Tíminn - 22.03.1963, Blaðsíða 6
TÓMAS KARLSSON RITAR
ÞINGFRÉTTIR
Atvinnuaukningartéð hefur eflt framtak
þeirra, sem ekki hafa fullar hendur fjár
í neðri deild í gær var hald
ið áfram 2. umræðu um frum-
varp Gísla Guðmundssonar og
fleiri um Jafnvægissjóð og ráð
stafanir til að stuðla að jafn-
vægi í byggð landsins. Töluðu
þeir Gísli Jónsson og Eysteinn
Jónsson í gær og var umræð-
unni frestað að máli Eysteins
foknu, en margir eru á mæl-
endaskrá.
Gísli Jónsson rakti sögu jafn-
vægismálsins á Alþingi eins og
honum kom það fyrir sjónir.
Réðst Gísli heiftarlega að Fram-
tsóknarflokknum í þessu sambandi
og taldi hann hafa staðið linlega
í málinu, en núverandi stjórnar-
flokkar hefðu gert merkar um-
bætur hvað varðar ráðstafanir til
að stuðla að jafnvægi í byggð
landsins með lögunum um At-
vinnubótasjóð.
Eysteinn Jónsson sagði, að Gísli
hefði forðazt eins og heitan eld-
inn að ræða það frumvarp. sem
til urnræðu væri, en þetta frum-
varp er eitt merkasta, er fyrir
þessu þingi liggur. Frumvarpið
fjallar um að stórauba fjárvéit-
ingar í þessu skyni, en ekki að-
eins að ríkið leggi fram fé til
þeirra staða, þar sem atvinnuleysi
herjar, heldur einnig til þeirra
byggðarlaga, sem hafa góð nátt-
úruskilyrði, en vantar fjármagn
til að það nýtist. Áður en núver- j
andi stjómarflokkar komu til
vlda, var atvinnuaukningarféð
komið upp í tæpar 15 milljónir|
króna. Núverandi stjórnarflokkar
hafa skorið þetta fé niður í 10:
milljónir og lögfest að það skuli
ekki vera hærra árlega næstu 10
árin. Ef halda hefði átt í horf-
inu frá því sem var, ætti atvinnu-
aubningarféð miðað við verð-j
gildi krónunnar nú, að vera um
30 milljónir króna. Núverandi
stjórnarflokkar hafa þvi skorið
þessa starfsemi niður svo mjög,
að hún er þrisvar simnum minni
en hún var í tíð vinstri stjórnar-
innar.
Hér kemur svo þingmaður úr
liði ríkisstj. og deilir á Framsfl.
fyrir að hafa staðið linlega að
þessu máli og í ósamræmi við sín-
ar yfirlýsingar og heldur því fram
að hér hafi orðið á endurbætur
síðan áhrif Framsfl. urðu minni
og aðrir tóku við stjórn þessara
mála. Þannig eru höfð alger enda-
skipti á sannleikanum.
Þetta er eitt af stærstu málum
á þinginu og markar alveg stefn-
ur, ekki einungis varðandi það,
hvort menn vilja stuðla að jafn-
vægi í byggð landsins, heldur
jafnframt. hvort menn vilja raun-
verulega styðja einstaklingsfram-
tak þeirra, sem ekki hafa fullar
hendur fjár eða ekki. Það er ann-
ar þátturinn í þessu máli. Flokk-
urinn, sem þykist vilja byggja á
einstaklingsframtakinu, þ.e..s.
Sjálfstfl., gengur alveg markvisst
fram í því að — ekki aðeins að
draga úr framlögunum til byggð-
arlaganna, heldur einnig að draga
úr framlaginu til einstaklinganna.
Stjórnarflokkarnir hafa haldið
því'fram, að þær ráðstafanir, sem
Framsfl. beitti sér fyrir, um ýmiss
konar stuðning einstaklingunum
til handa U1 að létta þeim upp-
byggingu atvinnurekstrar á sínum
vegum væru ráðstafanir, sem ætti
að kalla „pólitíska fjárfestingu'* 1.
