reist, og
blaðagreinafansinn nægir til
að fylla stóra doðranta. Ég
læt mig ekki inn í slíkt, enda
ekki maður til þess. Eitthvað
leit ég lítillega í eina anda-
bókina. Eftir lesturinn spurði
ég sjálfan mig: „Geta ekki
stundum verið margir fletir á
sama hlutnum?"
En úr því ég er kominn út
í þessa sálma, ætla ég að segja
þér frá þremur atvikum, er
snerta fólk, sem við höfum
bæði þekkt.
Einu sinni um vetumætur,
þegar ég var smástrákur, senni
lega 10 eða 11 ára, var ég að
leika mér á Silfurgötunni, á
móts við húsið þitt. Snjór var
yfir allt, talsvert frost, heið-
skírt veður, stjörnuskin, enda
komið kvöld. Þá sé ég, að mað-
ur gengur niður götuna. Hann
er að stanza annað veifið og
kóka upp í himininn. Mér þótti
þetta dálítið einkennilegt og
þess vegna beindist athygli
mín að háttalagi karls. Loks
stóðst ég ekki freistinguna,
gekk til hans og sagði: —
„Sérðu eitthvað skrýtið í himn-
inum?“ — „Skrýtið og ekki
skrýtið, ég er, skal ég segja
þér, drengur minn, að lesa í
vetrarbrautina“. — „Hvað þýð-
ir það?“ spyr ég. — „Af þeim
lestri ályktar maður, hvernig
veturinn verður. Hvort það
verða miklar hríðar og frost-
hörkur, eða hvort veturinn
verður meinlaus"
Þessi bóndi var Sveinn
Magnússon á Gaul, mesti skýr-
leiksmaður eins og þú veizt,
enda var hún Ingunn móðir
hans ömmusystir Ólafs okkar
Thors. Og nú er ég að velta
því fyrir mér. hvort Sveinn á
Gaul, ef hann væri uppi á fold
inni, mundi ekki enn treysta
fremur á forspá vetrarbrautar
innar en veðurspá upp á vet-
urinn komna að handan gegn
um miðil.
Erlendur Svavarsson í hlutverkl Hinriks og Arnar Jónsson (til hægri) í hlutverki Falstaffs.
Leikhús æskunnar:
Shakespeare-kvöld
Eg þarf ekki að spyrja þig |
að því, að þú manst enn vel
Ingibjörgu á Selvöllum. Hú" ‘
v’ar mikil gæðakona. vel greind
Framhaio n i-ihn
Shakespeare-kvöld Leikhúss æsk
unnar á laugardaginn var merkur
viðburður og athyglisverður, ekki
sízt fyrir, að flytjendur, nítján
manns úr þrem leikskólum, hafa
ráðizt í að ,':ara með þætti úr verk
um hins mikla skáldjöfurs, sem
hafa aldrei tyrr verið sviðsett hér-
þrátt fyrir snilldarþýðingar og
ianga geymd eins þeirra á tungu
landsmanna
Þar gafst velþeginn kostur á að
'oera saman lök þýðendanna, Matt-
hiasar Jochumssonar og Helga
Ilálfdánarsoiiar á verkum Shake-
speares, volduga snilli Matthíasar
og líttviðjafnanlegan fimleik Helga
sem eins og leikstjórinn komst að
orði, er að lyfta Grettistaki í ís-
lenzkum bóKmenntum með Shake-
speare-þýðingum sínum.
Leikhús æskunnar var stofnað
30. maí s.l Stofnendur voru 30.
en félagar eru nú 70 talsins. Ald-
ursmörkin eru 16—25 ár, en nokki
ir eldri féiagar mynda öldunga-
deild svokallaða. Sb-’ke^pe •• eþæH
irnir er annað verkefni leikhússins.
Það fyrra var Herakles og Agíasar-
fjósið eftir Diirrenmatt, sýnt i
haust.
Flytjendui Shakespeares eru úr
leikskólum Þjóðleikhússins, Leik-
félags Reykjavíkur og Ævais Kvar-
an, sem stjórnar flutningi, en
hann hefur undirbúið þessa sýn-
:ngu lengi vetrar. Ævar ritar í
ieikskrá og segir, að það hafi lengi
verið trú sín, að verkefni áhuga-
leikenda ættu alltaf að vera góð. |
Léleg verkeíni skapi leiða hjá leik
endum og geti haft áhrif til að eyði
ieggja smekk þeiira. Merk við-
fangsefni hafi þá kosti, að leikend-
ur finni smám saman eitthvað
nýtt í snilld höfundarins, sem end-
urnýi áhuga þeirra sífellt. Af þess
um ástæðum hefði Leikhús æsk-
unnar ráðizt í að flytja kafla úr
verkum Shakespeares.
Eg hygg, að þessi afstaða leik-
stiórans sé >-éttmæt, grundvölluð á
rtynslu hans af kennslunni. Ein-
hverjum kann að virðast það of-
metnaður í sjálfu sér að láta frum
tyrjendur i listinni flytja Shake
;peare opinDerlega, en slíkar mót
járur hjaðna ef litið er á þessa
cvnningu sem almennt tækifæri til
að skoða árangur kennslunnar —
fiomar um nessa sýningu hljóta að
hvggjast á þeim forsendum.
Ævar tataði um Shakespeare í
avarpi, og kvaðst gera ráð fyrir, að
sumir þeir sem ættu eftir að láta
mjög til sín taka á leikfjölunum
framvegis, mundu stíga þar fyrstu
sporin opinberlega með þessari
Shakespeare-kynningu það kvöld.
Svningin gaf til kynna, að leikstjór
ir.n hefði ályktaðiþetta' rétt. •
Fyrsti þáttur var úi Rómeó og
•íúlíu í þýðingu Helga Hálfdánar-
sonar. Flytjendur voru sex: Arnar
•Jónsson (Rómeó) Þórunn M.
Magnúsdóttlr (Júlía). Jón Ingva
son, Grétar Hannesson, Sigriður
G.innlaugsdottir og Sigurður Skúla
son.
Arnar fór snoturlega með hlut-
verk Rómeós og mælti hinar frægu
ástarjátningar skýrt og fallega. Þór
unn kom vel fyrir í hlutverki Júlíu
og Sigríður Gunnlaugsdóttir bar
sig skemmtilega í hlutverki fóstr-
ui.nar, og það var léttleikablær
vfjr öllum þættinum.
Pétur Einarsson og Oktavía
Stefánsdóttir fluttu Macbeth í þýð
ingu Matthiasar — þáttinn um
morðið. Leikur Oktavíu bar af í
ílutningi þáttanna, án þess hallað
sé á nokkurn annan, Harðneskjan,
Dfmetnaðurmn og kuldinn í fasi og
ræðu konunnar var með engum við
vaningsbrag. Pétur er vörpulegur
maður á sviði og hefur til að bera
Framhalo a 13 síðu
Pétur Einarsson í hlutverki Macbeths,
T f M I N N, fimmtudagur 28. febrúar 1963.
9