Tíminn - 21.03.1963, Side 16
Fimmtudagur 21. marz 1963
68. tbl. 47. árg.
BJARGAÐ ÚT UM SKIPSBOTNINN
Stúdentar
úr kennara
skólanum
TK'Reykjavík, 20. marz
Menntamálaráðherra, Gylfi Þ.
Gíslason, hefur lagt fram stjórn-
arfrumvarp um breytingar á lög-
unum um Kennaraskóla íslands.
f'elur frumvarpið meðal annars í
sér þá breytingu, að Kennaraskóla
Islands verður veittur réttur til
að bra.utskrá stúdenta. Það mál
hefur oft verið á döfinni og mikið
iætt. Hefur verig töluverð and-
staða gegn því, að gera kennara-
Hvernig
kemur
Laxness
heim?
KH-Reykjavík, 20. marz,
Hvernig kemst nú Laxness
heim? var5 einhverjum að
orði, þegar fréttin um
brunann í Gullfossi barst, en
sem kunnugt er, hefur Lax-
ness um langan tíma farið
allra sinna ferða, heiman og
heim, með Gullfossi.
Um þessar mundir er Hall
dór Kiljan Laxness staddur
á ráðstefnu FAO, matvæla-
og landbúnaðarstofnun SÞ í
Róm. Hann fór utan 1. marz
aö sjálfsögðu með Gullfossi,
og hefði að líkindum komið
heim með skipinu í apríllok,
að því er frú Auður Laxness
sagði blaðinu í símtali í dag.
— Hann ferðast yfirleitt
ekki öðru vísi en með Gull-
fossi, sagði frú Auður, svo
að nú veit ég ekki, hvað
hann gerir. Eg er nú ekki
búin að láta hann vita um
•br.unann.
— Hann hafði í hyggju að
reka ýmis erindi í Evrópu,
að ráðstefnunni lokinni, m.
a. leita sér að stað til að
vinna á, sagði frú Auður að
lokum.
prói jafnrétthátt stúdentsprófi,
hvað snertir framhaldsnám við
háskóla.
Þetta frumvarp, sem mennta-
málaráðherra nú leggur fram, hef
ur verið í deiglu síðan 1960 og
hefur frumvarpið gengig í gegnum
Framhald á bls. 15.
ELDUR! HREÐA-
VATNSSKÁLA
JE-Borgainesi, 20. marz
í kvöld varg elds vart í svefn-
herbergi uppi í Hreðavatnsskála.
Var eldurinn talsvert magnaður
cg var beðið um aðstoð við að
slökkva eldinn. Var m. a. beðið
um slökkviliðið héðan úr Borgar-
nesi til aðstoðar. Er það kom upp-
eftir var þó búið að slökkva. Höfðu
heimamenn gert það, svo og menn
frá Bifröst og notuðu til þess
vatn og handslökkvitæki.
Eldurinn breiddist lítið út fyrir
herbergið, en komst þó eitthvað í
einangrun í lofti. Einhverjar
skemmdir urðu af vatni og revk.
Japanska skipinu Tokyo Maru Mar hvolfdi fyrir tæpri viku, í fárviðri undan ströndum Japans: Skipið
var 100 lesta og áhöfnin var sex manna. Fjórir týndust, er sklplð valt en tveir urðu innlyksa í skipinu, er
það flaut um á hvolfi. Þegar björgunarsveitir komu á vettvang, urðu þær að rjúfa gat á botn skipslns til
þessaðná mönnunum tvelmur út. _____
ÞAÐ ÞARF AÐ ENDURNYJA ALGERLEGA AFTURHLUTa GULLFOSS
RUNATJÖNIÐ METIÐ
Aóils—Kaupmannahöfn, 20. marz.
Enn er ekki afráðið, hvort Eim-
skipafélagið fær sér leiguskip með
an Gullfoss er í endurbyggingu.
Skemmdirnar á skipinu hafa í fljótu
bragði verið metnar á 13—25 millj.
íslenzkra króna og tslíð er vafa-
samt, að endurbyggingu verði lok-
ið fyrr en eftlr 1. júlí í sumar, því
svo lítur út sem endurnýja þurfi
alveg fjórðung skipsins.