í staðinn fyrir þessa „pólitísku
fjárfestingu'1 sögðust þeir vera að
innleiða hina efnahagslegu. Hún
er fólgin í að gera atvinnuaukn-
ingarféð að engu og draga úr
stuðningi við uppbyggingu ein-
staklinganna. Okurvextirnir, sem
settir hafa verið á •stofnlán, eru
einn liðurinn í þessum ráðstöfun-
um. Atvinnuaukningarféð fór að
langmestu leyti í sjávarplássin, og
var komdð upp í nærri 15 millj.
og mundi samsvara, að það væri
núna 30, en eru bara orðnar 10.
Það væri hægt að fara með þing
heim úr eiinu sjávarplássinu í
annað umhverfis landið og benda
á skipin og bátana og vinnslu-
stöðvarnar og aðra uppbyggingu,
1 sem var framkvæmd, vegna þess
að þessi framlög áttu sér stað.
Menn gátu fengið venjuleg stofn-
lán og menn gátu reytt saman ein-
; hverja peninga í byggðarlögunum,
til þess að hefjast handa um að
kaupa skip eða koma upp fisk-
! iðjuveri eða gera aðra slíka fram-
i kvæmd, en það vantaði kannske
nokkur hundruð þús. kr., kannske
millj. til þess að ná endunum sam-
an. Hvar átti að taka þetta fé?
Einstaklimgarnir höfðu það ekki
sjálfir, byggðarl. höfðu það ekki
heldur, skilyrðin voru stórkostleg,
það var ekki hægt að fá þetta fé
úr venjulegum lánasjóðum at-
vinnuveganma og ekki úr bönkun-
um. Hvaðan átti það að koma og
hvaðan kom það? Það kom af at-
vinnuaukningarfénu, sem núv.
stjórnarflokkar eru raunverulega
búnir að gera að engu. Þaðan kom
þetta fé sérstaklega á árunum
1956—1958. Þannig var milljón-
um varið í uppbygginguna í sjáv-
arplássunum. Dugmiklir sjómenn,
sem ekki gátu einu sinni látið sig
dreyma um að eignast báta með
öðru móti, fengu þannig sérstök
stuðningslán af atvinnuaukningar-
fénu, til þess að eignast skip og
báta, og er vafamál að nokkurt
fjármagn hafi stuðlað meira að
þeirri aukningu framleiðslunnar,
sem núv. ríkisstj. hefur dregið
fram líf sitt á, en éimmitt þetta
atvinnuaukinngarfé, sem Framsfl.
beiti sér fyrir, að varið væri víðs
vegar um landið og kölluð var
„pólitísk fjárfesting“.
Þannig er komið nú með nið-
urskurði þessa fjár ,að ungir, dug-
miklir fiskimenn geta tæpast látið
sig dreyma um það lengur að eign
ast stór fiskiskip. Það er áberandi,
að það eru að langmestu leyti þeir,
sem áttu skip áður en ráðstafanir
núv. ríkisstj. komu til, sem núna
geta komizt yfir stór og góð og
vönduð fiskiskip. Ungu sjómenn-
irnir geta ekki komizt yfir nein
skip lengur.
Það er eitt af stærstu málunum
í framtíðinni, að aftur verði farið
að veita sérstök áhættulán um-
fram það fjármagn, sem hægt er
að fá í stofnlánadeildunum fyrir
atvinnuvegina og i bönkunum, en
það er einmitt slíkur stuðningur,
sem þetta frv. gerir ráð fyrir. Það
hefur ekkert fé borgað sig betur
en það fé, sem ríkissjóður lagði
fram sem atvinnuaukningarfé, á
meðan sú starfsemi var og hét..
Að auki hefur það hjálpað mjög
mörgum dugmiklum mönnum til
þess að gerast atvinnurekendur,
og stuðlað þannig að heilbrigðu
einstaklingsframtaki þeirra, sem
ekki höfðu fullar hendur fjár, og
er það ekki þýðingarminnst.
Nú er búið að grafa undan þess-
arí merku starfsemi, og það er
gert á lævísan hátt, þvi að um leið
og fjármagnið er minnkað, þá eru
stjórnarfl. sifellt með yfirlýsingar
á vörunum um, að þeir séu að gera
ráðstafanir til að stuðla að jafn-
vægi í byggð landsins. Staðreynd
in er hins vegar, að þetta fé hef-
ur verið skorið niður úr 14Y2
millj. f 10 á sama tíma, sem kostn-
aður við að koma upp framkvæmd
um hefur tvöfaldazt.
