Tíminn - 22.03.1963, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs-
ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-
búsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka-
stræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523 Af
greiðslusími 12323. - Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan-
lands. f lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. —
Tillögur Framsóknar-
manna nm tolialækkun
Eins og skýrt var frá hér í blaSinu í gær, hafa álögur
þær, sem eru lagðar á almenning samkvæmt fjárlögum,
hækkað um 1300 millj. kr. síðan 1958 eða stórum meira
en tvöfaldazt. Auk þess hafa svo öll þjónustugjöld hins
opinbera stórhækkað, eins og símagjöld, póstgjöld o.s. frv.
Þar að auki hafa svo verið lagðir á margir nýir skattar,
sem ekki koma inn í fjárlögin, t. d. hækkun útflutnings-
gjalda og launaskattur á bændur.
Af hálfu Framsóknar'manna hefur verið reynt eftir
megni að sporna gegn þessu skattaæði ríkisstjórnarinn-
ar. Á þingi því, sem nú situr að störfum, hafa Framsókn-
armenn borið fram þessar tillögur um tollalækkanir:
Felídur verði niður 8% viðbótarsöluskattur á inn-
fluttar vörur, sem gekk í gildi 20 marz 1960, og þá
var lofað, að aðeins skyldi gilda til eins árs. Reiknað
hefur verið út af sérfræðingum stjórnarinnar, að
niðurfelling þessa viðbótarsöluskatts myndi lækka
útgjöld vísitölufjölskyldunnar um 3% eða m. ö. o.
niðurfelling hans myndi jafngilda 3% kauphækk-
un hjá vísitölufjölskyldunni.
■it; Ásgeir Bjarnason, Sigurvin Einarsson, Karl Kristj-
ánsson, Páll Þorsteinsson, Hermann Jónasson og
Ólafur Jóhannesson lögðu fram í þingbyrjun frum-
varp um afnám aðflutningsgjalda og söluskatts af
vélum og tækjum til landbúnaðarins. Samkvæmt því
myndi dráttarvél, sem nú kostar 106 þús. kr., ekki
kosta nema 79 þús. kr.
Þórarinn Þórarinsson og Halldór E. Sigurðssoin
lögðu fram í þingbyrjun frumvarp um afnám inn-
flutningsgjalds á rafmagnsvélum og rafmagnstækj-
um, sem notuð eru á heimilum, eins og þvottavélum,
kæliskápum, eldavélum, hrærivélum, ryksugum,
bónvélum og loftræsum. Samkvæmt því mvndi t. d.
þvottavél, sem nú kostar 19.200 kr. í heildsölu, ekki
kosta nema 14.200 kr„ og kæliskápur, sem nú kostar
18,200 kr. í heildsölu, ekki kosta nema 13.500 kr.
Þórarinn Þórarinsson, Halldór E Sigurðsson, Ingvar
Gíslason og Valtýr Guðjónsson ’ögðu fram snemma
á þinginu frumvarp um að undanþiggja innflutn-
ingsgjaldi leigubifreiðar og læknabifreiðar. Þetta
myndi lækka mjög verulega verð þeirra bifreiða, sem
bifreiðastjórar og læknar þurfa að nota vegna at-
vinnu sinnar.
Ekkert af þessum tillögum Framsóknarmanna hafa náð
fram að ganga, en hins vegar berast þær fréttir úr stjórn-
arherbúðunum, að vegna kosninganna muni ríkisstjórnin
ekki hafa séð sér annað fært en að taka verulegt tillit til
þeirra við samningu tollskrárfrumvarps þess, sem bráð-
lega mun verða lagt fyrir Alþingi.
Einangrunarstefna
í sambandi við umræður þær, sem orðið hafa á Alþingi
u m afstöðuna til Efnahagsbandalags Evrópu hafa Fram-
sóknarmenn lýst yfir því, að þeir vilji ekki hefja samninga
við EBE um atvinnuréttindi útlendinga hér á landi, frjálsa
fjarmagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.
Þetta hefur Mbl hvað eftir annað kallað einangrunar
stefnu og lýst Framsóknarmönnum sem verstu einangr-
unarsinnum.
Af því má ráða hver framtíðin verður í þessum efnum,
ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi að.ráða.