Dómrannsókn hefst í brunamál-
ínu á morgun. í þurrkví bér áhöfn
skipsins ábyrgð á öllum innri ventl
um en skipasmíðastöðin ber ábyrgð i
á þeim ytri. Allir innri ventlar’
voru lokaðir en lokurnar vantaði í |
botngeýma skipsins, þegar farið
var að dæla 60 tonnum af olíu
úr hágeymunum niður í botn-
geýmana.
Ekki hefur tjónið enn verið fylli
lega metið, en eftir öllu að dæma!
virðist þuría að fá nýjan aftur-1
hluta á skipið eða um fjórðung
skrokksins. Við ofsalegan hitann,
sem myndaðist; í korkeinangr-
uninni í tafturlestinni, urðu plöt-
urnar á skipshliðinni rauðglóandi
og hafa sums staðar brunnið næst-
um sundur. Þáð verður að skipta
nm allar plötur, sem eldurinn hef-
ur komizt að. Einnig er allt raf
kerfið og margt fleira innan skips
eyðilagt eða illa skemmt.
Burmeister & Wain telja, að við-
gerðin muni kosta 13—25 milljón-
ir íslenzkra króna, og þá frekar
nær seinni upphæðinni. Einnig tel
ur skipasmíðastöðin, að viðgerð-
inni megi ljúka á þremur mánuð-
um, ef nægur mannafli fengist, en
eins og ástatt er, virðist sem skip-
ið verði ekki til fyrr en 1. júlí.
Síldarfrímerki gegn hungri
KH—Reykjavík, 20. marz.
„Sem sfendur þjáist einn af
hverjum tveimur íbúum jarðarinn-
ar af sulti, 300—500 milljónlr eru
vannærðir, og 1000—1200 milljónir
þjást af ýmiss konar fæðuskorti",
segir í boðskap, sem Matvæla- og
landbúnaðarstofnun S.þ., FAO, hef-
ur látið út ganga.
Árin 1960—’65 voru valin til
herferðar gegn hungursneyðinni í
heiminum, og af tilefni þess, að
hún er nú hálfnuð, er yfirstand-
ar.di vika helguð henni sérstak-
lega. Er það gert með mismunandi,
hætti í hinum ýmsu löndum, en j
einn liður er þó sammerktur um ■
allan heim, frímerkjaútgáfa. 1
Á morgun, fimmtudag 21. marz
verða gefin út frímerki í um 130
löndum, sem seld verða til ágóða
fyrir þetta mikla starf. ísland tek-
ur þátt í útgáfunni, og verða gef-
ín út tvö frímerki, kr. 5.00 og
7,50.
Blaðinu hafa borizt eintök af
Framh. a bis. 15.
Vildu ekki missa af
sér í sjónvarpinu
Aðils-Kaupm.höfn, 20. marz
Kímmgáfa Dana bregzt jafn-
vel ekki við sorglegustu aðstæð
ur. Dagblaðið Aktuelt segir í
dag, að útréttingamaður áhafn
ar Gullross í Kaupmannahöfn,
Börge Mikkelsen, sem þekktur
er undir nafninu Mike, hafi ek-
ið eftir Löngulínu, þegar hann
sá reykinn hrannast upp af
Gullfossi Mike flýtti sér á stað
inn, þar sem hann var ábyrgur
fyrir sjónvarpstæki, sem skipið
hafði tekið á leigu. Nú reið á
fyrir Mike að bjarga tækinu úr
eldhafinu Þegar hann komst
til skips, kom stýrimaður niður
landgöngubrúna meg tækið í
fanginu. — Nú þið munduð eft-
ir því, sagði Mike og létti stór-
um. — Já, svaraði stýrimaður,
— við ætlum inn að sjá brun-
ann í tækinu, ég er með á mynd
þar. Ljósmyndarar sjónvarps-
ins höfðu eins og kunnugt er
strax tekið eftir brunanum, og
hægt var að sjá í sjónvarpinu
um alla Danmörku, þegar eld-
urinn geisaði, sem ákafast um
borð í Gullfossi.