Tíminn - 20.04.1963, Page 6

Tíminn - 20.04.1963, Page 6
Verðtollar hafa hækkað um 203% síðan 1958 Við 2. umr. um tollskrána í um. Afskorin blóm og blómknapp neðri deild skilaði Skúli Guð- mundsson ýtarlegu séráliti sem 1. minnihluti fjárhags- nefndar. Fer meginhluti nefnd arálits Skóla hér á eftir: í nýju tollskránni eru felldir saman í eitt vörumagnstollur, verðtollur, innflutningssöluskattur og innflutnimgsgjald. Til þess er ætlazt, að þessi gjöld verði sam- einiuð í einum verðtolli. Um mörg ár 'hafa verið álagðir bæði vöru- magnstollur og verðtollur. Þeir eru ólíkir að því leyti, að annar, vörumagnstollurinn, stendur í stað, þó að vöruverðið breytist, ea hinn, verðtollurinn, breytist •fálfkrafa með vöruverðinu. Til þess að skýra þetta nánar má benda á, að samkvæmt ríkisreikn- ingnum fyrir árin 1958—1962 hef- ur vörumagnstollurinn verið svo að segja hinn sami öll árin, 32— 36 millj. á ári, en á því tímabili Ihafa vxerðtollarnir (verðtollur, söluskattar og innflutningsgjald) hækkað um 203%. Hér er ekki með talinn hluti jöfnunarsjóðs sveitarfélaga af söluskatti. Eftir að búið er að sameina öll aðflutningsgjöldin i einn verðtoll, hækka þau í krónutölu, um leið og vöruverðið hækkar, t. d. vegna lækkunar á íslenzku krónunni, og í sömu hlutföilum. Þetta má telj- ast hagkvæmt fyrir ríkissjóðinn. í athugasemdum með frumvarp- inu segir, að þeirri reglu hafi ver- ið fylgt við endurskoðun tollskrár- innar, samkvæmt ákvörðun ráð- herra, að ekki skyldi ákveða hærri verðtoll en 125% á neinni vöru. Tollur lækkar því á allmörgum vörutegundum, sem áður báru hærri toll en 125%. Skulu hér nefndar slíkar vörur: Hamir og aðrir hlutar af fugl- Gylfioghús- I mæður Vi3 útvarpsumræSurnar i fyrirkvöld flutti Gylfi Þ. Gíslason ræðu. Harín ávarpaði húsmæðurnar sérstaklega, og taldl slg vin þelrra og velunn ara. í gær var síðasta umræða í neðri deild um tollskrárfrum varpið. Þá flutti Skúll Guð- mundsson breytingatillögu um að lækka nokkuð toll á ýms- um heimilistækjum, svo sem kæliskápum, ryksugum, hræri vélum o.fl. — Sagði Skúii að ráðherranum, sem talaði svo hlýlega til húsmæðranna kvöldið áður, gæfizt hér gott tækifæri til að styðja hags- munamál þeirra. En Gylfl ráðherra féll á próflnu. Hann greiddi atkvæði á máti lækkun tolla á heim- Mistækjunum, og svo gerðu einnig allir viðstaddir flokks bræður hans. ar. Pipar o. fl. kryddvörur. Súkku laði. Lakkrís. Brjóstsykur. Tyggi- gúmmí. Kaxamellur. Búðingsduft. Bökunarduft og bökunardropar. Ilmvötn. Hárliðunarvökvar og hár- liðunarduft. Flugeldar (aðrir en til sLysavarna). Skrauteldar. Myndarammar. Vindlingapappír. Pappírsserviettur. Lampaskermar. Silkiflauel. Regnhlífar. Sólhlífar. Blævængir. Göngustafir og keyri. Rakhnífar og rakvélar. Rakkrem. Rafknúin hársnyrtitæki. Reiðhjól. Barnavagnar. Úr (önnur en vasa- úr). Klukkur. Fjaðrasópar. Spil. Skíði og sikautar. Pennar. Blýant- ar. Blek. Stimplar. Ritvéla- og reiknivélabönd. Greiður og hár- kambar. Hringliða alkóhól. Spritt- blöndur. Rokgjarnar olíur og ter- pentínuríkar