Tíminn - 22.03.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.03.1963, Blaðsíða 5
RITSTJORI HALLUR SIMONARSON Frá aðalfundi Glímufélagsins Ármanns UmlO anm Aðalfundur Glímufélagsins Ármanns var haldinn 18. des. 1962. FormaSur félagsins, Jens Guðbjörnsson, setti fund inn og bauð fundarmenn vel- lcomna. í upphafi fundarins minntist form. látinna félaga á starfsárinu og rakti störf þeirra í þágu félagsins, en fé- lagar þessir voru Björn Rögn- \ valdsson, Ólafur Ólafsson og j Erla Larsdóttir. Fundarmenn; heiðruðu minningu þeirra j með því að rísa úr sætum. Fundarstjóri var kjörinn Gunn- laugur Briem, en fundarritari Guðbrandur Guðjónsson. Starf- skýrsla félagsins lá frammi fjöl- rituð og einnig reikningar félags- ins. Reikningar báru með sér, að síðan félaginu var skipt niður í sjálfstæðar deildir, hefur fjárhag- ur félagsins stórlega batnað. Starf Það er mikill hugur kominn í knattspyrnumenn okkar, enda nálgast sá tími óðum, að þeir skrýðist knattspyrnubúning- um og fari að heyja baráttu ; sín á milli. Æfingar úti eru löngu hafnar — þeir sem fóru fyrst af stað byrjuðu um miðj- an janúar — og er það algeng sjón núorðið, að sjá fáklædda iknattspyrnumenn sprikla um alla velli í góða veðrinu — sumir telja þá sjón reyndar fyrsta vorboðann. Myndina að ofan tók Sveinn Þormóðsson á Framvellinum um síðustu helgi, — en þá stóð yfir æfing hjá Fram — og sýn- ir hún tvo Framara kljást um boltann, Baldur Scheving, til hægri, og Amór Sveinsson. — Það er greinilega komið keppn isskap í menn. Enska knattspyrnan í gær fóru fram nokkrir leikir i ensku knattspyrnunni. Helztu úr- stit urðu þessi: 1. deild: Blackpool—Burley I.iverpool—WBA Wolves—Bolton 0:0 2:2 4:0 knattleik í dag í dag hefst í íþróttahúsi Há-| skólans hið árlega körfulcnatt- leiksmót skólanna, sem stjórn ÍFRN gengst fyrir. — Mótið telst jafnan til mikilla við- burða í íþróttalífi skólanema, enda er körfuknattleikur sú íþrótt, sem nýtur mestra vin- sælda meðal þeirra — og er í rauninni eina íþróttin, sem hentar vel aðstæðum í leik- fimissölum hérlendis. Að venju er þátttaka mikil í mót- inu og senda um 14 skólar lið til þátttöku að þessu sinni — sumir tvö lið, eða fleiri — og eru keppendur því um tvö hundruð talsins. — Varla er hægt, að segja, að í þessum stóra hóp fyrirfinnist oingöngu nýliðar — óhætt er að fullyrða, að keppendur séu yfir höfuð félagsbundnir — og sumir ekki af verri endanum, en margir Framhald á 13. síðu skýrslan bar það hins vegar með sér að' mikið og ötult starf hefur verið hjá félaginu og margir íþróttamenn félagsins hafa staðið í fremstu röð íþróttamanna hér á landinu. Iljá félaginu æfa nú 972 félagar og mun það vera lang hæsta tala íélaga er æfa hjá einu félagi. Fastakennarar félagsins voru 15 talsins, en að auki voru margir af beztu íþróttamönnum félagsins þeim til aðstoðar. Á vegum félags íns voru haldnar 21 sýning á árinu og tókust þær allar vel, og voru félaginu til sóma. Glímudeild Ár- manns sýndi 12 sinnum á árinu, bæði glímu og hráskinnaleik. Hrá- skinnaleikur er nýendurvakinn hér á iandi og mun hann hvergi vera iðkaður nema hjá Ármanni, leikur þessi var mikið iðkaður til forna. Hin unga Júdó-deild félagsins hefur sýnt á nokkrum stöðum og