Tíminn - 02.03.1963, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.03.1963, Blaðsíða 10
 5Í:SW- ____ Það er fljótlegt og hávaðalítið að nota hnífinn. Þeir hljóta að hafa peninga í pokunum. DYRIN I HALSASKOGI 30. sýn. ing. — Mæstkomandi sunnudag verður hið vinsæla barnaleikrit Dýrin i Hálsaskógi sýnt í 30. sinn. Aðsókn að leiknum hefur verið mjög góð og er allt útlit á að leikurinn gangl í allan vet- ur. Dýrin í Hálsaskógi hafa að undanförnu verið sýnd í Kaup- mannahöfn við metaðsókn. — Kardemommubærinn var sem kunnugt er sýndur hér veturinn 1960 og urðu sýningar á lelknum þann vetur 45. Útlit er á að „Dýrin" ætli að ná sömu vin. sældum. — Myndin er af Ævari Kvaran og Emelíu Jónasdóttur i hlufverkum sínum. Þorvarðsson. Eiríkur hugsaði sig vel um, en lýsti svo ráðagerð sinni. — Við verðum að hefjast handa sem fyrst, sagði hann. — Ef Ondur gerir árás á kastalann, er úti um okkur. Ég ætla að reyna að kom- ast þangað einn mín liðs. Það ætti að heppnazt, ef menn Ond- urs verða hér í skóginum. Sveinn átti að fara aftur til hellisins og fá nokkra menn til þess að hafa gætur á óvinunum Þeir áttu svo að gera árás á Ondur í blekking arskyni, er Eiríkur gæfi merki. — Gleymdu ekki, að árásin er að eins til blekkingar. sagði Eiríkur — við erum ekki svo fjölmennir að við megum hætta okkur í raun verulegan bardaga En samtímis reyni ég að komast inn í bækistöð þeirra með hermönnum Örnu, sem í kastalanum eru. Eiríkur fékk Sveini feld sinn. svo að hann yrði honum ekki til þyngsla — Láttu þá ekki klófesta þig, voru kveðju orð Sveins. Hallgrímskirkjn. Bærltaguðsþjón usta kl, 10. Messa kl. 11. Sr. Sig urjón Þ. Ámason. Æskulýðs- messa kl.'5. Unglingar lesa pistil og guðspjall. Sr. Jakob Jónsson. Kópavogskirkja: Æskulýðsmessa kl. 11. Bamasamkoman fellur nið ur) Sr. Gunnar Ámason. Bústaðasókn: Æslkulýðsmessa kl. 10,30. Hjaltl Guðmundsson mess- a-r. Sr. Gunnar Árnason. Hafnarfjarðarkirkja: Æskulýðs- messa kl. 11. Sr. Bragi Friðriks- son flytur ávarp. Hraunbúar veita aðstoð. Flensborgarkór syngur. Sr. Garðar Þorsteinsson. Kálfatjörn: Æskulýðsmessa kl. 2. Sr. Bragi Friðriksson flytur á- varp. Skátadeildin Vogabúar veita aðstoð, Sr. Garðar Þor- steinsson. Langholtsprestakall. þjónusta kl. 10,30. Barnaguðs- Æskulýðs- í dag er laugardagur- inn 2. marz. Simplicius. Tungl í hásuðri kl. 18.35 Árdegisháfiæði kl. 10.11 Hedsugæzla Slysavarðstofan i Heilsuvemdar- stöðinni er opin allan sólarhring inn. — Næturlæknlr kl 18—8 Sími 15030. Neyðarvaktin: Sími 11510, hvem virkan dag, nema laugardaga, kl 13—17. Holtsapótek og Garðsapótek opin virka daga kl. 9—19 laugardaga frá kl. 9—16 og sunnudaga ki 13—16 Næturvörður vikuna 2.—9. marz er i Vesturbæjarapóteki. Hafnarfjörður. Næturlaeknir vik una 2.—9. marz er Jón Jóhannes son, sími 51466. Keflavík. Næturlæknir 2. m-arz er Jón K. Jóhannsson. Ferskeytlan Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafn ari kvað: Þótt þú vita þykist allt hjá þessum búðardiski. Æran þín er eins og salt sem áður var í fiski. FéLagstíf Kvenfélag Laugarnessóknar býð- ur öldmðu fóiki í sókninni til hinnar árlegu skemmtunar i Laugamesskóla, 3. marz kl. 3 e.h. Óskað er að sem flestir sjái sér fært að mæta. Konur úr kirkjufélögunum í Reykjavíkurprófastdæmi. Munið kirkjuferðina kl. 5 á sunnudag í kirkju Óháða safnaðarins. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj- unnar hefur kaffisölu í Giaum- bæ á morgun sunnudag 3. marz ki. 3 e.h. Bræðrafélag Langholtssóknar hefur spilakvöld n.k. sunnudag 3. marz kl. 8,30 síðdegis í safn- aðarheimilinu. Hjónaband: Síðastl. laugardag vora gefin saman í hjónaband af sr. Jóni Þorva-rðssyni, ungfrú Hulda Kolbrún Finnbogadóttir og Davíð Björn Sigurðsson, húsa smiður. Heimili þeirra er á Skúla götu 61. FréttatiLkynningar Á morgun, sunnudag, 3. marz kl. 5 síðd. stundvfslega, hefjast á ný tónlistarkynningar í hátíða- sai háskólans. Að þessu sinni verður fTutt af hljómplötutækj- um skólans sinfónía nr. 1 (c- moll, op. 68) ' eftir Johannes Brahms, leikin af sinfóníuhljóm sveitinni Philharmonia í London, undir stjóm Ottos Kiemperers. Dr. Páll ísólfsson flytur inngangs orð og skýrir veríkið með tón- dæmum. — Aðrar sinfóníur Brahms vetrða síðan kynntar með sama hætti á næstunni. — Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Stórgjöf til Kópavogskirkju. — Frú Aðalheiður Guðmundsdóttir og Sveinn S. Einarsson vélaverk fræðingur, Viðihvammi 12 í Kópavo-gi, hafa gefið 10 þúsund krónur til' orgelsjóðs Kópavogs- kirkju. Orgelið er í smíðum og eflist sjóður þess óðum. Messurnar á sunnudag: Laugarneskirkja: Messa kl. 2 e. h. Guðsþjónustan þennan dag veírður með sérstöku tilliti til aldraða fólksins í sókninni. — Bamaguðsþjónusta kl. 10,15. Sr. Garðar Svavarsson. Tónlistarkynning í Háskólanum. — — Dómkirkjan: Æskulýðsguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Jón Auðuns. — Æskulýðsmessa kl. 5. Sr. Óskar J. Þorláksson (þess er óskað að foreidrar mæti við guðsþjónust una). Barnamessa í Tjarnarbæ kl. 11. Sr. Óskar J. Þorláksson. Háteigssókn: Æskulýðsmessa í hátíðasal' Sjómannaskólans kl. 2. Barnasamkoma ki. 10)30. Sr. Jón — Dreki? Hvað áttu við? — Það er gangandi andi — maður, sem getur ekki dáið — skilur eftlr hauskúpumerki .... Hann er stjórn- andi frumskógarins — sterkari en tíu tígrisdýr. — Ef hann er óvinur þinn, hefur þú énga von — enga möguleika. — Eg hef heyrt marga vitleysuna, en þessi tekur þó öllum fram! iracnaN tnuysas 10 T I M I N N, laugardagur 2. marz 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.