aukaafurðir af þeim. Konsentröt af rokgjörnum olíum í feiti. Brauð og skonrok. Kökur og kex. Eldspýtur. Gólfmottur. Hemlavökvi. Frostlögur. Plastpok- ar. Leðurtöskur. Leðurbelti. Ann- ar leðurfatnaður. Póstkort. Jóla- kort. Málmgarn og vefnaðip- úr málmgarni. Lífstykki, axlabönd o- þ. h. Peni,ngaskápar. Skilti. Sápur, ýmsar tegpndir. Kerti. Kemisk efni til ljósmyndagerðar. Hrein- lætistæki úr plasti. Búsáhöld úr plasti. Hringekjur og rólur. Ferða- sirkus og ferðadýrasöfn. Munn- hörpur. Grammófónar og plötu- spilarar. SlaghLjóðfæri. Lírukass- ar. Spiladósir. Tálflautur. Mekan- iskir söngfuglar. Naumast verður sagt, að nokk- ur tollalækkun á framantöldum vamingi geri almenningi lífsbar- áttuna auðveldari en hún áður var. Þá er gert ráð fyrir, að tollur lækki á allmörgum öðrum vörum, sem áður voru í lægri toll- flokkum. Af þeim vörum skulu þessar nefndar: Lifandi dýr, svo sem hestar, asn ar o. fl. Fuglaegg og eggjarauð-! ur. Fiskur, tilreiddur eða niður- soðinn, þar með talin styrjuhrogn. Hurðir og gluggar. Tilhöggin hús. Korkparkett. Bókbandspappi. Um búðapappír. Pappírspokar. Vegg- pappi og gólfpappi. Handgerður pappír og pappi. Áprentaður papp ír og pappi. Pappakassar og öskjur. Ferðaábreiður. Tjöld. Sængurlin. Borðlín. Handklæði o. fl. Vír til naglaframleiðslu. Niðursuðudósir. Snjókeðjur. Boltar og rær. Ýmsar vörur úr kopar. Lásar og skrár. Bókhaldsvélar. Kvikmynda- og skuggamyndavélar. Loftþyngdar- mælar. Píanó og orgel. Sverð, skammbyssur og stórskotaliðs- vopn. Smjörlíki. Málmgrýti, gjall og aska. Gas til eldsneytis og lýs- ingar. Bæs. Smjör- og ostalitir. Ö1 og gosdrykkjalitir. Gólfplötur. Umbúðakassar úr plasti. Garn úr silki. Handofin og handútsaumuð veggteppi. Stólar og önnur hús- gögn. Skjaldbökuskel. Perlur og eðalsteinar. PerLumóðir og fíla- bein. í nýju tollskránni eru líka til- lögur um hækkun á tolli á all- mörgum vörum. Af þeim skulu þessar nefndar: Efni til bólstrunar og bursta- gerðar. Tómatar. Límonaði og gos- drykkir. Maltöl og drúfusafi. Sem- ent. Sútunarefni. Garðyrkjuverk- færi. Vatnsslöngur og aðrar slöng- ur. Flöskur, krukkur, dósir o. fl. Gúmmí til skósóLagerðar. Urn- búðakassar úr trjáviði. Mottur til umbúða. Skrifpappír og fjölrit- unarpappír. Handklæðafrottéefni. Bókbandsléreft. Nærfatnaður úr ull. Bönd úr járni eða stáli. Geym- ar úr járni eða stáli. Vírkaðlar. Steypustyrktar- og . múrhúðunar- net. Galvanhúðaður saumur. Hníf- ar í landbúnaðarvélar. Kaffikvarn ir, hakkavélar o. fl. Benzínhreyfl- ar og dísilhreyflar, minni en 200 hestöfl, og hlutar til þeirra. Loft- farartæki og fallhlífar. UpptaLningin hér að framan er langt frá því að vera tæmandi. Einkum er sleppt að nefna marg- ar vörur, sem 'tollur ýmist lækkar eða hækkar á, þegar breytingarn- ar eru mjög litlar. Þá skulu nefndar hér tollalækk- anir á nokkrum vélum og tækjum til landbúnaðar og sjávarútvegs: Dráttarvélar hafa tvöfaldazt í verði síðan 1958. Því valda gengis lækkanirnar 1960 og 1961, þar með fylgjandi tollhækkun og hækkun á söluskatti. Á