Tíminn - 28.02.1963, Síða 13

Tíminn - 28.02.1963, Síða 13
(Framtiaia at 9 sáðu . sanníróð og sannsögul. Þegar hún var fyrir innan miðjan aldur og bjó í Fjarðarfiorni, fór hún að fá verlc í höfuðið, og hann ágerðist svo, að stund^ um, iþegar hún var að mjólka kvíaæmar, varð hún að hætta í miðjum klíðum, standa upp og ganga um til þess að harka af sér. Hún leitaði til Hjartar læknis í Hólminum, er lét hana hafa einhver meðul, en þau stoðuðu ekkert. Þrautaráð Ingi- bjargar varð því að skrifa Lárusi Pálssyni smáskammta- lækni á Sjónarhóli á Vatns- leysuströnd. Lýsti hún náið fyrir honum einkennum veik- innar. Þegar henni barst svar Lárusar, kvaðst hann ekki geta áttað sig á af hverju höf- uðverkurinn stafaði, en reyn- andi væri, að hún sendi hon- um lokk úr hári sér. Ingibjörg fór að þeim ráðum. Um síðir bárust henni tvö meðalaglös frá Lárusi ásamt bréfi með fyrirsögn um, hvernig hún aetti að nota inniihaldið. Ör- skömmu eftir að Ingibjörg byrjaði að taka inn meðulin frá Sjónarhóli, fór höfuðverkurinn að minnka, og eftir því sem hún taldi oftar dropana úr glösum Lárusar, hvarf hann með öllu. Hún varð kona há- öldruð, og það var aðeins síð- ustu árin, að hún fékk annað veifið snert af höfuðóþægind- um. — Engan mann óvanda- bundinn blessaði Ingibjörg á Selvöllum jafnmikið og Lárus tengdaföður þinn. Skilaboð Þuríðar formanns. Mikiil listaskrifari var hún Ágústa ' Óiafssón, sem um skeið var kennari í Hólminum, ég held hún hafi tekið föður þínum fram, og er þá langt til jafnað. Eftir að Ágústa var flutt suður og byrjuð að verzla í Bergstaðastrætinu, leit ég einstöku sinnum inn til henn- ar. Stundum gat þó liðið svo heilt ár, að við sæjumst ekki. Mig minnir það væri haust- ið 1938, síðast í september, að fyrir mér lá bréf í Miðbæjar- barnaskólanum, en ég kenndi þá þar. Ég þekkti þegar á utan-' áskriftinni rithönd Ágústu. Hún var að biðja mig að finna sig, og það heldur fyrr en síð- ar. En þessi bón hcnnar stalst úr minni mér, og að hálfum mánuði liðnum hringir hún til mín og endurnýjar hana, biður mig blessaðan að koma sem fyrst og láta það ekki bregð-! ast. Þar sem henni var svo mikið niðri fyrir með þetta, hélt ég, að eitthvað væri að hjá henni, svo að ég skundaði strax rakleiðis til hennar. Þegar við vorum setzt inni í stofu hjá Ágústu, segir hún: j ,,Seint í júnímánuði í sumar var ég á miðilsfundi. Þá, kem-1 ur þar Þuríður formaður og, spyr gegnum miðiiinn, hvort; nokkur 'viðstaddur þekki Lúð- vík Kristjánsson. Ég gaf mig fpm og sagðist hafa kennt honum sem litlum dreng. Síð- an bað hún mig fyrir skilaboð til þín. — Og núna fyrir þrem vikum fór ég aftur á miðils- fund. Enn kemur þar Þuríður formaður og segir: „Ágústa, þú hefur ekki komið skilaboðun- um til hans Lúðvíks". — Þá rann allt í einu upp fýrir mér, að ég hafði gleymt að hafa samband við þig. En svo ég segi þér nákvæmlega frá, hvemig þetta bar að á júní- fundinum, eftir að Þuríður Ingigerðar vissi, að ég þekkti þig. Þá segir hún orðrétt: — ,,Ég ætla að biðja þig, kona góð, að skila til hans Lúðvíks fyrir mig, að ég ætli að líta til með honum“. Nú veiztu, Ingigerður mín, að það er oft brimasamt fyrir austan, þar getur komið veltu hafrót í einu vetfangi, svo að öll sund lokast. En Þuríður kunni á þessar hamfarir sjáv- arins, hún hélt traustri hendi um stýrið og hafði auga á hverri öldu, enda farnaðist henni vel. — Þú mátt trúa því, að sá maður er ekki ýkja kvíða- fullur fyrir framtíð sinni, sem veit sig í skiprúmi hjá öðrum eins listaformanni og Þuríði, ekki sízt, þegar ' hún hefur heitið honum því, að líta til með honum. Stór skip og himinglævur. Vegna þess, að þú hef- ur alla tíð verið í örskotshelgi við Kúldshúsið, þar sem Þuríður Kúld réð ríkj- um, hef ég alltaf ætlað