Tíminn - 22.03.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.03.1963, Blaðsíða 14
ÞRIDJA RÍKIÐ WILLIAM L. SHIRER en árið 1925, og næsta ár kom- ust raunverulegar tekjur upp í það að verða 10% liærri en þær höfðu verið fjórum árum áður. — Lægri millistéttirnar, allar þessar milljónir smákaupmanna og lág- Jaitnafólks, sem Hitler þurfti að ná til vegna fjöldastuðnings síns, nutu hinnar almennu velmegunar. Kynni mín af Þýzkalandi byrj- uðu á þessum tíma. Eg starfaði í París, og stundum í London á þess um tíma. og enda þótt þessar borg ir væru stórkostlegar í augum ungs Bandaríkjamanns, sem gladd ist yfir því að hafa sloppið burt frá hinni ótrúlegu sjálfsánægju og tómleika Calvin Coolidge-héraðs- inö dofnaði mesti ljómi þeirra, þeg ar komið var til Berlínar og Miinchen. Það var dásamleg ólga í lífinu í Þýzkalandi. Það virtist frjálsara, nýtízkulegra, meira spennandi heldur en lífið á nokkr um öðrum stað, sem ég hafði áður kynnzt. Hvergi annars staðar virt ist lista- og menningarlífið jafn lifandi. Nýjar stefnur komu fram í nútíma-bófcmenntum, málaralist, arkítektur, tónlist og leiklist, og sömuleiðis komu fram frábærir hæfileikamenn í öllum þessum greinum, og alls staðar var lögð áherzla á tilýeru æskunnar. Mað- ur sat heilu næturnar á kaffihús unum, á Rínarferjunni eða í reyk mekkinum í vinnustofu listamanns ins og ræddi endalaust um lífið og tilveruna. Þetta var hraústlegt, frjálslegt fólk, sem tilbað sólina, og það var uppfullt af óendanlegri löngun til þess að lifa til hins ýtr- asta og í algjöru frelsi. H inn gamli þvingandi prússneski andi virtist vera dauður og grafinn. Manni virtust flestir Þjóðverjar, sem maður hitti — stjórnmála- m^nn, rithöfundar, ritstjórar, lista menn, prófessorar, stúdentar, kaupsýslumenn, verkalýðs'foringj- ar — vera lýðræðissinnaðir, frjáls lyndir, jafnvel friðarsinnar. Það heyrðist varla minnzt á Hitl er eða nazistana, nema þá í gríni — venjulega í sambandi við Bjór- kjallara-samsærið, eins og byrjað var að kalla það. í kosningunum 20. maí' 1928 hlutu nazistar að- eins 810.000 atkvæði af samtals 31 milljón greiddra atkvæða og áttu aðeins 12 fulltrúa af 491 í þing- inu. íhaldssömu þjóðernissinnarn- ir töpuðu einnig miklu fylgi. At- kvæðafjöldi þeirra féll úr 6 millj. árið 1924 niður í fjórar milljónir, og sætum þeirra í þinginu fækk- aði úr 103 í 73. Til samanburðar má geta þess, að Sósíal-demókrat- ar unnu á í kosningunum 1928 og bættu við sig einni milljón og tvö hundruð og fimmtíu þúsund at- kvæðum. Þeir hlutu samtals rúm- lega níu milljónir atkvæða og 153 sæti á þinginu, og urðu þar með stærsti stjórnmálaflokkur Þýzkalands. Tíu árum eftir lok styrjaldarinnar leit út fyrir, að lýðveldið þýzka hefði að lokum komið undir sig fótunum. Meðlimatala Þjóðernisjsósíalista flokksins (Nazistanna) var komin upp í 108.000 á tíu ára afmæli flokksins — 1928. — Talan fór hækkandi, smátt og smátt, þótt lág virtist. Hálfum mánuði eftir að Hitler losnaði úr fangelsinu í árs- lok 1924, hafði hann flýtt sér á fund dr. Heinrich Held, forsætis- ráðherra Bayern og foringja Ka- þólsk-bayernska þjóðarflokksins. „Við höfum náð tangarhaldi á villi dýrinu", sagði Held við dómsmála ráðherrahn sinn, Giintner. „Okkur er óhætt að losa svolítið um haft- ið“. Bayernski forsætisráðherrann var einn þeirra fyrstu þýzkra •stjórnmálamanna, en þó alls ekki sá síðasti, sem átti eftir að líta svona skakkt á málin. Völkischer Beobachter kom út aftur 26. febrúar 1925, með löng- um leiðara rituðum af Hitler, og nefndist hann „Ný byrjun“. Næsta dag talaði hann á fyrsta fjölda- fundi hins nýendurreista Nazista- flokks, í Biirgerbraukeller, sern hann og hinir trúu fylgismenn hans höfðu síðast séð að morgni hins 9. nóvember, einu og hálfu ári áður, þegar þeir lögðu upp í sína óhappagöngu. Margir hinna tryggu stuðningsmanna voru fjarverandi. Eckart og Scheubner- Richter voru látnir. Göring var í útlegð. Ludendorff og Röhm höfðu sagt skilið við foringjann. 