Tíminn - 02.03.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.03.1963, Blaðsíða 5
 IÞRDTTiR IS RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON Hrafnhildur setti íslands- met í 100 m bringusundi Hrafnhildur Guðmundsdóttir móti KR. með bikara þá, sem hún hlaut á sund- (Ljósm.: Sv. Sæmundsson). Öskar Halldórsson formaður Hauka Þann 11. febrúar s.l. var hald I inn aðalfundur Knattspyrnufé lagsins „Haukar" í húsnæði sem félagið hefur tekið á leigu að Vesturgötu 2, en það er eign Kaupfélags Hafnfirðinga. Félagið hyggst reka þar fé- lagsheimili næstu ár og einnig hafa þar skrifstofu. Formaður félagsins, Óskar Iiall dórsson, setti fundinn, sem var mjög fjölmennur og minntist í upphafi fundarins Garðars S. Gíslasonar, sem lézt á s.l. ári, en sem kunnugt er, var Garðar heit inn þjálfari félagsins um nokkurt skeið. Þá flutti formaður skýrslu stjórnar fyrir s.l. ár og sýndi skýrslan, að starfsemi félagsins hefur aukizt mjög mikið. Siðan las gjaldkeri reikninga. sem svndu talsvert batnandi fjárhag félags- ins. Sú breyting hefur orðið á knatt Körfubolti íslandsmótið í körfuknattleik heldur áfram um helgina og mæt- ast í meistaraflokki á sunnudags- kvöldið ÍR og KFR í fyrri umferð- inni, en einnig fer fram leikur i 2 flokki sama kvöld — Á sunnudag inn fyrir hádegi fara fram nokkrir leikir í yngri flokkunum i fþrótta- húsi Háskólans, og hefst fyrstij leikurinn kL 9,30. ! spyrnulífi bæjarins, að tekið var upp að frumkvæði Hauka, að hald ið var haustmót í knattspyrnu i öllum flokkum. Leikar fóru þannig að Haukar sigruðu í 1., 2., og 5. flokki, en FH í 3., og 4. flokki. Áætlað er að bæði vor og haust- mót fari fram árlega milli þessara félaga. Þá sigraði 5. fl. í þriggja liða keppni: Haukar; Stjarnan, Silfurtúni og Breiðablik, Kópa- vogi. Á fundinum voru mættir all :r liðsmenn 5. fl. og voru þeir heiðraðir fyrir árangur sinn á ár- inu 1962. Á síðastliðnu ári og nú, er aðal þjálfari fólksins í knattspyrnu, Sigurður Sigurðsson úr Val, en hann er nú búsettur í Hafnarfirði. Þá var og nokkur æfingasókn í handknattleik. Eftir nokkurra ára hlé sendu Haukar meistaraflokk karla, og tók flokkurinn þátt í 2. deildarkeppni með góðum ár- angri. Einnig sendi félagið 2. og 3 fl. A og B. Að lokum fór fram stjórnar- kosning, en fráfarandi stjórn var öll endurkosin. en hana skipa: Óskar Halldórsson, formaður; Eg- ill Egilsson, varaform.; Rut Guð- mundsd., ritari; Jón Egilsson, gjaldkeri; Þorsteinn Kristjánsson fjármálaritari. Meðstjórnendur Jón Pálmason, Guðsveinn Þor- björnsson og Bjarni Jóhannesson Þá skipa sæti í stjórninni for- menn binna vm=' ’oilda þeir Viðar Símoaarson Garðar Krist mnsson og Sigurðut Jóakimsson Húsnefnc) skipa jurgen Guð mundsson skólastjóri, Egill Egils son og Jón Jóhannesson. Sundmót KR, sem fram fór í Sundhöll Reykjavíkur í fyrra kvöld, varð nokkuð sögulegt — ekki fyrir það að árangur í hinum ýmsu greinum væri sérlega góður, heldur vegna þrætu Guðmundar Gíslasonar við leikstjórann Einar Hjart- arson um mótsreglur og lykt- aði þeirri deilu með því, að Guðmundur tók ekki þátt í 200 m. skriðsundinu, sem hann var skráður í og neit- aði einnig að taka á móti verð launapeningum, sem hann hafði unnið, í mótmælaskyni — Þetta atvik setti nokkuð leiðinlegan blæ á mótið, en eftir því sem bezt verður vit- að, mun leikstjórinn hafa haft lögin sín megin — þrátt fyrir allár venjur og hefð — og því ekki ástæða fyrir Guð- mund að koma þannig fram, a. m. kosti gat hann tekið við j ® verðlaunapeningunum, þótt hann neitaði að taka