Tíminn - 02.03.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.03.1963, Blaðsíða 8
 Margir fengu ræðuþjáifun í Magna Kunnur borgari í Hafnar- firði, Kristmn J. Magnússon, málarameistari, átti sjötugs- afmæli í vikunni, sem tæpast er í frásögur færandi, þegar fslendingar þykjast sífellt verða allra karla elztir. En blaðamaður Tímans skrapp samt suður I Fjörð til Krist- ins daginn eftir afmælið til að reyna að fá sitthvað upp úr honum frá liðnum dögum, af þvf að Kristinn hefur komið svo mikið við félagsmál í Hafn arfirði um fjölda ára, og hin síðari ár haft umsjón með Hell isgerði, hinum fræga skrúð- garði Hafnfirðtaga. — Ertu Hafnfirðingur í húð og hár, Kristinn? — Ekki sleit ég nú barns- skónum hér, en ég hef átt hér heima hátt á fimmta áratug, segir Kristinn. En átthagarn- ir eru ekki langt héðan, ég er fæddur í Narfakoti í Innri- Njarðvíkum og ólst upp þar og í Garðbæ, en fluttist hing- að á Lokadaginn 1916. — Var mikið útræði í Innri Njarðvíkum í ungdæmi þínu? — Nei, þá var ekki mikið róið „innan Bugtar", sem kall- að var. Eg man, að tvö skip af Seltjarnarnemi reru frá okk ur á vertíð og ekki önnur þá. Pabbi stundaði sjórððra úr Höfnum á vetrarvertíð, en tutt ugu sumur frá Borgarfirði eystra. — Tíðkaðist það, að sunn- lendtagar sæktu sjóinn fyrir austan, þegar þú varst ungur? — Það var mikið um bað í þann tíð, að menn leituðu úr öðrum landsfjórðungum austur á firði og stunduðu handfæra- veiðar á smábátum yfir sumar tímann, frá Borgarfirði og Seyðisfirði, og eínnig suður- fjörðunum, ekki óáþekkt því. sem seinna varð að fara til Siglufjarðar á sumarsíld. — Fórst þú ekki ungur að fara í róður? — Jú, jú. Um fermingu fór ég tvö sumur austur á Glett- inganes og reri með bóndan- um þar. Hann var norskur, hét Ole Stuff og var tengdasonur Þórunnar grasakonu í Brúna- vík, en sonur hennar er Erling ■ ur grasalæknir í Reyk.iavik, eins og þú máske veizt. Þar á bænum var annar Norðmaður, sem líka hét Ole, Thorstensen var sá. Hann settist seinna að í Reykjavík og var þar skó- smiður mörg ár, í kjallara Hjálpræðishersins. Við Ole bóndi rerum tveir saman á skekktu, en Oli Thorst og aðrir karlar á bænum reru á stærri bát norskum, sem var með gaff alsegli en ekki spritsegli eins o,g íslenzku bátarnir. Þar var nú ekki langt að sækja á mið- in. Þriðja sumarið fyrir austan reri ég með pabba frá Borgar- firði. Eftir það veiktist ég og mátti ekki stunda vinnu nokk- uð lengi. Ég komst samt yfir það, og næsta sumar eftir fór ég enn austur á Firði og réð mig á bát hjá útgerð Ottos KRISTINN J. MAGNUSSON Wathne á Seyðisfirði. Þetta var sumarið, sem fyrsti fossinn kom til landsins, Gullfoss. — Hann sigldi á hafnirnar um- hverfis landið og var alls stað- ar fagnað með mikilli viðhöfn. Ég var staddur á Fáskrúðs- firði, þegar Gullfoss kom þang að, og allir þorpsbúar tóku á móti honum með yfirvaldið og stórmenni staðarins í farar- broddi. alls staðar var hátíð. þar sem gamli Gullfoss kom fyrst að landi, sumarið 1914. — Hvenær byrjaðirðu á mál araiðninni? — Sumarið eftir, 1915, lærði ég fyrstu handtökin við það verk hjá einum fyrsta málara meistara landsins, sem var kona, og frænka mín, Ásta mái ari, Árnadóttir. Við vorum bræðrabörn og uppalinn í Njarðvíkunum, þar sem faðir hennar, Árni