Tíminn - 21.03.1963, Page 14

Tíminn - 21.03.1963, Page 14
ÞRIÐJA RÍKID WILLIAM L. SHIRER sterkan hljómgrunn hjá Hitler. Snillingur, sem hafði einhverja köllun, var hafin yfir öll lög. Það var ekki hægt að binda hann í viðjar siðfræði borgarastéttar- innar. Þannig var það, að þegar stund Hitlers rann upp Ul að- gerða, gat hann réttlætt miskunn- arlausUstu, kaldlyndustu verk, niðurbælingu persónufrelSis, dýrs- lega framkvæmd þrælkunar, spill- ingu fangabúðanna, fjöldamorð á hans eigin fylgismönnum í júní 1934, dráp á stríðsföngum og fjöldamorð á Gyðingum. Þegar Hitler kom úr Landsberg- fangelsinu fimm dögum fyrir jól, 1924, var ástandið á þann veg, að allflestir aðrir hefðu dregið sig í hlé úr opinberu lifi. Nazistaflokk- urinn og blað hans höfðu verið bönnuð. Upprunalegir foringjar hans áttu í illdeilum og voru farn- ir að týná tölunni. Honum sjálf- um hafði verið bannað að tala op- inberlega, og það sem verra var, yfir honum vofði, að verða fluttur aftur til ættlands hans Austur- ríkis. Hafði lögreglan í Bayern sérstaklega mælt með að svo yrði gert, í skýrslu til innanríkisráð- herrans. Jafnvel margir af hans fyrri félögum voru sammála al- mennings'álitinu um það, að öllu væri lokið fyrir Hitler, og nú myndi hann falla í gleymsku, eins og svo margir aðrir stjórnmála- menn í smáhéruðunum, sem höfðu notið frægðar skamma hríð, á ó- friðarárunum þegar helzt leit út fyrir, að lýðveldið myndi líða und- ir lok . En lýðveldið hafði staðizt storm ana. Það var byrjað að dafna. Á meðan Hitler sat í fangelsinu hafði verið kallaður til töframaður á sviði fjármála, dr. Hjalmar Ho- race Greeley Schaeht til þess að koma genginu á fastan grundvöll, og honum hafði heppnazt það. Hin: skaðvænlega verðbólga var liðin ( hjá. Byrðin af skaðabótagreiðsl- unum hafði verið létt með tilkomu, Dawes-áætlunarinnar. Fjármagn, i byrjaði að streyma inn frá Banda- Iríkjunum. Efnahagurinn fór ört , batnandi. Stresemann gekk vel, hvað viðkom stefnu hans um að ! koma á sáttum við Bandamenn. i Frakkar voru að því komnir að halda á brott frá Ruhr. Verið var að ræða um öryggis-sáttmála, sem greiða átti veginn að sameiginleg- um evrópskum Samningi (Lo- carno) og veita Þýzkalandi inn- göngu í Þj'óðabandalagið. í fyrsta sinn frá því Þýzkaland beið ósig-' ur, var þjóðin farin að lifa eðli- legu lífi, eftir 6 ára spennu, óróa og kreppu. Tveimur vikum áður en Hitler hafði verið sleppt úr I^ndsberg, höfðu Sósíal-demókrat arnir, „nóvember-glæpamennirn- ir“, eins og hann kallaði þá, aukið fylgi sitt um 30% (í nær því átta milljónir atkvaeða) í almennum kosningum, þar sem þeir höfðu barizt fyrir lýðveldið. Nazistarnir, í samvinnu við kynþáttaflokka úr norðanverðu landinu undir mafn- inu þýzka frelsishreyfing þjóðern- is-sósíalista, höfðu orðið að horfa á fylgi sitt falla úr nær því tveim- ur milljónum í maí 1924 í minna en eina milljón í desember. Naz- isminn virtist vera málstaður, sem var að deyja út. Hann hafði sprott ið upp eins og gorkúla á ógæfu- tímum þjóðarínnar, o-g nú, þegar útlitið virtist allt í einu vera að batna, virtist hann að sama skapi visna upp. Eða það héldu flestir Þjóðverjar, og þeir erlendir menn, sem með málunum fylgdust. En sama máli gegndi ekki um Adolf Hitler. Hann lét ekki auð- veldlega draga úr sér kjarkinn, og hann kunni að bíða. Og nú þegar hann tók upp sitt fyrra líf í litlu tveggja herbergja íbúðinni í Thier schstrasse 41 í Miinchen á vetrar- mánuðum 