Tíminn - 30.03.1963, Qupperneq 3

Tíminn - 30.03.1963, Qupperneq 3
STJÓRNKN HÉLT VELLI Atkvæðagreiðsla um traust í Finnlandi NTB-Helsinki, 29. marz Þing Finnlands samþykkti í dag traustyfiriýsingu á ríkis- stjórn landsins en stjórnin hafSi be'ðizt trausts vegna stefnu sinnar í verkfallsmál- unum. Fyrir fram var talið víst að stjórnin hlyti umbeðið traust, ekki sízt þar sem verk- fall ríkisstarfsmanna leystist í gærkvöldi. Vi3 atkvæðagreiðsluna i finnska þinginu greiddu 104 atkvæði með stjórninni en 80 á móti. Einn at- kvæðaseðill var auður og 14 þing- menn fjarverandi. Áður en at- kvæðagreiðslan fór fram höfðu staðið yfir umræður í tvær klukku stundir. Karjelainen forsætisráðherTa sagði í umræðunum, að finska rík iS hefði tapað 24 milljónum nýrra marka á verkfallinu, en starfs- menn hins opinbera tapað 7,4 mill- jónum marka í launagreiðslum þær fjórar vikur, sem verkfallið stóð. Sænska póststjórnin ráðgerir nú r.ð leigja scrstaka flugvél til að koma til skila pósti til Finnlands, en í Svíþjóð hefur hrúgast upp meira en 300 tonn af pósti þang- að. Yfirmaður póst- og símamála- stjómarinnar finnsku sagði í dag, að trúlega myndi það taka þrjár vikur að koma póstþjónustunni aft ur í eðlilegt horf eftir truflun verk fallsins. Stjcrn járnbrautanna tel- ur hins vegar, að járnbrautaferðir verði komnar í eðlilegt horf eftir örfáa daga. ÞJOÐVERJAR HVASSYRTIR m rOssa NTB-Bonn, 29. marz. í ORÐSENDINGU, sem sendi- herra Vestur-Þýzkalands í Moskvu, Horst Groepper, afhentl Sovétstjórn inni I dag, segir, aS fullyrSingar Rússa um aS varnarstefna Vestur- Nýjar árásir og klögu- máí við Kúbustrendur NTB-Moskva og Washington, 29. marz. j Framkvæmdanefnd örygg- isráðs Bandaríkjanna kom saman til fundar í dag undir STUTTAR FRÉTTIR • NTB 29. marz. — 50 þúsund námuverkamenn fóru í dag í mótmælagöng- ur í námubænum Lens í Frakklandi til að mótmæla stefnu stjórnarinar í launa- málum. • í næsta mánuði munu fara fram fyrstu viðræður franskra og brezkra ráð- herra eftir slitin í Briissel. • George Bidault ræddi í dag við sendiherra Brazil- íu í Lissabon, en talið er líklegt, að liann muni hafa hug á að fara til Brazilíu. • .Vlþjóðasamband blaða- manna skoraði í dag á brezku stjórnina að láta blaðamcnnina tvo, sem sitja í fangelsi fyrir að neita að skýra frá heimildum sínum, Iausa. ® Kennedy forseti mun að öllum líkindum fara í opin- bera lieimsókn til Indlands í byrjun næsta árs. • Joszef Mindszenty kardi- náli, sem dvelst í sendiráði Bandaríkjanna í Búdapest, varð 71 árs í dag. forsæti Kennedys forseta til að ræða Kúbu-málið og þá einkum árás kúbanskra þota á bandaríska 'flutningaskipið Floridian við Kúbustrendur. Einnig voru árásir kúbanskra útlagasamtaka á sovézk skip á dagskrá fundarins. Bandarísk yfirvöld hafa undir höndum myndir, sem skipstjórinn á Floridian tók meðan á árásinni stóð, og veiður filman nú rann- sökuð til að fastákvarða hvaða flugvélar voru að verki. Haft er eftir skipverjum á Floridian, sem kom til Miami í dag, að vélarnar hafi skotig í sjóinn rétt hjá skip- inu og hafi þær án efa verið af inig-gerðinm rússnesku. Hins veg- ar hafi þær ekki virz^ miða á skip ið Síðar í Jag upplýsti utanríkis- ráðuneyti Bandaríkjanna að kúb- anska stjórnin