Tíminn - 02.03.1963, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.03.1963, Blaðsíða 16
Laugardagur 2. marz 1963 52. tbl. 47. árg. 65% útsvarshækkun á Akranesi á 2 árum 12 TÍMA EINAR EYSTEINSSON — formannsefni. ALDA ÞÓRÐARDÓTTIR — varaformannsefnl. BÆJARSTJÓRNARFUNDUR var haldlnp á Akranesi föstudaglnn 15. febrúar s. I. Hófst hann kl, 5 og stóð til kl. 5 á laugardagsmorgun. Aðalmál fundarins voru relkningar bæjarútgerðarinnar og fjárhagsá- ætlun bæjarlns fyrir árið 1963 — síðari umræða. Alögð útsvör og aðstöðugjöld eru áætlug kr. 18 millj. og hækka á þessu ári um kr. 3 millj. í fyrra hækkuðu gjöld þessi um kr. 4 rriillj. Hækkunin nemur því kr. 7 , millj. eða 65% á 2 árum. Sjálf-' siæðismenn og Alþýðuflokksmenn sem skipa meirihluta bæjarstjórn arinnar gáfu báðir út hátíðlegar yfirlýsingar fyrir kosningarnar s.l. vor um lækkun útsvara. Nú hafa efndirnar komið greinilega í ljós. Jafnframt er áætlag að söluskatt-, ur frá jöfnunarsjóði og landsút- svör hækki um kr. 1,6 millj. og J fasteignaskattur um 43%. Tekjumar eru alls áætlaðar kr. 22,3 millj. á móti kr. 16,3 millj. 1962 eða 37% hækkun. Stjórn kaupstaðarins er áætluð kr. 1,3 millj., en var kr. 66.0 þús. 1960. Er hér um 100% hækkun að ræða frá því núverandi meirihluti tók við. Annað er eftjr þessu. Minnihlutinn gerði að tillögu, sinni að lækka kostnað við' stjóm kaupstaðarins um 200 þús., annan Framh. á bls. 15. ÞoRÐUR GUÐNASON — gjaldkeraefni. Fékk árs fangelsi FYRIR nokkrum dögum voru kveðni upp í sakadómi Reykjavík- ur af Þórði Björnssyni sakadómara dómar í eftlrtöldum málum: 1. Máli ákæruvalds'ins gegn Gísla Guð'nasyni, Kambsvegi 23 og Einari Guðbjartssyni Ingibjörns- FLOKKSÞINGINU FRESTAD EINS og frá frá sagt í blaðinu í gær, hefur verið ákveðið að fresta 13. flokksþingl' Framsóknarmanna fram yfir páska. Var þessi ákvörðun tekln vegna influenzufaraldursins, sem nú geiisar í Reykjavík. Enn hefur ekk'i verlð gengið endanlega frá því, hvaða dag flokksþingið' hefjist, en mestar líkur fyrir því, að það verðt um helgina 20. apríl n. k. syni, Efstasundi 6; báðum hér í borg. Sannað var með játningu þeirra og öðrum gögnum að að- faranótt 4. apríl s.l. tóku þeir ó- frjálsri hendi bifreiðalykil og pen ingaveski frá sofandi manni á heimili sínu hér í borginni. Gísli ók bifreiðinni og var undir áhrif um áfengis og hafði eigi ökuleyfi. í peningaveskinu reyndust vera um kr. 2.500,00 í reiðufé og 17 tékkar, samtals að fjárhæð rúm- lega kr. 100.700,00. Ákærðu eyddu reiðufénu og höfðu einnig falsað framsal á 4 tékka og selt þá og eytt andvirði þeirra, þegar komst upp um brot þeirra um þremur vikum síðar. Ákærði Gísli hafði árið 1961 sætt 6 mánaða fangelsi skilorðsbundið fyrir auðgunarbrot og voru nú málin dæmd í einu Fr'amh. á bls. 15. IÐJU- KJÖR í DAG f dag hefst stjórnarkosningin f Iðju, félagi verksmiðjufólks, og verður kosið í dag frá kl. 10—7 og á morgun frá kl. 10—10. Kosn- ingin fer fram á skrjfstofu félags- ins að Skipholti 19. Þrír listar eru í kjöri og er listi lýðræðissinnaðra vjnstri manna C-listi. Á fundi, sem Iðja hélt í fyrra- dag, kom fram mikill stuðningur við ræðumenn C-listans, er þar ; löluðu, en það voru þau Einar Ey- stejnsson, Alda Þórðardóttir og Hannes M. Jónsson. Var máli þeirra mjög vel tekið. Stuðningsfólk C-listans er beðið að hafa samband við skrifstofu list- ans í Tjarnargötu 26, símar 15564, 12942, 19613 og 16066. Togari með tátinn mann MB—Reykjvík, 1. marz. Þýzki togarinn Albertros kom inn hingað til Reykjavíkur f gær- dag um fimmleytið með látinn mann. Var það fyrsti vélstjóri skipsins, sem látizt hafði af hjarta bilun er skipið var að veiðum hér við land. Skipið fór aftur á veið- ar í dag. í dag kom svo hingað annar þýzkur togari, Christian Homann, en skrúfa hans hafði laskazt í ís við Grænland. Mun togarinn fara hér í slipp. AKRANES FRAMSÓKNARFÉLAG Akraness heldur skemmtisamkomu í félags- heimili sínu, Sunnubraut 21, n. k. sunnudag kl. 8,30. Splluð verður framsóknarvist og sýndar kvik- myndir. Aðgöngumiðasala verður vig innganginn. Oánægðir meS tillögurnar Aðalfundur haldinn í Félagi ílugmálastarfsmanna ríkisins 26. febr. 1963, lýsjr yfir óánægju sinni með framkomnar tillögur samn- inganefndar ríkisstjórnarinnar í yfirstandandi samningum um kaup og kjör ríkisstarfsmanna, þar sem þær ganga að dómi félags ins of skammt til móts við tillög ur kjararáðs og vjrka sem bein kauplækkun á um 50% félags- manna. miðað við núverandi föst laun. Fundurinn vill einnig benda á úð störf flugmálastarfsmanna, þau er að fluginu lúta, eru í flestum til tellum vandasöm tæknistörf, sem krefjast sérhæfni og nákvæmni. Virðjst óeðlílegt að meta slík störf til jafns við þau, sem hver og einn getur gengið inn í. Fundurinn fordæmir árásir dag blaða á formann BSRB og telur að kjaramálum starfsmana ríkisins sé betur borgið í einjngu samtak- anna en að verða bitbein milli stjórnmálaflokka. MYND ÞESSA tók Ásmundur Guðjónsson fyrir Tímann, er varðsklpið Albert og Lóðslnn voru að draga þýzka togarann Trave inn á Vestmannaeyja- höfn i fyrradag. Sjópróf í máli togarans hafa staðið yfir í allan dag og aflanum verið skipað upp. Réttarböldum er ekki lokið. KLUBBFUNDUR KLÚBBFUNDUR verður hald- dnn í félagslieimilinu, Tiarnargötu 26, mánudaginn 4. marz kl. 8,30. LISTI LÝÐRÆÐISSINNAÐRA VINSTRI MANNA 1 IÐJU ER: C-L JSl n

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.