T í MIN N, föstudaginn 22. marz 1963 —
Forseti vestur - þýzka þingsins
Gerstenmaier væri líklegt forsætisráðherraefni i þjóðsfjórn
AF HÁLFU vestur-þýzkra
jafnaðarmanna er því nú hald-
ið fram, að heppilegt væri að
mynda þjóðstjórn. Þetta er
m.a. byggt á því, að nauðsyn-
legt verði á næstu misserum
að leysa ýmis viðkvæm og
vandasöm utanríkismál, en slíkt
geti reynzt auknum örðugleik-
um bundið, ef miklar stjórn-
Imáladeilur séu í landinu og
völdin séu í höndum veikrar
meirihlutastjórnar, eims og
núv. stjórn V.-Þýzkalands er.
Ýmislegt bendir til þess, að
þessi skoðun eigi einnig tals-
verð ítök í kristilega flokkn-
um, en hún er hins vegar ó-
framkvæmanleg meðan Aden-
auer fer með völd. Ha-nn má
ekki heyra samvinnu við jafn-
aðamenn nefnda á nafn.
Ef til þess kæmi, að kristi-
legir demokratar og jafnaðar-
Imenn mynduðu stjórn saman,
er það talið nokkurn veginn
“ víst, hver yrði forsætisráð-
herra. Það yrði Eugen Ger-
stenmaier, núv. forseti vestur-
þýzka þingsins.
Gerstenmaier er sá af leið-
togum kristilega flokksins,
sem skoðanalega er talinn
standa næst jafnaðarmönnum
o-g þeir myndu bezt sætta sig
við, ef þeir tækju þátt í stjórn
undir forustu einhvers af leið-
togum kristilega fiokksins.
EUGEN GERSTENMAIER
er fæddur 1906, kominn af'fá-
tækum ættum. Hann lauk
ungur verzlunarnámi og vánh
síðan sem skrifstofumaður í
nokkur ár. Árið 1930 hafði
hann safnað svo miklu fé, að
hann taldi sér fært að halda
lengra á menntabrautinni. Á
árunum 1930—37 stundaði
hann nám í bókmenntum,
heimspeki og guðfræði við
ýmsa háskóla í Þýzkalandi.
Hann var mikill andstæðingur
nazista á þessum árum og
höfðú þeir hann í fangeisi um
nokkurt skeið árið 1934. Árið
1937 hafði hann fengið stöðu
sem dósent í guðfræði við há-
skólann í Berlín, en nazistar
kröfðust þess, að hann yrði
sviptur því starfi, þar sem hann
væri andvígur kenningum
þeirra. Eftir það varð Gersten-
maier skrifstofumaður hjá
kirkjusamtökum mótmælenda.
Á þessum áram tók Gersten-
maier mikinn þátt í leynisam-
tökum andnazista. Þegar reynt
var að ráða Hitler af dögum
IADENAUER
— gekk af fundi meS allan
þlngflokkinn
20. júlí 1944, var hann stadd-
ur heima hjá Stauffenberg
greifa, sem var einn af helztu
stuðningsmönnum samsæris-
ins. Gerstenmaier var að sjálf
sögðu einn þeirra, sem þá var
fangelsaður, og bætti það ekki
fyrir honum, að hann var með
biblíu í öðrum vasanum, en
byssu í hinum. Nazistar reyndu
að pína hann til sagna, en án
árangurs. Hann hlaut því ekki
nema sjö ára fangelsisdóm.
Hann hlaut hina verstu með
ferð í fangelsinu. Nokkru áð-
ur en stríðinu lauk, náðu
Bandaríkjamenn fangelsinu,
þar sem Gerslenmaier var í
haldi. Þar mun litlu hafa mun
að, því að nazistar höfðu ætl-
að sér að lífláta flesta fang-
ana áður en Bandaríkjamenn
næðu þeim.
STRAX eftir að Gersten-
maier var aftur orðinn frjáls
ferða sinna, gekk hann að nýju
í þjónustu mótmæiendakirkj-
unnar og stjórnaði hjálpar-
starfsemi hennar. í sambandi
við þetta starf sitt, komst hann
í kunningsskap við ýmsa af
leiðtogum kristilega flokksins,
en flestir þeirra eru kaþólskr-
ar trúar. Þeir töldu hins vegar
heppilegt, að mótmœlendur
ættu fulltrúa í forastuliði
flokksins og lögðu því að Ger-
stenmaier að gefa kost á sér
til framboðs fyrir flokkinn í
kosningunum 1949. Gersten
maier féllst á þetta, en hefur
síðar sagt, að ha-nn hefði þá al-
veg eins getað hugsað sér að
vera í framboði fyrir jafnaðar-
menn. Helzt hefði hann þó vilj
að standa utan við öll átök
stjórnmálanna.