51 Rosenberg, sem átti í illdeilum við Streicher og Esser, var móðgað- ur og kom ekki. Sömu sögu var að segja um Gregor Strasser, sem staðið hafði fyrir þýzku frelsis- hreyfingu þjóðernis-sósíalisla'nna á meðan Hitler var bak við lás og slá og nazistaflokkurinn banjiað- ur. Þegar Hitler fór fram á það við Anton Drexler, að hann yrði í forsæti á fundinum, sagði gamli lásasmiðurinn og stofnandi flokks ins honum að fara til fjandans. Þrátt fyrir þetta söfnuðust saman í bjórkjallaranum eitthvað um fjögur þúsund fylgismenn, til þess að hlusta á Hitler í enn eitt skipti, það olli þeim ekki vonbrigðum Mælska hans var jafn hrífandi og verið hafði. í lok hinnar tveggja klukkustundar löngu ræðu öskraði mannfjöldinn af fögnuði. Þrátt fyrir það, hversu margir höfðu yfirgefið flokkinn, og þrátt fyrir hinar óglæsilegu horfur, gerði Hitler öllum það skiljanlegt, að hann áliti sig enn vera einræðisforingja flokksins. „Ég einn hef forustu fyrir hreyf- ingunni, og enginn getur sett mér kosti, svo lengi sem ég þersónu- lega ber ábyrgðina", sagði hann, og bætti síðan við: „Enn einu Sinni ber ég alla ábyrgð á öllu því, sem gerist innan hreyfingar- innar“. Áður en Hitler fór á fundinn hafði hann sett sér tvö markmið, sem hann héðan í frá ákvað að stefna að. Annað var að ná öllu valdinu í eigin hendur. Hitt var að koma aftur fótum undir Naz- istaflokkinn og þá sem stjórn- •málasamtök, sem myndu leitast við að ná völdum einungis með aðferðum, sem stjórnarskráin heimilaði. Hann hafði skýrt þess- ar nýju baráttuaðferðir fyrir ein- um af sínum tryggu förunautum, Karli Ludecke, á meðan hann enn ^var í fangelsi: „Þegar ég tek aft- ! ur til starfa, verður nauðsynlegt að taka upp nýja stefnu. í stað þess að reyna að ná völdum með aðstoö .vopnaðra sveita, verðum við að fara varlega og komast inn í þingið þrátt fyrir fulltrúa kaþó- likanna og Marxistanna. Taki lengri tíma, að kjósa þá burtu held ur en skjóta þá, verður árangur- inn að minnsta kosti tryggður með þeirra eigin stjórnarskrá. Löglegar aðferðir eru hægfara. . . . Fyrr eða síðar munum við hafa náð meirihluta — og að því ' loknu, Þýzkalandi." Þegar hann \ hafði verið leystur úr Landsberg- | fangelsþiu, hafði hann fullvissað forsætisráðherra Bayerns um það, i að upp frá þessu myndi Nazista- ! flokkurinn starfa innan ramma stjórnarskrárinnar. . Hann leyfði þó sjálfum sér að j hrífast með ákafa mannf jöldans, i þegar , hann kom aftur fram í Biirgerbraukeller 27. febrúar. Hótanir hans í garð ríkisins gátu varla kallazt dulbúnar. Lýðveld- isstjórnin, sem og Marxistarnir og Gyðingarnir, var „óvinurinn“, og í ræðulok hrópaði hann: „Það er aðeins um tvenns konar úr- slit þessarar baráttu okkar að ræða, annaðhvort mun óvinur- inn ganga milli bols og höfuðs á okkur, eða við á honum!