Meirihlutinn leggur til að þessu
frumvarpi sé vísað frá með tilvis-
un til fyrirhugaðrar framkvæmda
áætlunar ríkisstjórnarinnar, sem
ekki hefur sézt á Alþingi, og eng-
inn veit enn, hvort er til eða ekki.
; Þetta er nýstárleg málsmeðferð á
: Alþingi Það mun hafa verið í árs-
lokin 1960, sem forsætisráðh. lýsti
því yfir, að þessi framkvæmda-
áætlun kæmi fljétlega, og yrði
\ starfað eftir henni síðari hluta
• þessa kjörtímabils. Það eru ekki
[ margir mánuðir eftir af kjörtíma-
bilinu og þessi framkvæmdaáætl-
I un er ekki til enn, hvað þá að
starfað hafi verið eftir henni sið-
| ari hluta kjörtímabilsins.
Það er augljóst, að þessi fram-
kvæmdaáætlun er ekki ætluð tU
þess að starfa eftir henni á þessu
kjörtímabili, og hún er áreiðan-
lega heldur ekki ætluð frekar en
verkast vill til þess að starfa eftir
henni á næsta kjörtímabili. Ef
hún kemur, þá kemur hún hrein-
lega sem kosningaplagg á vegum
, stjórnarflokkanna, og það verður
ekki meira að marka, hvað í þess-
ari framkvæmdaáætlun stendur
en það, sam stóð í kosningapésun-
um þeirra fyrir síðustu kosningar,
og það væri gott fyrir þjóðina að
rifja upp, hvað þar stóð og hvern-
ig það var efnt, og bera saman
við framkvæmdaáætlunina, þegar
hún kemur. Þá geta menn svona
gert sér í hugarlund, hvers virði
hún er. Stjórnarflokkunum mun
þykja vissara að láta ekki líða
langt frá því að framkvæmdaáætl-
un kemur fram þangað til atkvæð-
in verða sett í kjötkassana. Þá
yrði minna búið að svíkja fyrir
kosningar af því, sem í fram-
kvæmdaáætluninni væri. Þess
vegna telja þeir hagfelldast að
hafa sem stytztan frest frá því,
að framkvæmdaáætlunin kemur
fram þar til kosningar fara fram.
Réttindi til að brautskrá
stúdenta ekki einhlít
Gylfi Þ. Gíslason menntamála-
ráðherra fylgdi frumvarpinu um
Kennaraskóla íslands úr hlaði í
gær. Gerði hann grein fyrir helztu :
atriðum frumvarpsins. Skv. frum-j
varpinu á Kennaraskólinn að
starfa í 6 deildum: Almennri kenn
aradeild, en próf úr henni er tek-
ið eftir fjogurra ára nám. Kenn-
aradeild fyrir stúdenta úr mennta
skólum, 1 árs nám. Menntadeild,'
sem í setjast þeir, sem ætla í stú-
dentspróf að loknu almennu kenn-
araprófi og er það 1 árs nám. Inn-
tökuskilyrði i þessa deild eru 1.
eink. úr kennaradeild 1967 eða
síðar. Framhaldsdeild þar sem
kennarar geta valið milli greina,
eitt aðalfag og tvö auka og ljúka
prófi eftir l'ár. Undirbúningsdeild
sérnáms. Nám í henni tekur 2 ár.
f sjötta lagi er það svo handa-
vinnudeild, og úr henni ljúka nem-
endur prófi eftir 2 ár.
Hliðstæð ínntökuskilyiði verða .
í Kennaraskólanum, og að Mennta
skólanum. Þó dugar gagnfræða-
próf úr lærdómsdeild, ef nemandi
stenzt sérstakt inntökupróf.
Skv. þessu tekur stúdentspróf
úr Kennaraskóla 5 ár, og það próf
veitir sömu réttindi og próf úr
máladeildum menntaskólanna.