1925, og síðan þegar sumarið kom, í fjölmörgum krám á Obersalzberg ofan við Berchtes- gaden urðu hugleiðingar hans um ógæfuna, sem nýyfirstaðin var og myrkvi líðandi stundar til þess eins að styrkja ákvörðun hans. Hann hafði, að baki fangelsishlið- anna, haft tíma til þess að fara yfir í huga sér ekki aðeins 'sína eigin fortíð, sigra hennar og mis- tök, heldur einnig hina róstusömu fortíð sinnar þýzku þjóðar og sigra hennar og skekkjur. Hann gerði sér Ijósari grein fyrir hvoru tveggja núna, og aftur kviknaði 50 með honum þessi brennandi til- finning köllunar — fyrir hann sjálfan og fyrir Þýzkaland — og allar efasemdir voru útilokaðar. í þessu ágæta skapi lauk hann við að lesa fyrir síðustu orðahríðina, sem fara átti í fyrsta bindi Mein Kampf og hóf þegar að lesa fyrir annað bindið. Uppkastið að þvi, sem almættið hafði falið honum að framkvæma í þessum heimi þjóðfélagsbyltinga, og heimspekin, Weltanschauung, sem átti að verja það, höfðu verið birt með köldum stöfum, þannig að allir gátu velt þessu fyrir sér. Þessi heimspeki, hversu brjálæðisleg, sem hún kann að hafa verið, átti upptök djúpt í þýzku lífi, eins og við höf- um séð. Uppkastið má hafa virzt fjarstæðukennt flestum mönnum, jafnvel Þjóðverjum tuttugustu aldarinnar, en í því fólust einnig nokkur rök. Það hafði til að bera draumsýn, og það bauð upp á á- framhald af sögu Þýzkalands, enda, enda þótt fáir sæju það þá. Það lýsti veginn í áftina að dýrð- legum örlögum Þýzkalands. V. Vegur iil valda: 1925—31 Árin milli 1925 og 1929, þegar kreppan skall á, voru mögur ár fyrir Adolf Hitler og nazistahreyf- inguna, en það er góður mæli- kvarði á manninn, að hann missti samt aldrei trúna. Þrátt fyrir hina æstu skapgerð hans, sem leiddi oft til- þess að hann var gripinn taugaveiklunaræsingi, hafði hann til að bera næga þolinmæði td að bíða og kænskuna til þess að gera sér grein fyrir því, að andrúms- loft efnislegrar velmegunar og rólegheitatilfinningin, sem lagðist yfir Þýzkaland á þessum árum hæfðu ekki tilgangi, hans sjálfs. Hann var þess fullviss, að þessir góðu tímar myndu ekki haldast lengi. Hvað Þýzkalandi viðkom, sagði hann, stóðu þeir ekki í sam- bandi við styrkleika þess sjálfs, heldur styrk annarra — Banda- ríkjanna fremur öllum öðrum, en frá yfirfullum fjárhirzlum þeirra streýmdu nú lánin til Þýzkalands til þess að velmegunin mætti 'hald ast þar. Lánin, sem Þýzkaland tók milli 1924 og 1930 námu sjö billj ónurn dollara og mikill hluti þeirra var fjárfesting frá Banda ríkjunum, og þeir, sem stóðu fyr ir þessari fjárfestingu, hugsuðu lít ið um það,' hvernig Þjóðverjar myndu endurgjalda lánin. Þjóð- verjarnir sjálfir hugsuðu jafn- vel enn minna um þessa hlið máls ins. Lýðveldið tók lán til þess að greiða stríðsskaðabæturnar og til þess að geta aukið þjónustuna við almenning, í formi sjúkrasamlaga, almannatrygginga o.s.frv., en á þessum sviðum voru Þjóðverjar fyrirmynd annarra þjóða. Ríkin, borgirnar og sveitarfélögin tóku lán, ekki einungis til þess að geta staðið straum af nauðsynlegum endurbótum, heldur einnig til þess að geta byggt flugvelli, leikhús, íþróttavelli og íburðarmiklar sund hallir. Iðnaðurinn, sem hafði þurrkað burtu allar skuldir sínar á tímum gengishrunsins, tók nú að láni billjónir til þess að afla nýs vélakosts og endurbæta fram- leiðsluaðferðirnar. Framleiðslan, sem fallið hafði árið 1923 niður í 55% af því sem, verið hafði 1913, hafði hækkað upp í 122% árið 