Tíminn - 30.03.1963, Qupperneq 2

Tíminn - 30.03.1963, Qupperneq 2
FANGABÚÐUM NAZISTA L.ILA RODAL — ORTI LJÓÐ í Um þessar mundir er í ísrael minnzt tuttugu ára afmælis upp- reisnarinnar í Gyðingahverfinu í Varsjá, en hún var gerð í apríl árið 1943, og um leið hafa örlög ungrar pólskrar Gyðingastúlku komið fram í dagsljósið. Nafn hennar er Lila Rodal, og fram til þessa hefur hún verið óþekkt. Örlög Lilu eru um margt svip uð örlögum annarrar Gyðinga- stúlku, sem allir þekkja, Önnu Frank. Báðar voru þær kornung- ar Gyðingastúlkur, sem létu lífið í þýzkum fangabúðum, báðar höfðu þær skáldagáfur og báðar trúðu því statt og stöðugt, jafn- vel þegar verst gegndi, að þær mundu verða frelsaðar frá dauð- anum í gasklefanum. Anna, sem var hollenzk, varð fræg fyrir dagbókarskrif sín, en Lila hefur með einu ljóði vak- ið athygli manna um allan heim. Það er ekk; líklegt, að fleira upp götvist eftir Lilu, þó að það ætti að' geta skeð, ef dæmt er eftir þeim tilviljun, sem réði íundi þessa eina ljóðs. Lila var 16 ára, þegar hún dó í fangabúðum í Auschwitz. Þá var búið að lífláta móður henn- ar í gasklefanum í hinum frægu kz-fangabúðum, en faðir henn- ar lézt í Síberíu. Þangað hafði hann verið sendur í útlegð af Rússum, árið 1939, þ. e. stuttu éftir innrás Sovétríkjanna í Pól- land. Lila var einkabarn, og öll fjölskylda hennar, 30 manns, var drepin af Þjóðverjum, nema einn frændi hennar, Yacov Lasker, sem nú b'ýr í Tel Aviv. Það er fyrir sérkennilega til- viljun, að ljóð Lilu fannst, en sú tilviljun varð til þess, að heimurinn fékk að vita um hin sorglegu örlög hennar, átján ár- um eftir að hún dó. Starfsmaður nokkur við Je ish Agency, það er stórt fyrir- tæki, sem stjómar innflutningi Gyðinga til ísraels, var fyrir nokkru að taka til í skrifstofu- geymslunum, vegna flutninga fyrirtækisins til höfuðborgarinn ar Tel Aviv. Þar fann hann guln- aða pappírsörk i skrifborðs- skúffu, sem annars voru i skjöl varðandi mál, sem lögð voin afgreidd Á pappírsörkinni var ljóð upp á 25 línur skrifað á pólsku. Skrifstofumaðurinn, sem talaði pólsku varð mjög hrifinn af Ijóðinu, sem greinilega var skrifað af unglingi, og ákvað að gera sitt ul að grafast fyrir um höfundinn. Hann fékk pólskt dagblað, Nowini I Kurier til að birta Ijóðið ásamt grein, sem hann skrifaði um fund sinn og nefndi „Nafnlaus tár“. Strax daginn eftir ji,tskýrðist málið. Frændi LiRvYacov Lask- er, en hann hafði staðið í nánu sambandi við hana, sá strax hver höfundur Ijóðsins mundi vera, og þar að auki átti hann þær 21 Ijóð línur, sem vantaði aftan á kveð- skapinn, þannig að dagblaðið gat daginn eftir birt allt ljóðið i heild. 