síðustu þingum hafa Fram'sóknarmenn, flutt frumvöíþ' tim afnám tqTla á dráttarvélunum Og fleiri I nauSsyn- legum tækjum til búskapar. Þau frunivörp hafa ek'ki fengizt sam- þykkt á Alþingi. En árangurinn af flutningi þeirra er nú að koma í ljós. Ríkisstjórnin telur sér ekki lengur fært að standa að öllu leyti gegn sanngjörnum óskum um lag- j færingu í þessu efni. í frv. er lagt I til, að aðflutningsgjöld á dráttar- I vélum lækki úr 34 í 10%. Enn jfremur að tollar af heyvinnuvél- um, plógum, herfum, áburðar- dreifurum, upptökuvélum og mjaltavélum lækki úr 19—21% í 10%. Þá er og lagt til, að tollur verði lækkaður á ýmsum tækjum til sjávarútvegsins, svo sem rat- sjám, bergmálsdýptarmælum, lóð- ar belgjum, fiskkörfum og fisk- kössum, skipsskrúfupi, akkerum og drekum, úr 15—21% í 4%, og af botnvörpuhlerum og bobbmg- um úr 28 í 2%. Hér er um töluverðar tilslakan- ir að ræða, en þó er of skammt gengið í þá áttina. Dráttarvélar til notkunar við landbúnaðarstörf eiga ag vera tollfrjálsar eins og skipin. Dráttarvél er bóndanum jafnnauðsynleg og skipið útgerðar manninum. Eg mun því flytja til- lögu um, að dráttarvélar og nokk- ur fleiri nauðsynleg tæki til land- búnaðar verði tollfrjáls. Þó að sú tillaga verði samþykkt, þarf bóndinn nú að láta fleiri kg af dilkakjöti og fleiri lítra af mjólk til kaupa á dráttarvél heldur en •jænji, þurfti árið 1958. Ég' mun einnig flytja tillögur líúi að fella niður tolla af ratsjám, bergmálsdýptarmælum, asdictækj- um o.fl. til skipa, svo og af fiski- önglum, færum, öngultaumum, köðlum og fiskinetum til útgerðar. Það er efirtektarvert, að sam- kvæmt frv. eru yfirleitt hærri toll ar af rekstrarvörum og tækjum til landbúnaðar, heldur en til sjáv arútvegs. Nokkrar rekistrarvörur til þessara atvinnuvega eru að vísu tollfrjálsar, svo sem efni í garn og garn tíl veiðarfæragerðar, efni í umbúðir og tilbúnar umbúðir utan um útfluttar sjávarafurðir, fóður vörur, tilbúinn áburður og gras- fræ. En annars er algengast að lagður sé 10, 15 eða 20% tollur á sérstakar rekstrarvörur landbún aðarins, en 4% á ýmsar rekstrar- vörur og tæki til sjávarútvegs. — Verður að teljast óeðlilegt að gera þannig upp á milli þessara atvinnu greina, og verður reynt að fá leið réttingar á því, aðallega með því að fá fleiri brýnustu nauðsynjar til þeirra beggja gerðar tollfrjáls ar, en að öðrum kosti með lækk un á vörum til landbúnaðar til samræmingar. ' Tollar af byggingarefni mega teljast óbreyttir samkvæmt frum- varpinu. Ein af mörgum óheillavænleg- um afleiðingum af efnahagsráðstöf unum þeirra manna, er nú stjórna landinu, er gífurleg hækkun á kostnaði við byggingar. Hámark lána frá Húsnæðismálstjórn er nú 150 þús. kr. á hverja íbúð. Láta mun nærri að öll sú lánsupphæð fari til að borga þá verðhækkun, sem orðið hefur á ibúð af meðal stærð á valdaskeiði núverandi rík isstjórnar. í því skyni að létta þær þungu byrðar, sem með þessu hafa verið lagðar á ungt fólk og aðra, sem þurfa að byggja íbúðarhús, Framhald á 13. sfðu. t Tækniskóli rísi