Tíminn - 30.03.1963, Qupperneq 7

Tíminn - 30.03.1963, Qupperneq 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Amason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrlfstoíui I Eddu húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka sfcræti 7. Símar: 18300—18305 - Auglýsingasími: 19523 Aí 1 greiðslusími 12323 — Askriftargjald kr 65.00 á mánuði tnnan lands. t lausasöiu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Úrslit stjórnarkosninganna í bifreiðastjórafélaginu Frama er ný sönnun þess, að lýðræðissinnaðir vinstri menn eru 'að verða sterkt og áhrifamikið afl í verka- iýðshreyfingunni. Lýðræðissinnaðir vinstri menn buðu fyrst frarn í Frama, er kosið var til Alþýðusambandsþings á síðastliðnu haust. Þá fengu þeir 146 atkv. eða 50 atkvæðum fleira en kommúnistar, sem fengu þá 96 atkvæði. Sú hefur verið venjan, að íhaldsandstæðingar hafa alltaf fengið betri útkomu í kosningunum til Alþýðusambandsþings en við stjórnarkjör í Frama. Þannig unnu t d. íhaldsandstæð- mgar kosningarnar til Alþýðusambandsþings í október 1960, en töpuðu síðan með 107 atkvæða mun í stjórnar- kosningunum í marz 1961. Ef svipuð saga hefði endur- tekið sig nú, eins og Sjálfstæðismenn vonuðust til, hefðu lýðræðissinnaðir vinstri menn átt að fá mun verr útkomu við stjórngrkjörið nú en við kosningarnar til Alþýðu- sambandsþings s.l: haust. Þeir fengu 'nins vegar 152 atkv. eða 6 atkv. fleira en í haust. Þeir hafa því styrkt aðstöðu sína. Hins vegar töpuðu kommúnistar 19 atkvæðum, mið- að við kosningarnar s.l. haust, og Sjálfstæðisflokkurinn bætti við atkvæðum vegna aukinnar kjörsóknar. Sé hins vegar miðað við stjórnarkjör i Frama, verður niðurstaðan þessi: í fyrra var núverandi stjórn félagsiris sjálfkjörin. Árið 1961 fór fram listakosning í sjálfseign- ardeildinni, en stjórn Sjálfstæðismanna í launþegadeild var sjálfkjörin. Úrslit í sjálfseignardeildinni 1961 urðu þau, að Sjálfstæðismenn fengu 266 atkv. eða 20 atkv. fleira en nú. en íhaldsandstæðingar. sem buðu þá fram saman, fengu 159 atkv., en fengu nú samanlagt 183 atkv. eða hafa bætt við sig 24 atkv. Þá var stjórn Sjálfstæðis- manna sjálfkjörin í launþegadeildinm eins og áður segir. en náði nú kosningu með tveggja atkvæða mun. Listi Sjálfstæðismanna fékk þar 48 atkv.: en listi lýðræðissinn- aðra vinstri manna 46 atkv. Þessi naumi sigur í launþega- deildinni vannst með því einu, að vissn atvinnurekendur gengu fram fyrir skjöldu og beittu áhrifum sínum á all- an hátt. Gefst e. t. v. tækifæri til að rekja þá ófögru sögu síðar. Þegar iitið er á þennan samanburð á stjórnarkjöri í Frama nú og 1961, er vissulega broslegt að lesa skrif Mbl. og Alþýðublaðsins í gær um sigur Sjálfstæðismanna í Frama! Árangurinn af framboði lýSræðissinnaðra vinstri manna í Frama er miklu meiri en bessar tölur sýna. Stjórn Frama hafði algerleaa sofið á verðinum þangað til lýðræðissinnaðir vinstri menn unnu sigur sinn í Al- þýðusambandskosningunum s. I. haust. Þá rumskaði hún við sér og tók að vinna að ýmsum hagsmunamálum bifreiðastjóra, eins og t.d. lækkun á verði leigubifreiða En aukið kapp var lagt á þetta eftir að lýðræðissinn aðir vinstri menn fengu Framsóknarþingmenn til að flytja um bað frv. á Alþingi. Nú fyrir Framakosningarn- ar voru þeir Gunnar