Tíminn - 02.03.1963, Blaðsíða 14
WILLIAM L. SHIRER
að vera ekki annaS en „trumbu-
slagari“ mnan þjóðræknislegrar
hreyíingar!“
Aðeins trumbuslagari? Hitler
kunni svar við þessu:
Hversu ómerkilegar eru ekki
hugsanir smámenna! Trúið mcr,
ég tel það ekki þess virði að
streitast við að ná í embætti ráð-
herra. Mér finnst það ekki vera
samboðið miklum manni, að hann
reyni að komast á blöð sögunnar
með því einu að verða ráðherra.
Maður gæti átt á hættu að verða
jarðaður við hliðina á öðrum ráð-
herrum. Takmark mitt var frá
upphafi þúsund sinnum meira
virði heldur en að verða ráðherra.
Eg vildi verða sá„ sem legði Marx-
ismann í rúst. Mér skal takast
þetta, og ef svo verður, þá er ráð-
herratitillinn fráleitur, hvað mig
snertir.
Hann minntist á Wagner sem
dæmi.
— Þegar ég stóð við gröf Itic-
hards Wagners fylltist hjarta mitt
stolti vegna þess manns, sem
hafði fyrirboðið áletranir eins og
„Hér liggur leyndarráðið, söng-
stjórinn, hans hágöfgi Richard
von Wagner barón.“ Ég var stolt-
ur yfir því, að þessi maður eins
og svo margir aðrir í sögu Þýzka-
lands höfðu látið sér nægja að
gefa sögunni nafn sitt án þess að
bæta við það alls konar titlum.
Það var ekki af lítillæti, sem ég
í þá daga vildi vera trumbuslag-
ari. Það var mín æðsta löngun —
allt annað var einskis virði.
Hann hafði verið sakaður um
vilja stökkva úr embætti einræðis-
slagarans yfir í embætti einræðis-
herrans. Hann neitaði því ekki.
Örlögin höfðu hagað þessu svona.
Maður sá, sem fæddur er til
þess að verða einræðisherra,
er ekki neyddur til þess.
þess. Ifann vill það. Hann er ekki
rekinn áfram, heldur rekur hann
sjálfan sig áfram. Það er ekkert
ósæmilegt við þelta. Er það ósæmi
legt verkamanni, að knýja sjálfan
sig til starfa? Er það hrokafullt
af manni með hátt enni hugsuðar-
ins, að brjóta heilann næturla
þar til honum hefur tekizt að fc
heiminum einhverja uppgötvun?
Sá maður, sem finnur sig knúinn
til þess að stjórna þjóð, hefur
ekki rétt til þess að segja: „Ef
þið óskið eftir mér, eða kallið mig
til starfa, þá mun ég koma.“ Nei!
Það er skylda hans að ganga fram
sjálfviljugur.
Trú Hitlers á sjálfan sig, og
það, að hann væri kjörinn til þess
að „stjórna þjóð“ hafði ekkert
minnkað enda þótt hann stæði í
sakborningastúkunni, og hans
biði ef til vill æviiöng fangelsis-
vist fyrir landráð. Á meðan hann
sat í fangelsinu og beið þess, að
málið yrði tekið fyrir, hafði hann
rannsakað ástæðurnar fyrir því,
hvers vegna uppreisnin hafði far-
ið út um þúfur, og heitið því, að
gera ekki sömu villurnar í annað
sinn. Þegar hann þrettán árum
síðar minntist hugsana sinna, eftir
að honum hafði tekizt að ná settu
marki, sagði hann við fylgismenn
sína, sem samankomnir voru í
Búrgerbraukeller til þess að
halda hátíðlegt afmæli uppreisn-
arinnar: „Ég get rólegur sagt, að
þetta hafi verið íljótfærnisleg-
asta ákvörðun lifs míns. Þegar
mér verður hugsað til þessa nú í
dag, svimar mig . . . Ef þið sæjuð
í dag, eina af sveitum okkar frá
1923 ganga fram hjá munduð þið
spyrja: „Úr hvaða vinnubúðum
hafa þessir sloppið?“ . . . En ör-
lögin voru okkur hliðholl. Þau
létu ekki þær aðgerðir heppnast,
sem, hefðu þær heppnazt, hefðu
að lokum óumflýjanlega orðið að
engu, vegna þess að hreyfingin
var óþroskuð hið innra í þá daga
og vegna þess að bæði skipulags-
og vitsmunalegar undirstöður
hennar voru ekki nægilega sterk-
ar. . . , Við viðurkenndum, að
ekki er nægilegt, að kollvarpa
gamla ríkinu, heldur verður að
vera búið að byggja upp nýtt ríki,
og það verður að vera tilbúið.