Pálsson, var kenn ari. Ásta hafði forframazt í iðn sinni í Þýzkalandi. Þetta sumar var lokið við smíði Keflavíkur kirkju og Ásta fengin til að mála hana, o,g hún fékk mis til aðstoðar sér. Ég man eftir því, að þegar við áttum að fara að eikarmála kirkjubekkina. voru ekki til taks verkfæri. sem Ásta bað um að fá send innan úr Reykjavík, bar sem hún átti þá heima. á Grundar- stíg 15 Hún =agði við mis að hún ætlaði að skreppa inn i Njarðvíkur. En það var bara . sú litla, sem lét sig ekki muna um að ganga alla leið inn á Grundarstíg í Reykjavík. og kom gangandi til baka með verkfæri da.ginn eftir, en ég var farinn að furða mig á. hvað orðið hefði af henni. Hún var óskaplega dugleg og ósérhlíf- in. Árið eftir fluttumst við hing að til Hafnarfjarðar og ég vann verkamannavinnu næstu þrjú ár, en bá byrjaði ég að vinna með Einari ísberg, sem þá var aðalmálarinn hér í Firðinum. En í ársbyrjun 1930 byrjaði ég að vinna sjálfstætt. — Var nóg að gera við mái arastarfið fvrstu árin hér? — Ekki nema á sumrin. Á veturna urðum við að leita okk ur að annarri vinnu. Þá var árskaup málara minna en viku kaup sveina nú. Fyrsta stóra verkið. sem við Einar unnum að saman, var að máin Hor''nst alann, sem þá var nýbyggður, þar sem nú er Austurgata 26 og leigt út sem bæjaríbúðir, því að Hiálpræðisherinn er löngu hættur starfi hér i Hafn arfirði. — Hvað hefurðu kennt mörgum að mála? — Það hafa verið einir tíu lærlingar hjá.mér og átta lokið prófi. bar af þrír synir mínir — Þú hefur unnið svo miki,t að félagsmálum hér í Hafnar friði. Hvaða félögum hefurðii helzt heigað tómstundirnar? — Maður er í svo mörgum félögum, en að undanskiidu Málarafélaginu og Iðnaðar- félaginu. eru það heizt mál- fundafélagið Magni; Góðtempl arareglan og Fríkirkjan, sem ég hef mér til gleði og gagns varið flestum stundum með, sem ég hef haft aflögu, og á þaðan ótaldar góðar endurminn ingar. — Hvemig og hvað starfar Málfundafélagið Magni? — Það er eiginlega hálflok- að félag, að þvi leyti, að félag ar geta ekki orðið fleiri en fjór- ar tylftir. Það er skylt Rotary- klúbbnum. Fyrst voru félagar 24, síðan 36, félagatalan stend- ur alltaf á tylft. Það er, eins og nafnið bendir til, málfunda- félag. Á fundum er tekið til umræðu eitthvert efni og getur verið af ýmsu og óskyldasta tagi, verkleg, menningarleg eða stjórnmálaleg, þó ekki pólitísk ir flokkar, heldur stefnur í stærra broti. En úr Magna hafa ýmsir farið út í stjórnmálin og talið sig standa í mikilli þakkarskuld við fundina i Magna, þar sem þeir kapp- ræddu. Oft hefur orðið að slíta fundi í Magna áður en málin voru útrædd, en félagarnir héldu þá ekki alltaf strax heim í háttinn, heldur gengu um göturnar tveir eða fleiri sam- an á góðviðriskvöldum og héldu áfram að ræða og brjóta málin til mergjar. Formaður Magna nú er Bjöm Ingvarsson lögreglustjóri. Helzta málið, sem Magni tók á sína stefnu- skrá að berjast fyrir, var að fá til umsjár friðað svæði í bænum til að .sevma miniar landslagsins. Voru þá skoðaðir nokkrir staðir og seinast stað- næmst við það svæði, þar sem nú er Hellisgerði. Bærinn lét félaginu þarna fyrst í té 4055 fiatanmetra lands, dró til baka leyfi, sem þegar höfðu verið veitt fvrir húsalóðir, síðan hef- ur svæðið verið stækkað og nú er það