Tíminn - 20.04.1963, Side 14

Tíminn - 20.04.1963, Side 14
WILLIAM L. SHIRER við forsetann, við stjórn Briinings og Gröner 'hershöfðingja, við her- inn. Hitler vantreysti þessum sam starf'Smanni sínum, en þó varp- aði hann ekki hugmynd'hans al- gerlega frá sér. Hann hafði enn ekki gleymt einni af lexíunum, sem hann lærði á Vínardögum sínum, en það var, að til þess að ná völdum, varð maður að vinna á sitt band „valdamiklar stofnan- ir:t innan ríkisins. Áður en honum 'hafði gefizt tími til þess að gera upp við sig, hvað næst skyldi grípa til taks, lét ein þessaj-a „valdami'klu stofnana" höggið ríða á honurn, sjálf stjórn lýðveldisins. í meira en eitt ár höfðu ríkis- stjórnin og stjórnir ýmissa smá- ríkjanna verið að viða að sér skjöl- um, 'Sem sýndu, að nokkrir hátt- settir nazistaforingjar, sérstaklega innan S.A., voru að undirbúa að taka Þýzkaland í sínar hendur með valdi og koma þar á ógnarstjórn. Rétt fyrir fyrri forsetakosningarn ar höfðu S.A., sem nú voru 400 þúsund talsins, verið látnar vera viðbúnar og höfðu sett herkví um Berlín. Enda þótt Röhm höfuðs- maður, foringi S.A. fullvissaði von Sehleicher hershöfðingja um það, að þessar aðgerðir væru ein- ungis „til öryggis‘:, hafði prúss- neska lögreglan náð skjölum í nazistabsekistöðvunum í Berlín, sem sýndu greinilega, að S.A. höfðu ætlað sér að taka völd ríki'S- ins í sínar hendur strax næsta kvöld, yrði Hitler kosinn fo:%feti, svo mikið lá Röhm á. Göbbels 'hafði staðfest í dagbókarskrifum sínum 11. marz, að eitthvað væri á seyði. „Ræddi um fyrirskipanir við S.A. og S.S. foringjana. Mikil óvissa ríkir alls staðar. Orðið npp- reisn liggur í loftinu'1. Stjórn ríkisins og smáríkjanna var gert viðvart. Hinn 5. apríl ■höfðu fulltrúar nokkurra smá- ríkja undir forustu Prússlands og Bayern, hinna tveggja stærstu, krafizt þess, að sambandsstjórnin réði niðurlögum S.A annars myndu ríkin gera það hvert fyrir 'Sig, á sínum yfirráðasvæðum. Brúning kanslari var ekki i Ber- lín, faeldur í kosningaáróðursferð, en Gröner, sem tók á móti fuiltrú- unum sem innanríki'sráðhexra og varnarmálaráð'herra landsins, lof- aði að ‘ eitthvað skyldi gert jafn skjótt og Brúning kæmi aftur, sem var 10. apríl, kosningadaginn sjálfan. Brúning og Gröner álitu sig hafa góða ástæðu til þess að ryðja úr vegi S.A. Það myndi binda endi á hættuna á borgara- styrjöld og gæti orðið undanfari endaloka Hitlers sem áhrifamikils aðila i þýzkum stjórnmálum. Þeir voru öruggir um endurkosnin^u Hindenburgs og að hann fengi al- geran meirihluta, og því fannst þeim sem kjósendur væru að veita þeim umboð til þess að vernda lýðveldið gegn hættunni á, að naz istar kynnu að steypa stjórninni með valdi. Sú stund var runnin upp, þegar hart skyldi mæta hörðu. Sömuleiði'S, tækju þeir ekki þegar í stað til starfa, myndi stjórnin tapa stuðningi sósíaldemo krata og verkalýðsfélaganna, sem lögðu til mikinn meiri'hluta at- kvæða Hindenburgs og voru auk þess aðalstuðningurinn við áfram- haldand.i. tilveru stjórnar Brún- ings. Ráðuneytið kom saman 10. apríl, í miðri alkvæðagreiðslunni, og ákvað þegar í stað að ryðja úr vegi einkaher Hitlers. Dálitlum erfiðleikum var bundið að fá Hindenburg til þess að undirrita lögin um þetta — Schleicher, sem upphaflega hafði samþykkt þau, byrjaði að hvísla mótmælum í eyra forsetans — en hann undir- ritaði þó að lokum 13. apríl og lögin voru birt opinberlega 14. apríl.. Þetta var reiðarslag