hafi tilkynnt, að þoturnar hafi skotið á Floridian af misgáningi, en Bándaríkin hafa íarið fram á, að Kúbustjórn gefi fullkomna skýrslu um atburðinn. Öll orðsendingaskipti milli Banda ríkjanna og Kúbu fara fram fyrir milligöngu svissneska sendiráðs- ins. Þá sendu Sovétríkin Bandaríkj- unum mótmæli í dag vegna árásar kúbanskra flóttamanna á rúss- neska skipið Bakú á þriðjudag. Segir í mótmælaorðsendingunni. að þetta sé nýtt sjórán og glæp- samlegur verknaður, sem kúbansk ir gagnbyltingarmenn hafi unnið með samþykki og stuðningi Banda ríkjanna. Sovétríkin geti ekki horft þegjandi á þetta ofbeldi og 1 sjái sig tilneydd til ag gera ráð- stafanir til að tiyggja öryggi sovézkra skipa í grennd við Kúbu. Skorar Sovétstjórnin á þá banda- rísku að gera þegar í stað ráðstaf anir til að stöðva þetta framferði kúbönsku útlaganna. Þá segir í orðsendingunni að Sovétríkin muni krefja bandarísku stjórnina um skaðabætur vegna árásarinnar á Bakú. Framhald á bls. 15. Þýzkalands miðl að því að koma af stað kjarnorkustyrjöld, séu fárán- legar. Þessi orðsending er svar við orð sendingu Sovétríkjanna frá 5. febr- úar, þar sem Rússar mótmæltu samvinnusáttmála Frakka og Þjóð verja. í svari Þjóðverja segir, að þeirri samvinnu sé ekki stefnt gegn neinu landi eða þjóð. Þá seg- ir í orðsendingunni, að þýzka stjórnin muni ekki svara þeim röngu, villandi og móðgandi full- yrðingum, sem hafi verið í orðsend ingu Sovétríkjanna, þar eð þær hafi verið svo margar, en vilji að- eins taka eitt atriði til meðferðar. Sovétríkin fullyrði að fransk- þýzki sáttmálinn sé ögrandi, þar eg hann nái til Vestur-Berlínar. Af þessu tdefni vill vestur-þýzka Framhald á 15 síðu. Smyglað úr herskipum í FLESTUM löndum er mörg um svo farið, að þykja gott að geta flutt með sér inn í land- ið áfengi og tóbak og annan varning, án þess að greiddur sé af honum tollur. En auðvitað er það ólöglegt og heitir smygl og varðar þungum kárínum, ef upp kemst. Síðustu dagana hafa orðið'uppvís smygl á Norður- löndum, sem vakið hafa tals- verða athygli, ekki fyrir þá sök, að smygl og smygltilraunir séu svo sjaldgæf fyrirbrigði þar, heldur fremur fyrir hitt, hverj- ir að smyglinu standa. En það eru þeir, sem settir eru til að gæta laga og réttar, áhafnir her- og varðskipa. í fyrradag kom sænska skólaskipið Álv- snabben, flaggskip sænska flot ans, til Gautaborgar og þá gerði tollurinn upptækar all- miklar birgðir áfengis og tó- baks, sem 25 skipverjar ætluðu ag smj'gla með sér í land. Voru það aðallega undirforingjar, sem að þeirri tilraun stóðu og höfðu þeir keypt vöruna aðal- lega í Suður-Ameríku, en Álv- snabben siglir um öll heimsins höf og er einkum notað til kurteisisheimsókna. í dag varð svo aftur upp- vist smygl úr herskipi, að þessu sinni í Kaupmannahöfn, en skipið, sem um var að ræða var freygátan Nils Ebbesen, sem að jafnaði gætir landhelgi Færeyja. Gerði danski tollur- inn upptækt í skipinu 300 flösk ur af áfengi og 80 þúsund síga- rettur, en ekki fylgir það með fregninni, hvaðan sá varning- ur er ættaður. Myndin hér að neðan er af hluta herfangs sænsku tollvarð anna við komu Álvsnabbens til Gautaborgar. fÍMINN, laugardaghm 30. marz 1963 — 3

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.