“ Á þessum fyrsta opinbera fundi eftir fangelsisdvölina, virtist „villidýrið“ ekki vera „heft“ á hinn allra minnsta hátt. Hann var aftur farinn að ógna ríkinu með .ofbeldi, þrátt fyrir loforð hans um að hegða sér vel. Stjórnin í Bayern bannaði honum afdráttar- laust að tala aftur opinberlega — og þetta bann átti eftir að gilda í tvö ár. Önnur ríki fóru eins að. Þetta var alvarlegt áfall fyrir rnann, sem hafði náð svona langt með málsnilld sinni einni saman. / — Eg skil þig ekki, John! Þeg- ar ég er er segja þér, hversu ruddalega hefur verið komið fram við okkur . . . allt sem við höfum j orðið að saetta okkur við. — Eg vildi óska, að þið hefðuðj ekki komið, stundi hann upp. — En þú sem skrifaðir og sagð ir okkur að koma. —- Eg veit það elskan, ég veit það. Þegar ég skrifaði þér var út litið allt annað fyrir okkur. Eg hélt ég gerði það eina rétta, þeg- ar ég stakk upp á að þið færuð úr Englandi og kæmuð til mín. En núna . . . . nú er allt breytt, og ef ég gæti sent ykkur heim aftur, — jafnvel þótt ég fengi aldrei að sjá þig og börnin framar, — myndi ég gera það. — John! Eg verð dauðhræddf Dorothy dró andann ótt og títt og leit á mann sinn sem einu sinni hafði verið öruggur og glæsileg- ur maður. Hann tók utan um hana. /— Komdu hérna, við skulum setjast niður, sagði hann. Svo var eins og hann áttaði sig loks á að Blanc- he var þarna, hann sleppti konu sinni og rétti henni báðar hend- urnar. — Halló, litla systir, sagði hann og það var greinilegur léttir og gleði í rödd hans. — Halló, John, sagði hún. — Þú virðist hissa að sjá mig, cn það var samt þín uppástunga að ég fylgdist með Dorothy. — En mér datt aldrei í hug að þú gerðir T>að, svaraði hann. — Eg vonaði að þú kæmir, vegna þess ég vissi, hvað Dorothy yrði ein og yfirgefin án þín, en ég var vis's um að þú vildir ekki sjá mig .... — En sú vitleysa, skaut Dorot- hy inn í. — Nei, elskan mín, það er ekki vitleysa. Eg er landráðamaður, það þýðir ekki að neita að horf- ..... " l ast í augu við þá staðreynd. Og mér þykir fjarskalega vænt um að sjá þig, Blanehe. Eg geri ráð íyrir að . . . . þú viljir ekki taka í höndina á mér? Hún svaraði með því að ganga til hans, lagði báðar hendur um axlir hans, tyllti sér á tá og kyssti hann. — Þú þarft ekki að standa mér reikningsskil gerða þinna, sagði hún. — Það kemur aðeins þér sjálfum og samvizku þinni við. Eg er ekki í þeirri aðstöðu að ég geti fellt dóm yfir einum eða neinum. Og meðan hún mælti þessi orð furðaði hún sig á að hún hefði nokkurn tíma trúað, að hún elsk- aði þennan mann, hvernig hún hafi getað þjáðst í margg mán- uði eftir að hann trúlofaðist Dorothy. Nú fann hún ekki tú r.einnar tilfinningar gagnvart honum utan meðaumkunar, og það var sem þungum steini væri létt af hjarta hennar. Þrátt fyrir allt sem gerzt hafði var hún glaö- ari og léttari í lund en hún hafði verið í mörg ár. — Blanche er ekki svo vitlaus að hún líti niður á þig, vegna þess að þú reynir að skapa þér og mér betra líf. Og auk þess er þetta eins og ævintýri fyrir hana, svo ólíkt því leiðinlega lífi, sem hún lifði í Englandi, skaut Dorothy inn í. — Já, en . . . hún hefur ekki heilsu til að lenda í svona ævin- týrum, andmælti hann. — Eg er sterkari en þú heldur John, svaraði Blanche. — Viltu að ég fari upp á herbergið mitt meðan þú talar við Dorothy. Það er svo langt síðan þið hafið sézt og • . . — Við eigum alla framtíðina fyrir okkur, svaraði hann. — Og ég held það sé betra að þú sért viðstödd, þegar ég segi ykkur, JT AHJ ETTUSTUND Mary Richmond ; hvað ég er í erfiðri aðstöðu . . . jHann tók um axlir beggja og leiddi þær að sófanum. Svo sett- ist hann niður milli þeirra. — Þegar ég sendi boð eftir ykk ur, hélt ég að ég gerði hið eina rétta. Eg ætlaði alls ekki að