Tíminn - 21.03.1963, Side 6

Tíminn - 21.03.1963, Side 6
TÓMAS KARLSSON RITAR íbúðalánin þurfa ai nema allt ai 300 milljónum á ári Þórarinn Þórarinsson mælti i sameinuðu Alþingi í gær fyrir tillögu þeirri, er Einar Ágústsson hafði flutt ásamt 7 öðrum þingmönn- um Framsóknarflokksins, um lánveitingar til íbúðar- húsabygginga. Kveður til- laga þessi á um að ríkis- stjórnin geri nú þegar ráð- stafanir til þess að útvega Byggingasjóði ríkisins allt það fjármagn, sem þarf til þess að unnt sé án tafar að veita hámarkslán sanrr- kvæmt lögum til allra þeirra, er sótt hafa um lán og komið íbúðum sínum í lánshæft ástand. Enn frem ur að ríkisstjórnin ákveði að 150 þús. króna hámarkið sem nú er ákveðið í lögum um lánveitingar Húsnæðis- málastofnunarinnar, verði látið ná til íbúða. sem byrj- að var á eftir gengisbreyt- inguna 1960. ÞórarinTi Þórarinsson sagði, að nú lægju fyrir hjá Húsnæð- ismálasrjórn amsóknir um lán út á íbuðir, sem væru fullkom- lega veðhæfar orðnar, samtals upp á 114 milljónir króna. Auk þess eru umsóknir, sem ekki eru fyllnega fullnægjandi enn þá, en búast má við að verði það mjög brátt, samtals 21,6 milljónir Varðandi flestar um sóknirnar sem borizt hafa ut- an af landi væri því við að bæta, að með þeim vantaði fuli nægjandi skilríki um að grunn- ur hafi verið steyptur eftir 1. ágúst 1961 og væri þeim því enn ekki ætlað nema 100 þús. króna lán, því að við þetta tímamark er miðað varðandi 150 þús. króna hámarkslán. Búast ma þó við því, að skilríki um margar þessar íbúðir ber- ist, er staðfesti, að þær eigi rétt til 150 þús. króna láns. Áætla iná því að heildarfjár- þörfin nú sé um 140 milljónir króna, ef fullnægja á öllum um- sóknum. Nú bráðlega mun eiga að úthluta um 80 milljónum króna. Þá vantar enn 60 millj- ónir. Á þessu ári bætast við marg- ar íbúðir, sem lánhæfar verða, og vonandi verða þær ekki færri en 800 talsins, því að húsnæðisskortur er nú mjög mikill að verða og mikill sam dráttur í íbúðabyggingum á síð ustu árum, en árleg þörf talin vera um 1500 íbúðir, og því nauðsynlegt að draga uppi þann langa hala, sem myndazt hefur. Verði íbúðirnar 800 verður heildarfjárþörf Húsnæð ismálastjórnarinnar á þessu ári um 180 milljónir króna. Ýmsir góðir möguleikar eru . á að útvega þetta fjármagn, ef vilji er fyrir hendi. Mikið fé er nú fryst í Seðlabankanum og mikið fé hefur safnazt í at- vinnuleyslstryggingasjóð og aðra sjóði. Ekki er þó unnt að horfa fram hjá þeirri staðreynd, að 150 þús. kr. lán er hvergi nærri fullnægjandi miðað við þá gífurlegu hækkun, sem orð ið hefur á byggingarkostnaðm um. Svarar lánið til sömu upp hæðar og orðið hefur á bygg- ingarkostnaði sæmilegrar íbúð ar frá 1958, þ.e. viðreisnarhækk unin hefur gleypt allt lánið, þótt það hefði verið hækkað um 50 þús. kr. Byggingarþörfin er eins og fyrr segir um 1500 íbúðir á ári. Ef lána ætti til 1000 íbúða um' tvo þriðju hluta byggingar kostnaðarins, en að þvf þarf markvisst að stefna, þarf lánið að nema um 250—300 þúsund krónum á íbúð og heildarfjár þörf byggingarsjóðs á ári er því um 250 til 300 milljónir kr. Á síðasta ári var aðeins út- hlutað um 82 milljónum. Hér er vig erfitt verkefni að glíma, en þennan vanda verður að leysa fyrr en síðar. í samræmi við það hafa Fram sóknarmenn lagt fram tillögu um það, að