Tíminn - 30.03.1963, Page 9

Tíminn - 30.03.1963, Page 9
ekki íburðarmikil, en góð ÞaS er enginn vafi á þvi, að mikill fjöldi erlendra ferðamanna myndi vilja borga vel fyrir góða þjón- usfu hérlendis. Okkur vant ar góð fjallahótel, þar sem ekki þarf að vera neinn íburður. heldur góð þjón- usta og fyrst og fremst mik- ið hreinlæti. Og okkur skortir sérmenntað fólk til þess að annast ferðamenn- ina. Á þessa leið fórust Magnúsi Teitssyni forstjóra orð í við'- tali við blaðið, en hann er ný- kominn úr fyrirlestraför til meginlandsins á vegum Loft- leiða. Magnús Teitsson hét fyrrum Max Keil. Hann kom hingað fyrsf árið 1930 til náms við háskólaun, síð'an var hann hér sendikennari árin 1931—’34, svo vann hann við orðabók Jóns Ófeigssonar um skeið. f stríð- inu tóku Bretar hann fastan, sem aðra Þjóðverja hér. Hann sat í fimm ár í fangabúðum þeirra, en að því loknu var hann í hálft fjórð'a ár kennari við háskólann í Hamborg. En hugurinn leitaði aftur upp hingað. Nú hefur hann tekið sér íslenzkt nafn, er íslenzkur ríkisborgari, talar íslenzku eins og hann hefði fæðzt hér og er nú annar framkvæmdastjórinn fyrir Málningu h.f. í Kópavogi. Hann íiefur áður farið í fyrir- lestraferð til Evrópu á vegum Loftleiða. Það var sumarið 1961 þá flutti hann fyrirlestra á mörgum stöðum í Vestur-Þýzka landi. f þetta sinn flutti hann fyrirlestur í Hamborgarháskól- anum í 650 manna sal, sem var troðfullur. þótt aðgangseyrir Rætt við Magnús Teitsson, framkvæmdastjóra væri greiddur. Reisebiiro die Welt heitir stór ferðaskrifstofa í Þýzkaiandi, og á hennar veg- um eru haldnir fyrirlestrar vikulega á veturna, einn fyrir- lestur um hvert land. Fyrir- lestur Magnúsar var liður i þessum erindaflokki. Aðalumboðsmaður Loftleiða í Austurríki og Þýzkalandi heit ir Werner Hoenig, gamall vin- ur Magnúsar. Hann átti frum- kvæðið að þessu fyrirlestra- haldi hans í samráði við Sigurð Magnússon. Loftleiðir leggja mikla áherzlu á samvinnu við ferðaskriístofur í þessum lönd- um, enda er það svo með þar- lenda menn, að þeir leita mjög til slíkr-i stofnana,- ef þeir ætla sér að ferðast. Það vilja þeir fá nánari upplýsingar um alla hluti, er máli skipta, og síðan velja og hafna og láta ferða- skrifstofuna um að' skipuleggja þá för, sem fyrir valinu verður. Magnús rakti fyrst í fyrir- lestri sínum jöfnum höndum íslenzka sögu og nútímaástand, sagði frá nýjustu virkjunum. sandgræðslu og skógrækt, svo nokkuð sé nefnt, og sýndi síð- an um 150 gullfallegar lit- skuggamyndir frá ýmsum stöð- um á iandinu og lýsti þeim stöðum er fyrir augu bar og sagði sögu þeirra. Að fyrirlestiinum loknum svaraði Magnús fyrirspurnum. Kom þá greinilega í ljós, hversu mikill áhugi er fyrir ís- landi og ferðum hingað. Magn- ús kvað það áberandi, að það sem fólk vildi helzt sjá hér, væri hin stórbrotna ósnortna náttúrufegurð landsins. Ferð'a- menn væru orðnir þreyttir á að sjá sífellt hina sömu staði ferða MAGNÚS TEITSSON mannalandanna og vildu sjá myndu eyð'ileggja fossafegurð- eitthvað nýtt. Margir hefðu á- ina, og létti mikið, er þeim hyggjur af því, að virkjanirnar væri bent á að neðanjarðar- virkjanir leystu það mál að nokkru, Mest var spurt eftir jöklum, hverum og heitum sundlaugum með hveravatni og svo hestaferðum. Þá hefðu margir áhuga á að hagnýta sér þá möguieika að stanza hér 2—3 daga, er þeir íerðuðust með Loftleiðavelum milli Ameríku og Evrópu, og vildu þeir fá upplýsingar um skjót- ar ferðir milli þeirr'a stað'a, er mest væri varið í að sjá. Þá væti einnig eitt vandamál sem væri hvað erfiðast við- fangs, það væru gistihúsin. — Menn vildu geta gist í nágrenni hinna fögru staða og dvalizt þar. Okkur skorti tilfinnanlega góð fjaliagistihús, þar sem ekki væri endilega lögð áherzla á neinn iburð, heldur góða þjón ustu og umfram allt hreinlæti. Þeir, sem á annað borð hefðu efni á því að koma hingað, og þeir væru margir, spyrð'u ekki fyrst og fremst um það, hvað slík dvöi kostaði, heldur hvort hana væri unnt að fá. Einnig vantaði upplýsingar fyrir út- Iendinga um það, hvað hér væri hægt að gera, hvert unnt að komast og á hve skömmum tíma. Einnig kvað Magnús hér vafa laust skort á