Tíminn - 21.03.1963, Síða 8

Tíminn - 21.03.1963, Síða 8
rra Vitl undan strönd Svíþjóðar. á siglingu frosin innhöfin Jónas Guðmundsson segir frá siglingu í „íshafinu" HVASSAFELL á siglingu frá Kaupmannahöfn. ÞÓ VETURINN hafi verið ó- venju mildur á ísiandi — i raun- innl enginn vetur. segta sumlr — þá hafa ekki allir fslendingar sloppið svona vel. Farmennlrnir á kaupskipaflotanum hafa orðið að halda uppi samgöngum um frosin höf Evrópulanda, þrátt fyrir tvísýnu og mikla erfiðleika. Tíminn hafði tal af Jónasi Guð- mundssyni, stýrimanni á Hvassa- feili, en það skip er nýkomið úr tveggja mánaða ferð ifm „íshöf. in" við meginland Evrópu, og sagðist honum frá á þessa leið: — Erfiðleikarnir hafa verið mestir af völdum íssins í Eystra salti, Eyrarsundi og Kattegat. í rauninni má segja, að sama gildi um Oslofjörðinn og aust- urhluta Skageraks, því . ísinn ' mun ná allt að 40 sjómílur vest ur fyrir Skaga. Þetta eru leiðir. sem íslenzk kaupför sigla mik- ið yfirleitt, þar sem af, skipunarhafnir viðskiptalanda okkar eru á þessum.slóðum. Tafir — Töfðust þið mikið í haf- ísnum á Eystrasalti? — Það er ekki laust við það Við fórum frá landinu þann 31. janúar áleiðis til Gdynia í Pói- landi, en á þeirri leið er yfir helztu íssvæðin að fara. í fyrstunni( hafði verið gert ráð fyrir því að taka olíií í Kaup- mannahöfn, en þar sem ástand ið var sérlega slæmt þar vegna ísanna, varð að hætta við það og fara til Kristiansand í stað- inn. Ferðin til Póllands gekk sæmilega. Hva.ssafell er mjög st.erkhyggt skip og með góðri vél. Að vísu er það ekki með sérstaklega styrkt stefni fyrir íssiglingar. en þessi gömlu skip hola nú sitt af hverju. Strax í Kattegat fór að bera a rekís og sjórinn var einn krapaelgur, enda vav 20° eadd ur á nóttunni í Eyrasundi =tóðu mörg skin föst Það voru aðallega minni skip, og skir með Þtiar vélar fsbriótar, bæð* ænskir. danskir og rússneskir íttu annríkt við að brjóta kipunum leið. gegnum hrann- rnar. Það er erfitt að lýsa ástand- nu þarna en það er mjög und arlegt að sjá ekki sjó kringum skipin, heldur aðeins ís' og snjó. Það var líkast þvi að vera að þvælast á skipi uppi á Fróða- árheiði um hávetur. — Hafa íslenzk skip orðið fyrfr tjóni í fsnum? — Já, en ekkert alvarlegt hefur skeð, sem betur fer. — Helgafell fékk gat á stefnið og einn Fossinn mun hafa orðið fyrir skemmdum, sem rekja má til íssins, en þetta eru auðvitað hreinustu smámunir. Um þykktina á ísnum er það að segja, að hann er á að gizka tvö fet, að viðbættu snjó lagi. Annars segir það lítið um ísinn, því hann brotnar í jaka, sem straumurinn skrúfar sam- an í hrannir og\ öldur, sem geta verið nokkur fet á þykkt. — Urðuð þið aldrei fastir í ís? — Jú. Föstudaginn 22. febrú- ar lögðum við af stað frá Gdansk áleiðis til írlands með kolafarm. Ætlunin hafði verið að taka lausan áburg frá Wis- mar í Austur-Þýzkalandi og flytja hann til Reykjavíkur en höfnin þar var botnfrosin, svo það var sjálf hætt við það. Það segir ekki af Hvassafelli nema rekís var alla leiðina að Borgundarhólmi — þykkir jak- ar, sem hefðu getað valdið tjóni, ef ekki er gætt fyllstu varúðar. Nokkur skip sáum við, sem létu reka yfir nóttina, töldu sér ekki fært að sigla nema í björtu. Þegar kom fyr- ir suðurodda Svíþjóðar kom ,að þykkum. erfiðum ís og þar festist Hvassafe'il klukkan 10 á laugardagskvöld Hafði þá að- eins farið eina siómílu á hverri klukkustund. eða tæpa tvo kíló metra. síðan á hádegi þann dag. Það voru skip allt í kringum 1 okkur Þungir stálskrokkarnir hristust. skulfu og nötruðu undan átökum íss og vélar, en það kom fvrir ékki. Skipin kom ust ekki áfram Seint á aðfara- uótt sunnudagsins kom svo ^ænski fsbrjóturinn Gautaljón ng hjálnaði okkur a auðan sjó. ■<auom=>nn3höfn — Til Kaupmannahafnar komum vig svo á sunnudags- morgun og lögðumst að Löngu línu. Skipið var að sækja vara- hluti, og því var komið þar við. Það var æði kuldalegt um að litast í höfninni. Hún var full af ís; snjór og kuldi, enda kvört- TÍMINN, fimmtudagiinn 21. mnr» 1063

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.