'Yacov gat einnig sagt frá hinum sorglegu örlögum Lilu og útvegað mynd af henni, sem faðir hennar hafði átt. Maður, sem þeir báðir þekktu og hafði verið með föður Lilu í Siberiu, kom með hana til ísrael. Lila hafði lært að skrifa, þeg- ar hún var fimm ára, og var greinilegt, að jafnaldrar hennar stóðu henni langt að baki, sagði Yacov Laski. Iíún brást við flestu í kringum sig með jafnaðargeði fullorðins manns. Fyrsta ljóð sitt skrifaði hún, þegar hún var 6 ára, og var það óður til lítils hunds, mjög tilfinninganæmur að formi og innihaldi, en það leið ekki á löngu, áður en kvæði hennar urðu þroskaðri og verð- mætari. Hún gekk í Furstenberg skólann í bænum Bedzin, sem er nærri Katowice, og þar var hún svo langt á undan jafnöldrum sínum, aö hún hljóp yfir tvo bekki. Þjóðverjar réðust inn í Pól- land, þegar Lila var 10 ára. í fyrstu dvöldust hún og foreldrar hennar í Gyðingahverfinu í Bedz- in, en einn góðan veðurdag var faðir hennar fluttur til Siberíu, og Lila og móðir hennar til Auswitz. Þegar Lila kom í fanga- búðirnar hafði hún með sér skrifbækur fullar af frnmortum Ijóðum. Hún náði í fleiri bækur í fangabúðunum og byrjaði að yrkja um lífið á meðal kraum- andi gasofnanna. Þrátt fyrir þá hryllilegu hluti, sem gerðust í kringum hana, einkenndust mörg ljóð hennar af bjartsýni. Maður skyldi ekki trúa, að svo mikil bjartsýni gæti verið fyrir hendi hjá persónu, sem dvald- ist í fangabúðum Þjóðverja, jafn vel þótt ung væri, og sá daglega hrundruð manna deyja í kring- um sig. Ljóð hennar gengu mann frá manm í fangabúðunum, og þeir hafa áreiðanlega verið marg ir, sem fundu hughreystingu og uppöivun í fullorðinslegum ljóð um þessarar ungu stúlku. Og Lila hélt áfram að skrifa tjóð, þangað til hún í janúar, ár- ið 1945, æzt af taugaveiki á tré- börúm í klefa sínum. Allur þessi kveðskapur hefur glatazt, nema þetta eina Ijóð, sem skrifað er í Auswits árið 1941, þegar Lila er ellefu ára. Það er öllum hulin ráðgáta, hvernig það hefur kom ist í skrifborðsskúffu hjá Jewish Agency. Yacov Lasker hefur heldur ekki getað leysf þá gátu. Ljóðið, sem nú er geymt í Yad Vashem í Jerúsalem — það er stofnun, sem varðveitir allar minjar um glæpi nazista gegn Gyðingum verður að líta á sem skáldskap gerðan af ellefu ára barni.. Það má víst deila um það, hvort að það er listaverk, en það leikur engmn vafi á því, að skáld ið er tilfinninganæm og sjálf- stæð lítil vera, sem kannski hefði orðið mikið skáld, ef henni hefði verið leyft að lifa. Í(SI iKiwwwigraiaroigKi8iigiiaaigirosmi!s TiL föhur míns Á milli okkar eru milljónir hermanna, á milli okkar er hafsjór af blóði. söknuði fyllt hjarta mitt skilur ekki að þú sért svo langt í burtu. En söknuði fyllt hjarta mitt dreymir, að í dag, kannski á morgun, komir þú glaður og brosandi, hjartkæri faðir minn, muntu lifa það lengi að ég geti gefið þér afmælisgjöf? Mundir þú segja: Nei, hvað þú ert stór, þegar orðin fulltíða? Á milli okkar er heill heimur, stríðsárin eru á milli okkar. Mig gildir einu þótt bardaga verði að leiða til lykta og hryllilegir hlutir séu að gerast, og fasisminn kommúnismmn hitlerisminn eflist. ÍSBBMlíSgjlRlSllSlKliHgliaiISSlSlIgllKiSlHÍSISBlElgilSEiSllSEiíSlSEISliSSISl Mér er sama um stríðið og kvöldsól, drukknaða í blóði; ég vil bara sitja, hljóð og segja: kæri faðir. Múr úr líkum skilur okkur himinhár, hafsjór af blóði skilur okkur og kvalir og tár. Faðir, það er eins og martröð. að þú ert þar, og við hér, að við lifuni hér og söknum þin. Er þetta