Tíminn - 02.03.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.03.1963, Blaðsíða 7
Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjöri: Tómas A.mason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskriístofur í Eddu húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka stræti 7. Símar: 18300—18305. - Auglýsingasími: 19523 Ai- greiðslusími 12323. — Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint — Prentsmiðjan Edda h.f. — Launamál opinberra starfsmanna Það er ástæða til að fagna því, að ríkisstjórnin hefur tekið þá ákvörðun að vísa ekki launamálum opinberra starfsmanna strax til gerðardóms, heldur freista þess tvær næstu vikur að ná samkomulagi við samtök opinberra starfsmanna. Eins og kunnugt er, er liðinn alllangur tími síðan sam- tök opinberra starfsmanna lögðu fram tillögur sínar um launagrundvöll og launakjör. Ríkisstjórnin lagði fram gagntillögur sínar alllöngu síðar og var þar gengið svo skammt til móts við tillögur opinberra starfsmanna, að ekki var annað sjáanlegt en að stjórnin væri ákveöin í því að láta málið ganga til gerðardóms og samkomulag yrði aðeins reynt til málamynda. í samræmi við það, lét ríkisstjórnin nær engar viðræður fara fram við fulltrúa opinberra starfsmanna. Það gerðist svo samtímis, að blöð-ríkisstjórnarinnar, einkum þó málgagn fjármálaráðherrans, hófu hinar ófyrir leitnustu árásir gegn einstökum forystumönnum í sam- tö'kum opinberra starfsmanna. Þessu hefur svo verið haldið áfram meh’a og minna í stjórnarblöðunum. Sein- ast á sunnudaginn var, veitist Bjarni Benediktsson dóms- málaráðherra mjög hastarlega í Reykjavikurbréfi Mbl gegn tillögum opinberra starfsmanna og stimplar þær þátt í viðleitni Framsóknarmanna og kommúnista til að eyðileggja grundvöll efnahagskerfisins. Bjarni veit þó manna bezt, að innan samtaka opinberra starfsmanna hefur verið full samstaða um þessar tillögur, án minnsta tillits til pólitískra skoðana, og að þær njóta þar ekkert síður stuðnings stjórnarsinna en stjórnarandstæðinga. Sem betur fer, hefur ríkisstjórnin nú séð, að þetta voru ekki heppileg vinnubrögð. Hún hefur því ákveðið að lengja frestinn til viðræðna um hálfan mánuð, en annars hefði hann runnið út nú um mánaðamótin. Þess ber að vænta, að ríkisstjórnin noti þennan tíma til þess að bera fram nýjar tillögur, þar sem óskum launafólks er mætt með meiri sanngirni en gert var í upphaflegum tillögum hennar. Það er staðreynd, sem taka verður til- lit til, að seinustu 30 árin hafa opinberir starfsmenn verið að dragast aftur úr öðrum í launakjörum, þótt mest hafi kveðið að þessu allra seinustu misserin. Það er og nauðsynlegt þjóðfélaginu, að ríkið sé vel sam- bærilegt við aðra í launakjörum og taki fullt tillit til sérmenntunar og ábyrgðar, sem fylgir mikilvægum c-mbættum. Iðjukosningin I dag og á morgun fer fram stjórnarkjör 1 Iðju, félagi iðnverkafólks. Þessar kosningar eru frábrugðnar fyrri kosningum þar að því leyti, að lýðræðissinnaðir vinstri menn bjóða nú fram 1 fyrsta sinn. Ræður þær, sem fram- bjóðendur þeirra héldu á Iðjufundmum í fyrrakvöld, birtust hér í blaðmu í gær. í þeim voru málin lögð fyrir hóflega og öfgalaust, en jafnframt mörkuð glögg stefna í málum Iðju og verkalýðshreyfingarinnar yfirleitt. Af þeim má vel ráða. að það væri ekki aðeins ávinningur fyrir Iðju, heldui verkalýðshreyfinguna alla, að lýð- ræðissinnaðir vinstri menn fengu góðan byr i Iðjukosn ingunum. í verkalýðshreyfingunni þarf vissulega nýtt af1 að koma til sögu, ef hinn pólitiski hildarleikur íhalds ins og kommúnista innan hennar á ekki alveg að koma henni á kné. r í M I N N, laugardagur 2. marz 1963. — ELD0N GRIFFITHS: “ r i fæðingu er ný Evrópa, sem ekki vill lúta amerískri leiðsögn