Eftir að Gerstenmaier tók
sæti á þingi, vann hann sér
þar brátt mikið álit, eins og
sést á því, að 1954 var hann
kosinn forseti þingsins og hef-
ur gegnt því starfi síðan. Af
einstökum málum hefur hann
látið utanríkismál sérstaklega
til sín taka og kom mjög til
orða, að hann yrði utanríkis
ráðherra, þegar von Brentano
varð fyrir valinu. Síðan var
oft talað um ha-nn sem hugsan-
legan eftirmann Adenauers,
en það hefur þó heldur minnk-
að í seinni tíð. Það er ekki sízt
fært fram gegn honum sem
kanslaraefni, að hann sé of
langt tíl vinstri, enda hefur
hann oft lent í átökum við
hægri menn flokksins, er næst
hafa staðið Adenauer. Hann
hefur verið talinn einn hinn-';
í'áu manna í flokknum, er þori
að tala við Adenauer í hrein-
skilni. Adenauer hefur því
virt hann, en ekki talið hann
• sér nógu öruggan. Hann hef-
ur haft of sjálfstæðar skoðan-
ir til þess, að Adenauer hafi
viljað gera hann mjög valda-
mikin-n.
GERSTENMAIER hefur
beitt sér mjög fyrir þvi, a-ð
glæpamenn úr flokki nazi-sta
væru ekki látnir sleppa við refs
ingu. Hins ve-gar h-efur hann
talið, að ekki bæri að refsa
mönnum fyrir það, þótt þeir
hefðu verið í nazistaílokknum,
ef ekki sannaðist, að þeir
hefðu framið einhver óhæfu-
verk. Fjöldi mann-a, sem raun-
verulega v-oru andstæðir naz-
istum, gátu ekki komizt hjá því
að ganga í flokki-nn, ef þeir
ætluðu ekki að fórna starfi
sínu og möguleikum.
í utanríkismálum hefur Ger-
stenmaier jafnan la-gt megin-
áherzlu á aukið samstarf
Evrópuríkja. Hann hefur ver-
ið -mjög fylgjandi því, að Bret
ar fengu aðild að EBE. Hann
beitir sér eindregið fyrir því,
að kristilegir dem-okratar láti
ekki baráttuna fyrir aðild
Breta að EBE falla niður.
GERSTENMAIER hefur
mjög gert sér far um síðan
hann varð forseti þingsins, að
réttur þess væri ekki fyrir
borð borinn. Fyrir nokkrum
dögum, ætlaði stjórnin að
koma því til vegar, að ekki
færi fram atkvæðagreiðsla um
mál, s-em stjórnarflokkarnir
voru klofnir um. Mál þetta
sneri-st um útflutnin-g á stál-
rörum til Sovétríkjanna, er
þýzka stjórnin hafði lofað
Atlantshafsbandalaginu að
stöðva útflutning á þeim. Jafn-
aðarmenn og frjálslyndir
demokratar viidu framkvæma
þetta þannig, að leyfður yrði
útflutningur til Sovétríkjanna
á þei-m stálrörum, sem búið
var að semja um sölu á, en
síðan yrði þetta stöðvað. Stjórn
in skyldi samkomnlagið við
Nato þan-nig, a-' nnan út-
flutning yrði að sioðva strax.
Adena-uer ætlaði að nota laga-
flækjur til að kom í veg fyrir.
að málið yrði afgreitt í þin-g-
inu, en Gerstenmaier beitti for
setavaldi til að hindra það.
Kristil-egir demokratar gripu
þá til þess ráðs að ganga af
fundi, en til þess að mál fáist
sa-mþykkt, þarf a.m.k. helming-
ur þingmanna að taka þátt í
atkvæðagreiðslu. Annars telst
viðkoma-ndi mál fallið. Svo
margir voru fjarveran-di af
þingmönnum ja-fnaðarmanna
og frjál-slyndra, að fimm menn
vantaði til þess, að meirihluti
væri eftir í þingsainum. Til-
lagan féll því, þótt 224 þing-
menn greiddu henni atkvæði
og Gerstenmaier einn væri á
móti.
Ef tillagan hefði verið sam-
þykkt, hef-ði Adenauer að öll- i
um líkindum orðið að segja 1
af sér. Gerstenmeier lét það «
ekki hafa áhrif á sig, heldur U
mat meira að haldí uppi rétti Sl
þin-gsins. Fyrir þetta hefur fj
h-a-nn á ný hlotið aukið álit. |
%