Thoroddsen og Ingólfur Jónsson látnir mæta á klíkufundum til að gefa fyrirheit um þessi efni og var því ósparl flaggað kosningunum' Ef eitthvað fæst fram í þessum efnum verður það fyrst og fremst að þakka baráttu og auknum styrk lýðræðissinnaðra vinstri manna. Árangurinn, sem þegar hefur náðst í Frama. má vissu lega vera lýðræðissinnuðum vinstri mönnum aukin hvatn ing til að efla starf sitt í verkalýðshieyfingunni. Hverfur núverandi stétt skrif- stof ufólks aö mestu úr sögunni? Rafeindareiknívélarnar eiga eftir að valda mikilli byltingu. Fólk framtíðarinnar við vél framtíðarinnar. RAFEINDAREIKNIVÉLAR þær, sem eru að ryðja sér til rúms í skrifstofunum, munu valda byþtingu, þó að hún verði ekki blóðug. Framleiðninefnd danska viðskiptamálaráðuneytis- (is hefur nýlega gefið út greinar- gerð um, hvað leiða muni af þess um nýju vélum, sem gerbreyta skrifstofustörfunum, vinnubrögð- unum og hugsunarhætti skrif stofufólksins. Greinargerðin er samin lijá OECD, stofnuninni, sem Thorkil Kristensen veitir forstöðu í Par- ís, en viðskiptamálaráðuneytið hefur látið þýða hana á dönsku og gefið hana út. Greinargerðin byggir á rann- sóknum á s'krifstofuvélvæðingu i fimm löndum: Frakklandi, Þýzka landi, Hollandi, Svíþjóð og Eng- landi. Þegar nýju vélarnar eru teknar í notkun, leiðir fyrst af því, að hópur manna tekur við störfum, sem eru skyld störfum erfiðisvinnumannsins. Annar minni hópur tekur við skipulags- og stjórnarstörfum. GAMALDAGS skrifstofumaður inn í þeirri mynd, sem við höf- um kynnzt honum, hverfur með öllu. Hann hefur störf við eht- hvert einfalt verk í skrifstofunni, en getur átt von á að vinna sig upp með tímanum. og fæst af þeim sökum siður við stéttar- samtök en erfiðisvinnumaðurinn. Það, sem í greinargerðinni stend ur um afieiðingar sjálfvirkninn- ' WfÉr -á'lvarleg áminning til véla- starfsmannanna um nauðsyn stéttarsamtaka „Jafnótt og meira og meira ai skrifstofustörfunum verður vél rænt, samtímis fjölgun kvenna við störfin, hafa orðið hlutfalls- legar breytingar á launum starf? fóllcsins við vélarnar. Laun þess hafa lækkað verulega. í hlutfalli við laun annarra starfshópa, og það er aðeins lítill minnihluti, sem hefur jafn há laun eða hærri en erfiðisvinnumaðurinn. Horfur á hækkun í starfi hafa ernnig rénað jafnótt og fjölgað hefur þeim störfum, sem byggjast fyrst og fremst á æfingu, en öðrum störfum fækkar. Lítill minni- hluti starfsmanna — einkum karlar — hefur til muna meiri möguleika á hækkun en annað starfsfólk.“ í GREINARGERÐINNI er frá því sagt, að hjá flestum þeim fyrirtækjum, sem tekið höfðu nú tíma vélar í þjónustu sína og vorú athuguð, fékkst meginhluti starfsf'ólk'Sins í skrifstofunum við vélastörf, sem að mestu byggjast á breytilegri æfingu. svo sem stjórn reiknivéla og gatakortavéla, vélritun o.s.frv. Starfsfólk í skrifstofum nýtur ákveðinna hlunninda umfram erfiðisvinnumenn, svo sem launa Íí veikindafo’-föilum lífeyris- tryggingar og á minna á hættu í sambandi við atv'nnulcysi, enda 'bótt að komið hafi í ljós, að .varafólkr hefur fjölgað hjá mörgum hinna vélvæddu fyrir tækja, miðað við það. áður var. Starfsfólk flestra rirtækj- anna, sem athuguð voru, var á- nægt með þessi hlunnindi, en óánægj" yfh lækkandi launum gætti - ■ ■'■>■-”8 í sv< -'erðiniv, seg'r meða! annars svo urn skrifstofumann, sem kemur til með að vinna hjá stóru, vélvæddu fyrirtæki í fram tíðinni: „Aukin líking skrifstofustarfa og erfiðisvinnu veldur því, að starfsmaðurinn í skrifstofunni lítur meira og meira á sig sem verkamann, sem skilar ákveðnu verki gegn ákveðinni þóknun jafnóðum. Mestur hluti þóknun- arinnar eru launin, sem almenni eru álitin lág, en ákveðin hlunn- indi eru talin hlutfallslega meiri en við hliðstæðar stöður meðal erfðisvinnufólks.