raurveruleiki? Eða kannski draumur, hryllilegur og ógnvekjandi. Faðir. Hálfur heimurinn, tvö ár. Rússland, Þýzkaland, 24 mánuðir. Lík, hafsjór at blóði, 730 dagar og tveir dapurlegir afmælisdagu og margar, margar klukkustundir. Einhvers staðar örlar ef til' vill á von um, að einhvern tíma, seinna, ég vona það ef til vill Gunnar og Alþingi Framkoma Gunnars Thor- oddsen x tollskrái-mállnu ber awgljósan vott um það vir'ðing- arleysi, sem núv. ríkisstjórn sýnir Alþtagi. Þa'ð er nú upp- lýst, að tollskrárfrumvarpið er lengi búið að vera til athugun- ar hjá kaupmönnum og i'ðnrek- endum, áður en það er lagt fyrir Alþingi. Út af fyrir sig er það eðlilegt, að kaupmenn og iðnrekendur fái vel að kynn- ast efni frumviarpsins áður en það er afgreitt og geti komið fram athugasemdum oig ábend- ingum í tæka tíð. En jafn eðli- legt og sjálfsaigt var það, að Alþinigi, sem á að taka hinar endanlegu ákvarðanir, hefði fengið frumvarpi'ð a.m.k. jaf.n- fljótt til athugunar, þvi að eigi slík athugun að vera meii-a en til málamyndar, er hún mikið verk og hlýtur að tiaka talsverð- an tíma. Af hálfu fjármálará'ðhei-rans virffiist hins vegar ætlazt til, að þingið fái frumvarpið aðeins til málamyndarathugunar og af greiði þa'ð Síffian eins og liann og samtök kaupmanna og iðn- rekenda gengu frá því. Kórónan á þetta virðingar- og tillitsleysi, er x-áðherrann sýnir þinginu, er svo það, að hann heldur framsöguræð,u um frumvarpið á fundi í Varffiar- félaginu áður en hann flytur fnamsöguræðu um það á Al- þimgi. Ráðherrann sýnir mCð því, að hann tckur Varðarfé- lagið fram yfir Alþingi. Launþegar sniðgengnir Vissulega vaiðar það fleiri miklu máll cn kaupmenn og iðnrekendur, hvernig tollskrá- in nýja verður. Það varðar t.d. launþega miklu máli, hvernig tollarnir eru ákveðnir. Það hefði því verið cðlilegt, að sam- tökum launþeiga væri ekki síð- ur send tollskráin til athugun- ar en samtökum kauipmanna og iðnrekenda. Ríkisstjórnin virti launþegasamtökin hins vegar ekki þess að Ieita álits þeirra. Þetta er nýtt dæmi um það, livert er viðhorf stjórnarflokk- anna fcil launastéttanna. Þá munu bændasamtðkin ekki heldur hafa fengiffi toll- Iskrána til umsagnar, enda slíks ekki að vænta af Ingólfi. Mannalæti fyrir kosningar Alþýðuflokkurinn hefur hald ið aukaþimg og samþykkt þar nýja stefnuskrá, sem er allrót- tæk á ýmsum sviðum. Alþýðu- blaðið ber nú miklar bumbur til áréttingar því, að Alþýðu- flokkurinn sé hinn sami og á'ð- ur fyrr. Það sýnl nýja stefnu- skráin. Jafnframt var það svo sam- þykkt á aukaþinginu, að Al- þýðuflokkurinn skyldi hia'lda á- fram samvinnunni við Sjálf- stæðisflokkinn oig reynast hon- um sama trausta hækjan og seinustu flmm árin. Þetta þýðir í reyndinni það, að flokkurinn ætlar strax að salfca nýju stcfnu skráma og hafa hana að engu. Allt bröltið með aukaþingið og nýju stefnuskrána cr ekkert annað en manmalæti fyrir kosn- ingar. Eftir þær vedður Alþýðu- flokkurinn aftur sama íhalds- hækjan og að undanförnu. n 2 T f MIN N . lauaardaeinn 30. marz 1963 —

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.