Taldi Gylfi, að hverfa ætti frá þvi
fyrirkomulagi, sem nú er á B.A.-
prófum frá Háskólanum, og setja
upp sérstaka deild í Háskólanum
fyrir kennara. Að lokum sagði ráð
herrann að hann teldi þetta frum-
varp eitt stærsta skrefið, sem
hægt væri að stíga í íslenzkum
fræðslumálum.
Þónarinn Þórarinsson kvað það
nauðsynjamál að bæta menntun-
arskilyrði kennara, en það þarf
ekki síður að bæta launakjör kenn
ara og gera kennarastarfið eftir
sóknarvert. Þegar Kennaraskól
inn fengi rétt til að brautskrá
• stúdenta, gæti það leitt til þess
iað menn festust síður í kennara-
! stéttinni og færu í óskylt háskóla-
nám, nema launakjörin verði stór-
. bætt. Þá kvaðst Þórarinn vilja
i undirstrika það, að þótt Kennara-
skólinn fengi rétt til að braut-
skrá stúdenta, mætti það ekki
verða til þess að bygging nýs
menntaskóla í Reykjavík drægist
á langinn. Borgarstjórn Reykja-
víkur samþykkti á síðasla ári til-!
lögu Framsóknarmanna um að
undinn yrði bráður bugur að bygg
ingu nýs menntaskóla i Reykja-
vík. Við afgreiðslu fjárlaga hefði
hann svo flutt tillögu um að veitt
yrði fé til menntaskólabyggingar
í Reykjavík, en sú tillaga hefði
verið felld.
j Gylfi Þ. Gíslason sagði að launa-
kjör kennara myndu verða stór-
lega bætt, og þetta frumvarp hef-
ur engin áhrif á byggingu nýs
menntaskóla í Reykjavík Ákveðin
væri viðbygging við gamla Mennta
skólann. teikningar væru að verða
fullbúnar og-verkið hafið í vor,
og á að verða lokið i haust.
Á ÞINGPALLI
Annarri umræðu um frumvarplð um Iðnlánasjóð lauk í neðri
deild í gær. Eysteinn Jónsson sagðist enn vilja spyrjast fyrir
um rökin fynir því, hvers vegna samvinnufélögunum væri ekki
veitt aðild að stjóm sjóðsins, þótt stjómln eigi að’ meinihluta
til að vera í höndum iðnaðarfns. Þetta eru rangindi og fjandskap
ur í garð samvinnufélaganna, enda virðist meirihlutinn ekki
treysta sér til að færa nokkur rök fram til stuðniings slíkum
aðfömm.
Framsögumaður meirihluta iðnaðarnefndar hafði sagt, að iðn-
rekendur hefðu lýst því yfir, að þeir myndu ekki láta hið nýja
0,4% gjald koma út í vöruverðið, og væru fúsiir til að greiða
þetta sjálflr. Eysteinn sagði, að slíkar yfirlýsingar einstakra
iðnrekenda væru harla lítils virði, þegar það er hvergi bann
við því í framvarphiu að gjaldið lendi út í vöruverðið, heldur
þvert á mótl beinlínis kveðið á um að það skuli lagt á á sama
hátt og aðstöðugjöld og veltuútsvör áðúr, en aðstöðugiöldin
koma út í vöruverðlð elns og kunnugt er. Hér er því um nýjan
söluskatt á iðnaðarvörur að ræða.
Þá sagðist Eysteinn vilja mótmæla því, að það þyrfti að hækka
álögur tiil ríklssjóðs, þótt tillaga Framsóknarmanna um að veita
Iðnlánasjóði 15 milljón krónur úr ríkissjóði í stað 0,4% sölu-
skattsins. Núverandi stjórnarflokkar hafa hækkað skattaálögur
í sinni tíð um 1300 milljónir kr. og það er fráleitt að halda
því fram að ekki megi sjá af 15 milljónuni króna í lánasjóð
iðnaðarins af þessari fúlgu. En ríkisstjórnin vlll halda áfram að
lögfesta hvern smáskattlnn af öðrum við hlið’ina á hinnii almennu
skattheimtu og þetta er ríkisstjórnin, sem hét því að gera
skattakerfið einfaldara!!
T f MIN N , föstudaginn 22. marz 1963 —
6