sérmenntuðu fólki til þess að annast ferðamenn. Erlendar ferðaskrifstofur hefðu það fyrir sið að senda starfsfóik sitt í ferðir um önn- ur lönd til þess að kynnast þjóð um og verða þannig færar um að leiðbeina um ferð'ir þangað og taka é móti fólki þaðan. Þar byrjuðu starfsmenn á ferða- skrifstofum starfsferil sinn sem lærlingar þar væru störf á ferða skrifstofum tekin sem sérstök starfsgrem og slík þróun væri æskileg hér, ef vel ætti að vera. HLAUT VIRÐULEG VERÐLAUN OG EIGNAÐIST NÝ SKÍÐI RÚNAFRÆÐINGURINN, próf- essor Sven B. F. Jansson, oft nefnd ur „Rúna-Janni“ hefur hlotið Öv- ralids-verðlaunin, afl upphæð 6.000,00 sænskar krónur. Hann hef ur fyrst og fremst hugsað sér að uota hluta af pemingunum til þess að’ kaupa sér ný skíði og verðmæt tímarit til notkunar vi® rannsókn- arstörf sín. Annars hefur hann hugsað sér að halda áfram vlð starf sitt við að skrifa hið mikla rúnarit sitt. Övralidsverðlaununum er úthlut að annað hvort ár til rithöfundar og hitt árið til vísindamanns í ,,húmaniskum“ fræðum. Verðlaun unum verður úthlutað í ár að Övralid 6. júlí, á fæðingardegi Verner von Heidenstams. „Mjög gáfuleg ákvörðun“, sagði Sven B. F. Jansson, — Rúna-Janni — er honum var tilkynnt, að hann hefði hlotið Övralidsverðlaunin í ár. Með þessum ummælum á hann við, að peningarnir geri honum kleift að kaupa sjaldgæf tímarit til notkunar við vísindarannsóknir sín ar. Auk þess ætlar hann að kaupa sér ný skíði. ilf'i •- Hann var sendur 1933, þá 27 ára gamall, sem lektor í sænsku til Greifswald og töldu stjórnendur Stokkhólmsháskóla hann sérlega heppilegan í jþá stöðu. Það varð þeim því töluvert áfall, er þeir uppgötvuðu, að hinn nýi lektor hafði ekki lokið kandidatsprófi. — Það var ekki um annað að ræða, en að tilkynna lektornum með skeyti, að á sérstökum fundi hefði verið samþykkt að veita honum réttindi sem kandidat. í Greifs- wald gerði hann „síðastaleik" mjög vinsælan og barst leikurinn oft um skólaganga og jafnvel göt- ur bæjarins, en þetta er ágætt dæmi um þá gleði og það fjör, sem umlykur jafnan Sven B. F. Jans son. Það var aðeins Göbbels, sem fannst leikurinn miður heppileg- ur. Eftir heimkomuna varð Sven Jansson formaður stúdentaráðs Stokkhólmsháskóla og varð það tímabil í sögu skólans allglað- vært. Honum þykir vænt um að hafa enn náið samband við stúd- entana, en hann er „inspektor" í „húmanska" félaginu, meðlimur stúdentaráðs og „Upplands nati- on“ í Uppsala. Hann hefur einn- ig verið sendikennari á íslandi. Jansson var útnefndur sem meðlimur í „Svenska institutets rád“ og „Namnden för svensk sprákvárd". Árið 1955 var hann gerður að prófessor í rúnafræði við „Vitterhetsakademien". Dokt- c-rsritgerð hans hét: „Sagorna om Vinland“. Hann vinnur að miklu rúnariti ásamt Elias Wessén. — „Horfir nú vel um útgáfu þess“, segir Jansson. Hann hefur nýlokið við bók um rúnasteina á Gotlandi r-g næst liggur fyrir að skrifa um 'i=tmanland. (Lauslega þýtt úr Dagens Nyheter 8. marz 1983). Guðmundur Sigurðsson Guðmundur Tímóteus Sigurðs- son var fæddur 3. ágúst 1904, að Innri-Fagradal í Saurbæjarhreppi, dáinn 11. marz 1963, á sjúkrahúsi í Reykjavík, eftir uppskurð. Foreldrar voru Sigríður Guð- mundsdóttir og Sigurður Jóhanns- son, sem þá bjuggu í Innri-Fagra- dal, þaðan fluttist þú með foreldr um þínum að Litlaholti í sömu sveit til afa þíns, föður Sigríðar, um stundarsakir. Þaðan að Þver- felli í Saurbæ, sem foreldrar þín- ir bjuggu út allan sinn búskap. Þú dvaldist allan þinn aldur í Saurbæjarhreppi, kvæntist rúml. þrítugur, Maríu Sigríði Jónsdótt- ur frá Kverngrjóti. mestu myndai húsfreyju. Þið eignuðuzt 5 börn, 4 á lífi. Heiðar, Selma, Guðbjörg Jóna og Sigurður Hlíðar, mestu myndarbörn. Þið byrjuðuð búskap um stund í Belgsdal, fluttuzt svo að Þver- felli og bjugguð þar ásamt foreldr um þínum, þá fluttir þú að Kvern grjóti, bjóst þar í nokkur ár og hafðir Þverfell með til beitar og nýtja. Eftir nokkur ár aftur að Þver- felli. Þar dvaldi hugur þinn löng um, þó þú sæir fram á mikla erfið- leika, að hefja miklar jarðabæt- Framhald á 13. síðu. TÍMINN, laugardaginn 30. marz 1963 — 9

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.