að spyrja, hvort þig hafi aldrei dreymt þessa mjög svo umtöl- uðu og þjóðkunnu konu, en það hefur farizt fyrir eins og fleira. Atvikin hafa hagað því svo, að ég hef orðið Þuríði dálítið kunnugur. Hún fann sárt til í stormum sinna tíða. Það hefur þú líka gert. Þér dettur þó varla í hug, að ég hafi gleymt viðkvæðinu þínu: — ,,Ó, blessuð manneskjan, hún á svo afskaplega bágt“. „Hart er í heimi“, var eitt sinn sagt, og það er ekki trútt um, að sumir beri sér þetta enn í munn. Áður fyrr, meðan við vorum bara lítil þjóð og i áttum bara litla háta, valt það stundum á einni öldu, hvort landtakan lánaðist. En nú er- um við orðin miklu stærri þjóð og eigum stór skip, og þess vegna verður holskeflan að vera stærri- til þess að geta gert okkur grand. En það er nú sama. — Ef einhverjum manni skyldi verða það á, kannski öldungis óvart, að reka puttann í einhvern hnapp, mundu þá ekki taka sig upp ægilega stórar öldur, regluleg- ar himinglævur? Og hvað yrði þá um öll stóru skipin? — Yrði þá nokkur eftir á ströndinni til þess að segja: — „Æi, blessuð manneskjan, hún á svo afskaplega bágt“. Qarðurinn í nýja bæjarlandinu. Þú veizt, að ég hef alltaf haft ágirnd á fágætum bókum. Stundum hefur mér áskotnazt ein og ein, en það er ekki til þess að hafa orð á. Ég má til með að segja þér frá einu at- viki í því sambandi. Þegar ég sællar minningar var í fram- boði á móti honum Sigurði bróður þínum, heilsaði ég upp á fólk vestra. Þú veizt, að fram- bjóðendur koma á bæi, og það gerði ég svikalaust. Ég hafði í mörg ár verið að skima eft- r dálitlum pésa, bg af því að hann var eftir Einar afa minn, •itaður sumarið 1908 og stóð i sambandi við uppkastskosn- ■ngarnar nafnfrægu, var mér ifram um að komast yfir hann Einhverjir sögðu, að ég, hefði talað meira um ættfræði en pólitík. en það var ekki satt, ég lét hvert heimili hafa sinn skammt. Hins vegar skal ég játa það, að ég læddi því út úr mér við einn skrambi góðan karl, hvort hann vissi ekki um einhvern, sem ætti pésann hans Einars Þorkelssonar. Hann vatt sér út úr stofunni, kom að vörmu spori aftur og hélt á djásninu í hendinni. — ,,Ég ætla að gefa þér bækl- inginn“. — Síðan setti hann í brýnnar, bætti við og hnykkti á hverju orði: — „En ég kýs þig ekki“. Finnst þér sennilegt, að mér hafi fipazt í að þakka fyrir mig? Margir gimast helzt það, sem er forboðið, og sumir al- veg sérstaklega það, sem alls ekki er fáanlegt. Ég er ekki laus við þessa áráttu. Hvað heldurðu, að ég vildi gefa til að eiga bók með nöfnum allra þeirra, sem hafa gist ykkur! Sigurð, síðan þið settuð sam- an bú, og þá jafnframt eitt- hvað dálítið af sögu þess gesta- boðs. — Nú skulum við ímynda okkur, að þessi bók væri til og meira að segja í forláta skinnbandi hérna í bókaskápn- um mínum. — Ég fletti upp á fremstu síðu, byrja á prolog- us og les: — „Sýn trú þína í verkunum, en ekki einungis í starfi, heldur jafnframt í hug, arfarinu“. — Hér er ekki unnt að vitna oft í þessa stóru gestabók. En nokkuð aftarlega, neðst á síðu. eða réttara sagt í hornið, hefur einn gesturinn skrifað með fíngerðri rithönd: — „Góða frú, þú hefur komið svo góðri rækt í garðinn þinn, að þér verður mældur út miklu stærri garður í nýja bæjar- landinu“. Heilsaðu Sigurði frá mér. Líði ykkur ætíð sem bezt. Þinn gamli vinur, Lúðvík Kristjánsson. skemmtilega skrögg Falstaff svo áheyrendur hlógu dátt. Mælska karlsins og flaumur skringilyrða, sem velta út úr honum, naut sín furðanlega. Amar býr yfir ótví- ræðum hæíileikum, og sannaði það með þvi að bregða sér í gervi Rómeós og Falstaffs sama kvöld- ið. Önnur hlutverk eiu lítil, en þokkalega af hendi leyst. Kynnir þáttanna var Þorsteinn Geirsson. Einar Guðmundsson stjórnaði ljósum og Haraldur Jó- hannsson sá um