blekkja þig, Dorothy. Mér hafði verið lofað tignarstöðu í Moskvu og þú og börnin áttuð að fá eigið hús. Eg hafði fengið ákveðið lof- j orð um að ef ég yrði sendur til j annarra landa að vinna verkefni ;— sem væri harla ósennilegt j yrði hugsað vel um ykkur. Til I að byrja með fékk ég til minna umráða glæsilega íbúð í aðalgötu jMoskvu og ég fékk velja húsgögn j in í framtíðarheimili okkar. Mér fannst allt eins og það gæti bezt verið. Mér fannst ég ætti þetta allt skilið, því að ég hafði gert mikið fyrir húsbændur mína í Kreml. Þú áttir að fá vinnukonu — og hún var mjög dugleg, þær verða að vera það sem vinna fyr- ir æðstu embættismenn flokksins. Eg átti að fá bíl til umráða og laun mín fyrir „unnin verk“ voru svo rífleg að mig dreymdi um að fara með þig á staði sem aðeins hinir æðstu inrian flokksins hafa ráð á að koma á. Eg hafði þegar fengið mörg heimboð til þín og ég veit þú hefðir elskað lífið þar. Eg hélt — ef Blanche slægist í förina með þér — að hún gæti fundið sér góðan mann sem mundi annast um hana .... —7Hélztu virkilega és ég vildi giftast RÚSSA, hrópaði Blanche gremjulega. — Þú hlýtur að bafa verið alveg dómgreindarlaus af áróðrinum ef þú hefur hugsað þér eitthvað slíkt. Hann leit kvíðafullur á hana. — Það eru innan um og saman við hreinustu afbragðs menn, sagði hann. — Menn sem myndu vera prýðilegir eiginmenn og feð- ur. Það var mjög vel tekið á móti mér, sannleikurinn var sá að til að byrja með var ég PERSONA GRATA í innstu hringum. Og svo . . . svo var búið með það, bætti hann dapurlega við. — Eg skil ekki, hvað þú átt við, sagði Dorothy hvatskeytlega. — Ef þér hefur verið lofað þessu — hvers vegna stóðu þeir þá ekki við það? Og . . . hvað ertu að gera hér? —r Eg heí hér verk að vinna — mjög erfitt verk. Ef mér tekst að ljúka því á 'fullnægjandi hátt, munu þeir öðlast traust á mér aftur. — En treystu þeir þér ekki þeg- ar þú fórst úr E'nglandi? spurði Dorothy. — Eg veit það ekki, elskan mín, ég veit það sannarlega ekki. Eg hélt þeir gerðu það . . . ann- ars hefði mér aldrei dottið í hus aö gera það sem ég gerði. En . . . •mér var ekki ljóst að ég varð að sanna að ég gæti orðið þeim til gagns. Og það er þess vegna að ég er hér. Eg verð að sanna að ég tilheyri þeim . . . að ég er þeirri hlýðni, skyldurækni þjónn . . . Hann brosti biturlega. — Ef mér hefði verið ljóst að þeir treystu mér ekki, hefði mér aldrei flogið í hug að biðja ykkur að koma á eftir mér .... — Var það þín eigin hugmynd? spurði Blanche lágt. — Eiginlega . . . ekki. Þeir . . • þessir sem ég hélt að væru vin- ir níiínir — stungu því að mér að ég yrði hamingjusamari ef eiginkona mín og börn væru hjá mér. Þeir sögðu það yrði engum erfiðleikum bundið að ná ykkur frá Englandi, þeir sýndu mér íbúð ina og báðu mig að velja hús- gögn . . . og þeir sögðu mér, hvaða ráðstafanir ýrðu gerðar' fyrir ykk- ur. En eftir að ég skrifaði síð- asta bréfið til þín og fékk svar um að þú mundir koma, breytt- ist allt. Þeir létu mig fá verkefn- ið hér, og ég gat ekki neitað að takast það á hendur. Eg ætláði að stöðva ykkur, en það reyndist ómö’gulegt. — Hvers vegna ekki? spurði Dorothy kuldalega. — Þú gazt sagt þér sjálfur, að ég myndi hata að búa hér. — Þegar ég komst að því, hvað hafði verið gert til að ná ykkur út frá Englandi, varð ég að gera eins og ég fékk skipun um. — Öryggi þitt, Dorothy, öryggi þitt og barnanna var í húfi. Eg gat 14 T í M I N N , föstudaginn 22. mas^z 1963 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.