fyrir naz- ista. Röhm og sumir af bráðlynd- ari foringjum flokksins höfðu hvatt til þess, að lögunum yrði sýndur mótþrói. En Hitler, sem var kænni en undirforingjar hans skipaði að þeim skyldi hlýtt. Þetta var ekki rétta stundin fyrir vopn aða uppreisn. Þar að auki höfðu borizt athyglisverðar fréttir af Schleicher. Göbbels segir í dagbók sinni einmitt þennan sama dag, 14. apríl: „Okkur- hefúr verið skýrt frá því, að Schleicher sé MmemmmF ekki samþykkur aðgerðum Grön- ers . . . “ Og síðar þennan sama dag:........símhringing frá vel- þekktri konu, sem er náinn vin- ur Schleichers hershöfðingja. Hún segir, að hershöfðinginn óski eft- ir að láta af störfum". Göbbels var ful.lur áhuga, en vantrúaður. „Ef td vill“, bætir hann við, „er þetta aðeins bragð''. Hvorki hann né Hitler né nokkur annar, vissulega ekki Brúning og allra sízt Gröner, sem Schleichcr átti mest að þakka sinn hraða upp gang innan hersins og ráðuneyta stjórnarinnar, höfðu þegar hér var komið sögu, getið sér til um hina óendanlegu hæfileika þessa slótt- uga stjórnmálahershöfðingja til svikráða, en þeir áttu brátt eftir að komast að raun um þá. Jafnvel áður en bannið á S.A. hafði verið tilkynnt opinberl.ega, skýrði Schleicher, sem unnið hafði á sút band hinn veikgeðja yfir- mann Reichswehr, von Hammer- stein hershöfðingja, yf'irmönnum hersvæðanna sjö frá því með ieynd, að herinn væri á móti þess um aðgerðum. Þar næst taldi ha-nn Hindenburg á að slcrifa naglalegt bréf tú Gröners 16. apríl, þar sem hann spurðist fyrir um það, hvers vegna Reichsbann- er, hernaðarleg sámtök sósíal- demokrata, hefðu ekki verið bönn uð um leið og S.A. Schleicher gerði frekari ráðstafanir tú þess að grafa undan aðstöðu yfirmanns síns. Hann kom af stað illviljuð um orðrómi um Gröner hershöfð- ingja, þar sem sagt var, að hann væri of veikur td þess að hann gæti haldið áfram að gegna emb- ætti sínu, að hann hefði snúizt til fylgis við marxista og jafnvel styddi hann nú friðarsinna, og að lokum var þvi lýst yfir, að varnar málaráðherrann hefði orðið hern. um til skammar með því. Gröner hafði fæðzt erfingi aðeins fimm 'mánuðum eftir að hann gekk i hjónaband — Schleicher sagði Hindenburg, að barnið hefði feng ið gælunafnið ,,Nurmi“ innan hersins, þ. e. nafn finnska hlaup- arans, sem unnið hafði sér heims frægð á Ólympíuleikunum. Á sama tíma treysti Schleicher sambönd sín við S.A. Hann ræddi við bæði Röhm, S.A.-foringja og von Helld.orf greifa, S.A. foringj- ann í Berlín. Göbbels segir 26- apríl, að Schleicher hafi skýrt Helldorff frá því, að hann „vildi breyta stefnu sinni“. Tveimur dög um síðar hitti Schleicher Hitler og Göbbels segir, að „viðræður þeirra hafi heppnazt vel“. Jafnvel á þessu stigi málsins er gréinilegt, að Röhm og Schleicher voru að einu leyti að gera samsæri að baki Hitlers. Báðir mannanna vildu, að S.A. yrðu innlimaðar í herinn sem landvarnarlið, en Hitler var óumbreytanlega andvíg ur þessu. Hitler hafði deilt um þetta við Röh'm, sem leit á storm- sveitirnar sem herstyrk, er væri fyrir hendi til þcss að styrkja að- stöðu landsins, þar sem I-Iitler á hinn bóginn leit einungis á þær sem stjórnmálalegt afl, flokka, sem nota mætti til þess að skelfa andstæðingana á götum úti og til þess að halda við áhuganum með- al nazistanna sjálfra. En í viðræð- um sínum við nazistaforingjana hafði Schleicher verið með annað í huga. Hann vildi. innlima S.A.. í herinn til þess að