í Rvík og á Akureyri Neðri deild alþingis samþykkti í fyrradag samhljóða, að auk þess sem heimilt væri að stofna í Reykjavík skóla, sem nefndist Tækniskóli íslands, skyldi einnig heimilt að starfrækja einstakar tækniskóladeildir á Akureyri, enda væri að því stefnt, að þar risi sjálfstæður tækniskóli. Með þessu má segja, að sé til lykta leidd sú deila, sem risið hafði um staðsetningu tækniskól- ans. Ingvar Gíslason vakti máis á því við 1. umræðu um málið, að æskilegt væri að ætla skólanum stað á Akureyri, enda væri þegar uppi hreyfing á Akureyri, sem miðlaði að því að koma þar upp tækniskóla. Lagði Ingvar Gíslason áherzlu á það í umræðunum, að Akureyri hefði ekki upp á að bjóða verri skilyrði en Reykjavík sem aðsetursstaður íslenzks tækni skóla, enda væri Akureyri viður- kenndur iðnaðar- og skólabær. Síðan flutti' Ingvar ásamt Gísla Guðmundssyni breytingartillögu um, að skólinn skyldi staðsettur á Akureyri. Eftir að frumvarpið kom fram, barst mentamálanefnd neðri deild- ar, sem hafði frumvarpið til at- hugunar að lokinni 1. umræðu, samþykkt frá bæjarráði Akureyr- ar, þar sem Skorað var á Alþingi að breyta frumvarpinu á þá lund að tækniskólinn yrði staðsettur á Akureyri. Menntamálanefnd gerði miklar breytingar á frumvarpinu, en féllst ekki á að skólinn yrði stað- settur a Akureyri. Lagði nefndin hins vegar til, að heimilt væri að starfrækja undirbúningsdeild tækniskóla á Akureyri, og lýsti yfir því í nefndaráliti, að með því mætti telja, að þar með kæmi vísir að fullkomnum tækniskóla einnig á Akureyri.'* Ingvar Gíslason mælti í ýtar- legri ræðu fyrir breytingatiliögu þeirra Gísla Guðmundssonar um að skólinn yrði staðsettur á Akur- eyri. Kvaðst hann harma það, að menntamálanefnd skyLdi ekki hafa gert þá breytingu á frumvarpinu, sem a.m.k. nálgaðist óskir Akur- eyringa um að starfrækja tækni- skóla. Taldi Ingvar, að undirbún- ingsdeildin ein væri ekki mikils virði sem vísir að fullkomnum tæknskóla, hvað þá frómar yfirlýs- ingar einar saman. Benti Ingvar á, að ef ekki yrði fallizt á að staðsetja Tækniskóla íslands á Akureyri, þá væri sú lausn viðunandi að heimilt yrði í lögum að starfrækja einstakar deildir tækniskólans á Akureyri, enda væri þá að því stefnt, að þar risi sjálfstæður tækniskóli, sam- hliða tækniskóla í Reykjavík. Kvaðst Ingvar fyrir sitt leyti mundu sætta sig við slíka lausn og skaut þvi til menntamálanefnd- ar að taka máli? til athugunar að nýju. Niðurstaðan varð sú, að neðri deild samþykkti efnislega þessa málamiðlunartillögu Ingvars Gísla sonar, og fái málið fullnaðaraf- greiðslu í þinginu, er stigið stórt spor í þá átt að tækniskóli taki til starfa á Akureyri samhliða Tækniskóla íslands í Reykjavík. Auk Ingvars tóku þátt í þessum umræðum í neðri deild: Gísli Guð- mundsson, Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, Benedikt Gröndal og Jónas G. Rafnar. Frumvarpið var afgreitt í efri deild í gær sem lög frá Albing:. fi TÍMINN, laugardagiinn 20. apríl 1963 •—

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.