Hlnir nýju Evrópumenn eru ekki „Atlantshafssinnaðir” ÞEGAR ferðazt er um þver Bandaríkin, verður maður var mikillar gremju gegn de Gaulle. Forsetinn franski er nefndur „einræðisseggur-1, „valdasjúkur“ og „málþófs- maður". Mikið af þessari gagnrýni á rétt á sér. En Bandaríkjamönn- um yrði mikil skyssa á, ef þeir teldu hindrun de Gaulle allt í einu rutt úr vegi með þvf einu, að hann hyrfi sjálfur af svið- inu og kæmi ekki aftur. Það er bláköld, miskunnar- laus staðreynd, að tugir millj- óna Evrópubúa miklast í laumi yfir þeirri tilhugsun, að þessi ráðríki, gamli Frakki skuli bjóða valdhöfunum í Washing- ton birginn. Vaxandi uppreisn- aranda gegn forustu Banda- ríkjanna gætir ekki aðeins í Frakklandi de Gaulles, heldur einnig í Ruhr og á Norður- Ítalíu. SUMIR uppreisnarmannanna eru gamaldags andstæðingar Bandaríkjanna, sem eiga bágt með að gleyma Súez, Kongó og Nýju-Guineu. Flestir þeirra eru þó harðskeyttir, ungir menn, vaxnir upp eftir stríð. Þeir fagna endurreisn megin- lands Evrópu, og eru jafn á- fjáðir og nánustu fylgismenn Kennedys, að láta til sín taka í héiminum. Þessir nýju Evrópumenn eru sem óðast að taka við ábyrgð- arstöðum. Margir þeirra eru mjög vel settir í því kerfi auð- hringa, verkalýðssamtaka og embættismannahópa, sem teygja sig í allar áttir út frá evrópsku kola- og stál-sam- steypunni Euratom og Efna- hagsbandalagi Evrópu. Ætt- jarðarást þeirra snýst ekki framar um hin fornu þjóðríki, sem de Gaulle heldur fram að séu „hinar eðlilegu einingar" IEvrópu. Þjóðhollusla þeirra nær til Evrópu sem heildar. SATT að segja er að verða til ný gerð Evrópumanna. Þessi mantegund er jafn ný og sér- stæð og Ameríkumennirnir. sem stofnuðu Bandaríkin á átjándu öldinni. En það er mesti misskilningur, að þessir nýju Evrópumenn séu eitthvað „Atlantshafssinnaðir" þó að þá kunni að greina á við de Gaulle hershöfðingja um eitt og annað. Því er þvert á móti svo farið, að þeir eru jafn sann færðir og de Gaulle um. að nú sé ejnmitt kominn tími til að Evrópa skipti um hlutverk og komi fram með sína frelsis yfirlýsingu. Þegar horft er á fljótabátana flykkjast eftir Rín, eins og bílalest á fjölförnum þjóðvegi. eða háar byggingar þjóta upp í Mílanó, er auðvelt að skilja tilfinningar þessara Evrópu- manna, þó að maður fallist ekki á rök þeirra. Sameinuð framleiðsla Evrópu er þegar meiri en framleiðsla Banda ríkjanna af stáli og kolum Gullforði hennar og efnahags leg gróska er tvöfalt meiri en | í Bandaríkjunum J ÞEGAR Evrópa hefur öðlazt þenna efnahagslega styrk, er stutt í þá kröfu hínna nýju Evrópumanna, að meginland þeirra hætti að lúta leiðsögn annarra þjóða. Vegna þessa ma Evrópa til með að koma sér upp sínum eigin kjarnorku- vopnum Þetta er aðeins að nokkru leyti til varna gegn Rússum. Megintilgangurinn er að tryggja, að Evrópa verði ekki framar háð Bandaríkjun- um um öryggi sitt (þar sem hagsmunir þeirra þurfi ekki ávallt að fara saman). Þegar Norður-Ameríka varf ;æranieg með rússneskum eld- rlaugaárásum, hættu margir hinna nýju Evrópumanna af trúa því. að forseti Bandartkj anna yrði alltaf reiðubúinn að hætta á að fórna Ameríku til þess að verja Rín. Og þegar þeir eru hættir að trúa bessu sjálfir, efast þeir auðvitað um að valdhafarnir í Kreml trúi því —• og þar með er hin bandaríska hindrun orðin enn ótrúlegri. BANDARÍKJAMÖNNUM hef ur ekki tekizl að samræma við- horf sin því ástandi, sem þess- ar skoðanir hafa í för með sér Það er vegna þess, hve þær eru andstæðar því, sem ástand- ið hefur verið fram að þessu De Gaulle hershöfðfngi hefur ekki einungis kontið auga á f bessar skoðanir heldur hefor f honum ekizt — bæði af eðlis- | Framhalci a tá siðu 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.