förðun. Leikmun- ir eru einfaldir en vel við hæfi. Þa hafa' leikfélagar gert undir stjórn Sveinbjarnar Matthíassonar. Búningar eru fengnir að láni frá Old Vic leikhúsinu í London, hin- ir prýðilegustu sem vænta mátti og setja mikinn svip á sýninguna. Ævar Kvaran hefur unnið gott starf með því að æfa og stjórna þessum hópi ungs fólks við það að ráð'ast á hæstu garða leijclistar- innar og hlaut með sínu fólki mik- iö og verðskuldað þakklæti áheyr- enda. Baldur Óskarsson Kennedy Framliald at 7. síðu sumu leyti ánægjulegt, en að öðru Leyti hættulegt. Forset- inn setur tilgangi sínum tak- mörk, og það er ánægjulegt, en reynir að komast að sam- komulagi við alla; launamenn og atvinnurekendur, de Gaulle og Adenauer, Krustjoff og Keating, Norður og Suður — og þetta er í senn bæði ánægju legt og hættulegt. Árangur þessa getur vel orðið sá, að hann verði að ganga til kosn- inga 1964, án þess að hafa náð nokkru af þeim markmiðum, sem hann lýsti svo ljóst og vel áður en hann ' vissi, hve hinn stóri heimur er margbrot inn og viðsjáll. Svo litur út, sem samkomu- lagsviðleitni valdi honum erfið leikum bæði með miklum halla á fjárlögum og uggvæn- legum fjölda atvinnuleysingja. Hann virðist verða í andstöðu bæði við afturhaldsmenn, sem telja hann hafa gengið allt of langt, og frjálsl.ynda, sem telja hann hafa gengið of skammt. \uk þess-a á hann í erfiðleik- um bæði við kommúnista og samtökin gegn þeim. VEGNA ALLS þessa er horf- in sú mikla bjartsýni, sem ríkti fyrstu mánuðina eftir að Kenn- edy tók við völdum. Og vegna þessa eru Republikanar farnir að hafa hátt og láta ófriðlega. Og þó er þeim sjálfum engan veginn rótt. Það er auðveldara að ráða niðurlögum löggjafaráforma Kennedys en að koma sér sam an um ráðstafanir í þeirra stað. Það er ólíkt auðveldara að sigra Kennedy í þinginu en í kjörklefunum við forseta- kosningarnar. Og þetta veit Kennedy, enda má heita að það sé hans eina huggun. Hann er óneitanlega von- . svikinn. Um - áramótin hélt hann sig vera að sigrast á sögunni. Svo liðu fáeinar, um- brotasama-r vikur, og nú virð- ist sagan vera að sigra hann. SNIÐSKÓLI SIGRÚNAR Á. SIGURÐARDÓTTUR Síðasta kvöldnámskeiS í vetur hefst föstudaginn 1. marz. — Innritun í síma 19178. Ueikhjís æskurcnar « ! Framhaid u 9 hðu raddstyrk, sem skortir ögun. Orð- in runnu mjög saman með afföll- um, en slíkt hlýtur að lagast við 1 rneiri þjálfun. Raunar bar nokkuð , á þessu hjá fleirum en Ragnari, og ; má kallast eðlilegt-hjá byrjendum.; Jón Gunnarsson hafði lítið hlut- j verk sendiboða í þættinum úr Mac beth. Þrið'ji og síðasti þátturinn var j úr I-Iinriki IV. í þýðingu Helga Hílfdánarsonar. Flytjendur voru tíu: Erlendur Svavarsson (Hinrik prins), Magnús Ólafsson (Ponsi), Arnar Jónsson, (Falstaff), Ketill Larsen, Ásthildur Gísladóttir, Sveinbjörn Matthíasson, Sigurður Skúlason, Rögnvaldur Steingríms- son, Þórarinn Baldvinsson og Sig- urður Karlssoij. Þátturinn er frábært grín, dæmi um kímni Shakespeares, og orðleikni þýðandans. — Er- lendur var mikill léttúðar- prins í sínu hlutverki. Hann skemmtir sér við að leika og veit- is: létt um það. Magnús Ólafsson fór snoturlega með hlutverk Ponsa. Arnar Jónsson lék hinn stór- TRELLEBORG QÓLFFLÍSAR vinyl asbest endmgargooar falleg mynztur stuttur afgreitSslufrestur GIINNAR ÁSGÉIRSSON ? Suðurlandsbraut 16 Simi 35200 BOKAMARKADUR I DAG VERDUR OPNAÐUR í LISTAMANNASKÁLANUM sfærsti og fjölbreyttasti bókamarkaður, sem haldinn hefur verið. — Fjöldi fágætra bóka sem ekki hafa verið á boðstólum lengi. Margar bækur með 50—70% af- slættí frá gamla verðinu. SINSTAKT TÆKIFÆRI BÓKAMARKAÐUR BÓKSALAFÉLAGS ÍSLANDS LISTAMANNASKÁLANUM T I M I N N, fimmtudagur 28. febrúar 1963. 13 Ll

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.