komið í 10.492 flatar- metra. Nýlega fór fram mat á garðinum og hann metinn á 2.5 millj kr„ og má af því sjá. að þar hafa verið unnið nokkur handtök Eftir að garðurinn var gróinn upp var farið að hafa hann opinn daglega á sumrin frá kl. 13—22 og haldjn þar Jónsmessuhátíð til fjáröflunar viðhalds og endurbóta. Hug- myndina að Helbsgerði átti Guðmundur Einarsson verkstj. í trésmið.iunni Dverg. Bar hann fram i erindi í Magna árið 1922 og henni var hrint í framkvæmd árið eftir Guð- mundur verður áttræður í ár og Hellisgerði 40 ára.‘ Og sá sem bar veg og vanda af græðslu o.g vexti Hellisgerðis var Ingvar heitinn Gunnarssor kennari. sem var garðvörður unz hann lézt fvrjr fáum árum Það eru margir þeirrar skoð- nar. að þetta verði um aldir einn sérkennilegasti bæjargarð ur á landinu, sem fvrst og fremst er að þakka legu hans hinu fá.gæta bæjrastæði. skjób og veðursæld. Enda hefur hann vakið aðdáun þúsunda gesta. bæði íslenzkra og út- lendra Sigríður Friðjóns- dóttir frá Sílalæk í dag er til moldar borin frá Fossvogskirkju, Sigríður Frið- jónsdóttir frá Sílalæk í Aðaldal. Hún var ein af átta systkinum, börnum Friðjóns Jónssonar á Sandi, og hverfur nú síðust þeirra af sjónarsviðinu. En systk in hennar voru: Sigurjón á Litlu Laugum, Hólmfríður, sauma- kona á Litlu-Laugum, Guðmund ur á Sandi. Þau voru sammæðra, börn Sigurbjargar Guðmunds- dóttur frá Sílalæk. Hún andað- ist ung. Yngri börn Friðjóns og Helgu Halldórsdóttur voru; Sig- ríður húsfreyja á Sílalæk, Erl- ingur, kaupfélagsstjóri á Akur- eyri, bæjarfulltrúi þar og al- þingismaður um sinn, Áslaug móðir Karls Isfelds skálds og Gísla Guðmundssonar, póst- manns í Reykjavik, Halldór rit- stjóri og bæjarfulltrúi á Akur- eyri, Þórunn kona Jóns Jónats anssonar járnsmiðs á Akureyri. Sigríður var gift Jónasi Jón- assyni, bónda á Sílalæk, 1898. Jónas var fæddur 1. okt. 1867 dáinn 20. jan. 1946. Hann var bróðir Vilhjálms á Hafralæk, föður Konráðs fræðimanns og skálds, Elínar á Sílalæk og Stein unnar, sem var móðir Guðrún- ar Stefánsdóttur, konu Jónasar frá Hriflu og Kristínar á Ófeigs- stöðum. Þau Jónas og Sigríður bjuggu á hálfum Sílalæk frá 1898, unz Friðjón sonur þeirra, tók þar við búi laust fyrir 1930. En Friðjón andaðist á fimmtugsaldri 2. okt. 1943. Eftir það flutti fólk hans og Sigríður alfarið frá Sílalæk, en Jónas Andrésson, sonur Elín- ar, tók þá alla jörðina til eignar og ábúðar. Börn þeirra Jónasar og Sig- ríðar voru þessi: Friðjón, bóndi á Sílalæk, Hámundur, dyravörð- ur Melaskóla, Reykjavík, Helga, búsett í Reykjavík, Hallur, verka maöur, Reykjavík, Sólrún, einn- ig í Reykjavík, Kristín, andaðist um tvítugt. Hólmfriður í Reykja vík og Jónas, lögreglumaður í Reykjavík. Sílalækur var erfið jörð á bú- skaparárum þeirra Sigríðar og Jónasar og naumast tvíbýlis- jörð. Fjárhagur þeirra hjóna vár því að vonum mjög þröngur, heimilið stórt, og má nærri geta, að konan hefur mjög þurft að taka til höndum til að koma 8 börnum til þroska. Auk þess átti hún um skeið við mikla van- heilsu að búa. Hlutur húsfreyj- unnar á Sílalæk í heimilishaldi var mjög stór, enda fékk hún á þeim árum almanna orð, þeirra, er til þekktu, fyrir að vera hinn 8 T f M I N N, Iaugardagur 2. marz 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.