geta stjórnað þeim sjálfur, en hann vildi einn- ig fá Húler, eina íhaldssinnaða þjóðernissinnann, sem naut fylgis fjöldans, i stjórnina, þar sem hann gæti stjórnað honum. Ver- bot (bann) S.A. faindraði fram- gang beggja málanna. í lok fyrstu viku maí 1932 náðu kænskubrögð Schleichers einu há- 30 sem hann lýkur verki sínu, því betra og þá þarftu ekki að sjá hann framar. En þangað til verð- ur þú að halda kyrru fyrir í kof- anum. Enginn okkar mun þreyta þig um of með nærveru okkar, við munum værða mest úti við frá sól- aruppkomu til sólarlags. Eg er hræddur um, að hér sé fátt sem gæti stytt þér stundir hér eru eng- ar bækur, engin blöð . . . — Það gerir ekkert tH, sagði hún rólega. — Ef þú getur útveg- að mér nál og tvinna ætla ég að reyna að gera við f-ötin mín . . . og kannski ykkar Johns líka, stam aði hún. — Auk þess er ég býsna dugleg að búa til mat og niðursoð- inn matur getur bragðazt sæmi- lega, ef hann er tilreiddur á rétt- an hátt. Eg vúdi óska að þú vildir lofa mér að reyna. — Gott og vel, sagði hann. — Héðan í frá ertu ráðin sem elda- buska og saumakona. Amah hefur tekið að sér að þvo fötin okkar og ef þú þarft að láta þvo fyrir þig, þá láttu mig bara fá það . . . — Getur hún ekki komið hing- að og sótt það sjálf? spurði Blanche. — Eg vil helzt ekki að þið tvær- hafið samband ykkar á milli. anz- aði hann. — Þú treystir mér ekki, sagði Blanche. — Hvað gæti ég gert? Eða hvað gæti hún gert? Svo virð- ist sem við 'séum báðar fangar þín ir og þar sem ég hélt að við vild- um báðai eitt og hið sama — kom ast út úr Kína eíns fljótt og mögu- legt er . . . — Þótt það hljómi einkennilega þá treysti ég þér, sagði hann. — En ég er ek'ki jafn viss um amah. — Nú . . . En hún bjargaði lífi mínu! — Ef til vill . . . — Og hún tilbað Ferskjublóm- ið. Hugsaðu þér bara hvað hana langaði ákaft til að snúa þangað aftur og reyna að komast að því hvað um Iafðina hennar hefði orð ið. Ef henni hefðí ekki verið andi, hefði verið 'hægur vandi fyr- ir hana að svíkja mig í hendur 'hermannanna . . . i — Gleymdu því, sem ég sagöi, sagði Petrov og gekk að skáp við vegginn, tók fram bolla og hálft hveitibrauð, sem hann setti hjá kornbuffinu. — Komdu og fáðu þér bita, sagði hann. — Og síðan skaltu leggja þig. Meðan þú ert að borða, skal ég setja upp skerm fyrir rúmið þitt. 19. KAFLI. Fimm dögum síðar sagði Petr- ov Blanche, að hann þyrfti að fara burt í fjörutíu og átta klukkutíma' í áríðandi erindngerðum. — Marsden heldur áfram verki sínu hér, bætti hann við. — Eins og ég hef sagt þér, kom í ljós, að( það var erfiðara en við héldum í| upphaf'i. En þegar ég kem aftur ætti hann að hafa lokið því að mestu. Eg var neyddur til að tala duglega yfir hausamótunum á hon um og hann áttaði sig og þú þarft ek'ki að óttast að hann sýni af sér hið sama og um daginn. — En . . . ef hermenn koma, \ meðan þú ert fjarverandi? spurði| hún kvíðafull, — eða njósnarar frá öryggislögreglunni? — Þeir koma ekki, þú gelur verið alveg örugg hér. — Það hefurðu sagt áður, en þér skjátlaðist, sagði Blanche. — Ó, nei, sagði hann. Það kom ekkert fyrir þig. Og mér heppn- aðist að finna þig aftur heila á húfi. — En . . . Ferskjublóm? Blanche skalf, þegar hún hugsaði til þeirra örlaga, er kínverska konan hlaut að hafa beðið. Oftast tókst henni að ýta þeirri hugsun frá sér, en hún skaut stöðugt upp kollinum aftur, ef hún gætti sín ekki vandlega. En það var sérstak lega á