þátt í sundinu vegna deilu sinnar við leikstjórann. —■ á sundmóti KR í fyrrakvöld. Leiðinlegur blær var yffir mótinu vegna deilu Guömundar Gíslasonar við mótstjórann. Á mótinu vakti Hrafnhildur Guð mundsdóttir, ÍR, mesta athygli, en hún setti nýtt íslandsmet í 100 m bringusundj — synti vegalengdina á 1,21,8 mín. — en gamla metið sem hún átti sjálf var 1,22,5 mín. Guðmundur Gíslason náði ágætum árangri í þeim þremur sundum sem hann tók þátt í: Guðmundur Guðnason, KR 35,2 Guðberg Kristinsson 36,8 Ar iars urðu helztu úrslit þessi: 200 ni skriðsund Davíð Valgarðsson, ÍBK 2,19,3 Júlíus Júlíusson, SH 2.35,4 Ómar Kjartansson, SH 2.47,8 100 ni skriðsund kvenna Hrafnhildur Guðm.dóttjr, ÍR 1,10,4 Ásta Ágústsdóttir, SH 1,28,5 100 m bringusund karla Guðmundur Gíslason, ÍR 1,16,0 Ólafur Ólafsson, Ármanni 1,17,8 Erlingur Jóhannsson, KR 1,18,0 50 m .flugsund karla Guðmundur Gíslason, ÍR 30,3 Pétur Kristjánsson, Ármanni 30,9 Davíð Valgarðsson, ÍBK 33.0 100 m bringusund kvenna Hrafnhildur Guðm.dóttir lR 1,21,8 (íslandsmet) | Auður Guðjónsdóttir ÍBK 1,32,6 1 Matthildur Guðm.dóttir 1,33,8 50 m baksund karla Þorsteinn Ingólfsson, ÍR 3x50 m þrísund karla Sveit ÍR 1,32,8 KR a-sveit 1,38,5 35.0 Ármann 1,40,1 innanhússmót Vík- ings í knattspyrnu Pjálfara- námskeið Á sunnudaglnn efnir unglinga- nefnd KSÍ til námskeiðs fyrir knattspyrnuþjálfara yngri flokk- anna og verður námskeiðið haldið í samráði við tækninefnd KSÍ í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. — Þetta er í annað sinn á stuttu tíma bili, sem efnt er til námskeiðs fyr- ir knattspyrnuþjálfara, en fyrir hálfum mánuði var haldið nám- skeið fyrir þjálfara meistaraflokks liðanna og tóks' það mjög vel. Búast má við, að námskeiðið á sunnudaginn verði fjölsótt, en nú þegar hafa allmargir þjálfarar til- kynnt þátttöku — bæði hér úr Reykjavik og utan af landi. Námskeiðið verður ivíþætt — fræðilegt og verklegt og verða rækilega sýndar þjálfunaraðferðir og flutt erindi um unglingaþjálf- n almennt. Námskeiðið hefst kl 2 stundvis- lega og verður eins og fyrr segiri í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. [ N.k. mánudag og þriðjudag fer fram að Hálogalandi innanhúss- mót Víkings í knattspyrnu. Þátt- taka er mjög góð og senda sjö félög lið til keppni — tvö hvert, a og b lið. Um útsláttarkeppni er að ræða, þannig að l.ið sem tapar leik er úr keppni. Nú hefur verið dregið um hvaða lið mætast í fyrstu umferð, en hún verður leik in á imánudagmn. Þessi lið mætast { fyrstu um- ferð: Hafnarfjörður A — Víkingur B Valur B — Keflavík A KR A — KR B Valur A — Fram B Keflavík B — Hafnarfjörður B Þróttur A — Þróttur B Víkingur A — Fram A. Handbolti íslandsmótið í handknattleik heldur áfram um helgina og verð ur leikið bæði í yngri og eldri flokkunum. — Á morgun fara þessir leikir fram að Hálogalandi. — í 3. flokki karla A leika ÍA og KR, í 2. deild mætast ÍA og Breiða blik og Valur og ÍBK. Fyrsti leik ur hefst kl. 8,15. Á sunnudaginn heldur mótið a- fram og fara þessir leikir fram eftir hádegið: í 2. flokki karla B! Víkingur og Þróttur; í meistara- flokki kvenna mætast Ármann og; Breiðablik. Leikirnir sem á eftir koma eru allir í karlaflokki í 3 flokki: Víkingur—Valur Þróttur —Fram og Haukar—ÍA í 2. flokki leika ÍA—Fram og Valur— Ármann. í 2. deild leika Haukar, —ís. — Fyrsti leikur hefst kl. 2. | BIKAR, sem Tryggingamið'stöðún gaf til keppninnar. Hann vinnst til eignar. (Ljósm.: TÍMINN-ÁÁ). T f M I N N, laugardagur 2. marz 1963, 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.