. . . Árið 1933 var ekki lengur
um það að ræða að kollvarpa ríki
með ofbeldi. Nýtt ríki hafði verið
byggt upp, og það efna, sem eftir
var að gera, var að losa sig við
eftirstöðvarnar af gamla ríkinu,
og það tók aðeins örfáar klukku-
stundir.“
Hitler hafði þegar gert upp við
sig, hvernig ætti að byggja upp
nazistaríki, þegar hann átti í
höggi við dómarana og ékærend-
urna við réttarhöldin. Eitt var
öruggt, hann varð að hafa herinn
með sér, ekki á móti, í næsta
skipti. í lokaræðu sinni varpaði
hann fram hugmyndinni um sætt-
ir við herinn. Þar kom ekki fram
eitt einasta ámælisorð í garð
hersins.
— Ég trúi því, að sú stund eigi
eftir að renna upp, þegar fjöld-
inn, sem í dag stendur á götum
úti undir swastíku-fána okkar,
gengur í lið með þeim, sem skutu
á hann . . . Þegar ég komst að
þvi, að það var Græna lögreglan,
sem skaut, gladdist ég yfir því, að
það var ekki Reichswehr, sem
hafði sett blett á mannorð sitt.
Reichswehr stendur óflekkað hér-
eftir, sem hingað til. Sá dagur
mun koma, þegar Reichswehr
stendur við hlið okkar, bæði liðs-
foringjar og óbreyttir liðsmenn.
Þetta var nákvæmur spádómur,
en hér greip dómarinn, sem var
í forsæti, fram í: „Herr Hitler,
þér segið, að Græna lögreglan hafi
verið stimpluð. Ég get ekki leyft
þetta.“
Hinn ákærði lét sig engu skipta
ofanígjöfina. Lokaorð Hitlers
héldu áheyrendum töfruðum:
„Herinn, sem við höfum komið
á fót, vex frá degi til dags. . . .
Ég el með mér þá von, að einn
góðan veðurdag, renni upp sú
stund, að þessir óhefluðu her-
flokkar verði að herfylkjum, her-
fylkin að hersveitum, hersveit-
imar að herdeilduim, að gamli
borðinn verði aftur tekinn upp
úr svaðinu, að gömlu flöggin
blakti aftur, að komið verði á sátt-
um áður en kemur að síðasta
dóminum, sem við eigum öll eftir
að mæta frammi fyrir.“
34
Hann beindi hinum brennandi
augum sínum að dómurunum.
— Því, það eruð ekki þið, herr-
ar mínir, sem dæmið okkur. Sá
dómur verður kveðinn upp af ei-
lífum dómstóli sögunnar. Ég veit
hvernig dómur ykkar mun falla,
en sá dómstóll mun ekki spyrja
1 okkur: „Frömduð þið landráð eða
1 ekki?“ Sá dómstóll mun dæma
|.okkur, gamla hershöfðingjann
(Ludendorff), iiðsforingja hans
og liðsmcnn sem Þjóðverja, sem
óskuðu þjóð sinni einungis alls
hins bezta til handa, sem vildu
! berjast og deyja. Þið getið dæmt
okkur seka þúsund sinnum, en
gyðja hins eilífa dómstóls sögunn-
> ar mun brosa og rífa í smátætlur
(málskjöl ríkissaksóknarans og
dóm þessa réttar. Því hún hefur
sýknað okkur.
Eins og Konrad Heiden skrif-
aði, þá voru dómarnir, ef ekki
úrskurður hinna raunverulegu
dómara sjálfra, ekki lamgt frá
dómi sögunnar. Ludendorff var
! sýknaður. Hitler og hinir sakborn-
; ingarnir voru fundnir sekir. Hitler
var dæmdur til fimm ára fangels-
1 isvistar í virkinu Landsberg, þrátt
! fyrir það að i hegningarlöggjöf
| Þýzkalands, 81. grein, stæði:
| „Hver sá, sem gerir tilraun til
þess að breyta stjórnarskrá þýzka
1 ríkisins eða einhvers af undirríkj-
um þess mcð valdi, skal hljóta
lífstíðarfangel'Si." Jafnvel þá mót-
mæltu undirdómararnir hörku
dómsins, en yfirdómarinn fullviss
aði þá um það, að eftir sex mán-
uði mætti láta Hitler lausan, þann
ig að hann yrði aðeins undir eftir-
liti upp frá því. Tilraunir lögregl-
unnar til þess að láta flytja Hitler
úr landi, vegna þess að hann var
útlendingur, urðu til einskis, en
hann var enn þá austurrískur borg
ari. Dómurinn var kveðinn upp 1.
apríl 1924. Ekki níu mánuðum
45
sama kofa og Elisabeth í nótt, hún
segist ekki hafa heyrt neitt. Hún
sótti líkjörsflöskuna; hún hefði
getað blandað svefnlyfi í það til
að fullvissa sig um að öll hin
svæfu fast.