nóttunni, ef hún átti bágt •með svefn. Þá lifði hún upp aftur þessa- martröð og sá fyrir sér það, sem gerzt hafði í húsinu fagra. Og þannig lá hún stundum í svita baði, unz birti af degi. — Fjörutíu og átta tímar er engin eilífð, sagði Petrov. Eg verð kominn aftur áður en þú veizt af. — Það getur virzt eilífð, þegar maður er aleinn og hræddur. sagði hún. — En þú mátt ekki vera hrædd. Ó, já, ég veit, að þú hefur orðið að þola margt og mikið og mér þykir það leitt. En þú mátt ekki t hugsa of mikið um það. Eg skal láta þig fá heilan haug af fatnaði að gera við, þá hefurðu eitthvað til að dreifa huganum. Og ég skal láta einn af mönnum Changs standa á verði og vera lífvörð þinn, þá ertu rólegri. Héðan er gott úsýni yfir ána og lögreglu- bátur sæist löngu áður en hann kæmist alla leið hingað. Það er opið land til allra-átta, svo að ekki er hægt að koma okkur að óvör- um hér. Leyfðu mér nú að sjá þig brosa, ég skal reyna að ná í ein- hverjar bækur handa þéf, þegar ég kem aftur. — Eg vildi óska, að þú þyrftir ekki að fa-ra. Orðin komu gegn vilja hennar. Hún leit á hann og það var ekki erfitt að lesa í aug- um hennar, hvemig henni leið. Hann harmaði að hann varð sí- fellt að ógna henni og koma rudda lega fram við hana, til að hún hlýddi, en það var brýn nauðsyn. Hann óskaði, að hann hefði getað gert hana að trúnaðarmanni sín um, en hann gat ekki gert það — hennar vegna. Hann átti í nógu basli með Marsden eins og nú stóðu sakir og hann kærði sig ekki um meira. Maðurinn hafði fengið hálfgert taugaáfall og það var ekki öruggt að láta hann einan lengur en fjörutíu og átta klukkutíma í senn. En Chang myndi vera hér og gæta þess, að ekkert bæri út af. Hann gat treyst Chang af þeirri einföldu ástæðu, að maðurinn elsk aði þetta hættulega starf þeirra. — Eg get ekki tekið þig með, sagði hann glaðlega við Blanche. — Vegna þess, að ég ætla að hitta að máli mann, sem ég vona að þú þurfir aldrei augum að líta. — Áttu við . . að þú sért í hættu? spurði hún. — Alls ekki, skrökvaði hann. Hann myndi ekki vera í hættu, ef honum tækist að vera kaldur og ákveðinn og kæmi fram við Mwa Chau eins og hann hafði komið fram við rnarga aðra hátt- setta embættismenn bæði i Rúss iandi og Kína. Hann rétti út hönd ina og dró Blanche að sér. — Nú skaltu ekki bera kvíðboga fyrir neinu, skilurðu það, sagði hann og kitlaði hana blíðlega og strauk henni um kinn. — Eg skal reyna að vera ekkt hrædd. — Dugleg stúlka. Og þegar ég kem aftur, vona ég, að ég þurfi ekki að hafa þig sem eins konar fanga öllu lengur. Við verðum kannski að leggja okkur í all- mikla hættu, en við verðurn að minnsta kosti saman þá. — Og þá skiptir ekkert annað máli, sagði Blanche. — Er það ekki skrýtið, að þótt þú hafir kom ið ruddalega fram við mig og kennir mér um vitleysukastið, sem greip John, þá finnst mér ég alltaf vera örugg, þegar þú ert hjá mér. Já, ég held, að ég hefði' getað hugsað mér að þola sömu örlög og Ferskjublóm, ef þú hefð- ir aðeins verið hjá mér . Þetta var raunar til háborinnar skammar, hugsaði hann. Þetta barn elskaði hann, ekki var hjá því komizt að viðurkenna það, en það vxr erfið aðstaða fyrir þau bæði. Jafnvel þótt hann hefði sjálfur verið fús. að taka hana sér fyrir eiginkonu í raun og veru, var engin von til að sú saga fengi góðan endi . . . Hann varð að ljúka 14 T f MIN N , iaugardaginn 20. apríl 1963 —

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.