ávallt við mikla hrifningu, enda er íþrótt þessi fögur og hrein og krefst mikiilar leikni. Sunddeild Ármanns, hefur tek- ið þátt í öllum mótum hér í Reykja vík og nágrenni og sundknattleiks flokkur deildarinar, hefur verið íslandsmeistari óslitið síðan 1941 og Reykjavíkurmeistarar hafa þeir verið í tugi ára. Auk þess hefur fiokkurinn unnið öll aukamót í sundknattleik, sem haldin hafa ver ið. Á vegum Ármanns koma hingað til landsins í vor handknattleiks- flokkur frá Hellas í Svíþjóð og er það einn þátturinn í tilefni 75 ára afmælis' félagsins, Handknatt- leiksflokkar félagsins hafa tekið þátt í öllum handknattleiksmótum hér í Reykjavík, en auk þess far- ið nokkrar ferðir til keppni út á land. Skíðamenn félagsins hafa staðið rnjög framarlega í íþrótt sinni og hefur félagslíf hjá deildinni stað- Framhald á 13. síðu. V erður lsland með? 2. deild: Berby—Plymouth 3:2 Southampton—Huddersf. 3:1 Simderland—Norwich 7:1 í skozku bikarkeppninni urðu úr slit þessi: Aberdeen—Dunfermline 4:0 Rangers—East Stirling 7:2 Queen S.—Hamilton 3:0 Athyglisverðast af þessum úr- siitum er hinn mikli sigur Sunder- isnd gegn Norwich — en undan- farið hefur Norwich unnið hvern stórsigurinn á fætur öðrum — komið í 6. umferð í bikarnum og unnið Stoke 6:0 og Newcastle 5:0. „Hvad tænker Island pá“ — Já, hvað er ísland eiginlega að hugsa — hefur þátttaka íslands í heimsmeistarakeppninni í 11 manna handknattleik, sem fram fer í Sviss á næsta sumri, verið ákveðin? — Að minnsta kosti heldur danska blaðið „EKSTRABLADED" því fram í grein, sem birtist í blaðinu nýlega og skýrir jafnframt frá hvaða þióðir verða með í keppn inni. Blaðið skýrir frá, að í allt hafi 3 lönd tilkynnt þátttöku í keppnina — að sjálfsögðu mátti búast við löndum eins og Austur og Vestur-Þýzkalandi, Sviss. Hollandi og Austurríki meðai þátttakenda en þau hafa stundað þessa íþrótt í langan tíma, enda verða þau 811 með — en hitt vekur furðu, heldur blaðið áfram að þrjú lönd til- kynna nú þátttöku, sem aldrei hafa verið með í keppninni áð- ur — og þessi lönd eru ísland. Pólland og Bandaríkin. Framkvæmdastjórn keppninn ar raðaði þessum 8 löndum í tvo riðla — a og b riðla og eru fjögur lönd í hvorum. í a riðl- inum eru þessi lönd: V-Þýzka- Iand, Sviss, Holland og Banda ríkin. — í b riðlinum eru hins vegar A-Þýzkaland, Pólland, Austurríki og íslancl. Þessari niðurröðun er hins vegar tækninefnd keppninnar ekki ánægð með og hefur gert vad fœnker land ’ærkdigc aninehlelser lil VM i markiiámlito tillögu um að Austur- og Vest- ur-Þýzkaland verði saman í riðli, svo útilokað sé, að þessi lönd mætist í úrslitum, en það er þó jafnframt telcið fram, að þátttaka íslands geti sett strik í reikninginn. Þannig skýrir Ekstrablaðið i stuttu máli frá hinni fyrirhug- uðu heimsmeistarakeppni í Sviss og setur sem fyrirsögn: „Hvad tænker Island pa“. Ekki er okkur kunnugt hvort nokkur fótur er fyrir þessari frétt í hinu danska blaði, en þess má geta, að hinn svokail- aði 11 manna handknattleikur hefur lítið verið stundaður hér á íslandi — og alls ekkert síð ari árin. þannig að sennilegt er, að fréttin sé byggð á mis skilningi. T í M IN N, föstudaginn 22. marz 1963 — 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.