1927. í fyrsta sinn frá því i stríð inu komst tala atvinnulausra nið- ur fyrir eina milljón —í 650.000 nánar tiltekið — árið 1928. Smá- söluaukningin þetta ár var meiri klæðaskápinn og sýndi Dorothy hvar hún gæti hengt upp fötin sín og hræðslan, s'em hafði gripið hana hvarf er hún sá þar nokkur sett af karlmannafötum. Hún var viss úm, að jafnskjótt og hún hitti John yrði allt gott aftur. Hann myndi áreiðanlega fara með hana frá þessum skelfilega stað, hann myndi heimta að þau fengu ein- býbshús. Þetta var svo ólíkt öllu, sem hann hafði skrifað um í hrifn- ingartón. ----Hvar er baðherbergið? spurði Dorothy. — Það er fyrir endanum á gang inum, svaraði Petrov. — En . . . en fáum við ekki einu sinni sér baðherbergi? — Nei, því miður. Nú skal ég fylgja systur yðar upp td herberg- is hennar. Þar eð lyftan fór ekki lengra upp, urðu Blanche og Petrov að ganga upp mjóan, langan stiga. Gangurinn var dimmur og drunga legur. Þarna voru aðeins fimm hurðir og Petrov lauk upp einni þeirra. Herbergið var mjög lítið, og aldrei hafði Blanche séð svona mjótt rúm. Þarna var litill spegill í gylltum ramma, en gyllingin víða orðin skellótt. Ein kommóða var undir speglinum og í einu horni var fatahengi. Litli glugginn sneri út að brunastiga og þaðan var ekk ert útsýni, nema á grá óteljandi húsaþök. Hann hlaut að hafa séð von- brigðin á andliti hennar, þvi að hann sagði: — Mér þykir þetta leitt. Eg reyndi að útvega yður betra her- bergi, en þetta var það eina. Það er erfitt að fá hótelpláss hér, því að lítið hefur verið byggt upp eftir styrjöldina. Og Kína hefur átt í styrjöld í mörg ár, áður en þjóðin fékk frelsi sitt og sjálfstæði. Það lá við að hún svaraði hæðn- isorðum, en sá sig um hönd og 14 yppti öxlum. — Það er sjálfsagt ekki um annað að gera en sætta sig við það. En ég er vonsvikin Eg vonaði að ég gæti haft börnin hjá mér, en það er útilokað hér. — Þeim líður vel hjá foreldrum sínum, sagði hann sannfærandi. — En þér skiljið ekki . . . Do- rothy hefur aldrei annazt um þau sjálf, þau hafa alltaf sofið ítsér- herbergi, ég skil ekki að hún geti . . . — O, það er ótrúlega mikið, sem fólk getur, ef það er tilneytt, svaraði h-ann. — En þetta er a-llt svo ólíkt því, sem við bjuggumst við, andmælti hún. — Og okkur hafði verið lof- að. i — Væri ég í yðar sporum,; myndi ég gleyma því öllu. Þér er-i uð í ókunnu landi, meðal þjóðar,' sem ekki er sérlega vinveitt j yður. Það hjálpar yður ekkert að kvarta, þvert á móti munuð þér ( komast að, að þá fyrst gæti allt versnað . . , Var þetta viðvörun eða ógnun? j Blanche var ekki viss. Hún vissi1 þó, að að réttu lagi átti hún að hata þennan mann, samt sem áður var einhver innri rödd, sem sagði henni, að hún gæti treyst honum. Og hverjum gat hún treyst öðr-, um? Hann hafði sýnt henni ljós-! lega fram á, hver aðstaða hennar, væri. Dorothy hafði John til að halla sér að og auðvelda henni i lifið, en hún hafði engan. 5. kaflL Dagurinn sniglaðist áfram. | Blanche tók upp það litla sem hún; hafði tekið með sér af fötum, sið- nn skundað) hún niður til Dorot- hy. Systirin lá í rúminu og grúfði sig grátandi niður í rúmið, börn in léku sér á gólfinu og koffortin stóðu ósnert. A HÆTTUSTUND Mary Richmond — En heyrðu nú Dorothy, hróp- aði Blanche og gerði sér upp kæti. — Hvers konar móttaka er þetta þegar John kemur? — Hann hafði engan rétt t‘l að biðja okkur að koma hingað. Mér finnst það beinlínis illmannlegt af honum að