“ AÐ BAKI þeirri gieinargerð. sem nú er komin út á dönsku liggur umfangsmikið rannsókna- starf. Stjórnendur hafa verið spurðir, svo og fulltrúar starfs- manna og starfsmennirnir sjálfir í hverju landi um sig hefur stórt iðnfyrirtæki verið athugað og stórt verzlunarfyrirtæki. Öll hin athuguðu fyrirtæki voru það stór, að uhi verulegan fjölda skrifstofustarfsmanna var að ræða. Þrjár meginorsakir virðast valda því, að nýjar rafeindavélar eru teknar í notkun í skrifstof um: 1) Fjárhagsatriði. Þegar stækka þarf til muna, borgar sig oft betur að fá sér vélar til að anna auknum störfum. 2) Sýndarsjónarmið Það er ný tízkulegt að fá sér rafeinda vélar Þá fylgist fyrirtæk'? með timanum. 3) Aukin og betri yfirsýn. Fljót virkar reiknivélar veita mögu leika til enn gleggra yfirlits yfir alla starfsemina. Þetta hefur það til dæmis í för með sér fyrir banka, að hægt ei að breyta öllu bókhaldinu o,e bæta það Þá er auðveldara að ákveða stefnuna í lánveit ingum og fjárfestingarmálum um. FRÁ ÞVÍ er sagt í greinargerð OECD, að forráðamenn í skrif- stofum séu dubr og sparir á upp- lýsingar við starfsfólkið, þegar breytingar standa fyrir dyrum, en þetta sama fyrirbæri er kunn ugt úr öðrum starfsgreinum áð- ur. Það var aðeins í Sviþjóð og Frakklandi, sem stjórnendurnir viðurkenndu að nokkru leyti stéttarfélög skrifstofufólks, en fulltrúar starfsfólksins voru þó ekki hafðir með í ráðum við breytingarnar. í greinargerðinni stendur: „Sumir forráðamenn lýstu því beinlínis yfir, að of miklar upp- lýsingar og ráðfærslur áður en breytingum væri komið á, yllu ! aðeins óþörfum áhyggjum og umræðum um vandamál, sem ef til vill yrðu aldrei uppi á ten- ingnum. Þessi afstaða sýnir, að annaðhvort er forráðamönnum ljóst, að við vandamál verður að etja, og vi'lja því ekki taka af- stöðu til þeirra fyrr en þeir eru neyddir til þess, eða að þeir eru sjálfir svo óvissir um, hvaða rás viðburðirnir kunni að taka, að þeir eru ekki færir um að koma í veg fyrir óróa og orðróm með því að veita íullar og nákvæmar ’ipplýsingar." MYNDIN, sem OECD skýrslan bregður upp af forráðamönnun- um er ekki hvetjandi og bendir til hins sama og Esbjerg-athug- anirnar leiddu í ljós hér heima: „Forstöðumenn fyrirtækja eru flestir frá fornu fari gefnir fyrir að ráða. og umræðum við ó- breytta starfsmenn eða fulltrúa þeirra hefur að jafnaði ekki ver- iö komið á nema fyrir ákveðinn atbeina stéttarfélaga eða starfs- mannafélaga. Að því er snertir starfsfólk í skrifstofum, þá hef- ur það allt fram að þessu ekki haft tök á að knýja neitt slíkt fram, og forstöðumenn fyrir- tækja hafa því ávallt haft til- hneigingu til að líta eínungis á það sem lágt setta aðstoðarmenn. Fram*i»io '3 -’iöu T í M I N N , laugardaginn 30. marz 1963 — /

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.