Það var barið að dyrum og
John Rodney kom inn. Hann tal-
aði f lágum hljóðum við majór-
inn, svo hvarf hann aftur.
Guy stóð upp. Svo virtist sem
hann þyldi ekki að heyra meira.
— Þér vitið ofurvel, að þér hafið
engar sannanir gegn henni. Eg
mun þegar i stað hitta lögfræð-
ing minn að máli. Svo gekk hann
til dyra. Þar nam hann staðar og
sneri sér við. — Nicholas, þú
veizt vel, að Frances hefur ekki
gert þetta, hún gæti aldrei ráð-
gert að drepa nokkurn mann. Þeg-
ar þú ert búinn hér, þætti mér
vænt um að þú kæmir heim, svo
að ég geti talað við þig. Á meðan
majór Carmichal gengur með
þessar grillur, er þýðingarlaust
að tala meira við þig. Hann leit
fjúkandi reiður á majórinn og
skellti dyrunum á eftir sér.
Eg hristi höfuðið. — Eg trúi
því ekki að Frances hafi gert
þetta og samt . . .
— Og samt . . . já, endurtókj
majórinn þunglega. — Einhveri
gerði það. Heyrið mig, Nichol.;
Leggið spilin á borðið. Hve mikið
vitið þér eiginlega?
Eg sagði honum það. Sagði hon-l
um, að ungfrú Abby hefði í sí-
fellu nauðað í mér og haft áhyggj
ur af Elisabethu og öryggi henn-,
ar. Að ungfrú Abby hefði verið
hálftrúlofuð afa Elisabethar, að
ég hefði talið sögu ungfrú Abby-
ar ímyndanir einar, og hefði átt
rót að rekja til biturleika og öf-
undar. Að bæði ungfrú Abby og
hr. Twindleham hefðu verið sann-
færð um að Elisabeth „sá eitt-j
hvað" þegar afi hennar dó. Eg
sagði majórnum frá fyrsta bréfil
ANDLIT KONUNNAR
Clare Breton Smith
Francesar til hr. Twindleham, þar
sem hún skrifaði um dauða ung-'
frú Abbyar, sem hafði valdið
honum þungum áhyggjum. Og ég
sagði frá hinu, því, sem hún hafði
skrifað um dauða Sylvesters og
hafði orðið þess valdandi, að ég
lét tilleiðast að athuga málið.
Hann las afritið, sem ég hafði
af bréfinu.
„Sylvester var myrtur og lít-
ur einna helzt út fyrir að um
ritualmorð hafi verið að ræða.
Þér vitið, hver hefur brennandi
áhuga á ritualmorðum og getur
stjórnað hinum innfæddu eftir
geðþótta. Þér vitið líka, hverj
safnar slöngum og selur þær íj
dýragarða. Ungfrú Abby dó af
slöngubiti og ég sá einhvern fyr-
ir utan kofann hennar. Eg sagði {
„henni, þér vitið“ frá því, og ég
var að dauða komin eftir að j
hafa borðað eitrað konfekt. Elisa
beth átti að fara til Spongeni —
gildran var sett fyrir hana, en
Sylvester gekk í hana í staðinn.
Enginn vill hlusta á mig. Eg er
viss um, að Elisabeth er í lífs-
hættu, en það trúir mér enginn.
Þau segja öll að ég eyðileggL
framtíð mannsins míns — og ég
sé að verða taugaveikluð og vit-j
skert. Þér verðið að gera eitt-
hvað.“
ist þelta eins og utanað lærð
lexía.
Eg spurði um dauða Sylvester. j
Það var ljót saga. Majórinn ueit-
— Frances heldur sig við sömu
söguna allan tímann, sé, ég. Mér
fellur það ekki. Eg hefði kosið, að
hún breytti henni dálítið, nú virð-
aði að trúa, að um væri að ræða j
raunverulegt ritualmorð. Ef svo
hefði verið, hefðu morðingjarnir j
tekið líkið með sér, og það hefði j
aldrei fundizt.