skrifa og ljúga okk- ur fullar. — Ég býst ekki við að hann hafi átt sök á. Þú skalt ekki ásaka hann um slíkt fyrr en þú hefur heyrt, hvað hann hefur að segja. Nú erum við hér og komumst ekki héðan og þá erum við neydd ar til að reyna að laga okkur eft- ir aðstæðunum. Blanche tók upp úr töskunum og hengdi upp fötin. Svo hvatti hún Dorothy til að fara í bað. Hún fann baðherbergið og fylgdi syst- ur sinni þangað. Það leið hálf klukkustund áður en Dorothy kom aftur, og var þá bæði gröm og sármóðguð. — Geturðu ímyndað þér annað eins! Það var enginn lykill að skránni Eg setti stól fyrir hurð- ina, og einhver reyndi að ryðj- ast inn, og ég heyrði hann hrópa eitthvað á kínversku meðan ég lá í baðinu. Og auk þess var vatnið hér um bil kalt, sagði hún loks — Hugsaðu ekki meira um það Sjáðu hérna, þetta er fallegasti kjóllinn þinn Svo skai ég bursta á þér hárið og, síðan getur þú snyrt þig og þá líður þér miklu betur. Henni tókst að sefa Dorothy. Síðan tók hún börnin með fram í baðherbergið, baðaði þau og setti þau í hrein föt. Þegar hún hafði lokið því var hún orðin upp gefin og orkaði naumast að fara sjálf í bað. En hennj fannst hún vera svo óhrein og subbuleg að hún neyddi þreyttan kroppinn til að hlýða sér. Þegar hún hafði klætt sig í hreinan og snyrtileg- ar kjól, stakk hún upp á að þau fengju sér að borða. Það var bjalla á herbergi Dorothy, en ænginn svaraði end- uteknum hringingum. Því fór hún niður til að athuga málið. Henni var sagt að þær gætu fengið mat- inn upp á herbergið, en það var næstum helmingi dýrara. Samt sem áður pantaði hún matinn upp því að hún gerði ráð fyrir að vinnuveitendur Joþns borguðu. Þeim til undrunar var maturinn framborinn að vörmu spori og af mjög kurteislegum þjóni. Matur- inn var ljúffengur, kínverskir gómsætir réttir. Og jafnvel Dorot- hy hýrnaði ögn þegar kaffi og sígarettur var borið inn. Þjónninn tók matarleifarnar og djskana og Blanche setti börnin í rúmið, ýtti rúmunum þeirra sam an og setti skerm fyrir. Svo sett- ust þær Dorothy ‘ niður og biðu komu Johns. Hann kom ekki fyrr en eftir mið r.ætti, Hann gekk beint inn i her bergið án þess að berja að dyr- um, það var greinilegt, að honum hafði ekki verið tilkynnt um komu fjölskyldu hans. Hann snarstanz- aði þegar hann kom áuga á kon- urnar tvær. En hvað hann var breyttur. Blafiche þekkti hann varla aftur. Hann var vel klæddur og glæsilegur eins og fyrr, en hann var ákaflega magur og hör- undsliturinn gráleitur. Augun, sem verið höfðu ljómandi blá, voru nú daufleg og eins og inn- fallin. Og dökkir baugar undir augunum töluðu sínu máli um jsvefnlausar nætur. Og hann var j ákaflega slæmur á taugum, það sást við fyrstu sýn. Dorothy stökk upp og kastaði ; sér í faðm hans. , — John! JOHN! Ó, John! hróp- aði hún. — Ég hélt þú myndir aldrei koma. Eg hélt þeir hefðu j logið að okkur. Þú getur ekki i- myndað þér, hvað við höfum orðið i að þola, Blanche og ég. Ó, taktu j okkur 'burtu af þessum óttalega stað. Hún greip fast um háls hans og hann hélt henni þétt að sér stundarkorn, svo ýtti hann henni skyndilega frá sér, snerist á hæli |ög læsti dyrunum. - JOHN! — Talaðu ekki svona hátt, Dorot , hy og gættu að hvað þú segir. Það j er enginn míkrófónn hér, ég hef jséð til þess, en það eru sjálfsagt ! margir um allt hótelið. Rödd hans I var þreytuleg og taugaveiklunar- I leg. T í MI N N, finimtudaginn 21. marz 1963 —

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.