allt íbúðalánakerf- ið verði endurskoðað frá rót- um og við þá endurskoðun verði miðað við það, að lána tvo þriðju hluta byggingarkostn aðarins eins og tíðkast í ná- grannalöndunum. A ÞINGPALLI DYRHÓLAEY Emil Jónsson, sjávarútvegs- málaráöherra, svaraði í gær fyrirspurn frá Karli Guðjóns- syni um framkvæmd þings- álykfunar um athuganir á hafnarframkvæmdum viö Dyr hólaey og í Þykkvabæ, sem samþykkt var á Alþingi á önd- verðu ári 1961. Tillaaa þessi var flutt af tveimur þingmönn um Sjálfstæðisflokksins. Karl Guðjónsson benti á að sams konar tillaga hefði verið sam þykkt 1956 varðandi Dyrhólaey, en lítið orðið af framkvæmdum Varnarliðið mun hafa gert ein- hlverjar rannsóknir um hafnar- gerð í Þykkvabæ, en niðurstöður þeirra rannsókna hafa aldrei verið birtar. Emil Jónsso,n sjávarútvegsmála- ráðherra las upp bréf frá vita- málastjóra sem svar við fyrirspurn inni. Segir þar, að hafnargerð sé mjög erfið og kostnaðarsöm við Dyrhólaey — svo dýr að hlaupi á hundruðum milljóna. Trausti Ein- arsson hefði gert athuganir 1950 við ströndina að mikil hreyfing sé á lausum jarðefnum við strönd ina, einkum sandi, sem nemi hundruðum þúsunda smálesta á ári. 1957 fóru fram dýptarmæl i'ngar við Dyrhólaey og 1961 nokkr ar mæiingar á landi Engar heíld- arniðurstöður liggja þó fyrir. { sumar mun vera í ráði, að sérfræð- ingur í flutningi lausra jarðefna með ströndum fram, Per Brun prófessor í Gainsweli í Flórída, muni huga að sandburðinum við Dyrhólaey í sumar. Út frá hag- rænu sjónarmiði gæti hafnargerð í Dyrhólaey ekki talizt hagkvæm. Vitamálastjómin hefur engar at huganir gert í Þykkvabæ. Erfitt er að fá sérfróða menn til s'.arfa og fyrir liggja rannsóknir Varnar liðsins, er staðfesta að hafnar- gerð þar yrði geypi dýr. Karl Guðjónsson taldi að vita- málastjóri hefði svikizt undan verkefni, sem honum hefði verið falið, og svaraði Alþing: út úr í svari sínu við fyrirspurninni. Hon am hefði verið falið að rannsaka þetta mál og gera áætlanir um hafnargerð, en hann svaraði því til, að hann sæi engan hagrænan grundvöll undir hafnargerðinni Óskar Jónsson sagði að þetta mál hefði lengi verið eitt helzta áhugamál manna eystra og það væri síður en svo nýtt á nálinni 1901 hefði það verið rætt mjög á Alþingi. Þáverandi þingmaður Skaftfellinga Guðlaugur Guð- mundsson, hefði þá flutt um það tillögu, að Bretum, yrðu veitt fríð- indi í landhelgi á takmörkuðu svæði við suðurslröndina um 20 ára bii gegn því að þeir byggðu höfn í Dyrhólaey, er yrði eign rík- isins eftir þetta 20 ára tímabil. Þessi tillaga féll á jöfnum atkvæð um. Gísli Sveinsson kom svo með tillögur um Dyrhólaeyjarhöfn 1942. Málinu hefur verið haldið vakandi og verður haldið vakandi, því að þetta er lífsspursmál fyrir Sunnlendinga, Vestmannaeyinga og Austfirðinga, að höfn komi við ! suðurströndina. Hafnargerðin yrði j að vísu dýr, en út frá hagrænu j sjónarmiði kvaðst Óskar sannfærð ur um að hún væri hagkvæm fyrir | þjóðarheildina og kæmi þar margt til. Gjöful fiskimið eru þar stein- snar frá. Síldinni hefur verið mok- i að þar upp undanfarið með hinni nýju tækni. Enginn vafi væri á því, að síld væri á þessum slóðum árið um kring, því að það hefði i ekki verið fátítt á undanförnum áratugum, að togararar, bæði inn- íendir og erlendir, sem verið hefðu á botnvörpuveiðum á þess- um slóðum, hefðu fengið vörp- urnar kjaftfullar af síld Mikilvægur, nýr þáttur varðandi hafnargerð við Dyrhólaey er hin nýja tækni við að dæla upp sandi, en sandurinn hefur verið talinn ; versta torfæran í sambandi við hafnargerðina. Nú dæla sanddælu .