Við töluðum um eitraða kon-
fektið. Dr. Keet hafði einhverraj
hluta vegna sagt majórnum fráj
því. — Hann álítur, að Francesj
sé algerlega úr jafnvægi vegna;
þess sem hún hefhr orðið að þola. j
Eg persónulega held að hún reyni
að byggja upp falska ákæru gegnj
frú Alden til að vernda sjálfa
sig.
Eg sá, að hann hafði tekið á-
kvörðun sína.
— Eg óttast aðeins eitt, sagði
ég. — Og það er, að sá, sem
reyndi að myrða Elisabethu, reyni
aftur.
— Við finnum glæpamanninn,
ef við höfum þá ekki þegar gert
það, sagði majórinn gremjulega
og kvaddi mig stuttur í spuna.
Eg ók til sjúkrahússins og var
sagt, að frú Alden hefði beðið að
fá að tala við mig. Hún var föl og
tekin og átti i erfiðleikuni með
að tala.
— Hvað er þetta voðalega, sem
er að gerast?
Eg reyndi að róa hana. Hún
virtist svo gömul. veikburða og
hrædd. Regluiega hrædd.
— Er alll í lagi með Elisabetu?
— Dr. Keet segir svo.
— En hver gerði það? Frances? j
Eg hrukkaði ennið. Eg vissi {
ekki hvers vegna bæði hún og
Carmichal majór voru svo viss'
um að Frances hefði gert það. Eg!
var engan veginn viss um það. ;
— Hvers vegna haldið þér . .
byrjaði ég, en þá sá ég, að hún j
var sofnuð aftur. Það var mesta j
furða, að hún hafði lifað þetta
af. Hún hafði drukkið tvö glös.
Frances hefði ekki bragðað líkjör-
inn. En ég trúði ekki, að Frances
hefði getað leikið svo vel. Eg j
hefði hrist hana duglega, það'
hlaut að hafa verið býsna sárt.
Eg gekk eftir ganginum í þunp
um þönkum. Elisabeth svaf, en
afríkönsk hjúkrunarkona sat við
rúm hennar. Deildarhjúkrunar-
konan kom inn og gaf mér merki
um að ég yrði að fara út, og fór
að ávíta mig.
— Læknirinn hefur gefið fyrir-
mæli um, að hún megi ekki fá
heimsóknir.
— Hefur hún komið til með-
vitundar aftur? spurði ég.
Eg virti fyrir mér umhverfið, j
meðan við töluðum saman. Sjúkra
húsið var upprunalega byggt fyrir;
innfædda, en evrópsk deild L-
lagaðri hafði verið bætt við. í
þeirri deild voru sex sjúkraher-
bergi, bau voru hvert við hliðina
á öðru. Hinum megin við ganginn
voru snyrti- og baðherbergi. Hinn
gangurinn lá í aðra álmu sjúkra-
hússins og á hverju herbergi voru
litlar dyr, sem sneru út að þeirri
álmu. Það var að sjá, að næsta
auðvelt væri að ganga eftir gang-
inum og láta sem maður ætti er-
indi á snyrtiherbergið og smeygja
sér síðan inn á eitt herbergjanna.
Síðan var á þann einfalda hátt
hægt að komast aftur til síns eig-
in herbergis. Það var sjaldnast
fleiri en ein systir á vakt, og hún
var oft kölluð í símann eða til að
tala við aðstandendur sjúkling-
anna. Þvi var gangurinn oftast-
nær mannlaus.
Eg spurði deildarhjúkrunar-
konuna, hvers vegna lögreglian
hefði ekki sett vörð við herbergi
Elisabethar. Yfirlætislegt bros
hennar sýndi, að hún taldi þetta
óþarfa og hvimleiða afskiptasemi.
Eg bar fram kvörtun mína við
dr. Keet og hann stakk upp á, að
við skyldum flytja Elisabeth heim
til Monicu þegar hún væri orðin
nægilega frísk. Þar yrði auðveld-
ara að gæta hennar. Eg fór af
sjúkrahúsinu mun rórri í huga.
Eg ók heim og gekk beint inn
á herbergið mitt. Þar sat ég
drjúga stund og hugleiddi það,
sem við majór Carmichal höfðum
lalað um. Hafði ég sagt honum
allt? Hafði ég munað að segja
honum, að ungfrú Abby hafði
•sennilega haft hugboð um, að húri
myndi deyja og hafði skilið eftir
bréf til mín, þar sem hún sagði
mér frá grun sínum og gerði sitt
bezta til að sannfæra mig um, að
næst kæmi að öllum líikndum
röðin að Elisabethu?
Og það hefði orðið, ef Sylvester
hefði ekki farið í hennar stað.
14
T í M I N N, laugardagur 2. marz 1963.