-kfp upp 500 rúmmetrum af sandi ! á kiukkustund Ástæða er því tíl ■ liaida rannsóknum áfram af full- ! um krafti. Emil Jónsson sagði, að ræða ; Óskars hefði einkennzt af ósk- i hyggju og í' þessu máli væri Ósk- ar gersamlega laus við alla raun- hyggju, því að höfn í Dyrhólaey er tvímælalaust erfiðasta og dýr- asta hafnargerð, sem hægt er að j leggja út i hér á landi, bæði út frá tæknilegu og hagrænu sjón- armiði. Nú er byrjað á hafnargerð Framhald á bls. 15. Karl Kristjánsson fylgdl í gær úr hlaði fyrlrspum, sem Valtýr Kristjánsson hafðl borið fram tH Ingólfs Jónssonar um starfs- fræðslu. Spurðl Valtýr um, hvað ráðherra hefðl gert tll þess að tryggja, að unglingar i dreifbýliinu ættu hlð fyrsta kost á nauð- synlegri starfsfræðslu, sem þegar hefur verið hafin í Reykjavík, og enn fremur hvemig áformað værl að veria fjárhæð þeirrl, 30 þús. krónum, sem á fjárlögum þessa árs væri tll starfsfræðslu utan Reykjavíkur. \ Karl Kristjánsson fór nokkmm orðum um mikllvægi starfs- fræðslunnar fyrlr æskulýðlnn og hvem þátt það gæti átt í Iífshamingju manna, a» þehn tæklst starfsval sitt vel og lentu á réttri hlllu. Vísir að starfsfræðslu er hafln í Reykjavík með áriegum starfsfræðsludegi, auk þess, sem ungllngar. fengju í hendur bóklna „Starfsval". Starfsfræðsludagar hafa verlð haldnir í nokkmm kaupstöðum útl um land og er mik'ill áhugi á þessum mlkilvæga þætti í fræðslumálunum. Mestan þátt í þessu á Ólafur Gunnarsson, sálfræðlngur, sem er brautryðjandii í þessum mál- um hér á Iandl og hefur verlð ótrauður í baráttu fyrir þessu máll. 1960 hefðl einróma verið samþykkt þingsályktun um að ríkfsstjórnin gerði ráðstafanlr til þess að starfsfræðsla yrði tekln upp í skólum landsins, en fsland er nú eltt Norðurlanda, sem ekkl hefur starfsfræðslu í fræð'slukerfi sínu. Ekki hefur orðið af þessu enn. Fyrlr alllöngu sendu forystumenn fræðslu- og atvlnnumála á Akureyri þlngmönnum Norðurlandskjördæmis eystra beiðnl um að þeir helttu áhrlfum sínum til að komið yrði á fót námskeiðum fyrlr kennara á vegum ríklsins. Þetta erindi sendu þingmennirnir til félagsmálaráðuneytlslns og þaðan mun það hafa gengið tll menntamáláráðuneytisins. Ekkert svar hefur borizt vi® erlndi þessu. Ingólfur Jónsson sagðl, ag menntamálaráðherra hefðl tjáð sér, að hann myndl beita sér fyrir því að slík námskeið verðl haldin og tekin upn skipulögð starfsfræðsla í efri bekkjum skyldu- námsins. 30 þúsund krónunum verður varig til að koma á starfs- fræðsludögum útl um land undlr stjórn Ólafs Gunnarssonar, og myndu þær líklega að mestu fara í fertiakostnað. Karl Krlstjánsson sagðist hafa frétt, að í ráðl væri ag fá hingað danskan mann til að sklpuleggja almenna starfsfræðslu í skólum hér á landi. Sagðfst Karl vilja finna að þessu og hann teldi heppllegra að þessi mál væru í höndum íslendlngs. Ekki væri t.d. vænlegt að Iáta Danaa nnast starfsfræðslu um íslenzk sjávar útvegsmál. fi TÍMINN, fimmtudaginn 21..marz 1963 -

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.